Morgunblaðið - 23.03.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1954, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. marz 1954 Stöðvun toguronna s!áden,a- Framh. af bls. 1. verð á saltfiski stórlækkað, þ. e. um 15—20%, en tilkostnaður við rekstur skipanna aukizt, útgerð- arvörur hækkað í verði, sömu- leiðis viðhald skipanna. — Mátti rekja tvennt hið síðasttalda til minnkaðra siglinga skipanna til annarra landa og færri kunnáttu- manna um borð í þeim. Mögu- leikar til að verka allan aflann voru ekki fyrir hendi hjá togur- vnum, þar sem húsakost vantaði tilfinnanlega fyrir saltfisk og skreið. Olli þetta aðstöðuleysi togurunum oft og tíðum beinlínis tapi, þar sem ýmist varð að selja «flann beint úr sjó eða geyma liann við ófullnægjandi skilyrði, sem leiddu af sér aukinn vinrfu- kostnað og lélegri framleiðslu. — *Vegna tregrar sölu og langrar geymslu varð vaxtakostnaður ■óeðlilega mikill. VON UM AÐ ÚR RÆTTIST Er að hausti kom, var flestum, sem við togaraútgerð fást, það Ijóst, að alvarlegir fjárhagsörðug leikar steðjuðu að togaraútgerð- inni almennt. Benti flest til þess, að úr þeim örðugleikum yrði ekki úætt, nema með opinberum að- ^erðum. Af venjulegri bjartsýni vonuðu •eigendur og forsvarsmenn togar- anoa þó í lengstu lög, að aukinn afli eða hækkað markaðsverð á afurðum togaranna og auknar siglingar á erlenda markaði, Jcæmu í;hlut þeirra þótt fátt benti •til þess; þannig að fjárhagsvand- xæðin læknuðust að einhverju deyti sjálfkrafa. Var því ekki hafizt handa um að leita aðstoðar ríkisvaldsins að svo komnu máli. 3HANNEKLA CÆRIR VART VIÐ SIG Eftir því, sem á haustið leið, versnaði hagur togaranna með viku hverri. Meðal togaranna, sem allir tilheyra Fél. ísl. botn- vörpuskipaeigenda, fóru fram at- liuganir á fjárhagástandi togara- ftotans. Leiddu þær athuganir í Jjós, þótt fullnaðarreikningar væru ekki fyrir hendi, að skipin voru rekin með sívaxandi halla, að þeim einum undanteknum, sem urðu sérstakra happa aðnjót- *mdi, að því er snerti mikinn afla eða háar Þýzkalandssölur. Frá l>ví í haust má því segja að sí- fellt hafi sigið á ógæfuhlið. Hafa erfiðleikarnir verið tvíþættir; ^innars vegar beinn og vaxandi teksturshalli þessara stórvirku atvinnutækja og hins vegar sí- vaxandi erfiðleikar á því að xnanna skipin vegna auðveldari og eins vel launaðrar vinnu í Jandi og nú síðast á öðrum fiski- skipum, (þ. e. mótorbátum). Með aðgerðum ríkisvaldsins var eigendum vélbáta gert kleift að greiða sínum skips- höfnum aflaverðlaun af kr. i 1.22 fyrir hvert kg. af þorski ( slægðum með haus, en togara- • eigendur geta ekki selt sams ' konar afla sinna skipa fyrir meira en kr. 0.85 pr. kg. þar sem þeir njóta engra slíkra fríðinda. RÆTT VIÐ RÍKISSTJÓRNINA Þegar svo var komið, en auk Jþess lækkað verð á ýmsri fram- leiðslu togaranna svo sem skreið, var sýnt, að ekki var unnt að halda áfram útgerðinni án opin- herra aðgerða. Ræddu forsvars- xnenn togaraútgerðarinnar hin sí- vaxandi fjárhagsvandræði togar- anna að nýju og fóru síðan á fund ríkisstjórnarinnar og ræddu við hana og fulltrúa