Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 87. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Föstudagur 18. apríl 1952
MORGUNBLAÐIÐ
m
Herra þingforseti.
Háttvirtir þingfulltrúar.
ÉG  VIL  leyfa  mér  að  frefja
mál mitt með því að þakka Slysa-
varnafélagi  íslands,  og  ýmsum
deildum þess  alveg sérstaklega,
fyrir  þá  samvinnu,  sem tekizt
hefur hin síðustu ár mdlli þess
og  vitamálastjórnarinnar.  Þessí
ssmvinna  hefur  borið  sýnilega
ávexti  með  ýmsu  móti,  en ég
'mefni hér aðeins tvennt.
"1) Áð sameinað var í eitt kerfí
skipbrotsmannaskýlin     og
merkjastikurnar á fjörunum í
Skaftafellssýslu, frá Öræfum
til Víkur, en Slysavarnaléíag-
ið hefur nú yfirtekið skýli og
stikur vitastjórnarinnar, eftir
að  vitamálaskrifstofan hafði
annazt rekstur þeirra í 40—
50 ár. Og það hefur sýnt sig,
og sýndi sig raunar áður en
þessi  yfirtaka  fór fram,  að
Slysavarnafélagið  gat komið
á ýmsum endurbótum á kerfi
þessu, væntanlega til öryggis
fyrir sjófarendur.
2) Að  reist var  miðunarstöð á
Garðskaga,  sem  er  gamalt
áhugamál félagsins. Þegar sú
stöð var opnuð  27.  jan. s.l.
var  talið  að  tæpast  mundí
hún hafa verið tekin til af-
nota þá, og að minnsta kosti
ekki eins fullkomlega útbúin
og raun er á, nema að notið
hefði  samvinnu  Slysavaxna-
samtakanna  og  vitastjórnar-
innar, og ég hygg að þetta sé
rétt. Fyrir þessa samvinnu vil
ég leyfa mér að láta í ljós, við
þetta þing félaganna, þakkir
vitamálastjórnarinnar. —
-  En það var nú ekki beint þetta
sem mér er ætlað að minnast hér
lítillega nú, heldur að gera þing-
inu  örstutta  grein  fyrir  þróun
vitamálanna  á   íslandí,  stöðu
þeirra í dag, og stefnu í nánustu
framtíð.
fslenzka ströndin er löng og
vogskorin. Boðar, blindsker og
grynningar eru víða, og gera
siglingar hættulegar. —¦ Harðir
straumar liggja þungt og ber
skjótlega af leið sé ekki fyllstu
varúðar gætt. Löng skammdegis-
nótt, þokur og dimmviðrí eru
líka staðroyndir, sem hver ís-
lenzkur sjómaður verður að
reikna með. En þrátt fyrir a)lt
þetta verða íslendingar að sigla.
Siglingar eru íslendingum
rr.eira  en nauðsynlegar — þær
læða Emils Jónsscmar vifamála-
sffdra  á  ársbingji  SVF
eru lífsnauðsyn. — Fiskinn verð-
ur að sækja á miðin. Flutningar
að og frá landinu verða að fara
fiam á sjó, og sömuleiðis flutn-
ingarnir frá hinum mörgu sjávar-
plássum og til þeirra.
Næst skipum, og mönnum til
að fara með þau, er tvennt nauð-
synlegast til að siglingar geti átt
sér stað, — vitar og sjómerki,
sem geta veitt sjófarendum upp-
lýsingar um rétta leið og varað
þá við hættulegum stöðum, og
hafnir og bryggjur, þar sem
skipin geta fermt og affermt
og legið um kyrrt sæmilega ör-
ugg ef á þarf að halda. Hér verð-
ur aðeins farið nokkrum orðum
um fyrra atriðið: vitana og sjó-
rr.erkin.
*
Fyrsta dosember næsta ár eru
llðin 75 ár, síðan er fyrst var
kveikt á vita á íslandi. Það var
Reykjanesvitinn eldri, á Vala-
hr.úk, sem þá var tekinn til notk-
unar.
Um 20 ára skeið var hann eini
viti landsins. 1897 voru sett í
hann ný ljósatæki, og sama sum-
ar voru vitar reistir á Garðskaga
og Gróttu, auk hafnarvita fyrir
Reykjavík. Líður svo fram yfir
aldamót, að fleira er ekki að
hafzt.
1902 voru svo reistir vitar á
Elliðaey í Breiðafirði og á Arn-
arnesi við ísafjarðardjúp.
Enn líða 4 ár, eða fram til árs-
ins 1906, en þá er Stórhöfðavitinn
í Vestmannaeyjum byggður.
Fyrsta tímabilinu í sögu vita-
málanna lýkur svo með þvi, að
Reykjanesvitinn er éndurbyggð-
ur á Bæjarfelli 1907, þar sem
hann nú stendur. Á þessu 30
ára tímabili höfðu því verið
reistir vitar á 7 stöðum, eða sem
svaraði 1 vita 4. hvert ár, eða
tæplega það.
