Morgunblaðið - 17.08.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.1948, Blaðsíða 10
10 MORGTJNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. ágúst 1948 Athugasemd við grein Jéhanns M. Kristfánssonaf iiiningarorð um Friðrik Arnbjarnarson í GREIN „Landkynning — Þjóðkynning“ eftir herra Jó- hann M. Kristjánsson, er birt- ist í Morgunblaðinu 8. þ. m. er nokku.ð sveigt að Ferðaskrif- taldi jeg ekki rjett fyrir hönd Eftir Þorleif Þórðarson stofu ríkisins og mjer persónu- lega. Svigurmæli greinarhöf- Ferðaskrifstofunnar að mæla með því, að 20—25 þúsund unuar í minn garð hitta ekki j krónur af dýrmætum gjaldeyri marks og hirði jeg ekki um að elta ólar við þau. En rjett þyk ir mjer að leiðrjetta það, sem rangfært er og varðar Ferða- skrifstofuna. Greinarhöfundur talar um tvo ameríska rithöfunda, er leitað hafi styrks frá hinu opinbera til útgáfu bóka um ísland og skýrir frá því, að Ferðaskrif- stofa ríkisins hafi spornað við því, að þeir yrðu umbeðinnar aðstoðar aðnjótandi. J. K. læt- ur þess ekki getið, hverjir rit- höfundiar þessir eru, svo að ráða verður af líkum hverja um er að ræða. I fyrra sumar voru hjer amerísk hjón Mrs og Mr. Pratt j að viða að sjer efni í bók um Island, hún sem rithöfundur en hann myndatökumaður. Frú Pratt mun vera annar rithöfund urinn, er J. K. á við í grein sinni. Hinn rithöfundurinn mun vera kona J. K. frú Ella Krstjánsson, sem samdi bók um Island i fjelagi við greinar- höfund. Þessa hefði J. K. átt að láta getið til þess að upplýsa tengsl hans við höfund og hand- rit. Mrs. Pratt var hjer eins og áður er sagt með manni sínum og undi, að mjer virtist, hag sínum hið besta Þau hjónin voru svo að segja daglegir gest- ir á Ferðaskrifstofunni þá tvo mánuði, er þau dvöldu hjer og var þeim veitt margskonar fyr- irgreiðsla og reynt að uppfylla óskir þeirra eftir því sem efni stóðu til. Þeim stóð til boða ókeypis ferðalög í ferðum skrif- stofunnar, og notuðu þau sjer það að nokkru. Myndir er þau ! vantaði í bókina til viðbótar og fer þess á leit, að Ferðaskrif- þeim, er Mr. Pratt tók, voru stofan mæli með því, að hon- þeim útvegaðar að kostnaðar- j um verði veitt gjaldeyrisleyfi lausu, auk þess buðu stofnanir til Ameríkuferðar, svo að hann og einstaklingar þeim í ferða- j geti unnið þar að framgangi lög um landið. Að þau færu ferðamálanna í þágu íslands. fram á við hið opinbera, að það Ferðaskrifstofan svaraði þess- veitti þeim styrk til útgáfu bók- ari málaleitun með brjefi, sem arinnar, er mjer ekki kunnugt mjer finnst rjett að birta orð- um, og kom því aldrei til kasta rjett, því að efni þess gefur til Ferðaskrifstofunnar, að mæla kynna afstöðu Ferðaskrifstof- með eða móti styrkveitingu til unnar til máls þess, er grein J. K. fjallar um og vísar um leið á bug þeirri fullyrðingu J. K. að Ferðaskrifstofan vilji! þjóðarinnar væri varið til styrkt ar útgáfu bókar þessarar, þar sem vitað var einnig, að bók Mrs. Pratt var í þann veginn að koma út í Bandaríkjunum. Þetta er þá saga bókaútgáf- unnar, sem J. K. gerir svo mikið