hennar, um hið etórfellda vandamál er skapazt hafði. Stjórn Félags ísl. botnvörpu- ekipaeigenda benti á, að með nú- verandi verði á afurðum togar- anna' mundu þeir stöðvast einn af öðrum, ef ekki væru fundin xáð til úrlausnar af hálfu ríkis- valdsins. Einnig bentu togaraeigendur á, að brýna nauðsyn bæri til að veita 'togarasjómönnum skattfríð- indi, til þess að jafna kjör þeirra gagnvart þeim, sem í landi vinna og viðurkenna á þann hátt áhættu þeirra við störfin á sjónum og fá þá til að taka upp aftur störf á togurunum og stemma stigu við áframhaldandi brottför sjómanna af þeim. MARGIR TOGARAR TÖPUÐU DAGLEGA 4—6 ÞÚS. KR. Nokkur yfirlit um fjárhagsaf- komu ýmissa togara voru lögð fram og kom í ljós, að margir þeirra höfðu tapað í lengri tírna frá 4000—6000 krónum á dag að jafnaði. Nemur þannig tap ýmsra togara hundruðum þúsunda kr. á síðastliðnu ári, og fer versnandi. STÖÐVUN VOFIR YFIR Stjórn F.Í.B. hefur síðan haldið áfram að safna gögnum um afkomu hinna ýmsu félaga og bæjarútgerða víðs vegar á landinu, en fulltrúar all- margra fyrirtækja utan af landi hafa verið hér staddir og eru enn. Hefur sú gagna- söfnun, sem nú fer fram og viðtöl við forsvarsmenn tog- aranna, leitt í ljós það, sem áður var vitað, að óhjákvæmi- leg stöðvun vofir yfir togara- flotanum, fáist ekki stórfelld breyting á kjörum þeim, sem togararnir eiga við að búa — svo sem hliðstæð fríðindi þeim fríðindum, sem bátaútvegin- um hafa verið veitt, eða ann- að jafngiit. Sýning Magnúsar Jónssonar enn opin MJÖG mikil aðsókn var að mál- verkasýningu Magnúsar Jónsson- ar í Listvinasalnum um helgina. Komu þá þangað á 6. hundrað manns, en alls hafa um 2000 séð sýninguna og fjöldi mynda selzt. Vegna hinnar miklu aðsóknar hefir nú verið ákveðið að sýn- ingin skuli framlengd í 2—3 daga. 1065 kr. fyrir 11 rétta BEZTI árangur í 11. leikviku var 11 réttir, sem komu fyrir á ein- faldri röð. Var vinningurinn fyr- ir hana 1065 kr. Næstu 2 vinning- ar voru 660 kr. og 724 kr. fyrir 10 rétta. Vinningar skiptust þannig: 1. vinningur 1065 kr. fyrir 11 rétta (1) 2. vinningur 532 kr. fyrir 10 rétta (2) 3. vinningur 32 kr. fyrir 9 rétta (33) Rétt var röðin þannig: xlx 121 211 xxx féiagi FÉLAG íslenzka stúdenta í Kaup- mannahöfn hélt fund miðviku- daginn 17. marz 1954 um tillögur dönsku stjórnarinnar í handrita- málinu. Á þeim fundi báru þeir Stefán Karlsson, stud. mag. og Ólafur Halldórsson cand mag., fram eftirfarandi tillögu til álykt- unar: „Fundur haldinn í Félagi ís- lenzkra stúdenta í Kaupmanna- höfn miðvikudaginn 17. marz 1954 lýsir undrun sinni á því, að Alþingi íslendinga og rikisstjórn skyldu vísa tillögum dönsku stjórnarinnar um lausn handrita- málsins svo skjótlega á bug að lítt rannsökuðu máli. Fundurinn telur að hlutskipti íslenzkra fræða og Háskóla ís- lands hefði batnað til svo stórra muna ef tillögurnar hefðu náð fram að ganga að á það hefði borið að líta. Fundurinn fær ekki betur séð en að þessi afstaða stjórnarvald- anna hafi komið málinu í það öngþveiti sem óvíst er hvernig ráðið verður fram úr. Jafnframt telur fundurinn mikla nauðsyn að Alþingi og rík- isstjórn undirbúi næsta stig máls- ins með þvi að veita nú þegar fé til að koma upp stofnun til rann- sókna og útgáfu á íslenzkum handritum og tryggi henni nægi- leg fjárráð þegar fram líða stund- ir.