Morgunblaðið - 08.09.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.1948, Blaðsíða 6
f E MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. sept. 1948. P. V. C. Kolka: LÍFSVANGUR OG LEIKHÚSVIÐHORF SAGA læknisfræðinnar er saga stórra. afreka og hárra hug- sjóna, en einnig saga mannlegr- ar fávísi, sem hjelt á lofti bábilj- um, streittist gegn nýjum og gömlum sannindum og leiddi þjáningar og dauða yfir hundr- uð þúsunda þeirra, sem hælis leituðu hjá læknunum. Verstu andst£"ðingar allra framfara í læknisfræði voru QÍt og einatt sjálíbi -gingslegir læknisfræði- prófessorar, sem vissu ekki jafn- langt nefi sínu nema á þröngu sviði sjerþekkingar, en kölluðu allt það blekkingu, sem lá utar og ofar þeirra mjög takmarkaða sjóndeiidarhring. Parísarháskólinn hefur lengi notið mikils álits, en læknadeild hans stóð öldum saman gegn öllum nýjum sjónarmiðum inn- an læknis'ræðinnar. Þar var lengi vel aðeins lögð stund á lyflækningar og allir skurðlækn ar voru af prófessorunum tald- ir til skottulækna. Þeir börðust t. d. gegn Ambroise Paré, sem naut þess fyrst og fremst, að hann hafði hyili konungs vegna afreka sinna sem herlæknir, en Paré var brautryðjandi í skurð- lækningum síðai i alda og þó yf- irlætislaus maðrr, sem hafði þetta að orðtaki: „Eg batt um sár mannsins, en Guð- læknaði hann.“ Á síðustu öld, þegar farið var að tíðka líkskurð , við alla há- skóla, ljetu. hundruð þúsunda sængurkvenna lííið úr barns- farasótt vegna þess að prófessor arnir og lærisveinar þeirra báru banvæna sýkla úr líkhúsunum inn i fæðingarstofuí nar. Skáld- ið’ OliVer Wendell Holmes, sem sjálfur var prófessor í líffæra- fráeði, benti fyrstur manna á þessa hættu, en var óðar kveð- inh í kútinn af prófessor Meigs, sehi þá var frægasti fæðingar- laðknir i Ameríku og einnig rjeðst með ofstopa á Simpson, er fyrstur notaði deyfingu við barnsbui’ð. Semrnelweiss, sem barðist í Evrópu hetjubaráttu gegn fjöldamorðunum á fæðing- arstofnunum, var flæmdur frá embætti sínu af prófessorunum í Vínarborg og ofsóttur af þeim til dauðadags. Þá má geta þess, að Pasteur varo að heyja all- harða baráttu við ýmsa vísinda- menn síns tíma áður en honum tókst að afsanna kenningu þeirra um sjálfgetnaðinn. Inn í þá deilu fljettuðust mismunandi trúarskoðanii', því að Pasteur var hákaþólskur og trúði því, að Guð heíði skapað lífið í önd- verðu, en andstæðingum hans fannst það vísintíaleg nauðsvn að trúa því, að líí gæti kviknað af sjálfu sjer. Syndaregistui prófessora í læknisfræoi er langt, en til við- bótar skal aðeins minnst á Pett- enkoíer, sem var á sínum tíma frægasti prófessor Þýskalands í héilbrigöisfræði og dó ekki fyrr en eftir síðustu aldamót. Hann barðist á móti kenningum Koc-hs í farsóttafræði og var svo sann- færður um, að þær væru blekk- ing ein, að han áh-vænan skamt af kólerusýklum, sem nægt hefðu til að drepa heila hersveit. Honum varð ekki meint af, því að það þarf meira en nokkrar Grein um bók próf. Níeís Dunga miljónir af kólerusýklum til að vinna bug á sjervitrum prófess- Ol'. Jeg naut sem ungur stúdent handleiðslu ágætra kennara, sem jeg minnist með ást og virð ingu meðan jeg lifi. Það situr því illa á mjer að lasta læknis- fræðiprófessora, enda er það ekki tilgangur þessa greinar- korns, heldur sá að sýna, að ef litið er nógu einhliða á feril læknisfræðinnai, þá má