Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 62. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Þriðjudagur 16. marz 1954
MORGVNBLAÐIÐ
9
Aldariiiinnmg tveggfa velgerðarmanna mannkynsins
Paul  Erlich
1854—1915
Emil von Behríng
1854—1917.
VTFIR þessari greín standa nöfn
LJL tveggja velgerðamanna al]s
mannkyns. Hundrað ára afmæiis
þeirra er minnst sameiginlega um
allan hinn mentaða heim, því að
Ehrlich fæddist 14. marz en von
Behring daginn eftir. Eáðir voru
þeir ungir læknar þegar mest
var að gerast í hinni þróttmiklu
grósku bakteríuvísindanna, með
Robert Koch í broddi fylkingar í
Þýzkalandi. Ehrlich var frá
Slesíu, af Gyðingaættum, en von
Behring af gamalli vestur-prúss-
neskri aðalsætt. Hvor gekk sínar
eigin leiðir, en báðir unnu stór-
virki hvor á sínu sviði, sem svo
mikið munaði um, að betra varð
að lifa á jörðinni eftir að þeir
höfðu verið til, heldur en áður en
þeir fæddust.
Paul Ehrlich komst sem ungur
læknir að Charité-sjúkrahúsinu í
Berlín, íem lengi hefir haft orð
á sér fyrir að velja til sín fær-
ustu lækna Þýzkalands, svo að
sá frami þykir mestur í lækna-
stétt, að verða þar yfirlæknir.
Hann var lifandi af áhuga og
langaði til að vita meira en menn
vissu þá um blóðíð, sérstaklega
um blóðfrumurnar, einkum hvítu
blóðkornin, sem Metchnikoff var
að byrja að skrifa um að væru
einskonar lögreglulið Iíkamans.
Hann komst fljótt að' því, að þær
aðferðir, sem notaðar voru til
þess að lita blóðkormn, voru
ekki eins góðar og hann vildi að
þær væru. Hann fór að reyna
aðra liti, en gekk lítíð, því að
hann kunni ekki mikig í efna-
fræði lita. Hann tók það ráð að
heimsækja litunarverksmiðjur í
Berlin og nágrenni. — Þar
lærði hann undirstöðuatriði
í litunarfræði. Hvernig hver
litur er háður sýrustiginu, seni
er mismunandi fyrir ýmsa liti, og
að litunin er fólgin í því að lit-
urinn gengur í samband við efn-
ið sem hann á að lita. Hann fór
nú að gera rannsóknir á litum,
sérstaklega anilinlítum, og varð
vel ágengt í því. Hann virðist
snemma hafa fengið þá hugmynd,
að eins og liturinn festist frekar
við eitt efni en annað, eins ætti
að vera mögulegt að fínna efni,
sem festust frekar við bakterí-
urnar og grönduðu þeim heldur
en vefjum líkamans. Galdurinn
vig að lækna menn af farsóttum
var fólginn í því að geta drepið
bakteríurnar, án þess að vinna
líkamanum grand, sem hýsti þær.
Á þeim tímum kom mönnum
ekki til hugar að slíkt væri mögu-
legt, því að útlit var fyrir að lífs-
skilyrði allra lifandi fruma væri
svo svipuð, að það sem dræpi
eina tegund hlyti a. m. k. að
skaða aðrar.
En Erlich var ekki tiíbúinn að
trúa neinum kennisetningum fyrr
en hann hefði rennt þeim í gegn
um deiglu reynslunnar. Og hann
sannfærðist æ betur um það, að
ýmsar frumutegundir eru mjög
missólgnar í liti, svo að sumar
gleypa hverja ögn í sig, sem þær
ná í, meðan aðrar láta engan lit
á sig fá.
Jafnframt þessum rannsóknum
á litunum komst hann inn á svið
ónæmisfræðinnar og beitti þar
þekkingu sinni á háttalagi lit-
anna. Hann hugsaði sér, að hver
fruma hefði einn aðalkjarna, en
út frá honum gengju hliðarkeðj-
ur, sem bundið gæti við sig ýms
efni, sem í blóðinu sveimuðu.
