Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 68. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Þriðjudagur 23. marz 1954
MORGVNBLAÐIÐ
-"•-t  ; -•  -
Skugga-Sveinn á leiksviði Al
Fátækasta landsvæði beimsins, — Arabíu-eyðimörkin — býr yfir
stórkostlegum verðmætum, þar sem eru hinar miklu olíulindir.
Á fáum árum hafa mikil mannvirki verið reist har með olíupen-
ingum. Myndin er frá olíuhöfninni Mena Ahmadi, sem þotið hefur
Upp á fáum árum.
Olíuuppsprettan í Saudi-Arabíu
sem er stærsta olíulind lieimsins
FY R I R nokkru fundu arabiskir og amerískir verkfræðingar
stærstu o]íulind heimsins í Arabiu. Lindin fannst í Saudi-
Arabíu, á milli 24.-26. breiddargráðu og mætti frekar teljast
neðanjarðar-olíúhaf en lind. Álitið er að uppspretta þessi innihaldi
meira olíumagn en allar olíulindir Bandaríkjanna samanlagðar, en
©líumagn þeirra er talið vera 3,5 milljarðar smálesta árlega.
NYLEGA hófust hér sýningar á
hinu vinsæla leikriti Matthíasar,
Skugga-Sveini. Hafa þegar verið
ð sýningar á leiknum og honum
ágætlega tekið, enda mörgum
hlutverkunum vel skilað. Ekki
verður hér farið út í að dæma
einstaka leikendur en geta má
þess að a? þeím, sem með stærri
hlutverk fara, hafa hlotið góða
dóma þau Jóhann Ögmundsson
fyrir Ög.nund, Björg Baldvins-
dóttir íyrir Astu, Vignir Guð-
mur.dsson fyrir Laurenzius sýslu-
niann og Eggert Ólafsson fyrir
Skugga-Svein. í tilefni þessarar
jnyndariegu sýmngar Leikfélags
Akureyra'- er ekki úr vegi að
rabba lítillega um „Skugga", höl-
und hans og fyrri sýningar á
leiknum bér í bæ.
Þegar Matthías Jochumsson,
smábóndasonurjnn frá Skógum í
Þoskafirði í Barðastrandarsýslu,
kom fyrst í Latínuskólann í
Reykjavík, haustið 1859. þá tæpra
24 áia að aldri, innritaðist hann
í 3. bekk skólans. Lauk þaðan
stúdentspíófi 1863 og prestaskóla
prófi 186ó. Á skólaárum sínum
samdi hann leikritið „Útilegu-
mennina". Matthías hafði nokkr-
um árum áður dvalið um tíma í
Kaupmannahöfn, og hefur þá
vafalaust kynnzt leiksýningum í
borginni. Geta má þess, að flest
lögin  við  hin  snjöllu  kvæði  í
íureyrmi
eftir Hallgrím Valdimarsson
Fundur þessa olíuhafs hefur
afsannað þær staðhæfingar olíu-
sérfræðinga, að eftir 25 ár yrði
öll olía jarðarinnar þrotin. Upp-
sprettan hefur verið nefnd
Ghawar-lindin og er álitin til-
heyra arabísk-amerísku olíu-
félagi.
SÁ SEM FYRSTUR NAUT
GÓÐS AF OLÍUNNI
Það var konungurinn Ibn Saud,
sem fyrstur grundvallaði Saudi-
Arabíu. Hann var einnig fyrstur
af arabískum drottnurum sem
eá og skildi verðmæti olíunnar.
Hann færði sér þau líka vel, í
nyt. Hann hefði líka vel skilið
verðmæti þessarar nýfundnu olíu
uppsprettu ef hann hefði lifað nú
©g varla látið hana sleppa úr
greipum sér. En nú er það sonur
hans sem horfir upp á það, að
erlendir aðilar njóti þessara
miklu auðlindar.
