Morgunblaðið - 25.06.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1950, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. júní 1950 Otg.: H.l. Árvakur, Reykjavflt. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Sítstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBaraK-i Frjettaritstjóri: ív.ar Guðmundsson. ÍLUglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. t Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Áusturstræti 8. — Sími 1600. Liesbók: Árni Óla, sími 3045. Askrtftaiitjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í laosasclu 80 aurs eintakið. 85 aura með Lesbók. Fiskmarkaðurinn í Bandaríkjunum i' RÁ því hefur verið skýrt að á ráðstefnu, sem allir ríkis- ítjórar Bandaríkjanna hjeldu fyrir skömmu hafi ríkisstjóri tins ríkisins látið í ljós nokkurn ótta um að innflutningur trlendra vara, þar á meðal fiskjar, gæti skapað atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem staddur \ : á þessum fundi svaraði þessum ummælum og. ræddi s n: rstaklega um fiskinnflutninginn. Benti hann á það að h: rri tollar á innfluttan fisk mundu hafa mjög alvarleg áh if fyrir fiskinnflutning frá íslandi til Bandaríkjanna. \; kti hann. athygli á að fiskveiðar hefðu aukist alls staðar c íir ófriðinn og ef ísland ætti ekki kost á að selja fisk sinn í cðlilegri samkeppni við aðra kynni það að leiða þar til 1 árhagshruns, sem mundi hafa alvarlegar afleiðingar. íslendingum hlýtur að vera það gleðiefni að heyra utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna mæla af slíkum skilningi og góðvild í þeirra garð. Horfur hafa verið á- því undanfarið að markaðsmoguleikar okkar fyrir hraðfrystan fisk ykjust veru- iega í Bandaríkjunum. Hafa hraðfrystihús okkar fryst tölu- vert magn af fiski fyrir þann markað á þessu ári. Það er okkur því mjög mikilvægt að halda þessurn markaði og hafa möguleika til þess að auka hann. Þau ummæli utanríkisráðherra Bandaríkjanna að fiskfram leiðslan í heiminum hafi aukist mikið síðan styrjöldinni lauk, hafa einnig við fyllstu rök að styðjast. Hefur það ekki hvað síst haft örlagaríkar afleiðingar fyrir okkur Islendinga, rem byggjum alla afkomu okkar á útflutningi sjávarafurða. íslendingar fagna skilningi Achesons á aðstöðu þeirra í þessum efnum. Þeir byggðu miklar vonir á þeirri ákvörðun efnahagssamvinnustofnunarinnar að setja á stofn sjerstaka deild til þess að greiða fyrir innflutningi frá Evrópulöndum til Bandaríkjanna. Hinn aukni markaður fyrir hraðfrystan fisk þar vestra gefur nokkurt fyrirheit um að þær vonir rætist. Hafnir OKKUR íslendinga hefur löngum skort fjármagn til margs- konar nauðsynlegra framkvæmda í landi okkar. Þessi fjár- magnsskortur hefur leitt til þess að ekki er unnt að hagnýta mikla möguleika. til sköpunar velmegunar og verðmæta víðsvegar um land. Hjer í biaðinu í gær var skýrt frá einu slíku dæmi í stuttu samtali við Kristján Gunnarsson skólastjóra og oddvita á Sandi á Snæfellsnesi. Sandur er útvegsþorp og byggir alla sma afkomu á sjávarafla. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að rannsaka möguleika á byggingu fullkominnar hafnar, landshafnar, á Rifi á Snæfellsnesi. Hafnarskilyrði eru þar sjerstaklega góð frá náttúrunnar hendi. Mikla nauðsyn ber til þess, ekki aðeins fyrir útgerðina á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð, heldur víða um land, að þarna verði byggð örugg höfn. Það heíur líka verið ákveðið að ráðast í þá fram- i væmd. En aðgerðir hafa strandað á fjármagnsskorti. Smá- fjárveitingar hafa að vísu verið veittar í þessu skyni og byrj- að að unclirbúa hafnargerðina. En tíminn hefur liðið og hvorki útgerðinni á Snæfellsnesi nje annari útgerð lands- manna hefur orðið lið að landshöfn á Rifi. Hún er engin til ennþá. Á meðan hefur aðstaða útgerðarinnar á Sandi einnig orðið hin