Eiturefni bakteríanna væri því
aðeins skaðleg, að þau hefðu
hliðarkeðjur, sem bundist gætu
hliðarkeðjum       líkamsfruma
mannsins, þannig að samfella
myndaðist, líkt og lykill sem
íellur í skrá. Þá fyrst gæti eitur-
efni bakteríunnar eyðilagt frum-
Ehrlich
una. En hann kom líka fram með
þa kenningu, að þegar þetta gerð-
ist, þyrfti fruman ekki ávallt að
deyja, heldur gæti hún lifað eitr-
ið af og svaraði þá með því að
búa til margar hliðarkeðjur, sem
gæti bundið eitrið, ef meira
skyldi berast af því, og ennfrem-
ur að þessar hhðarkeðjur gætu
losnað ut í b'óðið, sveimað þar
um og verið tilbúnar til að gleypa
í sig samskonar eiturefni og orðið
höíðu tilefni til myndunar þeirra.
Þannig skýrði hann ónæmið sem
skapaðist 5 líkamanum eftir ýmsa
næma sjúkdóma. Þessi kenning
reyndist mjög frjósöm til þess að
fikra sig áfram í þeirri nýju
fræðigrein, sem var að skapast,
ónæmisfræðinni, er átti eftir að
verða svo giftudrjúgt vopn í við-
ureigninni við ýmsar farsóttir.
í marga áratugi hafði Ehrlich
gengið með þá hugmynd og ekki
farið dult með hana, að unnt
væri að finna eitthvert efni, sem
Emil von Hehring
batnað, en læknast aldrei". Mað- I Emil von Behring. Hann ætlar
ur  getur  ímyndað  sér  hvernig  sér að sótthreinsa menn að innan
sjúkíingunum hafi orðið við, sem
komu þarna með slikan sjúkdóm.
Prestarnir höfðu haldið því
fram, að syfilis væri refsing guðs
fyrir óguðlegt og syndsamlegt
Jiferni. En þeir og þeirra stétt
höfou frekar hjálpað til að breiða
sjúkdóminn út en að lækna hann.
Það stóð ekki á fordæmingum
þeirra á hinu nýja meðali. Þetta
var uppreisn á móti guði, synd-
samlegt uppátæki, að grípa fram
fyrir hendurnar á guði o. s. frv.
En læknarnir skeyttu því lítið
og Ehrlich hélt sjálfur áfram að
fullkomna meðal sitt.
Salvarsan Ehrlichs er eitthvert
bezta lyf, sem menn hafa nokk
urntíma fengið í hendurnar.
Það er bví að þakka að syfilis
hefir minnkað stórkostlega í öll-
um menningarlöndum, svo stór-
kostlega, að líkur eru til þess að
unnt verði að útrýma sjúkdómn-
Eftir próf. Níels Dungal
gæti hreinsað líkamann af bakt-
eríum, án þess að vinna Hkama
mannsins mein.
En lengi vel var honum ekki
mikið ágengt í þeim efnum.
Loksins, þegar hann var orðinn
rúmlega fimmtugur maður, fann
hann efni, sem honum leizt lík-
legar á en nokkurt annað, sem
hann hafði prófað. Þetta efni var
„trypan-rautt". Með því gat
Ehrlich drepið trypanosoma í
músum, án þess að mýsnar sak-
aði nokkuð. Og nú jókst honum
ásmegin við tilraunir sínar. —
Hann var vel að sér í lífrænni
efnaf ræði og haf ði mjög duglegan
efnafræðing sér vig hlið sem
hann gat sagt að búa til þetta
efni eða hitt. Með því að tengja
arsen við ýms benzol-sambönd
tókst honum að gera lyf ið öf lugra
án þess að auka hættuna fyrir
dýrið. Og ekki leið á löngu áður
en hann fór að gera tilraunir til
þess að lækna syfilis með sínum
nýju efnasamsetningum. Kanínur
voru sýktar með syfilis og síðan
var hver efnasamsetning prófuð
á nokkrum sýktum dýrum. Marg-
ir, sem komu í stofnun Ehrlichs
og sáu hann í sloppnum sínum,
sem ávallt var útataður í alls-
konar litum, og höfðu hugmynd
um að hann væri að reyna alls-
konar ný efni til að lækna syfilis,
héldu að maðurinn væri eitthvað
skrítinn, að láta sér detta í hug
að hann gæti sett saman nýtt
efni er tæki fram kvikasilfri og
joði, sem þá voru einu meðulin
gegn veikinni. En Ehrlich hélt
áfram, hvað sem hver sagði, og
1910 gat hann tilkynnt að nýtt
lyf væri fundið gegn syfilis. Það
var kallað salvarsan 606, af því
að svo mörg efnasambönd höfðu
verið prófuð er þetta lyf fannst.
