Morgunblaðið - 25.02.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.1954, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐEÐ Fimmtudagur 25. febr. 1954 Framhaldssagan 62 Og nú varð honum ljóst, hvað þessi uppreisn hennar merkti. Hún ætlaði að halda henni áfram. Hann gat ekki setið kj'rr, en gekk aftur að dyrunum. Hann gat enn heyrt til hennar. Hann hrópaði: „Irena, Irena!“ Það var ekki ætlun hans, að tödd hans væri biðjandi, þótt svo yrði. Ekkert svar en hið veika hljóð þagnaði. Hann kreppti hnefann og velti þessu fyrir sér. ; Svo læddist hann á tánum frá dyrunum, hljóp að hinum dyrun- um og kastaði sér á hurðina með öllum þunga sínum. Það brakaði í henni en hún lét ekki undan. Þá gafst hann upp, settist í stig- ann og fól andlitið í höndum sér. Hann sat lengi í myrkrinu. Ðaufur tunglskinsgeisli féll inn Um gluggann og færðist æ nær og nær honum. Hann reyndi að taka þessu með heimspekilegri ró. ; Hún gat engar kröfur gert til hans sem eiginmanns, fyrst hún þafði lokað hann úti, og hann gat huggað sig við aðrar konur. En þetta voru hyllingar einar, því að hann hafði aldrei verið hneygður til slíks frægðarauka. Og hann fann, að það mundi aldrei veita honum gleði. Hún ein sem var þarna inni, bak við lok- aðar dyrnar, óbifanleg og titrandi af ótta, gat svalað þorsta hans. Engin önnur kona gat hjálpað iionum. Allt stóð þetta ægilega ljóst fyrir honum, þegar hann sat þarna í myrkrinu. Þar með var heimspekihugleið- ingum hans lokið, en reiðin bloss aði upp í honum. Hegðun henn- ar var ósæmileg, ófyrirgefanleg Og hún hafði unnið til þeirrar hegningar, sem hann hafði ráð á. _ Hann kaus hana eina, og hún rak hann frá sér. Hún hlaut að hata hann. Því hafði hann þó ekki trúað. Hann trúði því heldur ekki nú. Hon- um fannst það óhugsanlegt. Hon- um fannst eins og hann hefði fyr- ir fullt og allt glatað dómgreind sinni. Ef hún, sem hann hafði alltaf haldið, að væri svo blíð og eftirlát, gæti látið svo til ^skarar skt íða — hvað var það þá, £em ekki mátti búast við? J Svo spurði hann sjálfan sig, |hvort það mundi vera eitthvað inilli Bosinney og hennar. Hann trúði því ekki. Hann gat ekki .íengið sig til að trúa því, að það Jværi orsökin til framkomu henn- ar. Hann trúði því ekki. Hann gat í^kki fengið sig til að trúa því, að ‘það væri orsökin til framkomu tiennar — það var ekki hægt að horfast í augu við þá hugsun. Það gat ekki komið til mála að láta hjónaband sitt verða að skot- spæni allra Á meðan hann hafði ekki órækar sannanir varð hann að trúa því, að ekkert væri á milli þeirra, því að ekki mátti hann vera"að refsa sjálfum sér. En samt sem áður trúði hann því. Máninn varpaði á hann fölum geislum þar sem hann húkti og hallaði sér upp að stigaveggnum. Bosinney elskaði hana. Hann hataði þennan náunga — og nú skyldi hann ekki hlífa honum. Hann bæði gat og ætlaði sér að neita að greiða einn eyri fram pyfir þau tólf þúsund og fimmtíu pund, sem var hámark, sem ekki mátti fará fram úr. Eða öllu held-1 *-ur, hann ætlaði að greiða það, en höfða svo á hann skaðabótamál. •Hann ætlaði að fara til Jobling og Boulter og fela þeim málið. Hann áetlaði að eyðileggja þenna'eigna- lausa ræfil Og allt í einu hvarfl- aði það að honum að Irena ættL heldur ekkert. Þau voru bæði jafn aum. Þetta sefaði hann furðu lega. Lágt þrusk inni í herberginu rauf þögnina. Loksins var hún að ganga til hvílu. Dreymi hana vel! Þótt hún galopnaði hurðina nú, ætlaði hann ekki að fara inn! En varirnar, sem beiskt bros lék um, titruðu, og hann brá hend inni fyrir augun...... Seint á næsta degi stóð Soames í borðstofunni og starði þungbú- inn út á torgið. Mösurtrén voru enn böðuð í í sólskininu, og hin stóru, breiðu blöð glitruðu og bærðust í and- varanum. Úti við húshornið var spilaður vals, gamall, þunglyndis legur vals, sem var kominn úr tísku. Og það var haldið áfram að spila hann, þótt laufin væru þau einu, sem dönsuðu. Konan, sem spilaði, var döpur á svip, hún var þreytt, og enginn 1 fleygði til hennar úr gluggum ! ríku mannanna koparskildingum. Hún flutti sig um set með hljóð- ‘ færið og byrjaði aftur, þrem hús- um