Morgunblaðið - 16.03.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1952, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 39. árgangur. 63 .tbl. — Sunnudagur 16. marz 1952. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Milljónatjón í Grindnvík er fisk- mjölsverksmiðjan og lýsisbræðsl- cn brunnn til ösku ó 2 klst. Bæjarróð býður lóðir fiyrir Menntaskólann og Kennaraskólonn Uúsið sem var rúmlega 300 ferm. varð allt alelda á svipstundu Bræðslumaður fótbrofinaði ATVINNULÍFIÐ í Grinðavík varð fyrir miklu áfalli í gær, er Fiskimjölsverksmiðja Grindavíkur og Lýsisbræðsla Óskars Hall- dórssonar & Co. brunnu til kaldra kola á skömmum tíma. — Hið beina tjón af völdum stórbrunans er talið nema 1,5 milljón króna. Einn af starfsmönnum lýsisbræðslunnar slasaðist, er hann ætlaði að bjarga lýsisfötum undan brunanum. Eldurinn kom upp klukkan fimm. Iðjuver þessi voru sam- byggð og undir sama þaki, en húsið var úr timbri, járnklætt, kringum 300—400 fermetrar að flatarmáli. Það var vitað í gærkvöldi að eldurinn hafði kviknað í olíu- kyntum mjölþurrkara fiskmjöls- verksmiðjunnar. Milli hennar og lifrarbræðslunnar var timbur- skilrúm. atvinnurekstur. Nú verður ekki; hægt að taka á móti fiskúrgangi né lifur þar. — Grindvíkingar munu þurfa að flytja það til Reykjavíkur eða Keflavíkur,: sagði Óskar Halldórsson, útgerð- ármaður, er Mbl. átti við hann samtal í gærkvöldi. — Það er og fyrirsjáanlegt að endurbygging á hvorutveggja mun taka all- langan tíma, sagði Óskar. Bæði fiskmjölsverksmiðja og lýsisbræðsla voru vátryggðar. Tekur við herstjórn F.W. Festing, hersliöfðingi, tekur innan skamms við yfir- stjórn brezka hersins á Súez-eiði af Erskine, hershöfðingja, sem mikið hefur komið við sögu að undanförnu. ELDSÚLAN STÓÐ INN í LIFRARBRÆÐSLUNA í lifrarbræðslunni voru bræðslumenn að störfum. Þeir vissu ekki fyrr til, en að eldsúlu lagði inn í bræðsluna frá skil- rúminu og varð það allt svo til alelda samstundis. SLASAZT Kommúnistar hafa misst 000 fiug- vélar frá upphafi Kóreustríðsins Annar bræðslumannanna, Guð mundur Tómasson, til heimilis í Grindavik, reyndi að bjarga lýsi- fötum út, sem stóðu fyrir utan dyr bræðslunnar, en svo slysa- lega tókst til, að lýsisfat vallt um og kom á fótlegg hans og fót- brotnaði hann. Eldurinn greip um sig með leifurhraða í lýsisbræðslunni, — Þar inni voru tveir geymar all- stórir, um 100 föt lýsis í hvorum. Við þann óskaplega hita, sem nú var orðinn í bræðslunni sprungu þeir báðir. I BJÖRTU BÁLI Við það jókst eldhafið mjög. Nokkrum augnablikum síðar stóð húsið allt í björtu máli og um klukkan sex féll hið logandi rúst að grunni, en fram til klukk an sjö var mikill eldur í rúst- unum. Seint í gærkvöldi logaði enn nokkuð. ÞAÐ, SEM EYÐILAGÐIST Þegar eldurinn kom upp voru í lýsisbræðslunni milli 80—100 tonn af fullunnu meðálalýsi og í fiskmjölsverksmiðjunni 100— 200 tonn af mjöli. Er giskað á að verðmæti þess, sem forgörðum fór í brunanum, muni nema 1,5 milljón króna. Er þó aðeins um beint tjón að ræða. Bæði lýsis- bræðslan og fiskmjölsverksmiðj- an voru búin góðum