veður út af í grein sinni. Bók Mrs. Pratt er þegar komin út og mun Ferðaskrifstofan gera allt, sem í hennar valdi stend- ur til að greiða fyrir sölu henn- ar. Bók Jóhanns og konu hans á vonandi eftir að fullkomnast i að efni og stíl og komast í hend ur útgefanda, er telur ábóta- von í að gefa hana út. J. K. skrifar langar greinar af miklum fjálgleik um land- kynningu og ferðamál. Hann hefur líka ætlað að gera mikið í þessum efnum. í október 1947 tilkynnti Jó- hann Ferðaskrifstofu ríkisins brjeflega, að hann væri í þann veginn að stofnsetia ferðaskrif- stofu í New York undir nafn- inu „United World Tourist Bureau“ og ljet fylgja ósk um, að Ferðaskrifstofan veitti ferða mönnum, er til íslands kæmu, fyrir hans tilstilli, fyrirgreiðslu. Að sjálfsögðu fagnaði Ferða- skrifstofa ríkisins þessari fregn og hjet því að veita „túristum“ Jóhanns, eins og raunar öllum ferðamönnum, hverskonar fyr- irgreiðslu. Hvar „United World Tourist Bureau“ er niður kom- in veit jeg ekki, en hitt er mjer kunnugt um, að við höfum ekk- ert þurft að hafg fyrir túristum Jóhanns. 30. janúar 1948 skrifar J. K. Ferðaskrifstofunni brjef á ný útgáfu bókar Mrs. Pratt. J. K. hefur því fljettað hjer smá skáld sögu inn í ritsmíði sína. Hitt er rjett, Kristjánsson fór að Jóhann ekkert gera ferðamálum til fram fram á við | dráttar. Hún mun vinna mark- j ríkisstjórnina, að hún keypti víst að því að fá hingað þann fyrirfram 1000 eintök af bók þeirri, er hann og kona hans áttu í smíðum, á 3—4 dollara hvert eintak. Rjett er það einnig að leitað var umsagnar Ferða- skrifstofunnar í þessu máli. Jeg hafði nokkru áður en formleg beiðni um styrkveitingu kom frá J. K. haft tækfæri til þess að líta lauslega yfir handrit frú Ellu og manns hennar. Ýmislegt var þar vel'og vingjarnlega sagt j í garð íslendinga, en mörgu var skrifstofu ríkisins, að hún mæli fjölda ferðamanna, sem hægt' er að veita sómasamlega fyrir-, greiðslu. Brjefið til J. K. fer hjer á eftir: Vjer þökkum brjef yðar dag- sett 30. f. m., þar sem þjer ræð- | ið fyrirætlun yðar um að fara j til Bandaríkjanna, til þess að vinna þar að framgangi ferða- mála í íslands þágu, og þar sem þjer farið þess á leit við Ferða- eirinig, að mínum dómi, ábóta- vant og þurfti mikillar lagfær- ingar við. Og að athuguðu máli með því, að yður verði veitt gjaldeyrisleyfi til ferðarinnar. Vjer þökkum einnig fyrir afrit af greinargerð, er þjer senduð viðskiptamálaráðuneytinu á sín um tíma. Greinargerðin er vel samin og hvað efni hennar við- víkur, þá erum vjer henni sam- mála. Önnur og þriðja málsgrein brjefs yðar gefur tilefni til eft- irfarandi skýringar: Ferðaskrif stofan er einmitt nú að vinna að því í fjelagi við ferðaskrif- stofu í New York, er íslenskur maður veitir forstöðu, að nafn íslands verði sett inn á áætlan- ir hinna stóru skemmtiferða- skipa, er leggja leið sína til Evrópulanda. Einiúg hefur skrif stofan leitað aðstoðar íslenska sendiráðsins í Washington og ræðismannsskrifstofunnar í New York. Og hvað viðvíkur möguleikunum á því að fá ferða menn með