“ Tillaga þessi var samþykkt með 29 atkvæðum gegn 2. (Frá ríkisstjórninni). 000 Morgunblaðið vill af tilefni þessarar samþykktar islenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, að- eins segja það, að illa virðist nú komin dómgreind íslenzkra stúd- enta á Hafnarslóð. Fyrr á árum skyldu íslenzkir stúdentar í Kaup mannahöfn manna bezt kröfur þjóðar sinnar. Meðal þeirra voru þá ýmsir ágætustu framherjar í sjálfstæðisbaráttunni. Nú finnast 29 stúdentar, sem ásaka Alþingi íslendinga, ríkisstjórn og allan almenning á íslandi, fyrir að hafna þeim tillögum í handrita- málinu, sem gengu í algert ber- högg við þær kröfur, sem barizt hefur verið fyrir í áratugi. En þetta er leiðinlegt, en dapurleg- ast þó fyrir hina ungu stúdenta sjálfa. Mikili snjór á Klrkju- bæjarklausfri KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 22. marz: — Undanfarnar vikur hef- ur verið hér blíðviðri með hæg- um skúrum. Tók upp allan snjó á þessu tímabili og mun klaki vera að mestu úr jörðu. í nótt skipti snögglega um veður og í allan dag hefur verið hér myrka- drífa og er nú kominn allmikill snjór. — Gísli. Ný íslenzk kvikmynd frum- sýnd hér innan skamms i mrmeitaraRiisoismr i í Stóislfi næsfa sumar ! i Norskyr fornieif^fræSingur fekur þáft í þeim ÍMNS og áður hefur verið nefnt opinberlega, verða í sumar gerðar X víðtækar fornleifarannsóknir í dómkirkjugrunninum í Skál- holti. Hefur Alþingi veitt fé til þessara rannsóknar á fjárlögum. Rannsóknirnar verða gerðar á ábyrgð þjóðminjavarðar, en hann hefur, mtð samþykki menntamálaráðuneytisins, óskað eftir að fá til rannsóknanna norskan fornleifafræðing, sem reynslu hefði af uppgrefti miðaldakirkjugrunna í Noregi. Fyrir vir.samlegan atbeina norska sendiherrans, Thorgeir Andersen-Rysst, og góðar undir- tektir þjóðminjavarðarins í Nor- egi, dr. Arne Nygárd-Nilssen, hefur það orðið að ráði, að hing- að komi norski fornleifafræðing- urinn Hákon Christie arkitekt og vinni við rannsóknirnar eigi minna en hálfan annan mánuð. Gert er ráð fyrir, að rannsókn- ir þessar hefjist um 15. júní og má telja líklegt, að þær standi yíir mikinn hluta sumars, þótt erfitt sé um slíkt að segja fyrir- fram. En allir eru sammála um, að þessar rannsóknir beri að gera sem vendilegast áður en hafizt er handa um aðrar framkvæmd- ir á staðnum, og mun því verða lagt kapp á að ljúka þeim í sum- ar. (Frétt frá Þjóðminjasafninu). Skozku útgcrðarmennirnir og fiskimálastjóri. Ml Ljósm. Ol. K. M, Skozkir iitgerðarffienn kynntii sér bátaút®erð í NÆSTA mánuði verður frum- sýnd ný íslenzk kvikmynd, sem Óskar Gíslason hefur tekið. Mynd in er gerð eftir smásögunni „Nýtt hlutverk", eftir Vilhjálm S. Vil- hjálmsson rithöfund. Skýrðu þeir Óskar Gíslason og Ævar R. Kvar- an, sem hefur á hendi leikstjórn kvikmyndarinnar fréttamönnum frá kvikmyndinni í gær. Mun þetta vera fyrsta