Morgunblaðið - 13.11.1948, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.1948, Blaðsíða 11
I.augnrclagur 13. nóv. ÍQ48. MORGVXBIAÐ1Ð n 70 ára frá Fossui Ágúst Helgason óðalsbóndi irtingaholti — M inning í GÆR var Halldór Jónsson fyr- yerandi bóndi á Fossum í Anda- í;íl 70 ára. Foreldrar Halldórs varu Jón Eggertsson og Þorbjörg I íusdóttir, sem bjuggu í Ausu í .ndakíl. Halldór bjó lengst af Lim búskap á Syðstu Fossum. 3 rar hann flutti á þá jörð stóð i varla steinn yfir steini og var ] œrið tak fyrir mann sem var ; byrja búskap við fremur ] 'an efnahag, eins og títt var mga menn á þeim tímum, úsa jörðina og bæta hana. .tta tókst Halldóri með sinni atorku og útsjónarsemi. - byggði þar prýðilegt íbúð- - og gripahús, stækkaði tún- bætti -engjar. Hann bjó búi og varð fljótt, vegna .ji og dugnaðar efnaður . Halldór er með almestu önnum sem jeg hef kynst, uikilvirkur og velvirkur og Innudagarnir oft á tiðum . enda voru þá ekki þau ú að ljetta mönnum vinn- n nú eru. Halldór beitti , íig fyrir velfarnaði sveitar ,-g leysti vandræði margra . álpsemi sinni. r var kvæntur Sigríði rdóttur, sem nú er löngu . 1. .tú þau tvo sonu, Sigurð . ;, sem báðir eru uppkomn nilegir menn. — Halldór vel gefinn maður, góð- og vandaður, er enn ung- •i og fylgist vel með öllu að velferð þjóðarinnar. . ...' r hætti búskap fyrir fá- ...íi og flutti hjer til bæj- býr nú í Garðastræti 19. Vinur. ferðfr Skíða- gsins að hefjast Av’JELAG.. Reykjavíkur fja skíðaferðir sínar í •••úali á þessum vetri á . Þær verða síðan um helgi, ef veður leyfir. im verður hagað eins og o arna vetur, farið verð- .. Austurvelli. Seinna í vet "ir fjelagið hugsað sjer að burtfararstaðina tvo, ann- Austurbænum, og væntir að muni mælast vel fyrir. ijór er enn lítill en fjalla- ið er samt engu að síður _int og hressandi. Lðrriman fil Washíngfon London í gærkveldi. HARRIMANN, „sendiherra“ Viðreisnaráætlunarinnar í Evrópu, fer til Washington á punnudag til þess að gefa Paul Hoffman skýrslu um árangur Viðreisnarframkvæmdanna und hnfarna mánuði. — Reuter. ISLENSKUR sveitabúskapur á sjer langa sögu. Það er því að vonum, að á ýmsu hafi oltið um afkomu hans þær aidir, sem land hefur verið bygt. Ekki verður gerð tilraun til að rekja þá sögu hjer, en á það má minna, að það var erfitt að vera sveitabóndi síð- asta fjórðung nítjándu aldar. — Þeim, sem þá reistu bú, fækkar nú óðum, og þegar svo er koniið, fyrnist saga flestra. Einn hinn gagnmerkasti full- trúi íslenskrar bændastjettar frá því tímabili er Agúst Helgason í Birtingaholti. En nafn hans og ferill fellur ekki í gleymsku, þótt hann sje andaður, því að um hann gilda orð Matthísar: „Betra spor af bændum stigið birst hef- ur ei um mína tíð“. Eins og jeg gat um áður, voru kjör bænda erfið á margan hátt á þessum árum, því að margt varð til að hnekkja afkomu þeirra. Þess minnist jeg frá æsku árum mínum, að gamalt fólk mið aði við harða veturinn, fellis- vorið, mislingasumarið og fleiri plágur, sem yfir gengu er það var að