Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 62. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 síður
41. árgangur.
62. tbl. — Þriðjudagur 16. marz 1954
Prentsmiðja Morgunblaðsini
Sfærsfa fiugvél í heimi á Reykjavíkurflugvelii.
Þetta er Globemasterflugvélin úr flugher Banda ríkjanna, stærsta flugvél heims, sem nú svífur
um loftin, á Reykjavíkurflugvelli á sunnudaginn. — Þetta bákn vegur um 90 tonn og inn í henni
er 10 hjóla birgðaflutningabíll. — Sjáið hvað lög reglumaðurinn er lítill, sem stendur fyrir framan
flugvclina. — Á öðrum stað hér í blaðinu er sagt frá komu flugvélarinnar.  (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Sívenréttifiidakonur svelta!
eins
3
oð lesna wið konnnginn
- og það æffi þvs ekki að faka íangan tíma að veita
og
KAIRO, 15. marz frá Reuter.
IBYGGINGU einni í Kairóborg hýrast nú 10 egypzkar konur og
svelta í því skyni að reyna að fá egypzk stjórnarvöld til að
veita konum kosningarétt og kjörgengi við þingkosningarnar sem
þar fara fram í júnímánuði n. k. Leiðtogi egypzka kvenréttinda-
sambandsins, frú Boria Shfikk, er potturinn og pannan í hungur-
verkfallinu en 9 stöllur hennar svelta með henni.
ÞAÐ ER EKKI
TÍMAFREKT
Frú Boria hefur haft tal
við Nagíb. Kvað hún hann
hafa gleymt að frelsa helm-
ing þjóðarinnar er hann braut
hlekki ó&tjórnar af egypzku
þjóðinni. Fyrst það tók aðeins
3 daga að losna við konung-
inn, þá þyrfti það ekki að
taka langan tíma að veita
konum kosningarétt, sagði
hún.
TVÆR HAFA VEIKZT
Frú Boria, sem er vel gift kona
og tveggja barna móðir, nærist
aðeins á svolitlum sopa af sítr-
ónusafa á degi hverjum. Hún
er enn hin brattasta eftir 4 daga
hungur. Stöllur hennar tvær hafa
hins vegar veikzt og fengið lækn-
isaðstoð. Hungurverkfall þeirra
vekur geysilega eftirtekt um
heim allan — og hver veit nema
það beri árangur.
ærðír flyfSir af YÍg-
Ycllinum - síðan
áný
SAIGON 15. marz. — f dag var
þriðji dagur stórsóknar Viet-
Mihn uppreisnarmanna í Indó-
Kína að borginni Dien Bien Puh
í Norður-Laos, sem verið hefur
umkringd um tíma. Hafa geisað
þarna hörðustu orrustur Indó-
Kína stríðsins.
Uppreisnarmönnum  tókst að
rjúfa skörð í víglínu Frakka.
Frakkar hafa hinsvegar um-
ráð yfir flugvelli í borginni og
þaðan gera þeir látlausar vél-
byssu- og sprengjuárásir á lið
uppreisnarmanna.
í morgun var gert þriggja tíma
vopnahlé til að flytja særða af
vígvelilnum.  Þegar því var lok-
ið byrjuðu djöfullætin aftur á ný.
Frökkum  hefur  síðan  í  dag
borizt liðstyrkur flugleiðis
—Reuter.
Lagaírumvarp ríkisstjómarinnar
Tollar ú hráefnum til
iðnaðar verði lækkaðir
Toiitekjurnar munu þá
lækka um 5 milljónir kr.
IDAG var lagt fram á Alþingi og rætt í Efri deild frumvarp til
laga um breyting á lögum um tollskrá. Þetta er stjórnarfrum-
varp, hefur verið í undirbuningi alllengi og er það von ríkisstjórn-
arinnar, að þótt liðið sé á þingtímann nái frumvarpið fram að
ganga á þessu þingi.
