Morgunblaðið - 20.03.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1952, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. marz 1952 í DAG er góður maður og merk- ur til moldar borinn, Pétur Lár- usson fulltrúi í skrifstofu Alþing- is, vinur minn og samverkamað- Ur um 35 ára skeið. Hann lézt 12. þ. m. eftir alllanga vanheilsu, tæplega sjötugur að aldri. Ég kom að rúmi hans fáum dögum áður og sá, að hann var gersam- lega að þrotum kominn, og hann vissi, að hann átti bá skammt eftir ólifað og þráði lausnina. — Hann lá í landsspítalanum um tveggja mánaða skeið í haust, en fékk ekki bót meina sinna. Heilsu hans hrakaði jafnt og þétt upp frá því. Þó tók hann aftur til starfa í skrifstofunni um hríð, og síðustu vikurnar, sem hann lifði, lét hann færa sér heim prófarkir til þess að lesa sér til afþreyingar. Það má segja, að honum hafi aldrei fallið verk úr hendi um ævina, meðan hann hafði uppisetumátt, og veit ég fá eða engin dæmi um svo vinnu- saman mann og verksígjarnan sem hann var. Hann hefur starfað á vegum Alþingis lengst allra manna, fyrr og síðar, að þingmönnum með- töldum, frá því er þingið var endurreist og settist aftur á rök- stóla 1845, eða samtals í 41 ár, og hóf hann þó ekki starf þar fyrr en hann var kominn undir þrítugt. Þingið það ár var 37. samkoma frá endurreisn Alþing- is, að meðtöldum 15 ráðgjafar- þingum á árabilinu 1845—1873. Síðan hafa verið háð 49 þing. Pétur var því starfsmaður á nærri % allra þinganna frá upp- hafi vega, en á 50 þingum af 71 síðan Alþingi fékk löggjafarvald 1874. Þó að Pétur yrði aldrei sjálfur þingmaður, má segja, að hann hafi verið í óvenjulegum venzl- um við þingið í báðar ættir. — Faðir hans, séra Lárus Halldórs- son, föðurfaðir, séra Halldór Jónsson á Hofi, afabróðir, Ólafur bóndi Jónsson á Sveinsstöðum, og móðurfaðir, Pétur Gudjohnsen orgelleikari, voru allir þingmenn og einn þeirra, Halldór Jónsson, um langt skeið. Þá er þ'ess og skemmst að minnast, að systir Péturs, frú Guðrún Lárusdóttir rithöfundur, átti sæti á þingi átta síðustu ár ævinnar. Um þessar tengdir hans við þingið er þess síðast en ekki sízt að geta, að kona hans, frú Ólafía Einarsdótt- ir, var þar lengi starfsmaður, og þar tókust með þeim kynni og ástir, sem leiddu til hins farsæl- asta hjúskapar. Pétur Lárusson fæddist á Val- þjófsstað 4. maí 1882 og var af gagnmerku fóiki kominn í báðar ættir. Faðir hans var séra Lárus Halldórsson, síðar fyrsti fri- kirkjuprestur í Reykjavík, kunn- ur gáfumaður, en móðir Kirstín, cin hinna mörgu og mikilhæfu dætra Péturs Gudjohiisens, frum- herja tónlistar hér á landi í nýj- um stíl. Fjögurra ára að aldri fluttist Pétur frá Valþjófsstað að Kollaleiru í Reyðarfirði, en þá gerðist faðir hans prestur frí- kirkjusafnaðar í firðinum. Þar ólst Pétur upp og naut góðrar fræðslu í heimahúsum, en hugði þó ekki á þeim árum að ganga menntaveginn. Með handleiðslu föður síns, sem var óvenju fjöl- hæfur maður, og síðar sjálfsnámi, aflaðj hann sér staðgóðrar, al- mennrar menntunar og varð einkum vel að sér í tungumálum, bæði í móðurmálinu og nýju málunum. Auk þess komst hann vel niður í latínu, og það hvarfl- aði að honum skömmu eftir alda- mót, en hingað fluttist hann með foreldrum