glöggva sig á liðnum tíma. Ekki mun búnaðarástand í Hrepp um þó hafa orðið eins slæmt og víða annars staðar, því að sú sveit hefir, að því jeg hygg, kom- ist hjá sandfoki og uppblæstri, sem ljek sumar aðrar sveitir hart. Það er ekki tilviljun ein, hversu mönnum verður tíðrætt um veðráttuna, því að hún má heita einráð um afkomu þess, sem hirð ir um efnahagslegt öryggi sitt. Að vísu linti harðindunum, og bú andmenn bjuggu við batnandi 1 hag um stund. En þetta var þó. I ekki einhlítt. A þessum árum var ! helsti tekjustofn bænda sauða- | sala til Bretlands, því að aðrar I framleiðsluvörur landbúnaðarins i voru þá í litlum metum. En er ! leið nær aldamótum, tók fyrir þá sölu vegna lagasetningar, sem ; Bretar komu á hjá sjer af ótta við fjárpestir. Þegar hjer var komið, áttu bændur ekki nema um tvent að velja, halda áfram búhokri von- litlir um sæmilega afkomu og sjá flestar framfaraleiðir lokast, eða taka upp nýtt búskaparlag. Þeir völdu síðari kostinn. Þá var það þeim notadrjúgt að eiga í sínum hóp hagsýnan og úrræðagóðan for ustumann, unga bóndann í Birt- ingaholti. Fyrir hans forgöngu voru stofnuð tvö samlagsbú til smjörgerðar í Hrunamanna- hreppi, hin fyrstu hjerlendis, og starfaði annað þeirra í hans hús- um. Þessi nýbreytni reyndist vel, því að alt kapp var lagt á vöru- vöndun, en árangur hennar var gott verð og greið sala. Er þessi starfsemi gaf svo góða raun, var hún víða upp tekin, mest kvað þó að henni sunnan iands. Smjör búin mynduðu síðan samband sín í milli og var Agúst formaður þess. Þessi starfsemi bætti mjög hag bænda. En hjer stendur fátt á stöðugu. — Atvinnuhættir .landsmanna breyttust mjög á fyrsta tug þess- [ arar aldar, er ný vjelknúin veiði skip komu til sögunnar. — Með vaxandi útgerð fækkaði fólki í sveitum, svo að fráfærur lögðust víða niður vegna fólksfæðar. Þar með bilaði undirstaða smjörbú- anna, því að túnrækt var þá ekki á því stigi, að kúm yrði fjölg að í bráð. Nú varð aftur að finna úrræði til að tryggja fjárhagsaf- komu bænda. — Utflutningur kindakjöts var um þessar mund- ir mjög óverulegur, enda þótti sú vara ærið viðsjál í verslunum bæði utanlands og innan vegna Ágúst Helgason. lítillar vöruvöndunar, þar sem flokkun hennar var mjög ófull- komin eða alls engin og framboð skipulagslaust með öllu. Hjer var því mikið verk að vinna. Þetta sá Agúst í Birtingaholti, og beitti hann sjer því manná mest fyrir stofnun Sláturfjelags Suðurlands en því var sett það takmark að bæta úr því, sem áfátt var í þess- um efnum. Þegar Agúst tók að sjer forustu þessa fjelagsskapar, var við ramman reip að draga. Ymis fjelög höfðu áður verið uppi er sintu ýmiskonar viðskiftum, og hafði þeim misjafnlega farn- ast. Þau dæmi og annað fleira varð til þess að skapa tortrygni |og tregðu hjá sumum, og önnur j öfl, sem töidu sínum hagsmunum i teflt í hættu með siíkum fjelags- , samtökum, voru einnig 1 andófi, j og í þriðja lagi var fjelagshyggju ibænda þá nokkurs vant. | Nú komu fyliilega í ijós forustu i hæfileikar