Með þessu lyfi var nýtt, stórt
spor stigið á sviði læknisfræð-
innar. í fyrsta sinni höfðu menn
sett saman efni, sem ekki var
til í náttúrunni, og drepið með
því sýkla í líkama mannsins, án
þess að vinna honum grand.
Salvarsanið drap svo fljótt gorm-
sýklana, sem valda syfilis, að eft-
ir að því hafði verið dælt í syfilis
sjúkling hurfu sýklarnir eftir
einn til tvo daga, svo að sjúkling-
arnir urðu ekki lengur smitandi
og læknnðust á miklu skemmri
tíma heldur en áður hafði þekkst.
Ekki leið á löngu unz unnt var
að taka niður skiltið, sem hangið
hafði í margra mannsaldra í
poliklinik kynsjúkdómadeildar
Charité-spítalans í Berlín. Þar
stóðu þessi orð: „Munið að syfilis
er  ævisjúkdómur,  sem  getur
um algerlega úr heiminum. Þeg-
ar menn hugleiða allar þær þján-
ingar sem þessum hættulega
sjúkdómi hafa verið samfara,
kynslóð eftir kynslóð, í gegn um
margar aldir, hlýtur að vakna hjá
þeim þakklætiskennd til þess
manns sem losaði mannkynið við
ógnir hans.
Með því að finna upp salvar-
sanið sýndi Ehrlich að unnt var
að vinna bug á næmum sjúkdóm-
um, sem ólæknandi höfðu verið
og taldir höfðu verið skapaðir
hana mönnunum til þess að refsa
þeim fyrir syndugt líferni. Hann
greiddi þeirri forlagatrú rothögg.
sem kenndi að allt það illa sem
fyrir mennina kæmi væri óhjá-
kvæmilegt og að ólæknandi
sjúkdómar ættu ekki að læknast.
Hann ruddi brautina, svo að síð-
an hefir hvorki þótt óleyfilegt né
ómögulegt að vinna bug á hættu-
legum, smitnæmum sjúkdómum,
enda alkunnugt hve mikið hefir
áunnizt á því sviði á þeím fjöru-
tíu árum, sem liðin eru síðan
salvarsanið komst í notkun.
En jafnvel þótt Ehrlich hefði
aldrei fundið upp salvarsanið,
hefði frægð hans samt verið mik-
il. Hann fekk Nóbelsverðlaunin
1908, áður en hann hafði fundið
upp salvarsanið. Kenningar hans
um ónæmisfræði höfðu reynzt
grundvöllur svo margra og
merkra vísindalegra rannsókna,
þar á meðal Wassermanns-prófs-
ins* fyrir syfilis, að hann átti
þennan heiður skilið áður en
hann fann salvarsanið. Auðvitað
hefði hann fengið Nóbelsverð-
laun í annað sinn fyrir að upp-
götva salvarsanið, ef nokkur
maður gæti fengið þau oftar en
einu sinni.
Emil von Behring gerðist ung-
ur herlæknir og sem yfirlæknir
í hernum var hann sendur 1888
til Hygiemsche Institut í Berlín,
sem Robert Koch veitti forstöðu.
Koch var þá löngu orðinn heims-
frægur maður fyrir rannsóknir
sínar á sviði bakteríufræðinnar.
Hann hafði fundið og ræktað
berklasýkilinn. Er Behring kom
þangað var Koch að gera tilraun-
ii sínar með að lækna berkla-
veiki með túberkúlíni. Skömmu
eftir að Behring fór til Berlínar
sagði James Eisenberg, fyrrv.
