Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 85. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						r^
•49. árgangw
85. tbl. — Fimmtudagur 16. apríl 1953
Prentsmioja Morgunblaðsini
Kiuid Zinisiíi), fyrrv. borgar-
stjóri lózl ú heimili sínu í gær
SAMKVÆMT ósk hans
niun jarðarför hans fara
fram í kyrrþy.
Um þrjá áratugi var
Knud Zimsen í þjónustu
Reykjavíkurbæjar sem bæj
arverkfræðiiigur og bygg-
ingarfulltrúi, en síðast borg
arstjóri í 18 ár, frá 1914—
1932. En þá lét hann af
borgarstjórastörfum sakir
vaiiheilsu, enda þótt hann
væri þá ekki nema 57 ára
að aldri. Þá var hann orð-
inn slitinn að kröftum í
þágu þessa bæjarfélags.
Starfa þessa manns í
þágu bæjarins verður lengi
minnzt, enda má með sanni
segja, að þar munu verkin
tála um ókomin ár.
En hans verður ekki að-
eins minnzt sem ötuls fram-
kvæmdamanns og stjórnanda,
heldur einnig og ekki siður;
fyrir frábæra mannkosti hans
og fórnarlund, er mest og bezt
kom i ljós í ötulu og árvöku
verki hans fyrir velgengni
félags K. F. U. M. og K. hér í
bænum.
Síðustu misseri hafði Knud
Zimsen heitinn haft við mikla
vanheilsu að stríða, og varð að
leggja sig undir hvern upp-
skurðinn af öðrum. Siðast var
hann skorinn upp hér heima,
og reyndist sú læknisaðgerð
árangurslaus, þar sem hann
hafði tekið ólæknandi sjúk-
dóm. Banaleguna síðustu vik-
urnar lá hann heima, við ást-
ríka hjúkrun konu sinnar.
Fyrir nokkrum vikum kjöri
Verkfræðingafélag fslands
Knud  Zimsen  sem  heiðurs-
félaga sinn. En félagsstjórnin
gat ekki fengið útbúið heið-
ursskjalið eins og hún óskaði
eftir. Svo dráttur varð á því
að formaður félagsins, Stein-
grímur Jónsson, gæti afhent
Zimscn skjalið. Hann kom nieð
það að sjúkraheði Zimsen í
fyrradag. Þá var hann sárþjáð
ur en með fullri rænu.
Þakkaði hann heiðurinn,
sem honum var með þessu
sýndur og bað Steingrím að
skila kveðju til félagsins.
Sagði síðan: „Mér þykir vænt
um að þú komst í dag. Því að á
morgun dey ég". Orð þessi
sagði hann með sínu alkunna
ljúfmannlega brosi, eins og
hann hlakkaði til dagsins.
Þannig kveðja kærleiksríkir
atorkumenn þenna heim, sátt-
ir við alla tilveruna.
'kotið á vélf lugur S.Þ. frá
bílalestum Morðanmanna
Frakkar í ffjár-
hagskröggum
PARÍS, 15. apríl. — Franska
ríkisstjórnin hefur ákveðið að
endurskoða frumvarp til fjár-
laga 1953, sem franska þingið
hefur þegar afgreitt.
Þessi ákvörðun er ein
marg-ra, sem stjórnin hefur
> hyggju að grípa til til lausn-
ar alvarlegum fjárhagsörðug-
leikum.
Fyrir ekki löngu síðan var
gripið til þess ráðs að taka
kreppulán hjá franska þjóð-
bankanum og nú hefur verið
upplýst að ekki verði hægt að
greiða lánið á gjalddaga og
muni það verða framlengt.
Reuter-NTB
Svis slendingar á
móti ungfrúnní
NEW YORK 15. apríl: — New
York Times skýrði frá því í morg
un að ungfrú Elisabet Willis, sem
starfað hefur við sendiráð Banda-
ríkjanna í Helsingfors myndi inn
an skamms verða skipuð sendi-
herra í Sviss.
Búizt er við að tilnefning henn-
ar muni hafa óheillavænleg áhrif
í Sviss, því þar í landi eru menn
á móti því að kvenfólk taki þátt
í stjórnmálastörfum.
— NTB-Reuter.