flugvjelum frá Ame- ríku, þá ,skal þess getið, að Ferðaskrifstofan stendur í nánu sambandi við American Over- seas Airlines, en nefnt fjelag hefur mikinn hug á að flytja hjngað þann fjölda skemmti- ferðafólks, er vjer getum veitt móttöku. Ut af ósk yðar um að Ferða- skrifstofan mæli eindregið með því, að yður verði veittur um- ræddur gjaldeyrir, viljum vjer taka það fram, að Ferðaskrif- stofa ríkisins, sem opinber stofn un, getur því aðeins gefið ákveð in meðmæli bundin við nafn, að hún hafi náin kynni af við- komandi aðila eða hafi notið samstarfs við hann. En henni er aftur á móti ljúft að segja þetta um málefni það, er brjef yðar fjallar um: Ferðaskrifstofu ríkisins er það ljóst, að tekjur af heim- sóknum erlendra ferðamanna eiga eftir að verða þjóðarbú- skap íslendinga drjúgur styrk- ur, og að því meiri orku, sem beint er í þá átt að ryðja ferða- straumnum farveg, því fyrr má vænta árangurs. Ferðaskrif- stofan hlýtur því að vera því meðmælt, að mönnum og stofn- unum, er af einlægni og dugn- aði vilja vinna að framgangi ferðamálanna, verði veitt gjald eyrisleyfi og önnur aðstoð þess opinbera, svo að þeir eða þær geti beitt kröftum sínum í þágu þessa stórmáls. Þetta eru þau stuðnings og meðmælaorð, er Ferðaskrif- stofan getur látið í tje. Og þótt segja megi, að þau sjeu almenns eðlis, þá lítum vjer svo á, að vjer höfum látið í ljós það álit vort, að nauðsyn beri til að unn ið sje að framkvæmd þessara mála, og ósk um, að gjaldeyris- yfirvöldin greiði götu þeirra, er þau þekkja að dugnaði og fram- takssemi og vilja vinna að þess- um málum. Vjer vonum að gjaldeyris- yfirvöldin sjái sjer fært að taka afstöðu til gjaldeyrisumsóknar yðar, eftir að þjer hafið sýnt eða sent henni afrit af brjefi þessu“. Framh. á bls. 12 hreppstjóra á Stóra-Osi ÞANN 1. júlí s. 1. andaðist Friðrik Arnbjarnarson, hrepp- stjóri að heimili sínu, Stóra- Ósi í Miðfirði og var jarðsung- inn 14. s. m. Friðrik lieitinn var fæddur á Stóra-Ósi 15, september 1881, sonur Arnbjörns Bjarnasonar, hreppstjóra þar. Hann kvongað- ist 1906 eítirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, prests að Melstað. Reistu þau bú á Stóra-Ósi og bjuggu þar allan sinn búskap. Þeirn varð 11 barna auðið og lifa 7 þeirra. Með Friðrik á Stóra-Ósi, eins og hann var jafnan nefndur í dagiegu tali, er hniginn í val- inn einn hinn glæsilegasti bændahöfóingi, sem jeg hefi kynnst Hann var ekki skóla- genginn, en í viðræðum um al- menn mál svo sem hjeraðsmál og landsmál, var hann hlutgeng- ur hvar sem var og Ijet engan kjósa orð úr munni sjer, enda var hann gæddur óvenjulegu raunsæi og góðum gáfum. Heimili Friðriks og konu hans var í þjóðbraut og nokkurskon- ar miðstöð stórs svæðis. Gest- risnina og alúð húsbændanna munu allir muna, er henni kynntust. —• En lengst munu menn þó muna þá sólskinsglað- værð, er jafnan reis í nærveru húsbóndans sem gestgjafa, hin hnitnu tilsvör og leiftrandi fyndni hans, dálítið ögrandi stundum en þó nær ávalt græskulaus Þau kynni gleym- ast ekki auðveldlega, þeim er þau reyndu. Á