Frumvarp þetta miðar fyrst og fremst að því að greiða fyrir
íslenzkum iðnaði. Er í því lagt til að tollar á ýmsum vöruteg-
undum, sem íslenzkir iðnaðarmenn nota við framleiðslu sína,
verði lækkaður til muna. Má segja að þetta sé fyrsta sporið í
þá átt að byggja hér upp iðnaðarframleiðslu til útflutnings, en
að því vill ríkisstjórnin stuðla.
LÍFSSKILYRÐI
ÞJÓÐARINNAR
Fjármálaráðherra hafði fram-
sögu um málið af hálfu ríkis-
stjórnarinnar. Kvað hann ríkis-
stjórnina vilja keppa að því að
íslenzk iðnframleiðsla gæti orðið
útflutningsvara. — íslendingar
hefðu í þeim efnum góða aðstöðu
að mörgu leyti, því hér á landi
má fá ódýra orku, sem er frum-
skilyrði öflugs iðnaðar. Lífsskil-
yrði þjóðarinnar, sagði ráðherr-
ann, fara í framtíðinni eftir því
hvort við getum sjálfir framleitt
ódýra og góða vöru.
5 MILLJ. KR. TEKJUMISSIR
Breytingarnar, sem frum-
varpið gerir á tollskránni eru
í nær 150 liðum og gert er ráð
fyrir, að ef frumvarp þetta
verður að lögum hafi það í för
með sér tekjumissi fyrir ríkis-
sjóð, allt að 5 millj. króna.
VERND GEGN ERLENDUM
IÐNAÐARVARNINGI
í athugasemdum við lagafrum-
varpið segir annars svo:
Með bréfi, dagsettu 18. apríl
1953, skipaði fjármálaráðherra, í
Lokaundirbún-
ingur snnrásar
LUNDÚNUM 15. marz. — Eden,
utanríkisráðherra Breta, sagði í
neðri málstofu brezka þingsins í
dag, að brezka stjórnin teldi enn
ekki tímabært, að þjóðernissinn-
ar á Formósu gerðu tilraun til
innrásar á meginland Kína.
Var Eden að svara spurningu
um það, hvort brezka stjórnin
hefði fengið vitneskju um um-
mæli forsætisráðherra Formósu
4. marz s.l. á þá leið að loka-
undirbúningur innrásar á megin-
land Kína væri nú hofinn.
Eden kvað brezku stjórnina
ekki viðriðna þetta mál að neinu
leyti og henni hefði ekki borizt
opinberlga-nitt um það mál.
Dönsku blöðin segja:
,Punkium finale í hondritamálinu'
KAUPMANNAHÖFN,  15. marz frá fréttaritara Mbl.
HANDRITAMÁLIÐ er enn í dag eitt aðalmál dönsku blaðanna.
Þau gera nú hreint fyrir sínum dyrum, birta tillögur dönsku
stjórnarinnar ásamt afsvari íslenzku ríkisstjórnarinnar. Ræða þau
síðan flest um málið vítt og breitt og taka fram að enn muni hand-
ritamálið liggja í láginni sem hingað til. — Þetta sé punktum
finale málsins um ófyrirsjáanlega framtíð.
Eftir að Sigurður Nordal,
sendiherra íslands, hafði af-
hent dönsku stjórninni svar
íslenzku ríkisstjórnarinnar,
lét Hedtoft forsætisráðherra
hafa eftir sér eftirfarandi:
„Danska stjórnin skilur þau
rök, sem fram eru færð í svari
íslendinga, en henni þykir
miður að mistakast skyldi að
leysa handritamálið á grund-
velli sameignar með handrita-
söfnum foæði á fslandi og í
Danmörku." — Danska stjórn-
in hefur í hyggju að ræða mál
ið enn við utanríkisnefnd
danska þingsins.
Úr ummælum blaðanna er
þetta helzt:
Socialdemokraten: „íslending-
ar hafa hafnað víðtækri og vel
meintri danskri áætlun. Sú áætl-
un miðaði að því að leiða til
lykta langa og erfiða deilu um
leið og reynt var að skapa sem
bezt skilyrði til rannsóknar á
handritunum. Má nú telja að
lausn þessa vandamáls sé nú
skotið á frest um langt árabil.