sínum 1899, að ganga ] undir þriðja bekkjar próf í latínuskólanum, þó að ekki yrði úr. í þess stað lagði hann stund á prentnám, varð íullnuma í þeirri grein og lagði einkum fyrir j sig nótnasetningu. í aldarfj órðung var hann eini nótnaset.jari á land- j inu, eða þar til hann kenndi öðr- . um, er leyst gátu hann af hólmi. Snemma lagði hann stund á tónlist, eins og hann átti kyn til, keandi mörgum orgelleik, var um Pétnrs Lórnssonar Pétur Lárusson. skeið orgelleikari fríkirkjunnar hér og fékkst við útgáfu ýmiss konar sönglagabóka og tónverka við alþýðu hæfi. í prentstarfi sínu hlaut hann góðan undirbúning að starfi sínu á Alþingi, og kom sú þekking hans þar í góðar þarfir. Það segja mér gamlir prentarar, að snemma hafi komið í ljós í öllum störfum hans gerhygli og frábær ná- kvæmni og vándvirkni, og svo gekk hann jafrian frá handritum, að þar skeikaði ekki stafi né kommu. Var hönum í því efni jafnað til dr. Páls Eggerts jóla- sonar. Eins og áður er getið, réðst Pétur til starfa á Alþingi 1911 og vann á því þingi í skrifstof- unni. Á næstu þrem þingum, 1912—1914, og fram á mitt þing 1915 var hann ræðuskrifari, en tók þá aftur við starfi í skrif- stofunni og starfaði þar síðan alla tíð. Framan af stundaði hann þó prentiðn milli þinga eða þar til hann varð fastur starfsmaður þingsins, fyrst aðstoðarmaður í skrifstofu og síðan fulltrúi frá 1928. • ■ Það er einhæft starf og lýjandi að sitja sí og æ við handritalest- ur og prófarka, en það gerði Pétur Lárusson alla daga, ára- tugum saman, og oft langt fram á nætur. En engan mann þekki ég, sem þetta starf lét betur en honum. Samfara óvenjulegri glöggskyggni á villur og ósam- kvæmni var hann allra manna hraðvirkastur, var fljótur að ráða fram úr hraklegum og út- kröbbuðum handritum, bæði þingmanna og ræðuskrifara, og skýra þau upp undir prentun, lesa í eyður og lagfæra málið. Þar átti margur þingmaðurinn honum mikið að þakka. Oftar en einu sinni var skipt um lögboðna stafsetningu, með- an Pétur van.i að Alþingistíð- j indum, en ekki varð honum skotaskuld úr því að breyta til, j og ekki ruglaðist hann í ríminu, j þó að hann læsi samtímis próf- i arkir af öðrum bókum með ann- arri stafsetningu og jafnvel ýms- um kenjum í rithætti. Sam- kvæmnin var jafnan örugg, og leitun mun að villum í þeim rit- um, sem hann hefur séð um prentun á, en þau eru mörg, enda tók hann nærri sér, ef fram hjá honum hafði sloppið villa. Hann hafði svo næma samvizku, að við ofnæmi hélt, og var það honum nokkur fjötur um fót á lífsleiðinni. Hann vandaði alla breytni sína og líferni, tók havt á, ef honum þótti þar verða ein- hver misbrestur á, og lagði stund- um jafnvel á sig meinlæti, til þess að þjálfa sig í að rata þá braut, sem hann hafði markað sér og taldi sig ekki mega víkja af. Þó að lífsstarf Péturs Lárus- sonar væri að langmestu leyti í því fólgið að rýna í stafi, orð og setningar og hagræða þeim, var fjarri því, að hann einblíndi á bókstafinn. Hann var vel viti borinn, sjálfstæður í hugsun og skoðunum, hafði glögga yfirsýn um menn og málefni og átti mörg hugðarefni. Alvörumaður var hann mikill, þó að hann brygði oft fyrir sig glensi og gamni, hafði áhuga á trúmálum og dul- rænum efnum og hugsaði