lærisveinn Kochs, einum stéttar-
bróður sínum, M. von Gruber, frá
þessum nýja manni, sem kominn
væri sem aðstoðarlæknir til
Kocks. Gruber segir þannig frá
þessu: ,,í Berlín er nú stjarna í
uppsiglingu. Hjá Koch er nú
merkilegur maður, heryfirlæknir
gegn næmum sjúkdómum og próf
ar nú öll hugsanleg meðul og
efni í þeim tilgangi. Hann er
haldinn óhugnanlegu vinnuæði
og sagt er að hann sé um leið smá
munalega nákvæmur um alla
hluti. Engmn í stofnuninni kemst
undan áhrifum hans og allir bú-
ast við einhverju óvenjulegu af
honum. Sjálfur finnur hann
óskaplega mikið til sín og er sinn
eiginn spámaður. Nýlega sagði
hann, hálft í hvoru í gamni: „Ég
vænti þess að menn sýni mér
virðingu, því að innan skamms
verð ég voldugur og stórríkur
maður. Ég hefi tekið mér fyrir
hendur að lækna farsóttirnar og
ég ætla mér að framkvæma það".
En von Behring átti eftir að
reka sig á hér sem oftar á æv-
inni. Það þurfti meira en orð og
ofsadugnað til þess að lækna far-
sóttirnar. Og hann varð að
hætta við margar tilraunir sínar,
því að hann fann ekkert meðal
sem gat drepið sýklana áður en
það drap manninn sem þeir voru
í. En hann gafst samt ekki upp.
Og tveim árum eftir komu sína
til Berlín gerði hann þá uppgötv-
un, sem gerði nafn hans ódauð-
legt.
Þann 4. desember 1890 kom rit-
gerð frá von Behring og sam-
verkamanni hans, Japananum
Kitasato, í Deutsche medizinische
Wachenschrift, þar sem skýrt var
frá því að unnt væri að gera dýr
ónæm fyrir hinu ógurlega eitri
barnaveikis- og stífkrampasýkla
og að með því að flytja blóð úr
slikum ónæmum dýrum yfir í
önnur dýr, mætti gera þau ónæm
fyrir sýklunum og eitri þeirra.
Sýnt var fram á að mótefnin
væru í blóvatni dýranna og að
hægt væri að lækna sýkt dýr meS
blóðvatninu. Einnig var sannað
að slík mótefni væri ekki í blóði
dýra yfirleitt, en að mótefnin
mynduðust er sýklunum og eitri
þeirra væri dælt í stígandi
skömmtum í dýrin. Kanína hafði
t. d. verið gerð svo rækilega ó-
næm fyrir stífkrampa, að hún
þoldi 50 sinnum hærri skammt af
stífkrampasýklum heldur en önn-
ur dýr, og tuttugu sinnum stærri
skammt af eitri sýklanna. Sams-
konar tilraunir höfðu verið gerð-
ar á músum, ef ekki enn merki-
legri, þyí að framleiddur hafði
verið svo eitraður gróður af stíf-
krampasýklum, að 1/10000 af
honum nægði til þess að drepa
mús innan tveggja daga. Einum
teningssentimetra af þessu eitri
var blandað saman við 5 tsm. af
blóðvatni frá kanínunni, sem gerð
hafði verið ónæm og blandan lát-
in standa í sólarhring. Síðan var
þessari blöndu, ásamt ofurlitlu af
gróðri, sem nægt hefði til að
drepa 300 mýs, dælt í 4 mýs, en
einföldum banvænum skammti
(1/10000) af stífkrampaeitri dælt
í aðrar 4 mýs án nokkurs móteit-
urs. Þær. dóu allar af stífkrampa
innan 36 klt., en hinar lifðu og
reyndust ónæmar framvegis.
Þessi ritgerð vakti geysimikla
athygli, því að hún bar þess
merki að vel var til hennar vand-
að. Behring var hér kominn inn
á nýja briut til að lækna farsótt-
ir og árangurinn fór langt fram
úr djörfustu vonum hans. En
hann var hygginn og fór sér
hægt. Hann vildi ekki draga
neinar ályktanir af dýratilraun-
um sínum um að Iækna mætti
menn eins og mýs. Fyrst að þrem
árum liðnum, eftir að hafa unnið
sleitulaust að því að framleiða
sterkara blóðvatn í stærri dýrum
og prófa það með öllu hugsan-
legu móti, var hann tilbúinn til
að afhenda heiminum serum
gegn barnaveikinni. Það var
fyrsta læknislyfið, sem bakteríu-
fræðin gaf mönnunum. Það sló
ekki aðeins á sjúkdómseinkennin,
heldur  læknaði  beinlinis  sjúk-
dóminn, og það á svo áberandi.
hátt, að menn höfðu aldrei áður
upplifað neitt slíkt.
