Morgunblaðið - 16.11.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.1952, Blaðsíða 11
| Sunnudagur 16. nóv. 1952 MORGUNBLAÐIÐ 11 / I Hallgrímur Þorsleinsson söngkennari - Minningarorð NÆSTKOMANDI mánudag verð ur til moldar borinn einn af elstu íbúum Reykjavíkur, Hallgrímui Þorsteinsson söngkennari, en hann lézt að heimili sínu Sól- vallagötu 6, sunnudaginn 9. þ. m. 88 ára gamall. Hallgrímur var fæddur 10. apríl 1864 að Götu í Hrunamanna hreppi, en fluttist þriggja ára gamall í fóstur til séra Jóhanns Kr. Briem prófasts í Hmna og konu hans frú Sigríðar Stefáns- dóttur frá Oddgeirshólum. Hjá þeim ólst Ilallgrímur upp til fermingaraldurs og naut hann þar besta uppeldis og ástríkis, j hjá þeim heiðurshjónum, enda! bar Hallgrímur ætíð djúpa virð- ingu og ástúð fyrir minningu þeirra hjóna. Snemma hneigðist hugur Hall- gríms að söng og músik, þvi inn- an við tvítugt byrjaði hann að læra orgelspil hjá Einari bónda Einarssyni í Laxárdal föður Sig- urðar Hlíðar dýralæknis og þeirra systkina. En Einar mun hafa verið frábær snillíngur á þeim tíma. Sjálfmentaður orgel- leikari og þess utan svo snjall smiður, að hann smíðaði sjálfur orgel sitt, liklega eitt hið fyrsta sem til hefur verið á Suðurlandi og mun það ekki vandalítið að smíða slíkt hljóðfæri uppi í sveit, með ófullkomnum tækjum. Á þetta íslenzka orgel lærði Hall- grímur fyrst að spila. En 23 ára gamall fluttist hann aftur heim að Hruna og gerðist þá orgelleik- ari í Hrunakirkju, en þá hafði sú kirkja fengið fyrsta crgelið sem hún eignaðist. Þá var prest- ur í Hruna séra Steindór Briem sonur Jóhanns Briem pröfasts. Árið 1893 fór Hallgrímur aft ur frá Hruna og fór þá til Sauð- árkróks og var þá ráðinn þangað orgelleikari í nýbyggðri kikrju Þar- llli Árið 1896 giftist Hallgrímur Margréti Sigríði Bjömsdóttur frá Hjaltastaðahvammi i Skagafirði, eri hún var alsystir frú Kristínar Símonarson móður Haraldar Árnasonar kaupmanns og þeirra bræðra Árna B. Björnssonar gull- smiðs og Björns Bjömssonar sem nú er búsettur í London. Þeir Árni og Haraldur eru látnir fyrir fáum árum. Þau Margrét og Hallgrímur eignuðust þrjú börn, tvær dætur og einn son og eru þau öll bú- sett hér í Reykjavík ásamt móð- ur sirini. Árið 1906 fluttist Hallgrímur með. fjölskyldu sína frá Sauðár- krók til Reykjavíkur og bjó þar nærri óslitið til dauðadags. Alla tíð eftir að Hallgrímur fluttist til Reykjavíkur lagði hann sérstaka stund a músik og söng. Hann spilaði um skeið all oft í Dómkirkjunni og einnig i Fríkirkjunni, en var þö aldvei fastur orgelleikari í þeim kirkj - um. í mörg ár kendi HalJgrímur á orgel og einnig á hom og stofn - aði hann fjórar lúðrasveitir hér í Reykjavík. Hann stofnaði (ACra- sveitina „Hörpu“, Lúðrasveit ungra templara, sem síðar varð lúðrasveitin „Gígjan“, einnig stofnaði hann lúðrasveitina „Sumargjöf" og auk þess stofn- aði hann miklu síðar lúðrasveit- ina „Svanir“ og er sú lúðrasveit ennþá starfandi hér í Reykjavík. Auk alls þessa stofnaði Hallgrím- ur fjórar lúðrasveitir utan Reykja víkur. Allan þann tíma er Hallgrímur bjó hér í Reykjavík og á meðan- hann hafði sæmilega heilsu, kendi hann söng og hljóðfæraslátt, bæði einstaklingum og félögum og um sjö ára skeið kendi hann söng í Miðbæjarbarnaskólanum í Reykjavík. Það er gefið mál að vegna starfs Hallgríms hafa fjölda marg ir af núlifandi Reykvíkingum kynst honum meira og minna og hafa margir þeirra oft komið á heimili hans, þar sem söngæfing- ar og músikkennsla voru dagleg- ir viðburðir þar. Margir þessara manna og kvenna hafa tekið miltlu vinfer.gi við hann í gegn- um þessi störf hans. Þetta hefur komið greinilega í ljós, með því hvað margt af þessu fólki hefur oftsinnis spurt um Hallgrím síð- ustu árin sem hann iifði van- heill, en allmörg siðustu árin var hann þrotinn að heilsu, sérstak- lega að sjón og heyrn. Eg er sannfærður um það, að nú þegar Plallgrímur er til mord- ar borinn, þá fylgja honum ótelj- andi vinakveðjur og ljúfar minn- ingar góðra manna og kvenna, sem vel kunna að meta einlægan áhuga hans og óeigingjörn störf hans í þágu söngs og hljóma. En sönglistin er af mörgum talin dýrðlegust list, allra lista. Nú siðast en ekki sízt hefur það komið greinilega í ijós, að margir eru þeir gamlir söng og músikvinir og félagar Hallgríms sem óskað hafa þess að mega heiðra útför hans, með bátttöku sinni. Þökk sé þeim og öllum öðrum sem heiðra vilja minningu hans. Einar Gaðmundsson. ■■■■■•■■•■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ [iúðisigsduft [ Biðjið kaupmann yðar um | okkar nýja búðingsduft, er ■ þér kaupið næst í matinn. — ■ Það er 100—200% ódýrara : ■ en það erlenda, og stenst fylli- ■ lega samanburð að gæðum. • 8 mismunaridi bragð tegundir. : NÆLON sokkar 15-60 G 15-51 G í íjölbreyttu úrvali Biðjið eingongu um f-ramleitt sérstaklega tif varsiar gegn fannskemmdum Heildsölubirgðir: Agnar MorHfjörð <& Co. h.f. Lækjargötu 4 Símar 3183 og 7020 l^lafnið ( 'JMk V tryggir yður kaupmátt krónunnar m Master Mixer fylgir: s? . 1 I Hakkavél — Berjapressa — Pylsustoppari Hrærióhöld — Rjómaþeytari — 2 skálar < • . Ennfremur er hægt að fá: Kaffikvörn — Grænmetiskvörn — Kartöfluskrælara Citronupressu — Dropateljara — Buffkvörn o. íl. MASTER MIXER er: ,j*l Sterk — Stílhrein — Ódýr Eins árs áhyrgð Þeir, sem ætla að tryggja sér hrærivélar fyrir jól, eru vinsamlega beðnir að tala við okkur strax. Ludviff Storr & Co. Heimilishrærivélar nýkomnar é ■ é Mllllff lllllllllttlllMllffllliaillltlM II ■■ I « «• f« ■ I •) f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.