Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 153. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						tmfrlfaútá
40. árgangux
153. tbl. — Laugardagur 11. júlí 1953
Prentsmiðja Morgunblaðsint
TARI
ÍKIS
FALLIIMN
Eftir lát Stalins: Malenkov — Beria — Molotov
99
ni að „uppræta"
upprættur" sjálfur
FeriEi hans var blóði drif inn
EFTIR dauða Stalins leit út fyrir að þrír menn hefðu
skipt völdum hans milli sín, þeir Malenkov, Beria og
Molotov. í stjórnartilkynningum síðustu mánaða hefur
nafn Berias jafnan verið nefnt annað í röðinni á eftir
nafni Malenkovs, forsætisráðherra.
Það er einkum tvennt, sem talið er hafa valdið hinum
mikla frama og upphefð Berias. í fyrsta lagi að hann var
Georgiumaður eða með öðrum orðum landi Stalins. Og
í öðru lagi að við áralanga reynslu hafði hann mikla
æfingu í stjórn leynilögreglu, sem hlýtur óhjákvæmileg'a
að verða mikilvægur þáttur til þess að hæla niður mót-
spyrnu og óánægju almennings í einræðisríkjum.
Fyrir starfsemi Berias er það sem ríki kommúnismans
hafa hlotið samheitið „lögregluríki", því að þar er það
ekki réttlæti sem hefur ráðið ríkjum, heldur handahófs-
kennt ofbeldi lögreglunnar. Frá árinu 1938 til 1953 hefur
lögregluríkið verið starfrækt undir handleiðslu „meist-
arans" Berias.
Má) Beria
fyrir hæstarétt
í gærkvöldi var tilkynnt að
Hæstarétti Sovétríkjanna
hafi verið falið mál Beria
til meðferðar og í ákær
unni er sú megin sök borin á
Beria að hann hafi viljað
grafa undan stjórnarfyrir-
komulaginu í Sovétríkjun-
um.
HLAUT GÓÐA MENNTUN
Lavrentii Pavlavich Beria er
Georgiumaður að uppruna eins og
Stalin. Hann er fæddur 1899 í
þorpinu Merkheuli nálægt Suk-
hum, sem er frægur baðstaður á
strönd Svartahafsins.
1 opinberum sögum Sovétríkj-
anna er sagt að foreldrar hans
hafi verið bláfátækir. Samt hlaut
Beria góða menntun, fyrst í
menntaskólanum í Sukhum og síð
an í verkfræðiháskólanum í Baku.
Þar lauk hann prófi í bygginga-
list. —
EINN AF GÖMLU
KOMMÚNISTUNUM
Hann gekk í kommúnistaflokk-
inn í Baku 1917 og hefur því get-
að miklað sig af að vera einn af
gömlu kommúnistunum, þ. e. a. s.
hann varð flokksmaður nokkrum
mánuðum fyrir byltinguna.
' Fram eftir miðjum aldri átti
Beria heima þarna suður í Káka-
sus. Þjóðir Kákasus hófu sjálf-
stæðisbaráttu gegn Rússum 1919,
en rússnesku kommúnistarnir
| bældu hana niður vægðarlaust. —
I Kostaði sú árangurslausa sjálf-
stæðisbarátta Kákasusþjóðanna
miklar blóðfórnir.
RAUTT SVIÐ UMHVERFIS
HANN
Síðan hefur það verið svo með
þennan mann, Beria, þrátt fyrir
það, að hann sé sagður ákaflega
hæglátur maður í framgöngu, að
það er eins og blóð undirokaðra
og pyntaðra fljóti allt í kringum
hann. Hersveitir kommúnista her-
námu Baku og Beria varð foringi
í „öryggis"-lögreglunni, sem
gekkst fyrir fjöldaaftökum í borg-
inni.
Skömmu síðar sundraðist kom-
múnistaflokkur Rússlands í bolsé-
vika og mensévika. Eins og kunn
ugt er, fóru bolsévikar með sigur
Framhald á bls. 7.
20 léfu lífið
vafnsflóiSi
BRESCIA 10. júli: — Að
minnsta kosti 20 menn létu
lífið í Bresciu, smáþorpi í N.-
ítalíu. er skyndilegir vatna-
vextir urðu þar í dag.
Hljóp geysimikið flóð í á
eina er á upptök sín í Alpa-
fjöllum. Brecia stendur við
vatn eitt við rætur Alpaf jall-
anna og er flóðið hljóp i f jalla
lækinn hækkaði mjög í vatn-
uiii. Mikil hætta er talin á
frekari vatnsflóðum.
— NTB-Reuter.
IV
,Þ<essi æfintýramaður
og leigocsveÍRBi: erleavdra
auðvaldsaf la ...4é  .
MOSKVU 10. júlí: — Lífið í
Moskvuborg virtist ganga sinn
vana gang í dag. Öll umferð var
eðlileg, fjöldi fólks var úti á
gangi en glampandi sólskin var,
og að venju staðnæmdist fólkið
frammi fyrir gluggunum þar sem
blöð dagsins voru uppfest.
