Morgunblaðið - 14.04.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. apríl 1954 Ekki endanlega gengið frá samkomulagi við Bandaríkin Yfirlýsing ufanríkssráðherra á Alþingi í gærkveldi Frá hæjarstjórnarfundi i gær: Bærínn tekur í sínnr hendur brunutryggingur húsu í bænum TANRÍKISRÁÐHERRA, dr. Kristinn Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs á fundi Sam- •einaðs þings í gærkveldi og ræddi um viðræður íslendinga og Banda ííkjamanna um framkvæmd varn «armálanna. Fer ræða ráðherr- jins hér á eftir: Áður en ég fór utan í fylgd forseta íslands á dögunum, lét ég J>ess getið hér á háttv. Alþingi, ^tð ég gerði ráð fyrir að koma ^ftur 12. þ.m. og að ég mundi þá 4*eta skýrt frá niðurstöðum sam- Scomulags þess milli íslands og Eandaríkjanna um framkvæmd varnarmálanna, sem unnið hefur verið að síðan í byrjun febrúar. Hafði ég fulla ástæðu til að líta svo á, að þá yrði endanlega frá -öllu gengið. Af ástæðum, sem islenzkum stjórnvöldum eru með öllu óvið- Táðanlegar, hefir þetta á hinn bóg inn farið svo, að ekki er ennþá -endanlega búið að staðfesta sam- komulagið og því get ég ekki .gefið háttv. Alþingi skýrslu á 3>ann hátt, að greína frá einstök- ■um atriðum málsins. Samkomulagið er að visu til- “búið af hendi hinna íslenzku og bandarísku fulltrúa, sem að því liafa unnið af hálfu ríkisstjórn- anna, en staðfestingu vantar á nokkrum atriðum af hálfu utan- líkisráðuneytis Bandaríkjanna. Það er nóg til þess að mér er jneð engu móti fært að gera grein íyrir málinu efnislega. Þykir mér bað miður og hefi ég gert allt, sem í mínu valdi stendur til þess að hraða svo málinu, að ég geti ííc-fið háttv. Alþingi efnislega jskýrslu áður en það lýkur störf- iim. A hinn bóginn veit ég, að allir ckilja það, að ég hefi eklci viljað "vinna það fyrir aukinn hraða á snálinu, að fá í nokkru atriði lakari niðurstöðu en ella. Ég tel rétt í þessu sambandi að greina nokkuð frá aðdraganda og meðferð málsins. Með orðsendingu, sem ég af- benti sendiherra Bandaríkjanna í Reykjavík 4. desember 1953, var íarið fram á það af hálfu íslands, að teknar yrðu upp viðræður milli ríkisstjórnar íslands og líkisstjórnar Bandaríkjanna um mokkur tiltekin atriði varðandi berverndarsáttmálann frá 5. maí 1951 og framkvæmd hans. Var J>cssi upptaka málsins í samræmi •við yfirlýsingu er ég hafði flutt á Alþingi 19. október s.l. I orðsendingunni var sérstak- Jega óskað viðræðna um brott- llutning erlendra verkamanna, dærslu framkvæmda fyrir varn- jirmálin yfir á íslenzkar hendur, aðgreiningu dvalarsvæða varn- ■arliðsins og dvalarsvæða íslend- ánga, sem vinna á samningssvæð- "unum, takmörkun á samskiptum varnarliðsmanna og íslendinga, aðstöðu íslenzkra ríkisstofnana ~til starfsemi á Keflavíkurflug- velli og ný vandamál í sambandi við hinar fyrirhuguðu radar- stöðvar. Orðsendingunni fylgdi Týtarleg skrifleg greinargerð um ■framkvæmd sattmálans árin 1951—1953 og íslenzk sjónarmið í því máli. Hinn 21. desember s.l. tjáði Bandaríkjastjórn íslenzku ríkis- .stjórninni, að Bandaríkin hefðu fallizt á að hefja viðræður og að viðræðurnar færu fram hér á landi. Þeir af fulltrúum Banda- ríkjanna, sem þaðan voru sendir, Ikorriu hingað um mánaðamótin janúar—febrúar, en viðræðurnar ánilli fulltrúa íslenzku ríkisstjórn arinnar og Bandaríkjastjórnar hófdst í Reykjavík 2. febrúar. Fulltrúar Islands í viðræðunum, auk'mín, voru tilnefndir alþing- ismennirnir Hermann Jónasson og Björn Ólafsson, Ólafur Jó- hannesson prófessor, Magnús V. Magnússon, skrifstofustjóri í ut- anríkisráðuneytinu, Tómas Árna- son, fulltrúi í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins og Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðing- ur. Af hálfu Bandaríkjanna áttu þátt í samningaviðræðunum, sendiherra þeirra hér á landi, Edward B. Lawson, ásamt full- trúum frá utanríkisráðuneytinu og hermálaráðuneytinu. Eftir að líklegt þótti, að samkomulag myndi nást í meginatriðum, hefi ég og sendiherra Bandaríkjanna aðallega unnið að því, ásamt starfsmönnum okkar, að ganga frá samkomulaginu í einstökum atriðum. Leitað hefir verið álits íslenzkra sérfræðinga og stofn- ana um ýmis atriði, eftir því sem nauðsyn þótti til bera. Eins og ég gat um áðan hefi ég í útvarpsræðu á Alþingi gert grein fyrir höfuðatriðum þeim, sem af hálfu íslenzkra stjórn- valda yrðu lögð áherzla á í við- ræðum um framkvæmd varnar- málanna. Hafa umræður af okkar hendi verið byggðar algerlega á þeim grundvelli. Ég vil gjarnan við þetta tæki- færi endurtaka það, sem ég sagði áður en ég fór í utanlandsförina nú um daginn, að ég hefi fulla ástæðu til að vona, tel mig raun- ar geta treyst því, að kröfur þær, sem gerðar hafa verið af okkar hendi nái í aðalatriðum fram að ganga, og viðunandi samningar náist. Að lokum vil ég taka það skýrt fram, að ég mun skýra lands- mönnum frá niðurstöðum sam- komulagsins jafnskjótt og það hef ur verið endanlega staðfest. Broftnám skrúð- klæðanna í Vallaneskirkju Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi tilkynning út af brottnámi skrúðklæðanna í Vallaneskirkju: VIÐ undirritaðir viljum vekja athygli á því, að það eru hrein ósannindi, sem ,Þjóðviljinn‘ þyk- ist hafa eftir frú Guðrúnu Páls- dóttur á Hallormsstað, þar sem sagt er, að séra Pétur í Valla- nesi hafi reynzt ófáanlegur til að fara eftir ábendingum sóknar- barna sinna um það, að segja af sér prestskap. Það er ekki nema eitt af sóknarbörnum séra Pét- urs, sein hefur farið þess á leit. Þetta sóknarbarn er frú Guðrún Pálsdóttir. Enginn annar af sókn arbörnum séra Péturs hefur stutt hana í þessu. Þvert á móti birtu sóknarnefndir og safnaðarfull- trúar beggja 'sókna séra Péturs þegar í stað í „Tímanum" gagn- orð mótmæli gegn árás frú Guð- rúnar á prestinn, en fól jafnframt í sér viðurkenningu um séra Pét- ur sem ágætan kennimann. Það er í sannleika ömurlegt til þess að vita, að til skuli vera íslenzkt þjóðmálablað, sem vill reyna að nota sér svona alvarlegt ástand til að ná sér niðri á harðvítug- um andstæðindi, á þann hátt, sem „Þjóðviljinn“ gerir. Sóknarnefndarmenn og safn- aðarfulltrúi Vallanessóknar. Ketilsstöðum, 8. apríl 1954. Magnús Jónsson, Einar Stefánsson, Tryggvi Sigurðsson, Bergur Jónsson. IGÆR samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur með 14 atkvæðum gegn 1 að taka í sínar hendur brunatryggingar húsa í lög- sagnarumdæminu og taka tilboði Ásgeirs Þorsteinssonar um endur- tryggingu á áhættu bæjarins. Hafði bæjarráð áður samþykkt til- lögu þessa efnis. — Möguleiki til bæjarreksturs trygginganna skap- aðist er Alþingi afgreiddi sem lög frumvarp er allir þingmenn Reykvíkinga í Neðri deild fluttu. TILLAGA BÆJARRAÐS Tillaga sú er bæjarráð sam- þykkti um bæjarrekstur trygg- inganna og sem bæjarstjórnin staðfesti í gær var svohljóðandi: Bæjarstjórnin ákveður að taka í eigin hendur brunatryggingar allra húseigna í lögsagnarumdæm inu, fyrst um sinn til 1. jan. 1959. Við ákvörðun brunabótaverðs, iðgjalda og mats á brunatjónum skal til næstu áramóta fylgt sömu reglum sem gilt hafa síðustu un- anfarin ár. Samkvæmt því inn- heimtir bæjarstjórn tryggingar- iðgjöldin fyrir tímabilið 1. apríl til 31. des. 1954 með % hlutum af ársiðgjaldi, með gjalddaga í