Metchnikoff  hafði  kennt  að I
hvítu blóðkornin væri voldugasta .
vörn líkamans gegn hvers kyns ,
sýklum. Behring hafði gert mikið
af tilraunum með barnaveiki- og
kólerusýkia,  dælt  þeim  inn  i s
kviðarhol á naggrísum til að sjá
hvað þyrfti til að drepa þá. Hann
komst að þeirri niðurstöðu, að í:
blóðvatni úr ónæmu dýri væri
móteitur,  antitoxin,  sem  eyði-
legði eitur sýklanna og væri því
miklu meira  virði til lækninga
heldur en hvítu blóðkornin. Þessi
niðurstaða varð lykillinn að ár-
angri hans með blóðvatnslækn-
ingar.
Á stuttum tíma varð Behring
heimsfrægur maður og rigndi
yfir hann heiðursmerkjum og •
vegtyllum hvaðanæva að. Hitt
var meira virði fyrir hann, að
ríkisstjórn hans gaf honum tak-
markalaust næði tíl að vinna og
nóg fé til framkvæmda og starfa.
Rannsóknir Behrings á stíf-
krampa voru mjög merkilegar og
iögðu grundvöllinn undir seinni
tíma varnir gegn þeim ægilega
sjúkdómi. En honum tókst ekki .
að lækna hann með blóðvatni
eins og barnaveikina. Hann fann
sjálfur ástæðuna, en hún er sú,
að þegar eitrið hefir náð að<
bindast taugafrumunum, kemst
blóðvatnið ekki að því og getur
ekki losað það.
Hann vann einnig mikið að
berklaveikisrannsóknum,     og
komst þar í andstöðu við Koch,
aðallega út af nautaberklum og
framleiddi „bovovakzin" úr lif-
andi mannaberklum til þess að
vernda kálfa fyrir berklaveiki.
Sú aðferð gafst ekki vel og varð
það honum mikið áfall er sýnt
var fram á að nautaberklarnir
gætu lifað lengi í nautgripunum
og jafnvel orðið hættulegir þeim
sem drykkju mjólk úr þeim
seinna meir.
Ef hann hefði farið hina leið-
ina, og framleitt lifandi, veikl-
aða nautaberkla til þess að
vernda menn fyrir berklaveiki,
eins og Celmette og Guerin gerðu
aldarfjórðungi seinna, hefði
frægð hans orðið meiri á þvi
sviði.
Eins og mörgum mönnum sem
mikið  gera,   mistókst  honum
margt. En afrekin gnæfa hátt upp
úr  öllum  mistökum,  sem  urðu
honum, eins og öðrum, dýrmæt
reynsla  og  hvatning  til  nýrra
dáða. Berklaveikin átti eftir að
reynast fleirum  örðug,  og  þótt
Robert Koch fyndi berklasýkil-
inn  og  ræktaði hann,  reyndist
lækning hennar honum líka of-
viða, svo að hann varð að flýja
land  út  af  lækningatilraunum.
sínum.
Afrek Behrings að lækna barna-
veikina eru með þeim mestu, sem
nokkurntíma hefir verið unnið á
sviði læknisfræðinnar. Við, sem
nú lifum, höfum litla hugmynd
um hve ógurlegur vágestur barna
veikin  var.  Hún  var  ægilegur
morðingi, sem heimsótti barna-
heimili og drap börnin hvert af
öðru  á  örstuttum  tíma.  Hér  á
landi gerði hún ægilegan  usla.
Algengt var að fólk sem átti börn
missti meiri hluta þeirra á einni
til tveim vikum. Þeir sem áttu
6^—7 börn áttu eitt eða jafnvel
ekkert eftir þegar vikan var lið-
in frá því að barnaveiki hafði
komið  upp  á  heimilinu.  Menn
geta því ímyndað sér með hve
miklum fögnuði seruni Behrings
var tekið. Hér á landi vissi hvert
mannsbarn fýrir alda'mótin hvað
serum var, því að þáð var uiidra-
lyfið, sem gat læknað barnaveiki.
Behring  varð  fyrstur  allra
Frh. á bls. 11.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16