Morgunblaðið - 10.02.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1949, Blaðsíða 12
TEÐL'RÚTLITIÐ: FAXAFLÓI: Vaxandi suð-vestan átt, lítils- háttar rigning eða slydda. IW% NORRÆNN ÞVERBRESTUR. — Sji grein Skúla Skúlasonar á blaðsíðu 9. 32. tbl'. — Fimmtiulacur 10- febrúar 1949- Rætt við slökkviliðsstjóra um íkveikjuhættu frá olíukyndingum ÍKVIKNANIR út frá olíukyníum miðstöðvum hjer í bænum, eru orðnar mikið vandamál. ,Sá dagur líður varla orðið, að slckkviliðið sje ekki kallað vegna slíkra íkviknana. Hjer í katnum skipta húsin orðið hundruðum. sem kynt cru upp með oliu, en yfirleitt er öryggisútbúnaði olíukyntra miðstöðva mjög ábótavant og því nauðsynlegt fyrir fóik að vera vel á verði. Danska Slupjdin, sem férs Eitthvað á þessa leið fórust'* Jór.i Sigurðssyni slökkviliðs- stjóra orð, í viðtali við Mbl., um þessi mál. Orsakirnar Það hefir sýnt sig, að í nær öllum íkveikjunum út frá olíu- kyndingum, eru orsakirnar J er að sjálfvirka stilli vantar á rennsli olíunnar, leki á olíu- lciðslunni og loks slæmur frá- gangur á olíukyndingarkerfinu í heild. Þá hefir það einnig or- , sa.kað íkviknanir að brennt )i efir verið alskonar rusli I eld hóifinu. En ekki hugsað að sama skapi um að hreinsa ösk- una út. — Þessi vanræksla hef- j valdið ikveikj-u. Mjerlend framleiðsla Um olíukyndingartækin. er það að segja, að nær hvert einasta þeirra er íslensk fram- )eiðsla og eru eins og áður er sagt, mjög ábótavant um allan öryggisútbúnað. Með góðri samvinnu við fólkið sem býr í húsum sem kynt eru upp með olíu, mætti V'-l kom.a í veg fyrir allar þess- cr íkviknanir, ef það hefir vak andi auga með því að láta þeg- a- I stað gera við leka á olíu- Jeiðslum, brenna ekki í þeim Jusii svo nokkuð sje nefnt. Þáttur tryggingafjelaganna Kjartan Pjetursson eftirlits- maður tryggingafjelaganna hjer hefir skýrt Mbl., frá því, að tryggingafjelögin muni jafn vel grípa til róttækra ráðstaf- ana gegn þeim er sýna olíu- kyndingum í húsum sínum víta vert hirðuleysi. Hafi einkum komið til tals, að tryggingafje- lögin segðu upp tryggingum á innbúi og öðru trygðu í viðkom andi húsum. Kjartan ráðlagði fólki að til- kynna tryggingafjelagi sínu ef það telai olíukyndingu í húsi sínu eitthvað áfátt og munu fjelögin þá væntanlega sjá um afgreiðslu málsins. Útvarpskórinn end- urtekur söngskemt- un sína ÚTVARPSKÓRINN hjelt söng- skemmtun í Ðómkirkjunni -s.l sunnudag við mjög mikla að- sókn og frábærar undirtektir. Vegna þess, hve margir urðu þá frá að hverfa, hefur kórinn ákveðið að endurtaka söng- skemmtunina í Dómkirkjunni n.k. sunnudag kl. 6,30. „Thorlak Viking*4 var flugvjcl aí’ enskri gero. Ljósmyndari MorgunblaSsin?, Ólafur K. Magn- ússon, tók þcssa mynd af vjeiinni í fyrrahaust á Kastrupflugvelli. — (Sjá frjetí á bls. 1.) Hnefaleikamct Ár- kvöld manns er i AFMÆLISHNEFALEIKAMÓT Ármanns er í Austurbæjar- btó i kvöld og hefst kl. 11. Keppt verður í sex þyngdar- flokkum, en auk þess koma þar fram nokkrir af þekktustu hnefaleikamesturum heimsins (að vísu í kvikmynd). Meðal þeirra eru Dempsey, Carpenter, Speer, Simon, Bill Conn, Schmeling og Joe Louis. A Ármanns-mótinu keppa: Fjaðurvigt: Guðmundur Karls- son og Davíð Haraldsson. Ljett- vigt: Ottó Manberg og Kristján Jóhannsson. Millivigt: Bragi Ás björnsson og Jón Ólafsson. vsmf Á"- Viltivigt: Björn Eyþórsson og Gissur Ævar. Ljettþungavigt: Jóel Blómkvist og Sigfús Pjet- ursson. Þungavigt: Þorkell Magnússon og Guðmundur Sig- .urðsson. Á morgun halda hátíðahöld Á.rmanns áfram með skemtun >' Austurbæjarbíó, en þeim lýk- ur svo með afmælisfagnaði I í-jálfstæðishúsinu n. k. laugar- dag. itvik-mysiá