skrifa stórt níðrit um lælcnastjettina og forustumenn hennar á ýmsum öldum. í slíkum anda og af þeirri sanngirni er nýútkomin bók prófessors Dungals um kirkj una og starfsmenn hennar á liðn um öldum. Áður en þessi bók kom út, var hún auglýst af jafn- mikilli frekju og klámritin hjer um árið og nýlega hefur verið borið á hana mikið loft af einum virðulegasta nýguðfræðingi landsins, sem vill gera prófessor Dungal að heiðursdoktor í guð- fræði og meðritstjóra að hirðis- brjefum biskupsins framvegis. Jeg get fallist á að eftirláta guð- fræðideild Háskólans það að gera Dungal að heiðursdoktor, því engin læknadeild sæmir hann þeim titli fyrir þessa bók, nema þá ef vera skyldi fyrir austan járntjaldið. Þar kann það að þykja góð vísindi, að páfinn hafi verið ráðgjafi Hitlers og að Páll postuli hafi staðið á sama stigi andlegrar heilbrigði og Biblíu-Siggi Sigvaldason. Um slík kirkjusöguleg efni treysti jeg mjer ekki að deila við dokt- ora í guðfræði, en jeg þykist kunna nokkur skil á menningar- sögu yfirleitt og sögu læknis- fræðinnar sjer í lagi og skal fara nokkrum orðum um bókina frá þeirri hlið. Prófessor Dungal er merki- lega rómantískur í söguskoðun sinni og má ef til vill sjá í því sálfræðilega uppbót manns, sem hefur hversdagslega þann ó- rómantiska starfa að fara inn- an í dauða skrokka.. Forhöldin er að hans dómi sú mikla gull- öld læknisfræðinnar, sem leið undir lok vegna andstöðu kirkj- unnar við líkskurð. Hippokrates var fyrirmynd allra lækna í sið- f æði, hafði glöggt auga fyrir ýmsum sjúkdómseinkennum og gi di heilnæmra lifnaðarhátta, en likskurðarmaður var hann ek'ci nje aðrir frægir læknar í Gr. kklandi og Róm. Alexandría var eini staðurinn, þar sem feng- ist var við þá rannsóknagrein, enda höfðu Egyptar öldum sam- an fengist við smurningu líka. Þó er það talið, að eftir daga Herophilusar og Erasistratusar, sem báðir lifðu 250—300 árum fyrir I ristsburð, hafi mjög fljót- lega dofnað yfir slíkum rann- sóknum við hellenistiska skól- ann og bær hafi fyrir löngu ver- ið hættar, er kristin trú kom til sögunna.’. Niðurlæging læknis- fræðinnaar á fyrstu 1000 árun- um eftir Krist var vitanlega að kenna mcnningarhruninu, sem varð, er ,viltir og menningar- snauðir þjóðflokkar lögðu Róma ríkið í rústir, en allan þann tíma var kirkjan svo að segja eina menningarstofnun Vesturlanda, eins og hver sæmilega menntað- ur maður veit og viðurkennir. Hinn heilagi Benedikt af Nursia, einn af mestu menningarfröm- uðum allra alda, fyrirskipaði reglubræðrum sínum að annast sjúka menn og í Benedikts- klaustrunum voru geymdar leif- arnar af læknisfræði fornaldar- innar, lesnar og stundaðar, enda urðu sum þeirra fræg fyrir þá sök, t. d. klaustrin í Bobbio, St. Gallen, Reichenau og Fulda. Á gömlum grunnmyndum af klaustrinu í St. Gallen sjest m. a. ájerstök sjúkradeild og sjer- stakur læknisbústaður. Ýmislegt getur bent til þess, að lækning- ar hafi eitthvað verið stundaðar 'í elsta og merkasta klaustri ís- lands, á Þingeyrum. A. m. k. tel- ur Sigurðarregistur þrenn bað- áhöld meðal eigna þess. Jeg skal leyfa mjer að birta hjer orðrjettan kafla úr bókinni Great Doctors eftir Sigerist áð- ur prófessor í Leipzig, en síðar forstjóra læknasögustofnunar- innar við hinn fræga John Hop- kinc háskóla: „Hið mikla nytjastarf kirkj- unnar var það, að hún tók ekki aðeins að sjer umönnun sjúkra j manna, en hjelt einnig um myrk | ar miðaldir við þeim neista I læknavísinda, sem hægt var að l kveikja við nýja elda, þegar fyll ,ing tímans var komin.