Hálf  forsíða  Pravda  var til-
einkuð   Beria,   hinni   föllnu
stjörnu. Þar var m. a. skýrt frá
því, „að upp  hefði komizt um
leynimakk    þjóðaróvinarins
Beria, sem hefði unnið að því
að trana sér fram og reyna
að komast til æðstu valda i
ríkinu.  Hans  óþjóðholla  og
óflokkslega  starfsemi  var  í
fyrstu framkvæmd með leynd
en  síðar  fór  að  bera á því
hvert Bería stefndi — en það
var að því að setja innanrík-
isráðuneytið yfir sjálfan flokk
inn og ríkisstjórnina".
Síðan koma ásakanirnar. Þar
segir meðal annars:
Bería var erkióvinur
landbúnaðarins, og reyndi
að vinna að bví að áætlan-
ir um samyrkjubúin stæð-
ust ekki".
Bería gerði allt sem
hann gat til bess að ala á
ósætti meðal hinna ýmsu
bjóða innan Sovétsam-
bandsins".
.Bería stuðlaði að stofn-
un  ýmissa  borgaralegra
samtaka.
Síðan segir:
Þessi ævintýramaður oíj
leigusveinn erlendra auð-
valdsafla hafði í huga að
ná til sín völdunum í
flokknum og í ríkinu, með
bað eitt í huga að eyði-
leggja flokkinn og breyta
stefnu hans í kapitaliska
átt..  ."
Fregnin um hrap Bería og
brottvikningu hans úr embætti
og brottrekstur úr flokknum, hef
ur vakið gífurlega athygli um
heim allan og telur brezka út-
varpið atburð þennan þann ör-
lagaríkasta sem gerzt hefur í
Soyétríkjunum frá því málaferl-
in gegn Trotsky hófust árið 1927.
Bandaríkjastjórn hefur kvatt
sendiherra sinn, von Bohlen,
heim frá Moskvu og er hann
kominn til Berlínar.
Ríkisstjórnir margra landa
hafa skotið á aukafundi út af at-
burði þessum, og hvarvetna tala
menn um hina æðisgengnu valda
baráttu, sem spáð var að myndi
eiga sér stað eftir fráfall Stalíns,
enda hef ur nú raunin orðið sú að
sá spádómur reyndist réttur.
FORSETI ISLANS, herra Asgeir
Ásgeirsson, fór í gærkvöl í opin-
bera heimsókn til Vestfjarða.
Verður forsetafrúin með í för-
inni og ennfremur Bjarni Guð-
mundsson, blaðafulltrúi.
Ráðgert er að forseti verði
rúma viku í ferðinni.
(Fréttatilk.ynning frá forseta-
skrifstofunni).
Sjálfur lögregluleið-
loginn í fangelsi!
WASHINGTON 10. júlí: — Utan
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
Foster Dulles, talaði á fundi ut-
anríkisráðherranna í dag. Hann
sagði að allra augu mændu nú
enn einu sinni til Rússlands. Þar
sæti nú sjálfur leiðtogi lögregl-
unnar í lögregluríkinu í fang-
elsi.-
Það kann að vera, sagði Dulles,
að sama skipulag muni ríkja
áfram, en veikleiki þess inn á
við hefur áþreifanlega komið í
ljós. — Reuter-NTB.
Tortryggfa Syng nan
Rhee forseta S Kéreu
Senda aukið heriið fif Kóreu
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
SEOUL 10. júlí: — Bandaríkjamenn í Kóreu búa sig nú undir að
j n>æta öllum þeim ráðstöfunum sem Syngman Rhee, forseti Suður-
Kóreu, kann að grípa til í því skyni að koma í veg fyrir vopnahlé
í Kóreu. Hafa Bandaríkjamenn flutt aukið lið í þessu skynj til
Kóreu.
5
niil
dollara
WASHINGTON 10. júlí: — Sam-
eiginleg nefnd öldungadeildar og
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
hefur orðið ésátt um að veita
5.157.232.500 dollara til „aðstoð-
ar Bandaríkjanna við erlend
ríki". Er fjárveiting þessi miðuð
við fjárhagsárið  1953-—1954.
AUKIÐ  HERLIÐ TIL KOREU
Hið aukna lið Bandaríkja-
manna í Kóreu kemur frá
bækistöðvum í Japan. Telja
fréttamenn, að megintilgang-
urinn með liðsflutningum
þessum sé sá að styrkja varð-
gæzlu við fangelsi og aðra
gæzlu að baki víglínunnar,
jafnframt því sem liðið eigi
að vera reiðubúið að grípa
inn í á sjálfum vígstöðvunum,
ef svo kynni að fara, að Syng-
man Rhee dytti í hug að kalla
hersveitir Suður-Kóreumanna
frá vígstöðvunum.
Fyrsta herliðið sem kom til
Kóreu frá Japan var fallhlífa
hermannasveit, svo og hluti
hins frægia 1. Riddaraherf-
fylkis.
FUNDUR í PANMUNJOM
í dag áttu vopnahlésnefndirnar
sinn fyrsta fund frá því að upp
úr viðræðum þeirra slitnaði 3r
Syngman Rhee lét sleppa íxr
haldi 26 þús. stríðsföngum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12