Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 256. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						>
i
•vgunfr
16 síður
37. árgangiu
256. tbl. — Föstudagur 3. nóvember 1950.
Prentsmiðja Morgunblaðsin*
Sorgarbúninpr við sænsku hirðina
IiOUISE Svíadrottning og Sibylla prinsessa, sem er ekkja stjúp-
sonar drottningar, Gustafs Adolfs, leiða Carl Gustaf krónprins
íi milli sín, en Sibylla prinsessa er móðir hans. Frúrnar cru
l<læddar sorgarbúning þeim. sem fyrirskipaður er við sænsku
hirðina, sem er svartur kjóll og hvítar svuntur. — Myndin var
tekin er þær gengu úr salnum, þar sem hinn nýi konungur
hafði svarið hollustueið sinn.
GEORGE  BERNÆEÐ
SHAW LJEST í GÆR
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
LONDON, 2. nóvember. — George Bernard Shaw, leikritahöf-
undurinn heimskunni, ljest að ^ieimili sínu snemma í morgun.
Hann varð 94 ára.
Fyrir skömmu varð Shaw
fyrir því óhappi að mjaðmar-
brotna, en síðan fór heilsu hans
mjög hrakandi, og síðustu 24
klukkustundirnar fyrir andlát-
ið kpmst hann ekki til með-
vitundar.
GEYMIST í SÖGUNNI
Forystumenn um allan heim
hafa í dag minnst skáldsins og
vottað því virðingu sína. —
Birt var opinber tilkynning á
vegum Sameinuðu þjóðanna,
þar sem meðal annars var kom-
ist svo að orði, að framlag
Shaw- til heiinsuókmenntanna
mundi geymast í sögunni.
FÆDDUR í DUBLIN
Á Broadway í New York voru
ljósin slökkt í hinum frægu aug
lýsingum og skrautsýningum
heimsstrætisins í virðingarskyni
við Shaw.
í Delhi var stjórnarfundi
frestað á meðan lesin var upp
fregnin um lát hans.
Shaw var íri, fæddur í Dubl-
.in. — (Sjá grein á bls. 9).
4,400 fallnir
WASHINGTON, 2. nóv. — Op-
inberlega var skýrt frá því í
dag, að 27,000 Bandaríkjamenn
hcfðu fallið, særst eða týnst í
Kóreustyijöldinni.
Um  4,400  bandarískir  her-
menn hafa beðið bana í Kóeru.
—Reuter.
Gríska stjérnin segir
aí sjer
AÞENA, 2. nóv. — Venrcelos,
forsætisráðherra Gikklands,
sagði í kvöld af sjer fyrir sína
hönd og ráðuneytis síns.
Paul konungur fól honum sam
stundis að gera tilraun til nýrr-
ar stjórnarmyndunar.
Stjórnarkreppan er til komin
vegna ágreinings milli leiðtoga
þeirra þriggja flokka, sem að
stjórm'nni stóðu. — Reuter.
Herir S.Þ. hörfa í Kóreu
IBandarískt herlið umkringt
Frá dúfnavígstöðvunum:
rHetju!eg sókn
inn í Tíbet'
Einkaskeyti frá Reuter.
LONDON,' 2. NÓV. — Frjetta-
stofa kínverskra kommúnista
tilkynnti í kvöld frá Chung-
king, Mið-Kína, að „kínverski
þjóðfrelsisherinn"     sigrist
nú  ,,á  hinum  hetjulegasta
hátt  á  erfiðleikunum,  sem
hann  á við að  etja í sókn
sinni inn í Tíbet."
•
í TILKYNNINGU frjettastof-
unnar er lögð áhersla á, að
„þjóðfrelsisherinn" hafi aldr-
ei fjrrr átt við jafn mikla
„landfræðilega örðugleika"
að glíma.
•
HERINN, SEGIR ENN í frjett-
inni, verður að flytja allar
vistir sínar á áburðardýrum
og bifreiðum yfir „snævi þak
in fjöll og ægilegar ár".
• '
TÍBETBÚAR, fullyrðir frjetta-
stofan og, taka innrásarhern
um með miklum fögnuði. —
Lamarnir (prestarnir) koma
til móts við hermennina við
borgarhliðin. Á einum stað
afhentu þeir foringja komm-
únistahermannanna meir að
segja silkifána, en það er
mikið virðingarmerki í Tíbet.
Báðu prestarnir herforingj-
ann að bera Mao Tse-tung,
leiðtoga kínverskrakommún
ista, bestu kveðjur sínar.
•
I NÝRRI ORÐSENDINGU, sem
stjórnin í Delhi í dag sendi
kínversku kommúnistastjórn
inni, segir hún meðal annars,
að aðgerðir kommúnista Í4
Kína hafi stórum aukið stríðs
hættuna í heiminum.