slíkum stundum minnti hann mig oft á Einar Benediktsoon skáld, bæði í raun og sjón, enda voru þeir skyld- ir, báðir komnir af Bjarna Hall- dórssyni, sýslumanni á Þingeyr- um. j Mörgum vinum Friðriks þótti hann hljedræeur um of. j Umsvifamikill bardagamaður með vitsmuni hans og — mjer | liggur við að segja — áskapað- ar vinsældir, hefði vissulega getað komist langt. En þrátt fyrir hljedrægni sína komst hann ekki hjá því að verða að sinna margháttuðum, opinber- um störfum. Hann var odd- viti sveitar [sinnar frá 1916, um langt skeið hreppstjóri og sýslunefndarmaður hin síðari ár. Annar aðal-starfsmaður Sparisjóðs Vestur-Húnavatns- sýslu hafði hann verið mjög lengi; í yfirkjörstjórn sömu sýslu og í yfirfasteignamats- nefnd. Þá átti hann og sæti á búnaðarþingi. Þegar störfum er þann veg hlaðið á einn mann, þá er það öruggur vottur þess, að fáum nágrönnum og sveit- ungum Friðriks mun hafa þótt varlegt að ráða tii lykta vanda- sömum málum, án þess að hans álits væri leitað Þannig var þessu og 'arið á dönum Gests Oddleifssonar 02 Niáls. Til þeirra manna var ráða leitað, er öðrum fremur, sökum vits- muna og góðgirni, höfðu getu til að gefa mönnum holl ráð. Og hví skyldi ekki svo vera enn í dag. Jeg hefi fáum samferðamönn um þurft að sjá á bak, sem jeg hefi saknað jafn mikið og Frið- riks á Stóra-Ósi Mjer er þó Ijóst að sá söknuður er einber eigingirni. Jeg harma að missa vin, sem jeg vildi fá að njóta lengur. Slíkt er mannlegt, en byggist ekki á rökrjettri hugs- un. Á manntalsþingi s. 1. sum- ar sagði Friðrik við mig, að hann kæmi ekki á fleiri slík þing.Jeg sá að honum var alvara og þótti það mikil tíðindi ef hann skyldi reynast sannspár um þetta. Fáum vikum fyrir andlát Friðriks hitti jeg hann að máli. Þá var ljóst að hverju fór og jeg skildi vel að honum var það ekki síður ljóst en öðr- um. En hin þróttmikla karl- mannslund vinar míns var ekki buguð. Þvert á móti var hann glaður cg reifur að vanda og kvaddi m,g með spaugsyrði á vörum, þótt líkamsþrótturinn væri að fjara út eftir langvar- andi og þungbær veikindi. En þrátt fyrir þau var bjart yfir dánarbeði þessa manns, sem var fullkomlega æðrulgus og ótta- laus gagnvart hinu óþekkta framundan. Við jarðarför Friðriks heitins mættu tvcfalt fieiri menn, en manntal prestsins sýnir íbúa í sveit hans Mjer varð það þá fyllilega ljóst, sem jeg þó raun- ar vissi vel áður, að það voru fleiri en jeg sem syrgðu hjeraðs höfðingjann, og vildu votta hon um virðingu sína og vinarþel. Minning Friðriks á Stóra-Ósi mun lengi lifa. Guðbr. ísberg. (0 þús, flóttamenn hafa komið til Breflands EFNAHAGS- og fjelagsmála- ráð Sameinuðu þjóðanna, sem nú situr á ráðstefnu í Genf, ræddi í dag flóttamannavanda- málið í Evrópu. Philips, fulltrúi Bretlands, skýrði í því sam- bandi svo frá, að Bretar hefðu til þessa leyft um 60,000 flótta- mönnum að setjasí að í Eng- landi. Hann bætti því við, að ýmsurn skyldmennum þessara innflytjenda mundi bráðlega verða leyft að koma til Bret- lands. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.