erfiðasta. Hafnaframkvæmdir þar stöðvuð- ust vegna þess að ekki var talið eðlilegt að halda þeim áfram jafnhliða landshöfninni, sem átti að koma í nágrenni þorps- ins. Hefur þetta allt leitt til hinnar erfiðustu afkomu alls almennings á staðnum. Þetta er saga, sem hefur gerst á mörgum stöðum víðsvegar um land. Lífvænlegir útvegsstaðir með mikla framleiðslu- möguleika hafa ekki fengið þau skilyrði, sem þeir þörfnuðust 1:1 þess að framleiðslan yrði rekin á viðunandi hátt. Þó hefur íjárveitingavaldið lagt sig fram um að leggja fram fje til hafnarframkvæmda á tugum og jafnvel hundruðum staða \ íðsvegar um land. En það hefur skort fjármagn til þess að vinna þessar framkvæmdir nægilega fljótt. YftverB rfgUar: R DAGLEGA LtFINU RYKPLÁGAN MIKLA GÖTURYKIÐ er ein versta plága Reykvík- inga. í þurkatíðinni undanfarna daga hefur rykið aukist til muna og það svo að í sumum bæjarhverfum getur fólkið ekki notið góða veðursins — rykið smýgur inn í húsin. Það er ekki hægt að opna glugga og ef sest er út í garð fyllast öll vit manna af bansettu rykinu en hvergi er vært. En verst er að lítið er hægt að gera til að bæta úr þessum fjára. • ÝMS RÁÐ REYND EINAR Pálsson, verkfræðingur hjá Reykja- víkurbæ hefur mikinn áhuga fyrir að finna ráð til að losna við rykið. Það veit jeg frá fornu fari, því við höfum oft rætt um götu- rykið og hvernig hægt sje að minnka það, eða vinna bug á því. • ILLA GENGUR EINAR sagði mjer í gær, að allt væri gert, sem hægt væri og margföid vinna lögð í það, frá því sem venjulegt er, að halda rykinu niðri, bæði með vatni og öðrum ráðstöfunum. En það gengi illa. Engum væri hinsvegar betur ljóst, en verk- fræðingum bæjarins, hve rykið er mikil plága fyrir bæjarbúa. • SKORTUR Á RYKBINDIEFNI ÞAÐ ER til útlent efni, sem bindur göturyk og hefur verið reynt hjer í bænum með góð- um árangri. T.d. í vor á Miklubraut, milli Miklatorgs og Lönguhlíðar. Þar gætir ryks nú lítið. En gallinn er sá, að nú er ekki meira til af þessu bindiefni og það hefur ekki fengist leyfi fyrir innflutningi á því. — Efnið er nokkuð dýrt, en það myndi verða keypt, ef hægt væri að fá leyfi fyrir því. Þannig standa þá þessi mál, að því miður eru lítil líkindi til að við losnum við bansett rykið á þessu sumri. SAGA UM SJÓ OG SÓLSKIN BENEDIKT WAAGE hringdi til að minna á sjóinn og sólskinið, eins og jeg gat komið inn á síðustu stundu í blaðið í gærmorgun, eftir að jeg var búinn að auglýsa eftir honum og hvatningarorðum hans. Það hlaut að vera, að hann ljeti ekki standa á sjer. „Það var bara mitt fyrsta verk, eftir að jeg kom heim úr Norðurlandaförinni, að hringja til að minna Morgunblaðið á slagorðið. ,,En það fór illa fyrir mjer, í fyrradag“, bætti hann við. • HÖFUM ENGA BÍLA“ ..VISSIJLEGA ætlaði jeg, að fara suður í Skerjafjörð í góða veðrinu", hjelt Benedikt áfram. Jeg hringdi í Ferðaskrifstofuna, sem tók upp á því bráðnauðsynlega cg ágæta fyrir- komulagi, að sjá sólar- og sjódýrkendum fyrir bílferðum suður í Skerjafjörð. „Hvenær fer bíllinn í dag?“, spurði jeg. ,.Það fer enginn bíll í dag“, var svarið. „Við höfum enga bíla“. • VÍKINGURINN Á EYRARSUNDI „ÞETTA urðu mjer sár vonbrigði og vafa- laust fleirum. „Þeir ættu að hafa bílferð á klukkustundarfresti í þessu yndæla veðri“. „Annars þarf jeg svo sem ekki að kvarta, sem er að koma frá Danmörku, þar sem jeg fór í sjóinn 5 sinnum á dag, eftir að jeg var laus við fundahöldin í Olympíunefndinni. — Sjávarhitinn var þetta 18 stig og lofthitinn allt upp í 30 stig. „Jeg synti út á mitt Eyrarsund og fólkið var að spyrja, hver þetta væri. Jeg sagðist vera víkingur frá íslandi, sem væri að kynna sjer sjávarföllin í Eystrasalti. „Og góði gleymdu nú ekki að segja fólkinu að nota sjóinn og sólskinið. — Það jafnast eklcert á við það“. Loftur hefur gert um 2'/2 miljón Ijósmynda í 25 ár LJÓSMYNDASTOFA Lofts