Morgunblaðið - 23.03.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1954, Blaðsíða 1
41. árgangur. 68. tbl. — ÞriSjudagur 23. marz 1954. Prentsmiðja M«rgunblaðsin> Dr. Walter Linse dæmdur til dauða í austurvegi Var rænt fyrir 2 árum, en kommúnisiar þrættu fyrir glæpnn BERLÍNARBORG. — Dr. Walter Linse, sem kommúnistar rændu í Vestur-Berlín fyrir 2 árum og fluttu austur, hefur nú verið dæmdur til dauða fyrir rússneskum dómstóli og fluttur til Rúss- lands. Linse var skeleggur liðsmaður andkommúnistahreyfingar í Berlín og því hinn versti maður að hyggju Rússa. Viðbúnaður í Dnnmörku vegno heimsóknur forsetuhjónunnu Gert ráð iyrir virðu- legum móttökum VAR RÆNT CM HADAG * Var honum rænt um hábjartan dag í júlímánuði 1952, en Vestur- veldin létu málið mjög til sín taka og sendu Rússum harðorð andmæli. — Þeir þóttust hvergi nærri hafa komið og báru ákaft af sér. Sendu þeir meðal annars um hæl böggul, sem bandaríski stjórnarfulltrúinn í Vestur-Þýzka landi sendi áleiðis til Linse. f FÉLAGSSKAP FRJÁLSRA LÖGFRÆÐINGA Linse var einn fremsti maður félagsskapar frjálsra lögfræðinga í Austur-Berlín. — Félagsskapur þessi er andkommúniskur og læt- uf sér mjög umhugað um að ná sönnum fréttum frá Rússlandi. Frá sfrfðinu í Indo-Kínð PARÍS, 22. marz — Franska her- stjórnin í Indó-Kína segir, að dregið hafi skyndilega úr sókn uppreistarmanna austan að virkis bænum Dien Bien Phu. Sunnan við virkisbæinn hefir frönskum sveitum tekizt að brjótast í gegn. Frakkar hyggja, að uppreist- armenn bíði nú vista og vopna frá Kína. —Reuter-NTB. Kaupmannahöfn 22. marz. Einkaskeyti til Mbl. UNDIRBÚNAR eru nú viðtökur íslenzku forsetahjónanna, hr. Ásgeirs Ásgeirssonar og konu hans. Afráðið hefur verið, að freigátan Niels Ebbesen komi til móts við Gullfoss við Helsingja- eyri og fylgi honum til Kaupmannahafnar. Við Helsingjaeyri fara þeir um borð í Gullfoss Sigurður Nordal, sendiherra, og Dahl flota- foringi. ■•fylgdarlið gestanna Þeim er ætlað að vera í fylgd Hinn 8. júlí 1952 var dr. Walter Linse numinn á brott með ofbeldi frá heimili sínu í Litchterfeld í Vestur-Berlín. Þykir víst, að sjálf kommúnistastjórn Austur-Þýzka lands hafi átt frumkvæði að þeim glæp. Linse hefir nú verið dæmd- ur til dauða austur í Rússlandi, að sögn andkommúniskrar frétta stofu í Berlínarborg. yíir Stöðvun toguruflotuns vofir nú vegnu sívuxundi erfiðleiku Ofan á lækkað markaðsverð og ankinn framleiðslukoslnað bæfisl mannekla á skipum Úígerðarmenn vænta aðgerða ■ ríkisvaldsins HAGUR togaraútgerðarinnar hefur farið síversnandi að undan- förnu. Eru kjör hennar nú svo slæm orðin, mikill rekstrarhalli og sívaxandi erfiðleikar á að manna skipin, að togaraeigendur sjá nú fram á það, svo ekki verður um villzt, að stöðvun togaraflotans er óhjákvæmileg fáist ekki stórfelld breyting á kjörum þeim sem togararnir eiga við að búa. Stjórn Félags íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda hefur rætt við ríkisstjórnina um þetta stórfellda vandamál og bent á leiðir til að koma í veg fyrir stöðvun togaraflotans. M. a. hefur