Morgunblaðið - 02.04.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1949, Blaðsíða 16
VtEömÚTLITIÐ: FAXAFLÓI: A ustan kaldi. Skýjað síð- degás. GREIN Skula Skúlasonar er á blaðsíðu 6. 77. tbl- — Laugardagur 2- apríl 1949. Tfeir fremja sfórkostlegan i .P ósfhúsiny árffiur Deakin Fundist hafa í fórsium þeirra ávísanir að upphæð rúmiep hunrað þúsund krónur TVEIR bræður, þrettár, ára og 15 ára, hafa nýlega orðið nppvísir að stórfelldum póstþjófnaði úr Pósthúsinu hjer í Reykjavík. Úr pósthólfum stálu þeir brjefum, blöðum og tilkynningum. í vörslu drengjanna hefur rannsóknarlög- röglan fundið póstávísanir, er nema að upphæð rúmlega 100 þúsund krónum. Rannsóknarlögreglan skýrði blóðunum frá þessu í gærkveldi og sagðist talsmanni lögregl- unnar m/a. svo frá: Sprengdu pósthólfin upp. Sum pósthólfanna sprengdu drengirnir upp, eftir að þau hofðu verið tæmd og tókst á þann hátt. að ná úr öðrum póst- hólfum, með því að teygja hend ina í þau. Ovíáí um hve miklu var síolið. A þennan hátt hafa þeir kom ist yftr mikið af pósti óg verður ekki fullyrt með neinni vissu, hve mikið póstmagn hjer er um að fæða. því drengirnir hafa brénnt miklu af brjefunum. en rifið önnur í tsetlur og flevgt, eftir að búið var að taka af þeim frímerkin, en þeim söfn- uðu þeir. Við rannsókn málsins hefur fundist mikið af. brjefum og brjefatætlum og mun því öllu verða komið til skila, sem mögu legt er að átta sig á. Ávísanir 130 þús. kr. virði. Abyrgðarbrjefstilkynningar, sem voru meðal þess er dreng- irnir stálu, fóru þeir með til af- greiðslunnar í pósthúsinu og tófcst þeim að ná allmörgum brjefum. I sumum þessara brjet'a voru ávísanir. Hafa í vörslu drengjanna fundist póst- ávísanir og aðrar ávísanir,• sem nema um 130 þús. kr. og telja þeir sig ekki hafa framvísað neinni af þessum ávísunum. í vitorði með bræðrunum var 1G ára gamall piltur. Hann stal þó ekki úr pósthólfunum, en rei.f upp brjef, sem bræðurnir stálu. Et u kunnir lögreglunni. Allir eru drengir þessir áður kunmr lögreglunni vegna ýmis- kona. afbrota, sem þeir hafa framíð. Verður bræðranna fyrst varr, í bókum lögreglunnar, er þerr voryí kornungir og var til- efnið þá. að þeir voru að flækj- ast úti eftirlitslausir á síðkvöld um. Síðar hafa þeir hvað eftir annað orðið uppvísir að marg- víslegum afbrotum. Mál þeirra verða nú, svo sem venja er til, send barnavernd- atnemd íií meðferðar. Heklumynd Ósvaldar Knudsensýndí Sigurður Þingeyingur sigrur enu ú ísl. meti SIGURÐUR ÞINGEYINGUR ljet ekki staðar numið við sigur- inn og íslenska metið í 200 m. bringusundinu á fyrra degi sund- móts ÍR, því að í gær bar liann sigur ur þýtum í 400 m. bringu- sundi og setti þar einnig nýtt íslenskt met. Hann synti á 5.51,3 mín., sem líka er betri tími en sænska metið, en það er 5.52,2 mín., — Björn Borg vann bæði 100 m. skriðsundið og 100 m. flugsundið, og fer hann því ósigraður hjeðan. a morgui? Ffof. ISTANBUL, 1. apríi — Breski Miðjarðarhafsflotinn er nú að koma : heimsókn til Tyrkíar.ds. Fy • skipin komu í dag. A MORGUN, sunnudag, verður Heklukvikmynd Ósvaldar Knudsen sýnd í Tjarnarbíó. Þetta er litmynd og talmynd, sem tekir> var smátt og smátt meðan á gosinu stóð. í ferðum, sem Ósvaldur fór þá austur á gosstöðvarnar en sumt er tek- ið úr lofti. Víða er farið