Morgunblaðið - 08.01.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. janúar 1949 « Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjón ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla; Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Raforkumálin Á ÓÐRUM stað í blaðinu í dag, birtist frásögn borgarstjóra og rafmagnsstjóra um hina væntanlegu virkjun Neðri foss- anna í Soginu. Samkvæmt áætlunum þeim, sem gerðar hafa verið um kostnað við mannvirki þetta, er búist við, að virkjunin með viðbótinni á raftaugakerfinu kosti 73 millj. króna. Samanborið við þær virkjanir, sem hingað til hafa komist hjer í framkvæmd, verður þessi nokkuð fjárfrek. En hún tvöfaldar líka orkuna, frá því, sem hún er nú í rafmagns- kerfi Reykjavíkur. Hjer er heldur ekki um neina loftkastalasmíði að ræða. Þörfin fyrir raforku, bæði hjer í bænum, og í nærsveitum, hefur aukist svo ört, að þessi mikla viðbót er nauðsynleg. Haldi eftirspurnin eftir rafmagni áfram að aukast eins ört á næstu árum, og síðustu 10 árin verður írufossstöðin, með sín 30 þúsund kílówött, komin í full not eftir 6 ár. Takist á hinn bóginn ekki, að útvega fjármagn og annað, sem til þarf, til þess að koma hinni nýju aflstöð upp tafar- laust, þ. e. a. s. svo fljótt, að hægt verði að hefja verkið í næsta sumri, þá verður rafmagnsskorturinn mjög tilfinn- anlegur og bagalegur á næstu árum með öllum þeim trufl- unum, sem orkuskortur veldur bæði fyrir athafnalífið og eins fyrir dagleg þægindi almennings. \ ★ Þegar reist hafa verið orkuver á landi hjer, hefur verið iengið erlent lánsfje, til meginhluta stofnkostnaðarins. En hætt er við, að það takist síður eða ekki nú. Að t. d. við verðum að láta okkur nægja að fá erlent fje að láni fyrir, sð þeim hluta stofnkostnaðar, sem fer til kaupa á vjelum og öðru, er kaupa þarf erlendis. En t. d. helmingur stofn- k.ostnaðar verði að fást hjer innanlands. Svo mikil nauðsyn er á þessari viðbótarvirkjun, að menn verða að gera sitt ítrasta, til þess að hún komist í fram- k.væmd, og það án tafar. Er þess að vænta, að allir áhrifa- rnenn, sem þar geta áorkað nokkru, leggist á eitt við að leysa þetta mál. Auk þess sem mikið rafmagn þarf til viðbótar við nú- verandi orku, til þess að tryggja eðlilega þróun iðnaðar og vaxandi not af rafmagni til heimilanna, er það eitt aðal- nauðsynjamál fyrir ræktun landsins, að hjer komist á fót verksmiðja, er framleiði köfnunarefnisáburð. En slík verk- smiðja þarf mjög mikla orku. Ekki síst, ef horfið yrði að því ráði, sem ymprað hefur verið á, að reisa svo afkastamikla áburðarverksmiðju að hún geti framleitt áburð til útflutn- mgs í stórum stíl. ★ Menn, sem ekki eru kunnugir rafmagnsmálum, kunna að álíta, að erfitt verði að láta hina fyrirhuguðu virkjun bera sig, með svo miklum stofnkostnaði, yfir 70 milljónum króna. Og sú var tíð að ýmsum mönnum þótti það loftkastalar einberir, þegar Jón Þorláksson bar það fram, að gera skyldi ráð fyrir rafveitum, sem kæmi hinum dreifðu bygðum að gagni, er alls myndu kosta um 70 milljónir króna. En rafmagnsstjóri fullyrðir, að þegar eftirspurnin eftir raforku, og not hennar, aukist um 6% árlega, eða tvöfaldist á 22 árum, er ekki hætta á, að erfitt verði að láta virkjanirnar bera uppi stofnkostnaðinn. í raforkumálunum þurfum við að vera stórtækir, til þess að verklegar framfarir og tæknileg þróun haldist með þjóð- inni. Þess ætti ekki að vera langt að bíða að vatnsaflið í Soginu verði fullvirkjað. Þaðan er þó hægt að fá samtals tæpl 100 þúsundir kílówatta. En þegar svo langt er komið, telja fróðir menn, að næsta sporið ætti að verða, að tvöfalda enn raforkuna hjer á Suð- vesturlandi, í einu stökki, eins og gera á nú með virkjun Irufossa og Kistufoss. En þá með því móti, að fá í einu upp orkuver við Þjórsá, er yki orkuna um aðrar 100 