::'::::::-:::::':o:-:x-/-:: :::: :  :
.'.'.-.'.'.¦.¦,¦.¦.¦.'.'.'¦.'.
Reykjanesvitinn gamli, fyrsti vitinn, sem reistur var hér á landi.
Nýi Gróttuvitinn, er eínn fullkomnasti viti hérlendis.
Nú gerist margt í senn. Æðsta|
umboðsstjórn flyzt inn í landið.
og nýtt almennt framfaratímabilj
hefst. Umsjón með vitabygging-
unum  færist  um  svipað  leyti
heim,  þar  sem  sérstakur  verk-
fræðingur er ráðinn til að hafa
þessar framkvæmdir með hönd-
um,  en hingað  til hafði  flota-
málastjórnin  danska  séð  um
byggingarnar.
Ennfremur koma nú fram um
þetta leyti nýjar aðferðir til vita-
lýsingar, sem taka mjög fram því
er áður þekktist á þessu sviði, og
gera framkvæmdir auðveldari.
Allt þetta varð til þess, að segja
má að nýtt tímabil hefjist í vita-
málunum um þetta leyti og upp
frá þessu reki hver vitabyggingin!
aðra sleitulaust.
Auðvitað hefur verið misjafn-
lega mikið byggt hin ýmsu ár,
en alltaf hefur verið haldið í
áttina á hverju ári. Dalatangi og
Siglunes 1908, Öndverðarnes og
htli Reykjanesvitinn 1909, Dyr-
hólaey og Langanes 1910, Rifs-
tangi 1911, Vattarnes 1912, Bjarg-
tangi, Kálfshamarsnes, Skagatá
og Flatey á Skjálfanda 1913, og
svona mætti telja allar götur
fram til ársins í ár.
Nú eru vitarnir alls á landinu
um 200 að meðtöldum smávitum
þeim, sem reknir eru af einstök-
um bæjar- og sveitarfélögum. í
staðinn fyrir einn vita 4. hvert
ár, fram til 1907, hafa því verið
byggðir að meðaltali 4—5 vitar á
hverju ári síðan.
•
Ljóstækin í Reykjanesvitanum
fyrsta voru þannig, að 15 olíu-
lömpum, sem hver var 14'", var
komið fyrir, hverjum í sínum
látúnsspegli. Ljósmerkið var ekki
mikið og erfitt að halda við öll-
um þessum lömpum og speglum,
enda sýndi það sig, að 1897 voru
þessi tæki orðin ónýt, og voru þá
ný ljóstæki sett upp, 4. fl. ljós-
króna með olíulampa, sem talið
var að hefði stórum aukið ljós-
magnið. í þeim vitum, sem
byggðir voru næst á eftir, voru
yfirleitt notuð svipuð tæki, olíu-
ljós og ljósakróna annað hvort
snúningstæki, sem var snwið af
lóðum, eða með föstum ljósa-
krónum og þá með stöðugu ljósi.
Til þess að auðkenna vitann, varð
þá að láta hlífar snúast í kring-
um ljóskrónuna.
Eftir 1908hefur megnið af öll-
um vitum, sem byggðir hafa ver-
ið, verið gasvitar. Þeir eru ódýr-
ir í rekstri, öruggari og þurfa
minni gæzlu. Gömlu olíuvitun-
um er líka smátt og smátt verið
að breyta í gasvita, svo að nú
er ekki eftir nema 1 viti, sem
rekinn er af ríkissjóði, sem hefur
olíuljós.
*
Kostnaðurinn við þessar fram-
kvæmdir hefur, eins og gefur að
skilja, orðið allmikill. Byggingar-
kostnaðurinn — stofnkostnaður-
inn — hefur verið þessi:
Á tímabilinu          kr.
1878—1896 (19 ár) ¦ 28.426.61
1897—1906 (10 ár>- 55.614.17
1907—1917 (11 ár) 431.279.49
1918—1942 (25 ár) 2.678.579.61
1943—1951 ( 9 ár)  6.256.209.79
Samtals 9.450.109.67
Tölurnar tala sínu máli. Af
öllu því fé, sem frá upphafi hefur
verið varið til vitabygginganna,
hefur um % verið notað síðustu
9 árin. Auk þess er svo reksturs-
kostnaðurinn, sem síðustu árin
fyrír stríð var um % millj. kr. á
ári, en hefur vitanlega vaxið gíf-
urlega og er nú um 2,5 millj. kr.
á ári.
! Auðvitað hefur ríkissjóðurinn
.ekki 'getað staðizt þessi útgjöld
án þess að fá fé á móti. Með vita-
Jgjr.ldinu hefur þessi tekjustofn
| f^ngist, og hefur hvorttvegg ja
'staðizt á nokkurn veginn, vita-
gjöldin í ríkissjóðinn og kostnað-
urinn við byggingu og starf-
rækslu vitanna fram til 1943.