hún bent á þá leið að veita togaraútgerðinni hliðstæð fríðindi þeim fríðindum, sem bátaútveginum hafa verið veitt, þ. e. a. s. bátagjaldeyrinn. Það skal tekið fram að 43 togarar eru nú í togaraflotanum og að á s.l. ári öfluðu þeir skv. hagtíðindum meir en helming alls útflutts fisks. — Hér fer á eftir greiðargerð frá Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda um þetta vandamái. VERSNANDI HAGUR Á síðastliðnu ári fór hagur tog- araútgerðarinnar versnandi. Staf- aði það af minnkandi aflabrögð- um togaranna, samfara meiri eyðslu á veiðarfærum og dýrari rekstri, en það mátti rekja sum- part til útfærslu landhelginnar og aukins ágangs erlendra togara við ísland. Vegna aflatregðu færðust veið- arnar í það horf, að lengur var haldið áfram veiðum þó veður yersnaöi, togað á meira dýpi og verri botni og meira vélaafl not- að, auk þess sem sækja varð á fjarlægari mið á ísfiskveiðum, stundum með mjög misjöfnum árangri. TILKOSTNAÐUR EYKST — AÐSTÖÐULEYSI TOGARANNA Allmörg eða flest skipanna urðu að selja aflann til frysti- húsa að einhverju eða öllu leyti. Var fiskur þessi seldur langt und- ir framleiðslukostnaði. Þá hafði Framh. á bls. 2. Hvílur „sverfingi" JÓHANNESARBORG, 22. marz — í litlum leirkofa um 60 km frá Wolmaransstad í Suður-Trans- vaal býr hvítur „svertingi". Piet Kolope heitir hann og er land- búnaðarverkamaður. Hann er 13 barna faðir, og öll eru þau ærið þeldökk afkvæmin, ósviknir svertingjar. Piet veit ekki, hve gamall hann er, en heldur þó, að hann sé nær sextugu. Skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld tók að bera á hvít- um skellum á hörundi hans. Nú er hann að kalla hvítur á hörund eins og Evrópumaður að undan- skildum litlum, dökkum dílum í andliti, sem hverfa að mestu á vetrum, en skýrast í sólarhit- um sumarsins. Vel mætti hugsa sér, að menn tækju hann fyrir Norðurálfubúa, svo ljós er hann á hörund. Þó leynir sér ekki, að höfuðlagið er svertingjans, og hárið er svart og hrokkið eins og lambsskinn. ANDROÐUR EGYPTA KAIRO, 22. marz — Egypzki ut anríkisráðherrann tjáði sendi- HRAÐSKREITT OLlUSKIP herra Bandaríkjanna í Kaíró í KIEL, 22. marz — í Kiel hefir dag, að Egyptar mundu gera allt,! verið hleypt af stokkunum hrað-’ sem í þeirra valdi stæði til að skreiðasta olíuflutningaskipi, sem koma í veg fyrir, að írak gerðist um getur. Gengur það 18 sjó- aðili að landvarnasáttmála Tyrk-j mílur. Skip þetta, sem smíðað er lands og Pakistans. I fyrir Grikki, er 32500 smál. Hull-togari strandaði í gærkvöldi - Mamibjörg BREZKI togarinn Brunham frá Hull, sem er milli 450—500 tonna skip, strandaði klukkan um hálf eliefu í gær- kvöldi við Akurey. — Mann- björg varð. Togarinn var á leið hingað inn með tvo sjúka skipverja er þetta óhapp vildi til. — I fyrstu áttuðu menn í landi sig ekki á því að skip hefði strandað, því hreinviðri var. Nokkur strekkingur, 5—6 vind stig og átta stiga frost Slysavarnadeildin Ingólfur varð að leita til hafnsögu- manna og tollgæzlunnar eftir bátum, til að bjarga skips- höfninni, því björgunarbátur- inn