þúsundir kilówatta. Yrði það orkuver sennilega reist við Búrfell í Þjórsárdal. Yrði því mikla fljóti þá steypt vestur yfir hæða- drögin nprður af Búrfelli og niður í Þjórsárdalinn. Er svo langt verður komið, ætti að verða fengin varanleg og góð búbót fyrir þá, sem lifa í sveitum Suðurlands. ÚR DAGLEGA LÍFINU Ný íslensk kvikmynd. í NÆSTU viku verður frum- sýnd hjer í Reykjavík ný ís- lensk kvikmynd, sem markar merk tímamót í íslenskum kvik myndaiðnaði, sem hingað til hef ir verið frekar frístundarstarf áhugasamra og duglegra ljós- myndara, en iðnaður í þess orðs fylstu merkingu. Þessi nýja kvikmynd verður fyrsta íslenska kvikmyndin, sem tekin er í eðlilegum lit— um og með tóni og tali. Enn- fremur er þetta sögukvikmynd, en þær myndir, sem til þessa hafa verið gerðar hafa flestar verið landslangsmyndir, eða kvikmyndir, sem lýst hafa ákveðnum hjeruðum eða bæj- um. Brautryðjandinn. HÖFUNDUR þessarar kvik- myndar er Loftur Guðmunds- son ljósmyndari, sem áður hef- ir verið brautryðjandi á ýms- um sviðum ljósmyndatækninn- ar hjer á landi og sem er löngu þjóðkunnur maður. Og hann hefir unnið það þrekvirki, sem er á fárra manna færi, að vera alt í öllu við þessa kvikmyndatöku. Höfundur sög- unnar, leikstjóri, kostnaðar- maður og ljósmyndari. — Kvik myndahúsgestir, sem hafa tek- ið eftir hinum löngu listum stjórnenda, sem birtir eru með hverri kvikmynd, þótt ekki sje nema um smámynd að ræða, skilja hvað hann hefir lagt á sig. Fyrsta tilrauuin. ÞAÐ VILL svo vel til, að sá er þetta ritar fylgdist nokkuð með störfum Lofts er hann var að undirbúa myndatökuna og vinna að sjálfri myndinni. — Loftur þurfti að fara mörg sporin Og átti marga andvöku- nóttina til að koma þessu í verk. — En það tókst og nú er kvikmyndin komin fullgerð til landsins. Menn verða að gæta þess, að þessi kvikmynd er fyrsta til- raunin á þessu sviði, byrjenda- starf unnið undir erfiðum skil- yrðum, en þó hygg jeg, að það verði almennt dómur þeirra er þessa mynd sjá, að hún hafi tekist mjög vel. íslensk kvikmynda- framleiðsla. EINU SINNI í haust ljet Loft ur hafa það eftir sjer í þlaða- viðtali, að hann treysti sjer til að framleiða 4—6 kvikmyndir árlega ef hann fengi nauðsyn- leg skilyrði til slíkrar fram- leiðslu. — En til þess þyrfti að byggja kvikmyndaskála og ým- islegt annað. — Án efa vaknar áhugi fyrir því, eftir að myndin „Milli fjalls og fjöru“ hefir verið sýnd, að framleiddar verði ís- lenskar kvikmyndir eftir sögu- legu efni og eru óþrjótandi möguleikar fyrir hendi á því sviði. En nú skulum við bíða með frekari umræður um þetta mál, þar til almenningi hefir verið gefin kostur á, að sjá hina nýju kvikmynd Lofts. Hún ætti að gefa hugmynd um hvers vænta má af íslenskri kvikmynda- framleiðslu í framtíðinni. Lítið hækka hættu- merkin. MILLI JÓLA og nýárs var sagt frá manninum, sem rakst á ,,hættumerkið“ hjer í mið- bænum og því, að lögreglustjór- inn hefði haft um það góð orð, að láta breyta merkjunum, þannig að vegfarendum stafi ekki hætta af þeim eins og hingað til. En ekki sjást nein merki framkvæmda ennþá. Þetta mál má ekki svæfa með aðgerðarleysi. Það verður að þúa svo um þessi merki, að þau sjeu hættulaus og það strax. • Einföld tekjulind. FYRIR NOKKRUM dögum sá jeg myndarlegan lögreglu- þjón, sem gekk meðfram bila- röð við Austurvöll og skrifaði upp númer þeirra bifreiða, sem hafði verið lagt ólöglega þarna við götuna. Hann hefir unnið fyrir mat sín lögregluþjónninn sá þann daginn og auk þess „eiga lögin að vera í gildi“. En næsta dag var ekki að sjá neina breytingu þarna við völl- in. Bílamergðin hin sama. — Enda ekki gott við að gera, því einhvers staðar verða vondir að vera, hvort sem það eru bíl- ar eða annað. Það eru víst orðnar nokkrar krónurnar, sem bifreiðaeigend- ur hafa orðið að greiða í sektir fyrir að