Akærður  um
4  kvennamorð
LUNDÚNUM, 15. apríl: — Skrif-
stofumaðurinn, John Christy, var
í dag dreginn fyrir rétt og ákærð-
iir um morð fjögurra kvenna,
konu sinnar og þriggja annarra
Stúlkna 24 og 25 ára að aldri.
Búizt er yið að réttarhöldin
verði nokkuð löng því lögreglan
hefur enn ekki lokið söfnun allra
þeirra gagna sem hún hyggst að
leggja fram í réttinum.
— NTB-Reuter.
Brefar burf
af Súez-svæðinu
LUNDÚNUM 15. apríl: —
Brezka stjórnin tilkynnti í
kvöld að samningar um heim-
flutning brezka liðsins frá
Suez-svæðinu myndu hefjast
í Kaíró innan skamms.
í tilkynningu um þetta sem
gefin var út frá Downingstreet
10, segir ekkert meira, en
f réttaritarar bæta við að samn
ingarnir hef jist í byrjun næstu
viku. — NTB-Reuter
Fleiri sjónvarpstæki.
XUNDÚNUM — í lok febrúar-
tnánaðar s. 1. höfðu verið gefin
út 2.092,98» leyfi fyrir sjónvörp-
um í Englandi. í febrúarmánuði
voru gefin jút 69,581 leyfi.
Aukinn máttur vestrænna
jbjóða styrkir fri^arvonina
Ummæli landvarnaráðh, Veslurveldanna.
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Reuter.
LUNDÚNUM, 15. apríl. — Landvarnaráðherrar Vesturveldanna
þriggja, Breta, Frakka og Bandaríkjanna, létu í ljósi í dag skoðun
sína um að halda yrði áfram að byggja upp landvarnir hins frjálsa
heims, en nema ekki staðar þó Sovétríkin linuðu að einhverju
leyti á yfirgangsstefnu sinni. Alexander, landvarnaráðherra Breta,
sagði um leið að það væri vegna stöðugt styrkari landvarna Vest-
urveldanna, sem nú væri minni hætta á heimsstyrjöld en áður
hefði verið.
MEIRI í ORÐI EN A BORÐI
Pleven,     landvarnaráðherra
Frakka, sagði að eining Evrópu-
ríkja kynni að vera orsökin til
breyttrar stefnu Rússa.
Wilson,     landvarnaráðherra
Bandaríkjanna, kvaðst ekki trúa
því að fundur Atlantshafsríkj-
anna í París í næstu viku myndi
að neinu leyti vilja draga úr land
varnaundirbúningnum, þó að
Rússar hefðu að nokkru breytt
um stefnu á yfirborðinu. Stefnu-
breyting þeirra væri meiri í orði
en á borði.
ÁHRIF  SAMSTÖÐUNNAR
Það hefur víða komið fram
íi áliti fréttamanna að breyt-
ingin í stiórnmálastefnu Rússa
hafi komið Vesturveldaþjóð-
unum í öruggari skilning um
það hvað samtök Evrópuríkj-
anna geta áorkað. Vaxandi
máttur þeirra hafi sýnt Rúss-
um fram á að lengra varð ekki
haldið á þeirri braut, sem þeir
voru komnir út á.
Bradley í París
PARÍS 15. apríl: — Formaður
bandaríska herráðsins, Omar
Bradley, er kominn til Parísar.
Þar mun hann sitja fund Atlants
hafsráðsins er hefst í næstu viku.
— NTB-Reuter.
Norðanherinn byrgi
sig m jög upp að vistum
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Reuter.
TOKÍÓ, 15. april. — Orustuflugur S. Þ. í Kóreu fylgdust í dag
með bílalestunum tveimur, sem nú eru á leið frá fangabúðúm
Norðanhersins við Yalu-fljót til fangaskiptabækistöðvanna við
Fanmunjom.
Flugvélar S. Þ. fylgdu fyrstu bílalestinni eftir og höfðu fylgé
þessum tveimur lengi dags er skyndilega var hafin skothríð á
þær frá bíialestunum. Er þetta tiltæki Norðanhersins þeim
mun einkennilegra þegar allir vita að flugvélarnar eru á
sveimi yfir bílalestunum til þess að komið verði i veg fyrir
að á þær verði ráð'izt óviljandi eða af ráðnum hug.