Þorsteinn ónýttist er sænska skipið Hanön strand- aði í vetur í Engey. Um klukkan 1 í nótt lagðist tollbáturinn upp að Lofts- bryggju með alla skipbrots- mennina af togaranum, 21 að tölu. — Björgunarmenn höfðu getað lagzt að togaranum og renndu skipverjar sér niður í tollbátinn. — Skipbrotsmenn sögu lítilsháttar leka vera kominn að togaranum, en þeir voru vongóðir um að hægt yrði að bjarga honum. Slysa- varnardeildarmenn tóku á móti skipverjum og fóru með þá í skrifstofu félagsins þar sem þeirra beið hressing. Ókunnugt var um orsakir þess að togarinn skyldi stranda á svo vel upplýstri skipaleið sem hér er utan við höfnina og í svo björtu veðri. í fyrstu áleit skipstjórinn að hann hefði strandað rétt hjá sjálfum innsiglingarvitunum. Þar sem togarinn strandaði er stórgrýti og stendur hann í „hælinn“ og var nokkuð far- inn að hallast. — Sæbjörg og dráttarbáturinn Magni tóku þátt í björgunarstarfinu og voru við togaránn í nótt. Ekki er ólýklegt að reynt verði að bjarga togaranum í dag. með forsetanum Dahl, flotafor- ingja og aðstoðarforingja kon- ungs, Glarborg höfuðsmanni. — Einkaritari drottningar frú Si- bylle Bruun, dóttir Reventlons, fyrrum sendiherra Dana í Lund- únum, verður í fylgd með for- setafrúnni. Meinstorp, fulltrúi í danska utanríkisráðuneytinu, fer til fylgdar við utanríkisráðherra íslands. KONUNGSHJÓNIN FARA UM BORÐ f GULLFOSS Stigið verður á land við Norð- ur-tollbúð, en Sixtusar-strand- virkið heilsar með því að hleypt verður af fallbyssum, Til staðar verður altygjaður heiðursvörður úr lífverði konungs, en dönsku konungshjónin fara um borð til að taka á móti forsetahjónunum. VIÐSTADDIK MÓTTÖKUR f GULLFOSSI Margt stórmenni verður við- statt móttökurnar, þar á meðal margir úr konungsfjölskyldunni, danski forsætisráðherrann, utan- ríkisráðherrann, forseti herráðs- ins, Qvistgaard flotaforingi, Möll- er hershöfðingi, Vedel aðstoðar- flotaforingi, Sörensen yfirborgar- stjóri og frú Bodil Begtrup sendi- herra Dana á íslandi. EKIÐ TIL AMALIENBORGAR Að móttökuathöfn lokinni verð ur ekið í tveimur ferhjóla vögn- 'um og þremur bifreiðum til Amalienborgar, þar sem Vsst hirðmarskálkur tekur móti gest- um í höll Kristjáns sjöunda. — Húsarasveitir fylgja vögnunum. Situr forseti í þeim fyrri ásamt konungi, en Schaumburg stall- vörður og Hvalkof hershöfðingi ríða á eftir. Þá kemur vagn for- setafrúarinnar og drottningar, sem ríðandi húsaraforingjar fylgja. — Páll. m KALKÚTTA, 22. marz: — Hastar legir landskjálftar urðu í Ind- landi norðaustanverðu á mánu- dagsmorgun, en ekki er kunnugt um, að neinn hafi farizt. í Shillong, höfuðborginni í Assam-héraði, léku hús á reiði- skjálfi þær 20 minútur, sem land- skjálftarnir stóðu. í héraði 50 km sunnan borgarinnar ollu jarð hræringar þessar flóðbylgju í Bramhaputra, svo að hún flóði yfir bakka sína og fjölda báta sleit upp, þar sem þeir lágu við festar. Kippirnir voru svo snarpir. að landskjálftamælirinn í Shillong féll niður og ónýttist. . — Reuter-NTB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.