leggja bifreiðum sín- um þar sem það er ekki leyfi- legt. En lítið þólar á því, að mönnum sje gert kleyft að leggja bílum sínum löglega. Og á meðan svo er, er það ein- föld tekjulind að sekta. «inniiiiiintiiiiiuiiinniiiiinniiiiin.iimiiiiniinuinriimninwi—MtmnmiutBHim«»>nnntnwhiiHiiniininmiiwi»---''» MEÐAL ANNARA ORÐA Okeypis máttíðir í Hugvjeluni er dýrt spaug Eftir Ernest Heitmann, frjettaritara Reuters. WASHINGTON: — Hvers vegna skyldu flugvjelarnar vera einu farartækin, sem sjá farþegunum fyrir ókeypis mál- tíðum? Þetta er spurning, sem mörg þandarísk flugfjelög hafa velt fyrir sjer upp á síðkastið — og að minsta kosti eitt þeirra hef- ir ekki fundir svar, sem því líkar. Western Airlines flugfjelagið hefir farið fram á það við ílug eftirlitsráð Bandaríkjanna. að fjelaginu verði leyft að hætta að veita ,,ókeypis“ mat, gegn því að það lækki fargjöld sín um fimm prósent. Ef þetta leyfi verður veitt, verður flugfjelagið, sem byrjaði á þessari ,,hefð“ 26. maí 1928, sjálfsagt það fyrsta til að á- kveða það, að þeir, sem snæða í flugvjelum, borgi fyrir það. • • BÆTIST VIÐ FARSEÐLA- VERÐIÐ í YFIRLITI, sem flugfjelagið hefir sent flugeftirlitsráðinu til stuðnings umsókn sinni, er á það bent, að kostnaðurinn af því að sjá fyrir ókeypis mál- tíðum, bætist við verð allra seldra farseðla. Um 46 prósent þeirra farþega, serú ferðast með vjeluni Western Aii’lines, geta gert kröfu til máltíðar, en aðeins um 25 prósent af þessu fólki kærir sig um að borða. Þannig greiða tveir þriðju hlut ar farþega Western Airlines fyrir máltíðir, sem aðeins einn þriðji hluti borðar. • • MIKIÐ TAP ÁRIÐ 1947 vörðu bandarísku flugfjelögin meir en 10.000.000 dollurum í ókeypis máltíðir handa farþegum sínum. Sama ár töpuðu þau um helmingi hærri fjárupphæð. Ef maður nú gerir ráð fyrir, að flugfjelögin hefðu flutt jafn marga farþega á árinu, þótt þau hefðu ekki veitt þeim ókeypis máltíðir, kemur í ljós, að hægt hefði ver ið að lækka taprekstur þeirra um helming. • • FERÐAKOSTNAÐ- URINN OF HÁR ÞAÐ ER ekkert leyndarmál, að lítill ágóði hefir til þessa verið af flugvjelum í Bandaríkjun- um. Forstöðumenn flugfjelag- anna játa þetta og eru yfirleitt sammála um, að ástæðan sje sú, að flugferðakostnaðurinn sje of hár til að allur almenn- ingur geti ferðast loftleiðis. Nú þykir þeim tími til þess kominn, að sannprófa það, hvort ekki borgi sig að gera flugferðirnar ódýrari, en draga að sama skapi úr allri íburðar- meiri þjónustu. Ókeypis rnájtíðirnar eru leífjar frá þeím dögum. þegar ,,múta“ þurfti fólki til að taka flugvjelarnar fram 'yfir járn- brautirnar og bílana; Nú er vakin athygli á því, að ástæðu- laust sje að halda þessum „mútugjöfum“ áfram. enda er almenningur yfirleitt orðinn óhræddur við flugvjelarnar og telur þær engu hættumeiri en önnur farartæki. • • ENGAN ÞARF AÐ HUNGRA EN ENDA þótt talað sje um nauðsyn þess að afnema ókeyp is máltíðirnar hjá flugfjelög- unum, skyldi þó enginn ætla, að fjelögin ætlist til þess, að farþegarnir sjeu hungraðir. Á flugleiðum Western Airlines stendur meðalflugferðin aðeins yfir í um eina klukkustund og fimtán mínútur, 0g mikill mat- hákur má sá maður vera, sem ekki getur matarlaus verið þá stund. Á lengri flugleiðum er hinsvegar ætlast til þess, að farþegarnir geti matast á flug- völlunum, en í þeim flugvjel- um, sem fara langar vegalengd ir algerlega án millilendinga, verður að sjálfsögðu haldið á- fram þeirri venju að veita mat og drykk meðan á fluginu stendur. Áróður gegn Tito DURO SALAG, forseti mið- stjórnar júgóslavneska verka- lýðásambandsins,' sakaði í dag sendiherra Tjekkóslóvákíu í Belgrad um að dreifa í Júgó- slavíu áróðri gegn Títo. Áeökún þessi kemur fram í opnu brjefi, sem birt var í Belgradblaðinu „Politika". — Reute.r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.