“ Konstantínus frá Afríku þýddi þau læknisfræðirit fornaldarinn ar, sem geymst höfðu meðal Araba, og fór það verk fram í höfuðklaustri Benediktsreglunn- ar á Cassínóf jalli, en varð seinna undirstaða að frægð háskólans í Salerno,- sem vaxið hafði upp í skjóli erkibiskupsstólsins þar. | Aðrir hás.kólar miðaldanna urðu ‘ einnig tibfyrir tilstuðlan kirkj- unnar, sefn mjög sneinma á öld- um fyrirskipaði skólahald á biskupsstðlunum. Eitt af því, sem gerði gæfumuninn milli menningar Vesturlanda og stóru Asíuveldánna, var það, að kirkj- an stóð eins og klettur úr haf- inu, þegar konungsriki liðu und- ir lok, og hún fylgdi í stórum dráttum sínum erfðavenjum og fastri stefnu í menningarmálum, en var ekki háð duttlungum ó- menntaðra veraldlegra harð- stjóra. Með stofnun spítala og háskóla skapaði hún grundvall- arskilyrðin fyrir allri framþró- un læknisfræðinnar og má því með sanni kallast fóstra hennar, þótt hún væri alloft ráðrík og tiltektasöm gagnvart þessu barni sínu, eins og fóstrur eru ekki ósjaldan. Þá má geta þess, að nú á tím- um hafa fyrstu merkisberar læknisfræðinnar í ýmsum lönd- um verið trúboðar, allt frá Da- vid Livingstone til trúboðalækna síðustu ára. sá siður að tólga hold af bein- urn þeirra konunga og stórhöfð- ingja, sem íjeliu í Austurlönd- um, sjóða síðan beinin og senda þau til heimkyrsna hins látna til greftrunai. Hið fræga páfabrjef Bonifaciusai VIII. frá árinu 1300 bannaði þennan ósið með öllu, en tók svo almennt til orða, að þaö vai oft skilið sem bann gegn líkskurði í rannsóknaskyni. Um slíkan tiigang brjefsins var þó ekki að læða af þeirri ein- földu ástæðu, að slíkur líkskurð ur þekktist þá alls ekki, enda var það oft og tíðurn ekki túlk- að svo, þótt prófessor Dungal, vilji svo vera láta. Líkskurður var í lok miðalda hvergi stund- aður jafnmikið eins og á Italíu, í nágrenni sjálfs páfastólsins. Vesakus, sem kallaður hefur verið faðir líffærafræðinnar, lauk hinni stóru, myndskreyttu líffærafræði sinni þegar hann var 27 ára gamall og sýnir það eitt, að ekki hefur þá verið hörg ull á líkum til rannsókna. Hann hrökklaðist frá Padua, ekki vegna ofsókna kirkjunnar, held- ur vegna öfundar og f jandskap- ar hinna læknaprófessoranna og gerðisi hirðlæknir hjá sjálfum Filippusi II. Spánarkonungi sern hingað til hefur verið talinn sæmilega kaþólskur. Við háskól- ann í Bologne, í sjálfu Páfa- ríkinu, var líkskurður um tíma í slíkri tísku, að ýmsir kirkju- höfðingjar mæltu svo fyrir, að lík þeirra skyldu verða krufin. Þar voru jafnvel konur prófess- orar í læknisfræði og sýnir það meira frjálslyndi gagnvart þeim en sjálf 19. öldin gat státað af. Malpighi, einn ágætasti vísinda- maður allra alda, faðir vefja- fræðinnar og fósturfræðinnar, var svo ofsóttur af öðrum lækn- isfræðiprófessorum í Bologna, að tveir þeirra brutust inn í hús hans með flokk ribbalda og mölvuðu rannsóknartæki hans, en þá var það sjálfur páfinn, sem bauð honum til sín og gerði hann að hirðlækni sínum. Allt þetta sýnir og sannar, að það er blátt áfrarn söguleg fölsun að halda því fram, að kirkjan hafi á öllum öldum barist gegn fram- förum í vísindum og læknisfræði sjer í lagi. Sumir af