aprílmánuði. Bæjarstjórn felur bæjarráði að hafa með höndum yfirstjórn trygginganna, þ. á. m. að gera svo fljótt sem unnt er frumvarp að ýtarlegum reglum skv. 6. gr. laga um brunatryggingar í Reykjavik. Jafnframt samþykkir bæjar- stjórnin að taka tilboði um end- urtryggingu frá Ásgeiri Þorsteins syni, verkfr., dags. 15. marz s.l., þannig, að eftir tilvísun tilboðs- gefanda verði samið við trygging- arfélagið íslenzka endurtrygg- ingu á grundvelli tilboðsins. End urtryggingu skal fyrst um sinn miða við brunatjón, sem kunna að fara fram úr 1.25/ú — promille — af trvggingarfjárhæðinni. Er borgarstjóranum veitt fullt og ó- takmarkað umboð til að undir- rita endurtryggingarsamninginn. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri kvað bæinn undanfarna áratugi hafa samið um bruna- tryggingar húsanna til 5 ára í senn. Oft hefði þó komið til orða að breyta þeirri skipan mála. Að mörgu leyti væri hentugt og kostnaðarminna að bærinn hefði tryggingarnar í sínum höndum, iðgjaldainnheimtu mætti sam- ræma fasteignagjaldainnheimtu án verulegs kostnaðarauka o. s. frv. ENDURTRYGGING NOKKURS HLUTA ÁHÆTTU Sú spurning hefði þó vaknað, hvort bærinn ætti ,að endur- tryggja gagnvart allri áhættu hjá einhverju vátryggingarfélagi eða taka í eigin hendur nokkuð af áhættunni. Þessir möguleikar voru báðir opnir við útboð er bærinn gerði. Varðandi fyrri leiðina hefði tilboð Samvinnutrygginga verið lægst, en varðandi hina síðari var tilboð frá Ásgeiri Þorsteins- syni lægst. Borgarstjóri kvað hag fræðing bæjarins hafa verið falið að gera samanburð á tilboðunum. Slíkt væri að vísu erfitt þar sem tilboðin væru gerð á ólíkum grundvelli. En ef miðað er við reynslu síðustu 5 ára, þá yrði til- boð Ásgeirs að teljast hagstæðara. Borgarstjóri kvað bæjarstjórn hljóta að miða fyrst og fremst við reynslu siðustu ára. Bruna- tækni færi vaxandi og skipulag bæjarins batnandi hvað bruna- hættu snerti. Kvað borgarstjóri enn þurfa að leggja kapp á aukn- ar brunavarnir. TRYGGINGAR MIÐAÐ VIÐ ALMANAKSÁR Borgarstjóri sagði að áður hefði tryggingarárið verið miðað við 1. apríl. Nú yrði því breytt og það yrði almanaksárið. Af því leiddi að á þessu ári kæmi til innheimtu % hlutar brunatryggingarið- gjaldsins. Hann kvað bæjarráð hafa samþykkt að breyta ekki iðgjaldinu út þetta ár, þar eð nauðsynlegt væri að efla trygg- ingarsjóðinn. HAGSTÆÐ TILBOÐ Borgarstjórinn ræddi og sam- ráð bæjarins við Fasteignaeig- endafélagið í þessu máli og skýrði bæjarstjórn frá bréfaskiptum milli þeirra aðilja í því sambandi. Hann drap og á það að Islending- ar hefðu á Þjóðveldistímanum verið framar flestum öðrum þjóð- um í samtryggingum. Svo væri ennþá á marga lund. Reykvík- ingar hefðu lengi byggt á sam- hjálp og samvinnu um bruna- tryggingar. Með því að bjóða út tryggingu allra húsa á stóru svæði fengist hagstæðara tilboð en ef hver ætti að tryggja fyrir sig. Máli sínu til skýringar sýndi borgarstjóri fram á að iðgjöld af brunatryggingum steinhúsa í Reykjavík væru nú 0,7%,., en af innanstokksmunum í sömu hús- um, þar sem um væri að ræða frjálsar tryggingar, væru iðgjöld- in 1.8%, eða 2Vz sinnum hærri. ÓRÁÐSHJAL KOMMÚNISTA Fulltrúar kommúnista báru fram tillögu um að húseiger.dum yrði endurgreitt hluti af þeim hagnaði er bærinn kynni að fá af tryggingunum. Það upplýstist, að þessi tillaga kommúnista mið- aði að því að endurgreiddar yrðu af iðgjaldinu 36,80 ef um 200 þús. kr. brunatryggingu var að : æða. — Hitt upplýstist og að ef þessi endurgreiðsla færi fram myndi það muna tryggingarsjóð nál. 700 þúsund kr., en á það þarf að leggja höfuðkapp að efla hann. Þessi