GAMLA BÍÓ sýnir kvikmynd Lofts, „Mílli fjalls og fjöru“ í síðasta sinn í kvöld. Er nú búið að sýna þessa kvikmynd nærri 70 sinnum og hefur engin mynd, sem Garpia'Bíó hefur sýnt verið sýnd þar oftar í röð. „Á hverf- anda hveli“ var sýnd 50 sinn- um. Sýningin á mynd Lofts verð- ur að hætta nú, þótt enn sje að- sókn það mikil, að aðgöngu- miðar seljast upp á svipstundu, vegna þess, að búið er að lofa kvikmyndinni út á land og verð ur því ekki hægt að breyta þeirri ákvörðun, að myndin verði sýnd í síðasta sinn í kvöld, en nokkrum sinnum er búið að auglýsa, að það eigi að hætta að sýna mynðina, en þeim á- kvörðunum breytt vegna mik- illar aðsóknar. Fyrsfu fénleikarnir verða annaðkvcfd TÓNLISTARFJELAGIÐ hefur, vegna fjö,lda áskorana, ákveðið að beita sjer fyrir því, að fluttir verði hjer í bænum í vetur r.okkrir úrvalstónleikar, þar sem flutt verður aðgerigileg tón- list, sem ekki er altoí þungmeltanleg og verður verði aðgnögu- miða stilt í hóf. Hefur f jelagið í þessu skyni snúið sjer til helstu tónlistarmanna okkar og tryggt stuðning þeirra. Fyrstu Lón- leikarnir verða annaðkvöld í Austurbæjarbíó, en næstu tón- ieikar vcrða í næsta mánuði. HEIMDALLUR heldur kvcild vöku í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9 e. h. Verður vel íil kvöldvök- unnar vandað, eins og venja er með Heimdallarkvöld- vökur. Fluttar verða stuttar ræður og ávörp. Brynjólfur Jóhannesson, leikari, les upp ncmendur frú Rigmor Han- son sýna listdans og einnig verður kvikmyndasýning og dans. , Aðgöngumiðar verða seld- ir í skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins eftir hádegi í dag. Þorkel! Magnússon. Sarisí við insein RANGOON, 9. febr. — Stjórn- arherinn í Burma hóf í dag nýja sókn, með flugvjelum og stór- skotaliði, gegn uppreisnarmönn um er hafa bæinn Insein á valdi sínu, 10 mílum fyrir norðan Rangoon. — Tilraun var gerð til þess að flytja brott 35 breska borgara þaðan í dag, en árang- urslaust. — Reuter. Efnisskrá við allra hæfi Á hljómleikunum annaðkvöld leika þeir Wilhelm Lansky Otto og dr. Victor Urbantschitsch hljómlist, sem ætti að vera við allra hæfi, sem gaman hafa af hljómlist. Verð aðgöngumiða verður 10 krónur. Fyrsta verkefnið á hljóm- leikaskránni er hin vinsæla og stórfenglega c-moll partia Bachs, en hún er í sex köflúm. Er þetta eitt af kunnustu verk- um Bachs, sem flestir munu kannast við, að einhverju eða öllu leyti. Þá verður symfónisk svíta eftir danska tónskáldið Carl Nielsen, sem eins og kunn- ugt er hefur samið fjölda verka. alt frá smá sönglögum upp í óperur og symfóníur. Þá er As- aúr Polonaise eftir Chopin. — Þessi verk leikur Lansky Otto einn. Verk eftir Mozart og Scliumann Á horn leikur Lansky Otto með undirleik dr. Urbantsc- hitsch sónötu í þremur köflum eftir Paul Hindemith, Rondo fyrir horn og píanó eftir Moz- art og Addagio og allegro eftir Schumann. Adaggio og allegro eftir Moz- art er eitt þeirra verka er hann lauk aldrei við. Hafði hann að- eins skrifað sólóröddina er hann ljetst og gert uppkast að hljómsveitar undirleikinn. Lansky-Otto hefir sjálfur fyllt í eyðurnar. Verk Schumanns, sem þarna verður flutt er samið fyrir rjett um 100 árum. Það er hreinn og tær rómantískur. skáldskapjiir; leikið á -sitt rómantiskasta hljóðfærið sem til er, wald* hornið. Líklegt er, að sónata Paul’s Hindemith mufi vekja athyg’ii. Hún er samin fyrir 10 árum. Varla þarf að efa, að hljóm- listarunr.enöur bæjarins sæki vel þessa tónleika. m*, 0:-.. C)L % ÁffílN' 'l’ 'li' ’lflj Ul'fy ______ cdD- JE> '~{-t vi; ©‘tí.4 aD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.