Guðmundssonar á 25 ára af- mæli í dag. Á þessum aldar- fjórðungi hafa verið skráðar um 150 þúsund myndatökur og láta mun nærri, að þegar tald- ar eru allar ljósmyndir, sem gerðar hafa verið í myndastof- unni, „prufu“-myndir, sam- kvæmismyndir, myndir af leik- sýningum og allar 15-fótó myndirnar, muni myndastofari hafa látið frá sjer fara um 2% milljón ljósmynda. Ljósmyndir á öllum aldri. Sjálfur segir Loftur svo frá hvernig menn láti Ijósmynda sig á öllum aldri: — Fyrir 25 árum komu ung hjón með fyrsta barnið sitt tii mín. Frúin var hreykin af barn inu, en faðirinn feiminn og vandræðalegur. Fyrst var barn- ið hrætt við Loft, en honum tókst brátt að lokka fram bros. Síðan kom sama barnið aftur og aftur eftir því sem það stækk aði og fleiri bættust í hópinn. Þá kom, fermingarmyndin og leið nú nokkuð langt þar til viðskiftavinurinn sást næst. — Það var ekki fyrr en í tilhuga- lífinu, stúlkurnar fyrst, en pilt- arnir ekki fyr en þeir voru orðnir nokkuð eldri. Og þá lá á eð fá myndina fljótt. Þá var það brúðkaupsmyndin og þar með var fyrirtækið komið í gang á nýjan leik. Þetta kallar Loftur sitt ,,eilífðarhjól“. Ef Loftur getur það ekki.... Um starf sitt í 25 ár segir Loftur þetta: — Þótt stundum hafi horfurn ar verið alvarlegar á þessum jafnan horfið eins og dögg fyr- ir sólu vegna hins mikla trausts og vinsemdar, sem jeg hef átt að fagna hjá hinum mörgu við- skiftavinum mínum, sem hafa með tryggð sinni við mig skap- að mjer möguleika til margs konar tilrauna á sviði ljós- myndatækninnar. Þess vildi jeg helst minnast og þakka á þess- um tímamótum og sendi jeg öllum mína bestu kveðju og þökk. Fyrir utan ljósmyndirnar hef ur Loftur tekið margar kvik- myndir og verið brautryðjandi á því sviði sem öðru í ljós- myndatækni hjer á landi. Er alþjóð kunnugt um kvikmynd.i tökur hans og nýtur þeirra í ríkum mæli. En kvikmynda- störfin hefur Loftur öll unnið í hjáverkum, Auglýsing Lofts, sem varð landfleyg á stuttum tíma á enn við: ,,Ef Loftur getur það ekki, hver þá?“ FSjúgandi næfurkiubbur París. — Fyrsti fljúgandi næt urklúbburinn byrjaði starfsemi sína í París 14. júní. Á hverju kvöldi leggja 25 írv.nna flug- vjelar upp frá O1I7. Farþega- rými hefur verið brevtt í dans- og veitingasali. Aðgöngumiði fyrir kvöldið kostar sem svarar 300 ísl. kr. Herferð gegn úlfum Rovaniemi. — í ár hafa úlfar í Lapplandi gert óvenju mikinn óskunda á hreindýrahjörðum Lappa. Er nú hafin allsherjar -25 árum, hafa erfiðleikarnirherferð gegn úlfunum. Góðar horfur með grassprettu í Skagafirðí Mikiar íramkvæmdir á Hofsósi GUÐBRANDUR BJÖRNSSON, prófastur í Hofsós, skýrði blað inu svo frá, er það átti tal við hann í gær, að góðar horfur væru með grassprettu í Skaga- firði. Þó væri ekki laust við kala sumsstaðar í túnum, þar sem vorið hefði verið kalt. Afli hefir verið sæmilegur á Hofsósi, en þaðan eru aðeins gerðir út litlir bátar. Frystihús er á staðnum og hefir verið við það talsverð atvinna á sumrin. Nú er verið að reisa skólahús í Hofsós og gera þar bátahöfn. Einnig er ráðgert að hafist verði handa um vatnsveitu fyr ir kauptúnið á þessu sumri. —• Hofsós varð fyrir tveimur ár- um sjálfstætt hreppsfjelag. —• íbúar þess eru um 280. í gær hjelt verslunarfjelag Austur- Skagfirðinga á Hofsós hátíðlegt 30 ára starfsafmæli sitt. Verslunarsendinefnd frá Indonesíu. HAAG — Að undanförnu hefir verið á ferð í Norðurálfu versl- unarsendinefnd frá Indonesíu. Gera nefndarmenn sjer vonir um að gera viðskiptasamninga við 14 ríki. M. a. hafa þeir þeg- ar gert samninga við Noreg, Sví þjóð og Danmörku______ Hlið járntjaldsins lokuð. Stokkhólmur. — Elliot Roose velt, sonur Roosevelts forseta, var fyrir skömmu á ferð í Evrópu. Hann sótti um leyfi til Rússastjórnar að mega heim- sækja Moskva. Því var hafnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.