löngum og ræddi um rök tilverunnar og annað líf, sem hann trúði fast- lega á. Pétur Lárusson gaf sér, sem vænta mátti, litinn tíma til þess að sinna trúnaðarstórfum í al- menningsþarfir, og var hann þó manna bezt til þess fær, sakir hæfileika sinna, réttsýni og mannkosta, sem allir viður- kenndu, er af honum höfðu kynni. Dómarar hæstaréttar kunnu mann að sjá, er þeir skip- uðu Pétur í gerðardóm í togara- deilunni 1938. Af öðrum störfum hans má nefna, að hann var ann- ar endurskoðandi bæjarreikninga Reykjavíkur í 15 ár og um all- langt skeið fundaskrifari bæjar- stjórnar. Slík störf sem önnur vann hann með kostgæfr.i og hollustu. Pétur kvæntist 1917 Óiafiu stúdent Einarsdóttur skipstjóra af Snæfellsnesi Ketilssonar, ágætiskonu, sem verið hefur hon- um stoð og stytta til æviloka í blíðu og stríðu. Þau eignuðust þrjú börn, öll hin mannvænleg- ustu, Lárus lögfræðing, sem nú er látinn og kvæntur var Krist- jönu Sigurz, Kirstínu, sem gift er Hans Tómassyni afgreiðslumanni hjá Ræsi hér í bæ, og^ Einar lög- fræðing og fulltrúa hjá saka- dómara. Það varð þeim hjónum mikið áfall, er eldri sonur þeirra, Lárus, óvenjulegur efnismaður, tók mjög fátíðan sjúkdóm á námsárum sínum í háskólanum, og dró sú veiki hann til dauða fyrir fjór- um árum, þrátt fyrir allar lækn- ingatilraunir, bæði hér og erlend- is. Pétur, sem .var einkar við- kvæmur í lund og fremur böl- sýnn að eðlisfari, tók sér svo nærri, er þessi gjörvulegi sonur hans, sem hann hafði tengt við svo miklar vonir, missti heils- una, að hann mun aldrei hafa beðið þess bætur. Þó hefur þeim Ólafíu og Pétri verið það mikil harmabót að mega halda á heim- ili sínu og hlynna að dóttur Lár- usar, yndislegu skýrleiksbarni, sem var á fyrsta ári, þegar faðir hennar féll frá. Allir þeir, sem unnu með Pétri Lárussyni, og aðrir, sem honum kynntust, höfðu á honum miklar mætur. Þeir þakka nonum góð- vild hans, einlægni og drengskap, votta ástvinum hans innilega samúð og kveðja hann klökkir í huga. Jón Sigurðsson. ★ ÞÉR eruð salt jarðar, segir meist- arinn. Meðal okkar, breyskra manna, eru jafnan þeir sem við finnum að þau orð eiga við. Pét- ur Lárusson var einn þeirra manna sem eru salt jarðar, þeirra sem varðveita dyggð og trú kynslóðanna. Hann lagði alla ástundan sína í það að vera trúr' í verki sínu og dagfari, trúr sam- verkamönnum sínum og góðvilj ■ aður öllum, trúr ástvinum sínum, Við vorum samverkamenn og samvistarmenn nær fjóra ára- tugi, og jafnan reyndi ég hann að hinni sömu trúmennsku og manndyggð í hverju einu. Hann gerði mér og fleirum það eitt til miska að vera drjúgari í öllum afköstum, vinna meira en við hinir og betur; samanburðurinn við hann hlaut jafnan að verða okkur hinum erfiður, ef aðrir en hann sjálfur áttu um að dæma. Pétur Lárusson var mikill maður að persónuleik, hyggju- mikill og gerhugall og rósamur, en tilfinningin djúp og mild og sár, allt í senn. Hann var af stóru bergi brotinn í bæði kyn og í blóð hans voru runnir marg- ir ólíkir og sterkir straumar: miklir skapsmunir, höfðingdóm- ur, listir og lífsnautn, djúp al- vara og trúarhiti, tilhneiging til fórnar og píslarvættis. Þeir sem með honum voru máttu gerla kenna þetta ólíka aðstreymi, nema hvað hann hafði