Ágústs. Hann ljet ekki | hrekjast af þeirri stefnu, er hann tók, og hann vissi rjetta, þótt ekki væri siglingin með öllu ágjafalaus stundum. Þó hafði I Agúst ekki skapgerð bardaga- i mannsins, en hann hafði til að 1 bera fágæta skapfestu, óbrigðula háttvísi og stillingu, hann var og hinn fyrirmanniegasti í fram- göngu og viðmótsþýður, en þess- i ir kostir koma að meira haldi en snörp, úthaldslítil áhlaup, ef deilur koma upp. Öll fjelagsstörf fóru honum mætavel úr hendi og voru hin farsælustu, enda skip- aði hann formannssæti í stjórn Sláturfjeiagsins frá stofnun þess árið 1907 til æviloka. En Ágúst kemur víðar við sögu sunnlenskra fjelagsmála. Hann gerðist forgöngumaður um stofn- un Kaupfjelags Árnesinga, sem nú er umsvifamest fyrirtæki þar í sýslu, enda má kalla, að hann hafi vegna æfingar sinnar í fje- lagsmálum og þess trausts, sem hann naut, verið ómissandi leið- togi þess fjelags, meðan það va að slíta barnsskónum. — Hann skipaði einnig formannssæti þar til dauðadags. Auk umsvifamikils búskapar í nærri hálfa öld og þeirra starfa, sem þegar eru nefnd, hefir Agúst gegnt, að jeg held, öllum þeim trúnaðarstörfum, sem til falla innan sveitar og utan, og verður fátt eitt af þeim talið hjer. — Hann hefur setið á Alþingi, ver- ið hreppstjóri sveitar sinnar, odd viti og sýslunefndarmaður og átt sæti í yfirfasteignamatsnefnd. — Hann hefir auk mikils þakklætis ^umbjóðenda sirtna að verðleik- um hlotið ýmsar sæmdir: Arið 1906 heiðurslaun úr styrkt- arsjóði Kristjáns konungs 9., heið ursmerki dannebrogsmanna árið 1907 og riddarakross fálkaorð- unnar árið 1921. Þeir, sem litið hafa í ritgerð síra Magnúsar Helgasonar um Birtingaholtsheimilið á uppvaxt- arárum Agústs og systkina hans, munu síst undrast, þótt þaðan komi nýtir menn og atorkusamir, því að bæjarbragur þar var til fyrirmyndar og heimilið hið fremsta um menningu og fornar dygðir. Þar var Agúst í heiminn borinn 17. okt. 1862. Arið 1888 kvongaðist hann eftirlifandi konu sinni og setti saman bú út í Gríms nesi. Þar bjó hann fjögur fyrstu búskaparárin, en að föður sín- um látnum settist hann að föður- leifð sinni og átti þar heima til æviloka. Hann andaðist þann 4. þ. mán., síðastur hinna mörgu og merku Birtingaholtssystkina. Agúst hefir ekki verið einn á ferð. Kona hans, Móeiður Skúla- dóttir, er frábær dugnaðar- og sómakona. Þeim hjónum auðnað- ist að halda demantsbrúðkaup 1. júní s.l. Móeiður var manni sín- um mjög samhent og studdi hann til allra dáða. Hjónaband þekra var því í alla staði hið farsæl- asta og þurfti ekki að staldra lengi víð á heimili þeirra til að sjá það. Þau hjón eignuðust tín börn, níu þeirra komust til þroska aldurs, af þeim lifa átta föður sinn, öll hin mannvænleg- ustu, svo sem þau eiga kyn til. Af þvi, sem hjer hefir veriíJ sagt, og jeg hygg að fari nærrl hinu rjetta, er auðsætt, að Agúst hefir verið mikill gæfumaður. — Hann hafði óbilandi trú á :menn- ingargildi sveitalífsins og mikil- vægi iandbún. í hagkerfi þjóð- arinnar og enginn var