tón- og talkvikmynd sem framkölluð hefur verið hér á landi og gengið frá að öllu leyti hér. Kvikmynd- inni er enn ekki full lokið, og er verið að bíða eftir hentugu veðri til að taka síðustu „senuna“. GERIST HÉR f REYKJAVÍK Kvikmyndin hefur verið tekin eingöngu I vetur, og gerist leik- urinn hér í Reykjavík. Efni leiks- ins er hversdagssaga alþýðufólks. Hefur Þorleifur Þorleifsson sam- ið handritið í samráði við höf- und sögunnar, og mun lítið brugð ið út af henni. Eru myndir allar teknar hér í Reykjavík, á Grett- isgötu, Arnarhóli, Lækjartorgi, við höfnina og um borð í skipi. Innanhúsatriði-eru tekin í íbúð hér í bænum, sem var breytt í samræmi við efni myndarinnar. LEIKENDUR Nokkrir af leikendunum hafa ekki fyrr komið fram. Eru alls 20 Teikendur og tvö ung börn. Aðalleikendur eru Óskar Ingi- marsson, Gerður Hjörleifsdóttir, Guðmundur Pálsson, Einar Egg- ertsson, Emilía Jónasdóttir og Áróra Halldórsdóttir. IGÆRDAG fóru héðan af landi brott átta útgerðarmenn frá Edinborg, sem komu hingað í þeim tilgangi að kynna sér ís- lenzka bátaútgerð, þar á meðal rekstur 80—100 tonna báta. — Heima í Skotlandi gera útgerð- armenn þessir út frá Edinborg litla togara, sem stunda botn- vörpuveiðar á miðum þar við land. Meðan Skotarnir dvöldu hér áttu þeir fundi með útgerð- armönnum og einnig greiddi Fiskifélag Islands götu þeirra á ýmsan hátt. — í stuttu samtali við Mbl. í gærmorgun, létu Skot- Æðikolbjrinn leikinn í síðaifa slnn arnir hið bczta yfir förinni hing- að. Mynd þessi er var tekin af þeim ásamt fiskimálastjóra, Davíð Ólafssyni, við Austurvöll í gær. — Fiskimálastjóri er annar maður til vinstri handar á mynd inni. — Skotarnir eru taldir frá vinstri: Joe Croan, Walter Paton, William Johnston, Norman Lyle, Thomas L. Devlin, William Cranie, Allan R. Caird og William Liston. Þjóðleikhúsið sýnir ,.Æðikol!inn“ hinn snjalla gamanlcik Holbcrgs, í síðasta sinn í kvöld. Leikurinn hefir verið sýndur alls 16 sinnum við á>gæta aðsókn og mikla ánægju leikhúsgesta, — Myndin hér að ofan- er af Har- aldi Björnssyni í hlutverki Vielgeschrei, Æðikollsins. A LAUGARDAGINN fara fram báðir leikir næst síðustu umferð- ar bikarkeppninnar ensku, milli WBA og Port Vale, og milli Sheffield Wednesday og Preston eða Leicester. Þess vegna eru að- eins 6 leikir úr 1. deild á 12 get- raunaseðlinum, en hinir úr 2. deild, en þeir leikir eru yfirleitt erfiðari en leikir 1. deildar. Ars- enal hefur gengð illa síðan það féll út úr bikarkeppninni og er það eitt af 3 liðum deildarinnar, sem hafa fleiri tapleiki en sigra á heimavelli, hin eru Middlesbro og Newcastle. Aftur á móti er Manch. Utd. eitt af 3; sem hafa fleiri sigra cn töp að heiman. sem er óneitanlega merki um styrk, Hin 2 eru WBA og ,Úlfarnir. Arsenal — Manch. Utd l(x2) Cardiff — Newcastle 1 Chelsea — Tottenham 1 Hudersfield — Charlton 1 Manch. City — Liverpool 1 Sheff. Utd. — Burnley x(2) Brentford — Swansea 1 Bristol — Rotherham x Bury — Birmingham 2 Dancaster — Nottingham l(x> Hull — Fulham l(x) Notts Co — Stoke 1 .(22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.