mjög nálægt gosstöðvunum og hraun strauminum, en inn á milli eru fallegar yfirlitsmyndir og lands lagsmyndir. Þpssi Heklumynd hefur ekki verið sýnd opinber- lega áður í einni heild, en hún eða kaflar úr henni hafa nokkr um sinnum verið sýndir á einkasýningum. Myndin hefur nú verið stytt nokkuð frá því sem upprunalega var, sett í eina samfelda heild og sett í hana tal til skýringar, auk nokkurra texta. Það er mál þeirra manna, sem sjeð hafa myndina, að margt í henni sje forkunnar- fagurt, og sumir kaflar í henni inhverjir hinir stórfenglegustu, sem teknir hafa verið af ís- lenskum náttúrufyrirbrigðum, t. d. myndir af upptökum hraun straumsins og myndir teknar svo að sjer ofan í gíg, og fleira. Ósvaldur Knudsen hefur lengi tekið myndir, ýmsar ljós- rnyndir hans frá fyrri árum hafa verið á sýningum hjer- lendis og erlendis. Kvikmyndir hefur hann tekið um alllangt skeið og er góður og smekkvís myndatökumaður, en Heklu- myndin er hvorutveggja í senn: merk náttúrufræðileg heimild og skemmtileg mynd. landsliðskeppnin í GÆRKVÖLDI var önnur um ferð Landskeppninnar tefld og fóru þá leikar svo, að Lárus Johnsen vann Sturlu Pjeturs- son. Guðmundur Ágústsson vann Bjarna Magnússon og Eggert Gilfer vann Árna Snæv arr, en jafntefli gerðu Ás- % mundur Asgeirsson og Guð- mundur Arnlaugsson. Það eð Júlíus Bogason verð ur ekki kominn í bæinn fyr en á sunnudag, varð að fresta skák hans og Baldurs Möller. Þriðja umferð verður tefld á þriðjudaginn kemur, en á sunnudaginn verða biðskákir tefldar. AK t lll rí DEAKIN, verklýðs- leiðtoginn breski, sem fór til Ameríku til að ræða stofnun nýrra alþjóðasamtaka verklýðs fjelaga. AÐ undanförnu hefir verið mikil aflategða. bæði hjá tog- urunum og' línubátunum. Kunn ugir fullyrða, að í báðum tilfell um, sje það loðna sem valdi aflaleysinu. Nokkrir línubátar, sem beitt hafa loðnu. hafa fengið dágóð- an afla. I gær og í dag munu sex tog- araí- fara til veiða og eru þá als komnir út 18 togarar. í byrjun næstu viku fara enn aðrir og þeir síðustu væntanlega kring- um 9. apríl. Samningar hafa tekist milli eigenda Patreksfjarðar togar- anna og sjómanna, er nú verið að undirbúa togarana á veiðar. Mlklir póstflulningar með íiugvjelum F. I. FLUGVJELAR Flugfjelags ís- lands hafa flutt samtals 1054 farþega í marsmánuði, þar af 866 innanlands og 188 á milli landa. Á sama tíma í fyrra fluttu vjelar fjelagsins 668 far- þega, svo aukningin hefir num ið um 58%. Frá Reykjavík til Prestwick og Kaupmannah., ferðuðust 115 farþegar, en til Reykjavíkur 73. Þá voru flutt 11.258 kg. af pósti innanlands og 184 kg. á milli landa. Eru þetta óvenju miklir póstflutn- ingar, og hefir aðeins einu sinni áður verið flutt meira magn á einum mánuði. Frá Rvíkur til Akureyrar voru t. d. flutt rúm- lega 4 tonn af blöðum í mars- mánuði. Flogið var með 5112 kg. af öðrum flutningi á milli staða innanlands og 1011 kg. á milli landa. Flugdagar i mánuðinum voru als 26, en til samanburðar má geta þess, að tvo fyrstu mánuði ársins voru flugdagarnir ekki nema 12, þar af 7 í janúar og 5 í febrúar. Handtökur BERLÍN — Rússar hafa látið handtaka hundruð Berlínarbúa í járnbrautarlestum og á járn- brautarstöðum, að því að sjeð verður til þess að rannsaka skil- ríki þeirra. Sumum hefur verið sleppt aftur. í 