tillaga kommúnista var felld með 10 atkv. gegn 5. ÞORÐUR KLÓRARí BAKKANN Þórður Björnsson, bæjarfull- trúi Sambandsins, hélt langa tölu. Hann og flokksfélagar hans hafa sem kunnugt er neytt allra bragða til að tefja þetta mál bæði í bæjarstjórn og á Alþingi, er þeir sáu að Samvinnutryggingar höfðu ekki boðið lægst og tilboðí þess yrði ekki tekið. Hann greip nú til síðasta hálmstrásins og spurði: „Er búið að undi”rita lög- in sem samþykkt voru á Alþingí í gær? Er búið að birta þau í Stjórnartíðindum?" o. s. frv. Borgarstjóri upplýsti að öll forms atriði yrðu í lagi og svaraði fjar- stæðum þessa bæjarfulltrúa Sam bandsins. Hann kvað það mikið blygðunarleysi af fulltrúum Framsóknar bæði í bæjarstjórn og á Alþingi að reyna eftir mætti að standa gegn því að þetta máí næði fram að ganga, er 14 bæjar- fulltrúar af 15 hefðu staðið ein- huga um. Nikil effirspurn effir Norður- iandðferðum Hekfu i H'INS OG kunnugt er hefur mjög skort á að beinar skipaferðir Al milli íslands og Noregs ættu sér stað. Hefur Skipaútgerð ríkisins bætt þetta mikið, með því að tvö s. 1. sumur hefur m.s, Hekla farið þriggja vikna Norðurlandaferðir, og hafa þá við- komustaðir verið Bergen, Ósló, Kaupmannahöfn og Þórshöfn. Hafa ferðir þessar orðið mjög vinsælar meðal ferðafólks, sem heimsækja vill Norðurlönd, og einnig borið sig vel. í sumar mun félagið hafa sama hátt á og halda uppi þessum Norðurlandaferðum. Átti for- stjóri Skipaútgerðar ríkisins, Guðjón Teitsson, viðtal við blaða- menn um þetta efni í gær. Á árunum 1936—38 tók Skipa- útgerðin upp ferðir milli Reykja- víkur og Glasgow. Til að byrja með jók þetta talsvert ferða- mannastraum, og var oft helm- ingur farþega útlendingar. Voru1 • þessar ferðir mjög vinsælar með- al íslendinga, en þær voru aðal- lega miðaðar við að flytja ís- lendinga til útlanda. Eftir að Hekla kom til landsins 1948 tók hún við þessum ferðum og hélt þeim til ársins 1953. Virtist þá áhugi fólks vera farinn að dofna á Glasgowferðunum, en meiri áhugi og eftirspurn eftir ferðum til Norðurlanda og þó sérstak- lega til Noregs. ig möguleika til verzlunar fyrir farþegana, sem er mikið atriði. REGLUBUNDNAR ÁÆTLUNARFERÐIR í sumar hefur verið ákveðið að Hekla fari reglubundnar sigl- ingar til Norðurlanda. Mun skip- ið fara frá Reykjavík annan hvorn laugardag, og vera í höfnum á sömu virkum dögum út í gegnum áætlunina. Verða þessar ferðir aðallega miðaðar við að flytja útlendinga til ís- lands. Sú tilhögun, að skipið verður á sömu virkum dögum í erlendum höfnum, hefur þann kost, að hægara verður um af- greiðslu skipsins, og gefur einn- SKIPIÐ NOTAÐ SEM HÓTEL Skipið mun samkvæmt áætlun- inni koma til Reykjavíkur á mið- vikudögum og láta úr höfn á laug ardögum. Hafa þeir útlendingar, sem með því koma hingað, þesa vegna fjögurra daga viðdvöl hér. Geta þeir búið í sjálfu skipinu, en Ferðaskrifstofa ríkisins mun greiða fyrir þeim er hingað er komið og annast hópferðir út um land, svo sem til Gullfoss, Geys- is og Þingvalla o. fl. Nú þegar hafa borizt allmarg- ar fyrirspurnir erlendis frá um ferðir Heklu. Fyrir nokkru pant- aði til dæmis 40 manna hópur frá París far með skipinu frá Kaupmannahöfn um mánaðar- mót júní og júlí. í Glasgow er einnig mikil eftirgrenslan um ferðir þess. Þá hafa Þjóðverjar einnig í hyggju að senda flug- vél hingað með ferðafólk í sum- ar, sem hyggst taka sér far til Kaupmannahafnar til baka með skipinu. Fargjöld með skipinu verða svipuð og með Dr. Alexandrine, og sams konar fæði verður fyrir alla farþega, þ. e. 1. farrýmis fæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.