honum fremri að verja hann falli. Hann var vinsæll maður og vel metinn hvarvetna og hæfni hans og fnr- sælar gáfur sköpuðu honum að- stöðu til áhrifa, sem hann notaðl til framdráttar fjölmörgum nyt- semdarmálum. Hann var hinn besti heimilisfaðir, dagfarsgóður og friðsamur f^rirhyggjumaður. Framh. á bls. 12 jr Mffúst Helffason Oft hefir Arnesþing alið up nýta menn. Fjöll slá um hjerað hring, hátígin fyrr og enn. Beina þau hljóðri hrygð hærra og lengra en sjer. Fögur er bændabygð, breiðust á landi hjer. Mörg hefir áður átt óðölin gegn og prúð. Enn þá ber höfuð hátt Haukadals mentabúð. Fölva hans orðstír á ill sló þó valdahneigð. Stendur þeim staðnum hjá stór mynd — en drembireigð. Áður þá okkar þjóð eirði í krappri vök, Árnesþing átti móð, úrráð og kunni tök. Áshildar mýrar menn minningin geymir hlý. Þakkarskuld þá við enn þjóðin mun standa i. Ört fyrir augum mjer aldirnar renna hjá. Höfuðból hnigin sjer, hækkandi býli smá. — Öldina undan næst — enda í stærri hring •— Birtingaholt ber hæst höfuð um Árnesþing. Þar hefir afreksætt unnið af sterkri dáð, hafið garð hátt og bætt. hámenning bóndans náð. Sumum finst hlutnum hans hinst sem er kvaddur nú best skilað börnum lands bæði í styrk og trú. Stóð sjaldan styr um hann stór þó að væri í lund, flestir sem forsvarsmann fundu á rjettri stund. Hófsemi, hyggin ráð honum það traustið bjó, annar sem ei fjekk náð — í því hann lifði — og dó. Sönnum ná sumir menn sigrum — með litlum gný Stormur er ekki enn einfær að djásni því. Háreystin hrösulvirk honum nær, af sjer dró. Mannúð hans staðföst, styrk stilti þann úfna sjó. Deilum í hörðum hann hlustaði marga stund úrráð er enginn fann, öfgarnar glöptu lund. Hugull þá hljóður beið, hóf mál er nóg var rætt, benti á bótaleið best er gat alla sætt. Honum á hjarta lá hugsjónin góðleikans. Rjetti stóð aldrei á óvirta smælingjans. Glöggskygn á göfug mál. gafst þeim, ei undan vjek, sá yfir tildur, tál, tveimur ei skjöldum Ijek. Tilviljun ei var ein álit hans, virðing glæst. Sanngirnin sáttfús, hrein sat honum jafnan næst. Samvinnuheilúð hans hugði ei á valdaþjark. Hún sýndi heiðursmanns hreina svip, aðalsmark. Hónum var hugumkært hjeraðsins framtak æ. ! Verk hans gat fagra fært ’ farsæld í margan bæ. Sunnlenskum bændum best ’ ber^ð nú vitni hljóð, honum að fá til flest ! forustu málin góð. ' | Æfm varð auðnurík, t átti ei neinn bláan þráð, ’T endingin undri lík ( eftir svo langa dáð. Urðu þó öll ei ljett afrekin dæma mörg. ’ Vitið sem vildi rjett var þar hin mikla björg. ' " l Mannsbragð í málum landa } minning hans væri nóg. ' Ber yfir bæinn hans "* björtustum ljóma þó. ! Hann munað höfðingsbrag, ! hógværð og styrk í þraut í lýsa um langan dag I landbúnað fram á braut. Drjúpa nú hjeröð hljóð, 1 höfði í þökk — og von. Kveður með klökkva þjóð ’ kæran og tigin son. — Líf hans var Ijóð sem er ’ listfagurt, djúpt og hlýtt, l vítt sem á vængjum ber vissu um stórt og nýtt. Kolbeinn HögBnson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.