vélakosti og fullkomnum og skammt síðan vélar voru endurnýjaðar og nýj- ar fengnar í stað hinna gömlu. STÓRFELLT ÁFALL Grindvíkingar hafa hér orðið fyrir stórfelldu tjóni. Allmargt manna hafði atvinnu við þennan 15 féllu í fangauppþotinu á fbnmtudag Dylgjur m sýklahemað Sil a5 leyna gefuleysi TÓKÍÓ 15. marz. — í tilfcynningu herstjórnar Sameinuðu þjóðanna hermir að í síðustu viku hafi 250. MIG-orrustuflugvélin verið skotin niður fyrir kommúnistum síðan Kóreustríðið hófst. í vikunni skutu flugmenn S. Þ. niður 15 slíkar flugvélar. Flugvélatjón kommúnista frá upphafi er því orðið 960 flugvélar af ýmsum gerðum. í síðustu viku misstu S. Þ. eina Sabre-orrustuflugvél, 3 brezkar Meteor-vélar og 3 aðrar flugvélar, sem týndust af ókunnum orsökum. Sameinuðu þjóðirnar hafa samtals misst 600 flugvélar frá upphafi styrjaldar- innar. FANGAUPPÞOTIÐ Kommúnistar gerðu fangaupp- þotið s.l. fimmtudag á eynni Koje undan Kóreuskaga að umtalsefni á fundum samninganefnda í Pan- munjom í dag. Sökuðu þeir S.Þ. um morð á föngum þeim, er biðu bana í viðureigfiinni, en þar féllu 15 kommúnistar og 26 særðust. Er þetta annað alvarlega upp- þotið sem verður í fangabúðum á eynni á fjórum vikum. I fyrra sinnið féllu 75 uppreisnarmenn og 1 Bandaríkjamaður. Samein- uðu þjóðirnar hafa tilkynnt, að Alþjóða rauði krossinn hafi tekið að eér að rannsaka tildrög þess- ara atburða. ÖRÞRIFARÁÐ KOMMÚNISTA Pekingútvarpið dylgjaði enn í dag um sýklahernað af hálfu Sameinuðu þjóðanna og bætti því við að Bandaríkjamenn hefðu komjð sér upp verksmiðjum og æfinagstöðum fyrir sýklahernað víðs vegar um Bandaríkin. — Skýrði útvarpið svo frá að verka- lýðssamtök Austur-Asíu hefðu sent Tryggva Lie mótmæli vegna sýklahernaðar Sameinuðu þjóð- anna gegn Kóreu, Kína og Man- sjúríu. Enginn vafi þykir leika á, að landfarsótt hafi komið upp í þess- um löndum og hafi kommúnistar gripið til þess örþrifaráðs að kenna Sameinuðu þjóðunum um, til að dylja getuleysi sitt og fá- kunnáítu í viðureigninni við vá- gestinn. — Sig. Nordal siiur ut- anríkisráðherrafund SIGURÐUR NORDAL, sendi- herra, situr fund utanríkisráð- herra Norðurlandanna, sem nú fer fram í Kaupmannahöfn, fyr- ir hönd Biarna Benediktssonar, utanríkisráðherra. BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi sínum s.l. föstudag að gefa mennta^ liiálaráðuneytinu kost á lóðum fyrir Menntaskólann og Kennara- skólann austan við Stakkahlíð. Er önnur lóðin suður af vatns- geyminum en hin sunnan Miklubrautar, nálægt býlinu Reykjahlíð. Böndin berasf að Rússum CHICAGO, 15. marz—Banda ríska þingnefndin, sem rann- sakar Katyn-morðmálin miklu fi'á heimsstyrjaldar- árunum hlýddi síðastliðinn fimmtudag á skýrslu dr. Edwards L. Miloslavichs, kunns evrópsks sjúkdóma- fræðings, um niðurstöður vís indalegra athugana hans. Miloslavich, sem rannsak- að hefur lík úr fjöldagröfun- um upplýsir, að morðin hafi verið framin á þeim tíma, sem Rússar höfðu yfirráð þessa landsvæðis. Með leyfi Þjóðverja gerði hann árið 1943 rannsóknir á líkunum, sem leiddu í ljós, að þau hafa verið grafin eigi síðar en vorið 