Það harma allir þeir mörgu Dan-
ir, sem vildu að handritamálið
yrði ekki lengur til að ala á mis-
skilningi milli tveggja bræðra-
þjóða."
Politiken tekur í sama streng
og segir ennfremur: „Skiptar
skoðanir voru um það hve mik-
ið  af handritunum átti að  af-
henda fslendingum. En óhætt
mun þó að telja að sameignar-
hugmyndin hafi átt fylgi að fagna
meðal beggja deiluaðila. Danir
vildu leysa erfitt vandamál, en
nú mun handritamálið leggjast í
þann sama "dvala, sem það hefur
áður legið í lengi."
„Information: „Handritin eru
ómótmælanlega eign Dana og
geta aldrei verið afhent á annan
hátt en sem gjöf.
Þegar íslendingar slitu sam-
bandi við Dani á hernámsárun-
um særðu þeir þjóðarmetnað og
þjóðartilfinningu Dana. Nú vilja
Islendingar ekki aðra lausn
handritamálsins en þá, að þeir
fái afhent öll handritin. Það
kemur berlega fram í svari ís-
lendinga við sanngjörnum til-
lögum dönsku stjórnarinnar.
Ekkert tillit er tekið til óska
Dana. Það hlýtur því að liggja
fyrir nú, að hætta öllum viðræð-
um um þetta mál. Það ætti
danska stjórnin að tilkynna hinni
íslenzku."
samráði við iðnaðarmálaráð-
herra, nefnd til þess að endur-
skoða lög nr. 62/1939, um toll-
skrá o. fl., ásamt síðari breyting-
um, með tilliti til þess, að inn-
lendur iðnaður hafi hæfilega og
skynsamlega vernd gegn sam-
keppni erlendra iðnaðarvara.
Enn fremur skyldi nefndin, í sam
ráði við fjármálaráðuneytið, taka
til athugunar önnur þau atriði,
sem nauðsynlegt kynni að þykja
að endurskoða í tollskrárlögun-
um. í nefnd þessari áttu sæti:
Friðjón Sigurðsson, fulltrúi í
skrifstofu  Alþingis,  og  var
hann formaður nefndarinnar.
Magnús Gíslason, fyrrv. skrif-
stofustjóri.
Pétur Sæmundsen, viðskipta-
fræðingur.
Sverrir  Þorbjörnsson,  hag-
fræðingur.
Harry   Frederiksen,   fram-
kvæmdastjóri.
Síðar ákvað fjármálaráðherra,
að framkvæmdastjóri Landssam-
bands iðnaðarmanna, Eggert
Jónsson, lögfræðingur, mætti
taka þátt í störfum nefndarinn-
ar með tillögurétti, þegar fjallað
væri um mál, er sérstaklega
snertu hagsmuni félaga Lands-
sambandsins.
Nefndin átti samkvæmt fyrir-
mælum ráðherra að hafa lokið
störfum fyrir 15. sept. 1953. Á
hinn bóginn reyndist starf nefnd-
arinnar og öflun nauðsynlegra
Framh. i bls  I.
Skoíio a \\
Túoisborgar
* TÚNIS 15. marz: — Til all
snarpra átaka kom í dag er
nokkur hundruð stúdentar
reyndu í dag að ná á sitt vald
byggingu stjórnarinnar í Tun-
is, sem er í Arabahverfi borg-
arinnar.
Lögreglan  greip  til  skot-
vopna sinna og var tilkynnt
að einn uppresnarmanna hefði
fallið  en  tveir lögreglumenn
særðust alvarlega. Mannfjöld-
anum  var  síðan  dreift  með
táragasi.
Rólegt hefur verið í Tunisborg
að undanförnu. En þessar óeirðir
eru taldar eiga rót sína að rekja
til  þjóðernissinnahreyfingar  og
séu gerðar í því skyni að lýsa
óánægju með stjórninni sem tók
við völdum 2. marz s.l. — Reuter.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16