OLÍULINDIRNAR f
BURAIMIA-VIN
Olían í Arabíu á svo ríkan þátt
í afkomu landsins að hún verður
aldrei ofmetin. Rúmu ári fyrir
dauða sinn sendi Ibn Saud kon-
ungur hersveitir sínar til Burai-
mia-vinjar, sem hinir inn£æddu í
fcrezka verndarríkinu Oraan
£>erðu kröfu til og höfSu búsett
sig. Árangurinn varð ekki aðeins
blóðugur bardagi við íbúa Oman,
heldur leiddi þetta einnig til ó-
samkomulags við Englendinga.
Saudi-Arabíar klöguðu þá til
Sameinuðu þjóðanna. Styrjöldin
stóð auðvitað um réttinn iil olíu-
lindanna sem menn hugðu að
mundu finnast í vinjinni.
JARLINN SEM EKUR t
GULLBÚINNI BIFREIB
Ghawar-lindin liggur talsvert
lengra til norðurs, en það sem
nú er talið tilheyra því ríki sem
sonur Ibn Saud ræður yfir. Lind-
in liggur nær hinu auðuga olíu-
landi Kuwait og Bahrein. Kuwait
er lítil borg, en droltnarmn þar
Abdullah Al Saleru jarl, er einn
af ríkustu mönnum heimsins.
' Tekjur hans á ári eru um 2300
millj. kr. Þessar tekjur fær hann
fyrir olíuna sem hann selur ensku
Oliufélagi. Hinir 160.000 þegnar
jarlsins njóta góðs af ríkidæmi
hans. Hann hefur látið byggja
vönduð sjúkrahús, verksmiðjur,
skóla og góða vegi. Lifnaðar-
hættir hans eru ólíkir lifnaðar-
háttum Ibn Saud konungs, sem
var fastheldinn á fjármuni sína.
Jarlinn sem yfirleitt ekki lifir
í miklum munaði, er samt ákaf-
lega veikur fyrir góðum og fögr-
um bifreiðum. Jafnvel áður en
búið var að leggja sæmilega
akfæra landsvegi, var hann bú-
inn að kaupa sér 10 nýtízku bif-
reiðar sem margar hverjar voru
innréttaðar og bryddaðar með
gulli.
ALLT SNÝST UM OLÍU
Eyjan Bahrein, liggur rétt fyr-
ir utan takmörk hins nýfundna
olíusvæðis í Ghawar. Jarl þess-
arar eyju sem er Sulman bin
Hamad Al Khalifa, hefur haft
slíkan áhuga fyrir olíuævintýr-
um, að hann hefur kostað tvo
danska fornleifafræðinga til þess
að grafa í hæðirnar á eyjunni,
þar sem talið er að oha hafi
fundist fyrir mörg hundruð ár-
um.
HANN VAR  EKKI NÍSKUR,
EN OLÍUPENINGARNIR VORU
EKKI ÖLLUM ÆTLAÐIR
Áður en Ghawar-lindin fannst,
hafði Saud-konungur verið lang
ríkastur af öllum olíueigendum
í Arabíu En nú er það sonur
hans sem fer með auð og völd
eftir föður sinn í Saudi-Arabíu.
Ef olíulindin mikla væri talin
tilheyra honum, mundu tekjur
hans verða gifurlegar, og eru
þær þó geysimiklar fyrir Hann
er að því leyti ólíkur föður sín-
um, að hann vill láta olíupen-
ingana koma til almenningsþarfa,
t. d. bygginga á íbúðum, skólum
o. s. frv. Faðir hans var afar
fastheldinn á fé sitt sem inn kom
fyrir olíuna, en lifði sjálfur í
auði og allsnægtum, þegar hon-
um bauð svo við að horfa. Hann
var ekki nízkur en hann áleit
að þegnar sínir hefðu ekki gott
af því og að það stríddi á móti
upprunalegu eðli þeirra, að láta
þá allt í einu hafa fullar hendur
fjár. Hann gat ekki hugsað sér
að „oliupeningunum" yrði sóað,
til allskonar óþarfa fram yfir
það sem hann gerði sjálfur, því
þeir voru honum næstum heilag-
ir.
SAMT SEM ÁÐUR LÍKUR
FÖDUR SÍNUM
Ef  Englendingar  geta  eignað
sér olíuna í Kuwait, þá er olíu-
lindin   i   Sau,di-Arabíu   eign
arabísk-ameríska   olíufélagsins
Framh. af bls. 11.