1940, en þýzki herinn fór ekki lierskildi um þessar lendur fyrr en í ágúst mánuði 1941. Niðurstöður læknisins eru samhljóða vitnisburði fjölda annarra vitna gagnstætt fullyrðing- um Rússa um, að nazistar séu valdir að þessum ægilegu hryðjuverkum, er 12,000 Pólverjar voru vegnir. ’NÝ ATHUGUN Á STAÐAVAH Eins og kunnugt er varð bæj- arstjórn við beiðni menntamála- ráðuneytisins um lóð fyrir menntaskólann í Skildinganes- hólum. En þó að hún teldi sér ekki fært að synja þeirri beiðni skoraði hún á ráðuneytið að taka staðarval skólans til nýrrar at- hugunar. * Bæði menntaskólinn og kenn- araskólinn óskuðu þá að fá bygg- ingarlóðir á svokölluðu Mikla- túni (Klambratúni). I ■ * ' . I MÓTMÆLI ! > SKIPULAGSNEFNDAR En skipulagsnefnd ríkis og bæjar hefur lagt til að engar byggingar séu leyfðar á því svæði fyrst um sinn. Er bæjar- ráð á sömu skoðun. Eftir nýja athugun á málinit benti skipulagsnefndin á fyrr- nefndar tvær lóðir austan Stakkahlíðar og eru þær báðar hinar glæsilegustu. Hefur bæjar- ráð nú samþykkt að gefa mennta- málaráðuneytinu kost á þessum lóðum. __________________ t 1 Stafford Cripps LUNDÚNUM — Sir Stafford Cripps, fyrrum fjármálaráð- herra Bretlands, sem dvalizt hef- ur í Sviss að undanförnu er nú á batavegi herma fregnir. Fasistar handteknir Hilali þiMigorður í garð Wafdista Bretar afnema hömlur á Súez-eiði i TaSið ámr Pasha verði sendur afíur fii Lundúna Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. KAÍRÓ, 15. marz. — Egypzki forsætisráðherrann, Hilali Pasha, ávarpaði þjóð sína í dag í tilefni af stjórnarskrárdegi Egyptalands. Var hann þungorður í garð Wafdflokksins, sem hann sagði að hefði beinlínis stuðlað að uppþotum í landinu, þótt hann reyndi núj að firra sig allri ábyrgð. SPILLINGIN Forsætisráðherrann kvað það áform stjórnarinnar að grafast endanlega fyrir rætur spillingar- innar í embættisrekstri ríkisins og mundi engum verða hlíft hvort sem um væri að ræða Wafdista eða aðra. Hann kvað það enn sem fyrr stefnu stjórnarinnar, að Bret- ar yrðu á brott frá Súez-eiði og Súdan hyrfi undir egypzku krún- una, en að svo stöddu væri ekki ástæða til að upplýsa frekar, hvað þessum málum liði milli Breta og Egypta. AMR PASHA TIL LUNDÚNA? Ábyrgir aðilar í Kaíró telja, að Amr Pasha fyrrum sendiherra í Lundúnum, sem kvaddur var heim í desember, verði á jiíestunni siúp- a^úr sendiherra þar á ný. Hann Ihefur, sem kunnugt er, verið ráðu- nautur konungs í utanríkismál- um að undanförnu, en hefur látið af því starfi, að sögn, fra og með 10. marz. Brezka sendiráðið hefur viðurkennt, að pví sé kunnugt sra þetta áform stjórnatinnar. I .. - i HOMLUR AFNUMDAR | Talsmaður brezka hersins á' J Súez-eiði sagði í dag, að allt væri jUÚ að færast í eðlilegt horf þar um slóðir. Bretar hefðu samþykkt, að afnema 1 aðalatriðum allar hömlur á Ismailia-svæðinu og leyfa Egyptum þeim, sem byggfc |var út af lendunni norðan vatns- bólsins, að hverfa aftur til heim- ^kynna sinna. Brezk herdeild mundi þó framvegis hafa aðsetuc ' í Ismailia. „__£

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.