sjálfur engá rækt lagt við heimshyggju né metorð. Hann var vafalaust mjög skapríkur, og í æsku hafa heitir eldar brunnið í geði hans, jafnframt ströngum siðakröfum og vægðarlausum sjálfsaga, þá er frá leið, og aðkenning af þeirri þungu kvöð sem hann bar í sér með nokkrum hætti alla tíð: að taka á sjálfan sig kvöl lífsins. Þessi kvöð fannst mér öðru fremur vera sem undirtónn í þeirri mildi sem jafnan horfði að samverkamönnum hans við öagleg störf. Þessi maður, sem að kyni og upplagi var sterkur og stórbrotinn, hann varð fyrst og fremst maður lítillátur og hóg- vær; svo var hann í hverju verki, eins og hann bæri í hjarta sér sífeldan ugg um það, að í ein- hverju kynni sér að hafa láðst að gæta hinnar fyllstu varúðar um hina fyllstu dyggð. Hann lagði enga stund á upphefð þessa heims. Hann lagði stund á að verða dyggðugur maður, trúr þjónn samtíðar sinnar, sam- verkamaður að þarflegu starfi. Hann varð salt jarðar með því að ástunda trúmennskuna. Öðrum þræði var ef til vill svo sem forlögin hefðu ætlað honum mikla raun: að taka á herðar sér kvöl hinnar hrjáðu mannkindar. En þau gáfu honum tvennt ann- að þar í móti: mikið jafnaðargeð og sjálfstjórn, og svo hina beztu konu, heilbrigða, góða og kær- leiksríka. Hafi eitthvað til vant- að að gera hann hamingjusaman, þá gafst honum það með kon- unni, enda dró hann ekki sjálfur dul á það. Sonur þeirra hjóna varð hel- tekinn í blóma lífsins, ágætur maður. Svo fannst okkur, vinum Péturs, að honum þætti þá sem slökkt væri hið sætasta Ijós augna sinna og yrði ekki samur síðan. Enda var þá skammt að bíða, að kallið kæmi til haris sjálfs. En hann gekk að verki meðan mátti, vann sem ekki væri að. Trúmennskuna, góðleik- ann, hina rósamlegu karl- mennsku bar hann með sér til hinztu stundar. Loks beið hann með hinu sama látleysi sinnar síðustu skyldu, að taka dauðan- um. Helgi Hjörvar. Hann þekklr skiélið í skógunum í BRÉFI frá Jóni Kristjánssyni á Víðivöllum fer hann eftirfar- andi orðum um skjólið í skógun- um og hvaða áhrif b'ð hefur á gróður og menn. í bréfinu segir svo: Ég minnist unglingsáranna, þegar ég vann mörg vor í græð- isreitnum í Vaglaskógi. Þá voru oft, eins og gengur snemma vors, norðan næðingar með skúraleið- ingum eða éljum í fjöllum, en þurrt hið neðra og sólskin. Slíka daga gat oft verið óþægilegt að vinna í skjóli skógarins vegna hitans, en kuldanepja utan skóg- ar. Einhverju sinni kom ég síðla dags austan úr sveitum um Ljósa vatnsskarð og Ilálsmela í veðri eins og áður er lýst, riorðan sval- viðri, en loftþunnt hafði verið um daginn. Við Fnjóskárbrú var eins og komið væri í aðra veröld. Þar var logn, og upp af hitamettuðum skógarsverðinum lagði gróður- angan og hlýju. Þá þóttist ég skilja í einum svip þýðingu skóg- anna fyrir Iandið.