Björg Baldvinsdóttir
sem Ásta í Dal.
leiknum eru úr „Elverhöj", þjóð-
sagnaleik Dana, eftir Heiberg, en
lögin samdi Kuhlau. — Útilegu-
mennirnir voru fyrst leiknir í
GildaskáUmum svonefnda í
Reykjavík 1862, og hafði Sigurð-
ur Guðmundsson málari málað
leiktjöldir.. Eru þau ennþá geymd
í Þjóðmir.jasafninu. Leiknum var
mjög vei tekið af áheyrendum.
Matthías skrifaði Steingrími
Thorsteir.ssyni skáldi 194 marz
1863: „Ég bjó til eða sullaði eða
skrúfaði saman leikrit í jólafrí-
inu. Það heitir Útilegumennirnir
og er í 4 þáttum með ljóðmæla-
rusli hér og þar. Mér leiddist
þessi danska „kommindía", sem
griðkonur hérna segja og tók mig
Eggert Ólafsson
sem Skugga-Sveinn.
þvi til, og þó þetta rit mitt i raun
og veru væri ómerkilegt gjörði
það samt hvínandi lukku".
Eftir þetta breytti höfundurinn
leikritinu nokkuð oft og kallaði
það nú Skugga-Svein. Var það
(Útilegumennirnir) prentað fyrst
1864. Þó að fáir muni telja leik-
ritið gallalaust frá leikrænu sjón-
armiði séð, þá hefur það samt
sem áður hlotið óvenjulegar vin-
sældir hjá almenningi, og vafa-
laust oftar og víðar verið sýnt
hér á landi en nokkurt annað
leikrit. Ennfremur hefur það ver-
ið leikið í Vesturheimi.
Guðmundur Finnbogason skrif-
aði stutta en einkar skemmtilega
grein um Skugga-Svein i Aldar-
minningarrit Matthíasar Jochums
sonar 1935, og segir þar meðal
annars:
„ . . . Skýringin á gengi sjón-
leiksins er fyrst og fremst sú, að
Matthías sló þarna á marga þá
strengi, er lengst hljóma í brjósti
íslendinga. Hann færði fyrstur
hið íslenzka leiksvið úr baðstof-
unni út undir bert loft og „fram
á regin-fjallaslóð". Hann tók
fyrstur í sjónleik efni úr þjóð-
trúnni og hann var jafnframt inn
fálgt skáld, er hreif áheyrendur
með ljóðrænu vængjablaki. Og
hann kom þarna með myndir úr
nýju, með skringilegar persónur,
íslenzku þjóðHfi, gömlu og þó
er lífguðu leikinn: Guddu og
Gvend, Jón sterka og Hróbjart,
skemmtilega lipurtá, fjöruga
stúdenta, drýldinn sýslumann,
saklausa heimasætu og svo úti-
legumennina.
Það er auðséð, að Skugga-
Sveinn hefur átt upptök sin í
ferð Matthíasar um ísland með
kvekurunum ísak Sharpeog A.
Klosters sumaríð 1861. 27. sept.
það ár segir hann í bréfi til Stein-
gríms Th.: „en ég vil minnast
þess, að við höfum átt dýrðlegt
sumar og var hin bezta skemmt-
un að ríða um land vort í heið-
björtu biíðviðri  sumarsælunnar,
Jóhann Ögmundsson
sem Ögmundur útilegumaður.
Vignir Guðmundsson
sem Laurenzius sýslumaður.
og dufla við landvættirnar í fell-
um, fjalldölum, fossum, hólum,
gljúfrum, grásteinum, giljum,
hellum, heiðum, hraundröngum
og hvítum jöklum, gömlum, ginn
helgum, geislfáðum . . ." „Ég fór
frá Geysi r.orður fjöll, og er dýrð
legt um sólheiðan sumardag að
sveima milli jökla og vatna uppi
á reginöræfum, því þar er mað-
ur svo langt frá öllum dónaskap
og dampalopti, því jökulblærinn
skolar öllu þess konar niður í
byggðina . . ." „í ættjörðinni
bergir og skáldið á móðurmjóik-
inni og hvergi ella . . ." ",Þar sem
akrar fyrr engi skreyttu, velta
vaðlar fram, valda auðnum; þar
sem 'kynnkir kappar léku, sofa
hrossætur á hundaþúfum".