Kínverskar hersveitir
sennilega þar að verki
Kommúnistar með ný þungavopn og skriðdreka.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TOKYO, 2. nóvember. — Hersveitir Sameinuðu þjóðanna eiga
í kvöld í hörðum orustum í norðvestur Kóreu. Reyna þær eftir
megni að treysta víglínu sína á þessum slóðum, en þar hefur
kommúnistum tekist að umkringja allstórt bandarwkt herlið
riokkuð fyrir sunnan borgina Unsan. Hefur Bandaríkjamönn-
i;m ekki tekist að koma þessu herliði til ttjálpar, þrá£t fyrir
margendurteknar tilraunir. Ekki er vitað, hve stórt hið um-
kringda lið er, en giskað er á eina til tvær herdeildir. Það
hefur nú fengið fyrirskipun um að reyna að brjótast út úr
umsátrinu af eigin rammleik.
Hershöfóingi Ástralíu-
manna í Kóreu fallinn
CANBERRA, 2. nóv. — Opin-i
beJlega var 'skýrt frá því í
Ástralíu í dag, að yfirmaður
áströlsku hersveitanna, sem
berjast með herjum S. Þ. í Kór-
eu, hefði látist af sárum, er
hann, hlaut í bardaga.
— Reuter.
LONDON — Ástralska stjórn-
in pantaði nýlega 400 tilbúin
hús frá verksmiðju einni í Lin-
coln, Bretlandi.
Bráðabirgðaforingi
franska lepp-
flokksins
PARÍS, 2. nóv. — Miðstjórn
franska komúnistaflokksins til-
kynti í dag, að Jacues Duclos
mundi taka við störfum aðal-
ritara flokksins í fjarveru for-
ingjans, Maurice Thorez.
Thorez er nú rúmfastur í
heimili sínu í einu af úthverfum
Parísar.
Duclos hefur verið meðlimur
franska kommúnistaflokksins
frá sto'fnun hans. —Reuter.
??
Smáhorgaraleg þjóð-
ernissf ef na" og „komm-
únistisk  árvekni"
NÝ VOPN
Hermenn kommúnista beita
nýjum "vopnum, þar á meðal
skriðdrekum og öðrum þunga-
vopnum. Berjast þeir ákaflega
og hafa herir Sameinuðu þjóð-
anna á einum stað orðið að
hörfa undan um allt að 14
kílómetra.
LOFTÁRÁSIR
Flugvjelar S. Þ. hafa haft sig
mjög í frammi í dag. Hafa þær
aðstoðað lýðræðisherina eftir
mætti, en um skeið leit út fyr-
ir, að kommúnistum mundi tak-
ast að innikróa allt að þrjár her
deildir S. Þ.
ÖFLUGUR HER
Fregnir frá vígstöðvunum
herma annars, að andstaða
kommúnista sje nú mun þrótt-
meiri en undanfarnar vikur. —
Virðast þeir enn ráða yfir öfl-
ugum her.
Óstaðfestar fregnir, sem bor-
ist hafa hingað til Tokyo,
herma, að mikill fjöldi kín-
verskra hermanna hafi tekið
þátt í bardögum síðastliðna
nótt. Er fullyrt, að kínverskar
herdeildir hafi meðal annars
tekið þátt í aðgerðunum, sem
höfðu það í för með sjer, aS
bandaríska liðið var umkringt
við Unsan.
' Robert Gay, hershöfðingi, yf-
irmaður fyrsta bandaríska her-
fylkisins í Kóreu, skýrði frjetta
mönnum svo frá í dag, að at-
burðirnir við Unsan hefðu ver-
ið „mjög þungt áfall".
STOKKHÓLMUR, 2. nóv. —
Samkv. útvarpinu í Riga,
hefur þremur ráðherrum í
Lithaucn verið vikið úr
stöðum sínum fyrir „smá-
borgaralega þjóðernisstefnu"
Menn þessir eru: Vales-
kalns,    utanríkisráðherra,
Strazdins menntamálaráð-
herra og Saks skógarmála-
ráðherra.
Forseti landsins hefur
sloppið með opinbera á-
minningu, fyrir að sýna ekki
nógu mikla „kommúnistiska
árvekni".
Flóttamenn frá Eystra-
saltslöndum, sem búsettir
eru hjer í Stokkhólmi, telja,
að hin „smáborgaralega
þjóðemisstefna" boði vax-
andi aðgerðir gegn rúss-
nesku landaránsmönnunum.
Allir ráðherrar í Estlandi
voru reknir úr embættum
fyrr í ár fyrir sama „glæp-
inn".
Eystrasalstlöndin voru
sjálfstæð, fullvalda ríki, þar
til Rússar lögðu þau undir
sig í heimsstyrjöldinni síð-
ari.
Þjóðernissínnar í Puerto
Rico senáa Lie
orðsendingu
LAKE SUCCESS, 2. nóv. —
Þjóðernissinnar í Puerto Rico
lýstu yfir í dag, að atburðirnir
í landinu undanfarna daga,
gætu ekki talist innanlandsmál,
þar sem helmsfriðiuSD gæti
stafað hætta af þeim. Fóru þeir
fram á það við Tryge Lie, að
hann legði málið fyrir Samein-
uðu þjóðirnar. —Reuter.      j
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16