“ ’ - :-tzjs^XjSx Fótaþvottur. ZURICH — Nýlega urðu 3 fíl- ar, 13 tígrisdýr, 60 ísbirnir, ljón, sebrar og önnur dýr Hagenbach- hringleikahússins að fara í fóta- bað áður en þeim var hleypt til Svisslands frá Þýzkalandi. Varúðarráðstafanir þessar voru gerðar vegna gin- og klaufaveik-1 innar. Enska knaiispyrnan tSVO. einkennilegsi vildi til,- að Pörtsmouth og Newcastlc, sem léku saman í Portsmouth íyrir rúmri viku í 6. umferð bikar- keppninnar, léku á ný á laugar- dag, í þetta sinn í Newcastle. •— Þessi síðari leikur þeirra gaf bik- arleiknum ekkert eftir, því að hann var ekki síður skemmtilega leikinn og tvísýnn en sá fyrri. Philipps, vinstri innherji Ports- mouth, skoraði strax á 1. mín- útu, en ekki leið á löngu þar til miðframherji Newcastle, Mil- burn, hafði jafnað og smám sam- an náði Newcastle yfirtökum í leiknum og tókst Robledo, vinstri innherja, að skora. Markvcrður Portsmouth varði hvað eftir ann- að snilldarlega, meðal annars vítasDyrnu frá Milburn. Um miðj an síðari hálfleikinn bætti New- castle enn við marki, en þá tók Portsmouth að sækja sig. Hægri útherjinn, Harris, skoraði og enn jókst þunginn í sókn Portsmouth-liðsins, sem jafn- framt jók hraðann og þegar 10 sekúndur voru eftir tókst Phil- ipps að jafna, 3:3. Manchester United og Wolver- hampton áttu ekki síðri leik í Manchester. Hraðinn var mikill, upphlaupin gengu á báða bóga með skemmtilegum og léttum samleik, en vörn heimaliðsiris hafði ávallt síðasta orðið gegn hinum ungu framherjum „Úlf- anna“. Þó skall hurð nærri hæl- um, er vinstri innherji þeirra, Broadbent, lék knettinum um 40 m og lék á alla varnarleikmenn Manchester United og skaut af dauðafæri, en knötturinn smaug með þverslánni að ofan. Á 20. mínútu skoraði Manchester Unit- ed og bætti því næst öðru við, er stundarfjórðungur var af síð- ari hálfleik, 2:0. Fulham hélt uppi sókn gegn Arsenal megnið af leiktímanum, en varð ekkert ágengt og skildi svo með þeim, að hvorugur hafði skorað. Með þurrari völlum fær Totten hám aftur að njóta sín. Það vann 4. sigur sinn í röð með því að sigra Sunderland, 2:0, og hækkar hröðum skrefum, og svipuðu máli gegnir um Bolton, sem eftir góð- an árangur í haust, hefur verið í skugganum votviðristímabilið. Liverpool lék nú 5. jafnteflisleik- inn í röð. Aðrir leikir* Bolton 3 — Chelsea 0 Burnley 0 — Derby 1 Charlton 0 — Manchester City 0 Middlesbro 1 — Blackpool 0 Preston 2 — Aston Villa 2 Stoke 0 — Huddersfield 0 West Bromwich 3 — Liverpool 3 Manch. Utd 34 19 9 6 71:43 47 Arsenal 34 18 9 7 65:46 45 Portsmouth 34 17 8 9 59:48 42 Tottenham 35 18 6 11 65:47 42 Bolton 34 15 9 10 55:51 39 Newcastle 33 15 8 10 84:56 38 Wolves 34 12 12 10 67:54 36 Aston Villa 34 14 8 12 59:58 36 Preston 35 13 10 12 63:50 36 Charlton 35 14 8 12 58:58 36 Burnley 34 13 9 12 49:44 35 Blackpool 34 14 7 13 52:53 35 Manch. C. 34 12 11 11 50:46 35 Liverpool 34 9 17 8 47:47 35 Derby 34 13 6 15 55:65 32 Sunderland 34 11 8 15 54:55 30 Chelsea 33 12 5 16 42:54 29 W. Bromw. 33 8 12 13 57:67 28 Middlesbro 32 10 5 17 54:73 25 Stoke 34 9 7 18 37:71 25 Fulham 34 6 9 19 48:65 21 Huddersfld 34 6 7 21 38:69 19 BEZT AÐ AUGLÝ SA / MORGUNBLAÐINU ♦ 2. deild: Birmingham 3 — Sheff. Utd 0 Brentford 3 — Swansea 1 Cardiff 3 •— Barnsley 0 Doncaster 1 — Bury 1 Everton 1 — Luton 3 Leeds 1 — Blackburn 0 Leicester 3 — West Ham 1 Nottm. Forest 3 — Coventry 1 Rotherham 1 — Hull 1 Shefffield Wedn. 2 — QPR 1 Southampton 4 — Notts Co 0 Á föstudag keypti Brentford hinn fræga miðframherja Notts County, Tommy Lawton, sem um 8 ára skeið var fastur lands- liðsmiðframherj i Englands. Það væri ef til vill ekki úr Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.