fjær. Þetta var sami valsinn, sem hafði verið leikinn hjá Roger, þegar Irena dansaði við Bosinney. Og ilmurinn af blómunum, sem hún hafði skreytt sig með, barst aftur að vitum Soames með þess- um meinfýsnu tónum, en þá hafði hann borizt til hans, er hún leið fram hjá honum með gullið hár og blíð augu og sveif með Bos- inney um hinn endalausa dans- sal. Konan spílaði hægt. Hún hafði spilað sama lagið allan daginn — leikið það í Sloam Street, leik- ið það máske fyrir Bosinney sjálf an. Soames sneri sér við, tók vindl- ing úr útskornu öskjunni og gekk aftur út að glugganum. Lagið hafði dáleitt hann — og nú sá hann Irenu koma með saman- brotna sólhlífina. Hún var á leið heim til sín og gekk hratt. Hann sá, að hún var í ljósrauðri treyju með víðum ermum, sem hann minntist ekki að hafa séð fyrr. Hún nam staðar við strætisorg- anið, tók upp pyngjuna og rétti konunni nokkra aura. Soames gekk frá glugganum og kom sér þannig fyrir, að hann gat séð út í anddyrið. Hún opnaði og gekk inn, lét frá sér sólhlífina og stóð um stund fyrir framan spegilinn. Vangar hennar voru rjóðir eins og sólin hefði vermt þá, munnur- inn hálfopinn og bros lék um varirnar. Hún breiddi út faðm- inn eins og hún ætlaði að vefja sjálfa sig örmum og hló, en hlát- urinn var líkastur stunu. Soames gekk fram. „Mjög snoturt“, sagði hann. Hún sneri sér snöggt við eins og hún hefði verið bitin af högg- ormi og ætlaði að komast fram hjá honum og hlaupa upp stig- ann. Hann varnaði henni veginn. „Hvaða asi er þetta?“, spurði hann og augun námu staðar við hárlokk, sem hafði losnað og féll niður á annað eyrað. Hann þekkti hana, naumast. Það geislaði af henni, mikill var ljóminn í augunum, svo og sterk- ur roðinn á kinnum hennar og [ vörum og treyjunni, sem hann kannaðist ekki við. Hún lifti hendinni og strauk hárlokkinn frá eyranu, dró and- ann þungt og snöggt eins og hún hefði hlaupið, og við hvern and- ardrátt barst angan að vitum hans frá hári hennar og líkama eins og ilmur frá blómi, sem er að springa út. „Mér geðjast ekki að þessari treyju“, sagði hann dræmt, „það er ekkert form á henni.“ Hann benti með fingrinum á brjóstið'á henni, en hún sló á hönd hans. „Snertu mig ekki“, hrópaði hún. Hann tók um úlnliðinn á henni. Hún sléit sig af honum. „Hvar hefurðu verið?“ spurði hann. „í himnaríki — langt frá þessu húsi“, svaraði hún og hljóp upp stigann. Fyrir utan húsdyrnar spilaði konan valsinn í þakklætisskyni. Hildur álfadrottning 10. Nú er það bert, að allir hinir fyrri sauðamenn bónda, síðan ég kom hér hafi bana beðið fyrir mínar sakir, og vænti ég, að mér verði þó ekki gefin sök á því, sem mér varð ósjálf- rátt, því að enginn hefir fyrr til þess orðið að kanna hina neðri leið og forvitnast um híbýli álfa en þessi fullhugi, sem nú hefir leyst mig úr ánauð minni og álögum, og skal ég að vísu launa honum það, þó síðar verði. Nú skal hér og eigi lengri viðdvöl eiga, og hafið þér góða þökk, er mér hafið vel reynzt. En mig fýsir nú til heim- kynna minna.“ Að svo mæltu hvarf Hildur drottning og hefir hún aldrei síðan sézt í mannheimum. En það er frá sauðamanni að segja, að hann kvongaðist og reisti bú næsta vor eftir. Var það hvorutveggja, að bóndi gerði vel við hann, er hann fór, enda setti hann ekki saman af engu. Hann varð hinn nýtasti bóndi í héraði. En ástsæld hans og lán var svo mikið, að mönnum þótti líkindum meiri, og sem tvö höfuð væri á hverri skepnu, og kvaðst hann all- an sinn uppgang eiga að þakka Hildi álfadrottningu. S Ö GU L O K — Morgunblaðið með morgunkaffinu — NÝKOMIÐ SÆTAR MÖNDLUR í sekkjum og kössum KÓKUSMJÖL, fínt ROYAL GERDUFT Heildverzluit B|örgvins Schrani Símar 82780 og 1653 — Morgunblaðið með morgunkaffinu Undirfatadeild Kvenbuxur frá kr. 9,95. Undirkjólar frá kr. 49,00. Náttkjólar, hentugir til fermingar- og tæki- færisgjafa, yfir 20 litir og gerðir. Verð frá kr. 47,00. Afhugið sérstaklega Hvítur undirfatnaður fyrir fermingarbörn WarLÍ, urinn Hafnarstræti 11. FJl-JJUPP i *■■■!mmin■TnininmritTiiTrinnmnn w ■■■, - ---- i * » mnmim ■— íuirnmnnrrfrmnnirirrnifwin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.