400 m. bringusundinu tók Sigurður Þinðeyingur þegar for ystuna og jók bilið jafnt og þjett og var um 10 m. á undan Hell- gren að marki. Björn Borg ósigraður. Keppnin á milli Björn Borg og Ara Guðmundssonar í 100 m. skriðsundi var hörð og tví- sýn. Þeir voru jafnir eftir 50 m., en þá fór Ari heldur að dragast aftur úr og var rúmum metra á eftir í markinu. —- Flugsundið vann Borg ljett, en þar keppti aðeins Ólafur Guð- mundsson á móti honum, þar sem Sigurður KR-ingur er veik ur. Árinannsstúlkurnar setja Islandsmet. Ármannssveitin í 4x50 m. bringusundi synti nú aftur, en hún ógilti það sund í fyrra- kvöld, og setti nýtt íslenskt met. Tími sveitarinnar- var 2.56,8 mín., en fyrra metið var 3.02,6 mín. I sveitinni eru: Anna Ólafsdóttir, Kolbrún Ólafsdótt- ir, Sesselja Friðriksdóttir og Þórdís Árnadóttir. Helstu úrslit í gær urðu ann- ars þessi: 100 m. skriðsund — 1. Björn Borg, Svíþjóð, 1.00,7 mín., 2. Ari Guðmundsson, Æ, 1.01,6 mín., 3. Ólafur Diðriksson, Á, 1.05,2 mín. og 4. Hörður Jóhannesson, Æ, 1,05,9 mín. 400 m. bringusund: — 1. Sig- urður Jónsson, HSÞ, 5.51,3 mín. (nýtt ísl. met), 2. Rune Hell- gren, Svíþjóð, 6:00,2 mín., 3. Atli Steinarsson, ÍR, 6.15,2 mín. og 4. Eggert Guðjónsson, KR, 6.53,8 mín. 100 m. flugsund: — 1. Björn Borg, Svíþjóð, 1.11,4 mín. og 2. Ólafur Guðmundsson, ÍR, 1.19,4 mín. 50 m. baksund kvenna: — 1. Kolbrún Ólafsdóttir, Á, 39,1 sek., 2. Gyða Stefánsdóttir, KR, 45,4 sek., 3. Guðrún Jónmundsdóttir, KR, 48,7 sek: og 4. Erla Long, Á, 49,2 sek. 400 m. baksund karla: — 1. Guðmundur Ingólfsson, ÍR, 6.22.5 mín. og 2. Rúnar Hjartarson, Á, 6.30,3 mín. 100 m. skriðsund karla (B- flokkur): — 1. Halldór. Bach- mann, ^E, 1.09,9 mín., 2. Guðjón Sigurbjörnsson, Æ, 1.10,6 mín., 3. Pjetur Kristjánsson, Á, 1.10,7 mín. og 4. Jón Árnason, ÍR, 1.10,8 mín. 100 m. bringusund kvenna: — 1. Þórdís Árnadóttir, Á, 1.31,2 mín., 2. Anna Ólafsdóttir, Á, 1.32,6 mín., 3. Gyða Stefánsdótt- ir, KR, 1.37,6 mín. og 4. Guðrún Jónmundsdóttir, KR, 1.39,7 mín. 3x100 m. boðsund karla: — 1. ÍR 3.47,0 mín., 2. Ármann (A- sveit) 3.54,9 mín., 3. Ármann (B-sveit) 4.06,5 mín. og 4. Ægir (B-sveit) 4.21,1 mín. — Þ. Vetrarveiði í SKÝRSLU Fiskifjelags ís- lands, um vetrarveiði Norð- manna, segir, að vikuna 19.—- 26. mars hafi á vetrarsíldveið- unum aflast 293.161 hektol. síld ar, en hinsvegar um 12000 smál. ,af fiski á þorskveiðunum, Aflinn er þó allverulega minni en á sama tíma í fyrra. í skýrslunni segir, að heild- araflinn á síldveiðurrum hafi að kvöldi þess 26. mars verið 5.961.5552 hl. Þar af hafa fariö til bræðslu 3,086.721 hl., ísuð síld nemur 1.249.618 og saltsíld 1.327.309 hL Til niðursuðu hafa farið 139.106 hl. Um þorskveiðarnar segir í skýrslunni, að heildarveiðin nemi 69.678 smál., þar af nemur ísvarinn fiskur 34.354 smál, saltfiskur 26.305 smál og til herslu hafa farið 9019 smál. Meðalalýsis framleiðslan nem ur 35.886 hl. og söltuð hrogn 22.36 hektól. Verkfall hjá VERKFALL strætisvagnastjóra hjá Reykjavíkurbæ og póst- málastjórninni, svo og á öðrum sjerleyfisleiðum, kom til fram- kvæmda í gærmorgun. Engir strætisvagnar voru þvi á ferðinni í gær, og olli það að sjálfsögðu miklum erfiðleik- um, einkum þó fyrir þá sem ut- a'n við bæinn búa-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.