Þarna er hrifningin og ástin á
landinu, er féll í stuðla í söng"
stúdentanna: „Látum af hárri
heiðarbrún" og í fleiri kvæðum,
í Skugga Sveini, og þarna er and
stæða fortíðar og samtíðar, ör-
æfatignar og aumingjaskaparins
niðri í sveitinni, sbr. „Niðri i
sveitinni kúrir köld". Skugga-
Sveinn er andófið í huga skálds-
ins gegn ómennskunni, sem það
fann í samtíð sinni. Skugga-
Sveinn reynir að halda sjálfsvirð-
ingu sinni með því að samþýðast
ógn öræfanna, er ala þá karl-
mennsku, sem ekki nær að þró-
ast í byggð".
Og mesta leikritaskáld íslend-
inga, Jóhann Sigurjónsson, segir
svo frá:
,,Ég var á sjöunda árinu þegar
ég sá sjónleik í fyrsta sinn á æv-
inni. Og það var í heimahúsum
að Laxamýri. Egill bróðir minn
var lífið og sálin í fyrirtækinu
og hann lék aðalhlutverkið, sjálf-
an Skugga-Svein. Aldrei, hvorki
fyrr né síðar, hefir nokkur leik-
list gripið mig jafnmikilli aðdáun
og skelfingu eins og þegar
Skugga-Sveinn hristi atgeirinn
og kvað með ógurlegri raust:
Ógn sé bér í oddi — en í eggjum
dauði — hugur í fal — en heift
í skafti. -—; Löngu seinna, þegar
ég var kominn til vits og ára,
skildi ég, að þá snart gyðja sorg-
arleiksins hjarta mitt í fyrsta
sinn með sínum volduga væng".
Hér á Akureyri var leikurinn
leikinn fyvst 1878 í vörugeymslu-
húsi Johnasens kaupmanns. Ung-
ur bóndi framan úr Eyjafirði,
Hallgrímur Hallgrimsson á Rif-
kelsstöðum, var fenginn til að
leika Skugga-Svein. Var leikmeð
ferð hans mjög rómuð. og tóku
ýmsir þeir, er seinna léku Svein,
leik Hallgríms til fyrirmyryiar.
Hallgrímur hafði mikla hæfi-
leika í hlutverkið, var stórvax-
inn og þ^ekvaxinn og raddmað-
ur ágætur fram eftir aldri. —
Fékkst Hallgrimur nokkuð við
leiklist á þessum árum og síðar.
Eftir þetta tók Páll Magnússon
við hlutverki Sveins, unz hann
fór til Vesturheims upp úr alda-
mótum, en síðan Flóvent Jóhanns
son í eitt skipti.
í þau 4 skipti, sem Skugga-
Sveinn hefur verið sýndur hér
síðan 1910, hefur Jón Steingríms-
son ætið farið með hlutverkið.
Var það fyrst veturinn 1911—12,
er Gamla leikfélagið svonefnda
sýndi leikinn undir stjórn Guð-
laugs sýslumanns. Síðan lék hann
veturinn 1916—'17, en upp úr
þeirri leik'sýningu var Leikfélag:
Akureyrar stofnað. Næst var
leikurinn sýndur- á útmánuðum
,1926 en síðast fyrri hluta vetrar
1935, og þá í tilefni af aldaraf-
mæli höfundarins. Leikstjóri var
Ágúst Kvaran.
Síðan ég man fyrst eftir, hafa
eftirtaldar stúlkur farið með
hlutverk Ástu í þeirri röð, er ég
nefni þær: Matthea, dóttir höf-
undar, Svava Jónsdóttir, Guðrún.
Jóhannesdóttir, Eva Pálsdóttir
frá Hrísey Jóhanna Jóhannsdótt-
ir (Johnsen) söngkona og Ingi-
Framh. á bk. 12
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16