Nokkur næstu árin á undan
hafði hallað á ríkissjóð, þannig
að vitagjaldið frá upphafi nam
hærri upphæð en varið hafði ver-
ið til framkvæmda og reksturs.
iÞessi met jöfnuðust um 1943, en
þá nam vitagjaldið frá upphafí
um 9,8 millj. kr., en útgjöld vegna
vitamála, samtals frá upphafi um
10,0 millj. kr. Síðan hefur rikis-
sjóður á hverju ári varið mikht
meira fé til þessara mála, cn Dem.
vitagjaldinu hefur numið.
Ég hef ekki enn getað íengitf
uppgefið hve miklu vitagjaldiS
hefur numið 1951, en í árslok
1950 var það samtals frá byrjui* .
orðið um 15. milljónir kr.,, en.
kostnaðurinn vegna bygginga og
reksturs vitanna var þá komim%
upp í 26 miltj. kr. eða um tX
milljómun kr. hærri, sem greitt
hafði verið úr ríkissjóði umfranv
vitagjaldið.
Árlegur kostnaðuí nú er sam-
tals rúmar 3 millj. kr., varð raun-
ar 1951, 3,6 millj. kr., en vita-
gjaldið hefur hin síðustu ár veriíf
rétt rúm. 900 þús. kr. eða um þaff
bil XA af kostnaðinum.
Vitagjaldið hefur einhverra.
orsaka vegna ekki verið hækkaðí
eins og önnur gjöld. Það var síð-
ustu ár fyrir stríð komið upp í
460 þús. kr. á ári, en var síðasta.
árið sem yitað er nú um, 195J0,.
aðeins rúm 900 þús. kr. eða ura
það bil tvöfalt.-Mörg gjöld hafa
hækkað meira.
•
Ef spurt væri.hvernig ástandið
hjá okkur sé í vitamálunum i
dag, þá er því til að svara, aSF
enn fer því fjarri að vitakerfi
landsins sé svo fullkoniið, að sigl-
ingar með ströndum fram geti
talizt fullkomlega öruggar, ogr
enn eigum við ekki vitakerfi, er
staðizt geti samanburð við kerfi.
nágrannaþjóðanna.
Strandlengja íslands er ura.
5000 km, þegar reiknaður er hver
fjörður og vík, en ytri strandT-
lengja er venjulega talin um 2400
km. Vitarnir eru nú um 200, og
kemur því einn viti á hverja 1Z
km strandlengjunnar ytri áíf
meðaltali.
Til samanburðar má geta þess,
að í Noregi er 1 viti á hverjum.
IV2 km strandlengjunnar ytri, env
þess ber þó að geta að strendur
Noregs eru miklu vogskornari en.
stre'ndur íslands.
Þó töldu Norðmenn fyrir stríð,
að þeir hefðu langt frá því lokið
við vitakerfi sitt. Samanburður-
inn er oss því mjög í óhag, og*
gegnir svipuðu máli, ef borið er*
saman við önnur nágrannalönd.
Það skal tekið fram að útlendo.
tölurnar eru ekki alveg nýjar.
Við þennan samanburð er ena
eins að geta sérstaklega, að því
er Noregi viðvíkur. Þar er nefni-
lega langsamlega mestur hluti
ljósvitanna örsmár, „Fyrlamper"-
svokallaðir, sem aðeins lýsa mjögj
stutt og eru ódýrir. Þeir eru 1900-.
Stóru vitarnir aðeins um lSfr
(í'yrstationer).
•
í nágrannalöndum vOrum ríktui
fyrir stríð tvær meginstefnur um
vitabyggingar, annars vegar
aukning radíóvitanna, hins vegar
ukning á ljósmagni stóru vit-
anna. Radíóvitar gerast nú æ>
ódýrari, enda fjölgar sem óðast
þeim skipum, er hafa miðunar-
tæki innanborðs. Það fer því ekki
hjá því að mikið af aukningu
vitakerfisins í framtíðinni fari i
nýja radíóvita.
Með rafmagnslýsingu er auð-
velt að margfalda ljósmagn gas-
vitanna íslenzku. — Þjóðverjar
höfðu t. d. fyrir stríð lokið ^ntf
að raflýsa alla sína stóru Eystra-
saltsvita, og í Svíþjóð, Danmörku
og Noregi er unnið að þessu af
kappi. Venjulega eru þó höíS
varatæki, ef straumurinh af ein-
hverjum ástæðum rofnar, oft
sjálfvirk, sem falla inn ogf
kveikja sjálf samstundis og raf-
magnsljósið deyr.
Olíuvitarnir, að minnsta kosti
þeir, sem höfðu lampa með
kveikjum, einum eða fleiri, virð-
ast vera að hverfa úr sögunni, ert
allmikið er þó enn notuð olíu-
lýsing með glóðarneti. Loks er
það mjög áberandi, hversu mjög
Framh. á bls- 11.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16