Chaplin
ákveðinn
WASHINGTON 15. apríl. —
Charlie Chaplin hefur endursent
dómsmálaráðuneyti Bandarikj-
anna leyfi það til landgöngu í
Bandaríkjunum er ráðuneytið
sendi honum til Evrópu. Þetta
þýðir að hann mun ekki hyggja
á að setjast að aftur í Bandaríkj-
unum.
í fyrrahaust er Chaplin hélt
frá Bandaríkjunum var land-
gönguleyfi hans þar tekið af hon-
um. Olli þetta nokkrum deilum
milli hans og ráðuneytisins. Síð-
ar endurskoðaði ráðuneytið á-
kvörðun sína og sendi Chaplin
landgönguleyfi. Það hefur hann
nú endursent. — NTB-Reuter.
*     Þá  hefur  það  ekki  vakið
minni athygli, að njósnaflug-
menn, sem hafa verið á flugi
yfir  Norður-Kóreu hafa til-
kynnt, að vegir til vígstöðv-
anna  séu  þaktir  bifreiðum,
sem flytji vistir og vopn til
Norðanhersins.  Er  tailð  aiS
kommúnistar  noti  sér  loft-
árásarhléið, sem orðið hefur
vegna f angaskiptanna, til þess
að birgja upp  her  sinn  af
vopnum og vistum.
í dag hófu S. Þ. fangaflutninga
til fangaskiptabækistöðvanna en
erfiðleikarnir komu fljótt í ljós.
770 fanga átti að flytja frá Cheju-
eyju til lands en er landgöngu-
prammarnir  er  fluttu  fangana,
komu til Pusan, gerðu þeir fang-
ar, sem ekki lágu á börum „verk-
fall".  Neituðu þeir  að ganga í
[ land og báru því við að illa væri
farið með sig.   Stóð „verkfall"
þetta í þrjár klukkustundir en
leystist svo farsællega.
Dregið í A-flokki
happdrættís
DREGIÐ var í A-flokki ríkis-
happdrættisins í gær. Hæsti vinn-
ingurinn, kr. 75000,00, kom upp
á nr. 81966. — Næst hæsti vinn-
ingurinn, kr. 40000,00, kom upp
á nr. 49193 og þriðji hæsti vinn-
ingurinn, kr. 15000,00 upp á nr.
88472.
10 þús. kr.  vinningarnir þrír
komu upp á nr. 54976, 87975 og
117073.   Vinningaskráin  verður
birt í heild í blaðinu á morgun.
(Án ábyrgðar).
Mefkjörsókn
JÓHANNESBORG, 15. apríl: —
Talið er víst að metkjörsókn hafi
verið við alþingiskosningarnar í
S-Afríku í dag. Kjósendur urðu
oft að bíða allt að klukkustund fil
að komast í kjördeildirnar.
Kosningar þessar eru taldar
hinar mikilvægustu fyrir þróun
mála í landinu um langt skeið.
Það er kosið um meira en hverjir
eiga að komast á þing, segja frétta
ritarar. Það er fyrst og fremst
kosið um það hverjum tökum á
að taka kynþáttamálin.
NTB-Reuter.
Morðm., Danir og Fær-
eyingar hyggja á iram-
kvæmdir í Grænlandi
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Reuter.
KAUPMANNAHÖFN, 15. apríl. — Fjárlaganefnd danska þingsins
hefur lagt til að varið verði tveimur milljónum króna til kaupa og
viðbygginga á hafnarmannvirkjum í Færeyingahöfn í Grænlandi,
cn þessi mannvirki hafa verið í eigu ASGRICO félagsins. Er í ráði
að stofna nýtt norskt-danskt-færeyskt félag.
5 MILLJ. KR. HLUTAFE       I
Mannvirkin, sem hið nýja fé-
lag kaupir, er saltafgreiðslutæki,
verkstæði, verzlun og íbúðarhús
verkamanna. Ráðgert er að reisa
frystihús, saltstöð, olíugeyma o.
fl. Hlutafé hins nýja.félags, verð-
ur 5 milljónir króna og verður
því  öllu  varið til  ofangreindra
mannvirkjakaupa og bygginga.
SKIPTING HLUTAFJÁRINS
í hinu nýja félagi munu Norð-
menn eiga 40% höfuðstóls, Fær«
eyingar 40% og Danir 20%.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12