kirkjunnar mönnum hafa verið langt á undan samtíð sinni í vísindalegri hugsun og framsýni og skulu þó aðeins nefnd tvö dæmi. Á miðöldum var því trúað, að sár grjeri bet- ur, ef í þau kæmi gröftur. Þessu var andmælt af Hugo frá Lucca og syni hans, Theodoric í Cervia sem var rithöfundur, skurð- læknir og kaþólskur biskup. — Þeir gerðu einnig þær fyrstu tilraunir með deyfingu við hand læknisaðgerðir og voru því í báðum þessum efnum 5—600 árum á undan tímanum. — Hitt dæmið er frá síðustu öld, er Mendel, sem var ábóti í Bene- diktsklaustri, gerði sínar grund- vallandi rannsóknir á sviði erfða fræðinnar. Á krossferðatímunum hófst Kirkjan er orðin gömul stofn- un, enda hefur hún átt sínar öígastefnur og hnignunartíma- bil. Hún ofsótti stundum ágæta visindamenn, eins og Galilei og Bruno, en hvernig hefði farið fyrir þeim Bruno, sem fyrir nokkrum árum hefði opinber- lega afneitað í Þýskalandi kyn- þáttakenningum nasismans, eða þeim Galilei, sem nú á tímum hjeldi því fram í Rússlandi, að efnishyggjudialektik væri ekki vísindaleg? Maður getur ekki með neinni sanngirni heimtað meira umburðariyndi eða frjáls- lyndi af 17. ö dinni en þeirri 20. Glæpamenn liafa stundum verið í háum stöðum innan kirkj unnar og jafnvel setið á páfa- stóli. En hvað á að segja um skipulagðar hungrunartilraun- ir, framkvæmdar af læknum í fangabúðum nútímans ? Rýra þær nokkuð heiður þeirra ágætu lækna, sem vörpuðu Ijóma á þýsk vísindi fyrir og um síð- ustu aldamót? Það er dálítið broslegt að sjá sprenglærðan prófessor spreyta sig á þvi árið 1948 að afsanna það, að heimurinn hafi verið skapaður á 6 sinnum 24 klukku- stundum. Það minnir um of á hetjulega baráttu Don Quixote við vindmyllurnar. Þetta verður þó skiljanlegra þegar þess er gætt, að meginefni bókar Dun- gals mun vera þýðing á bók eft- ir Dickson White, sem kom út í Ameríku fyrir meira en 50 ár- um síðan. Þá gat það verið tíma bært að gefa slíkt rit út, en varla nú, því að nú skoða allir sæmi- lega menntaðir menn margt af því ýmist skáldskap eða tákn- ræna túlkun sannleikans, sem þá var trúað bókstaflega, og á það jafnt við um presta og vís- indamenn. Þá trúðu t. d. flestir vísindamenn bókstaflega þeirri skýringu Darwins á uppruna tegunda, að afbrigði breyttust í nýjar tegundir vegna mismun- andi sigursældar í baráttunni fyrir tilverunni. Nú er þetta skoðuð sem bábilja af flestum liffræðingum. Þessi trúarjátning fjekk fyrsta áfallið við stökk- breytingarannsóknir De Vries, sem bókstafstrúaðir Darwinist- ar börðust gegn í upphafi. — Háckel var líka á sínum tíma mest metinn allra líffræðinga á meginlandi Evrópu og var einn hinn hatramasti andstæðingur kirkju og trúarbragða, en plasti- dulu-kenning hans var bábilja og blekking, sem var kollvarpað af frumrannsóknum síðari tíma. Þegar öllu er á botninn hvolft, vara það Mendel, kaþólski ábót- inn, sem lagði traustasta grund- völlinn undir líffræðirannsóknir síðustu áratuga og skal jeg leyfa mjer að benda hjer á ummæli Nordenskjölds úr hinni stóru bók hans, The History of Bio- logy: „Ef við berum þessar kenn- ingar Darwins um erfðir og kyn blöndun saman við rannsóknir Mendels, sem gerðar voru um sama leyti, þá dregst enski nátt- úrufræðingurinn langt aftur úr .... hjá honum var um að ræða víðflöktandi heilabrot, en hjá Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.