Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. des. 1954 MORGUWBLAÐIÐ Topðreitan milli ástar konunnar op sfaris mannsins Bók Morie Hamsun, „Regnboginn", er hrífandi lýsing á scmbúð hennar og hins mikla rithöfundar Bók Marie Hamsun er lýsing á lífi og sambúð og mætti einna helzt líkja henni við áhrifamik- inn sorgarleik. Bókin er hríf- andi, þar gætir engrar til- finningasemi. Stundum er kaldranalegur og jafnvel óhugn- anlegur blær yfir frásögninni, stundum er frásögnin viðkvæmn- isleg og jafnvel sársaukafull, og einmitt þessvegna samræmist hún fyllilega efninu. Sagt er, að hjón lagi sig oft hvort eftir öðru og líkist hvort öðru mjög að lok- um. En bók Marie Hamsun er fyrst og fremst saga tveggja mjög ólíkra skapgerða, sem þreyta lífs- skeiðið saman í öllum þess eldingum og þrumuveðri. En árin færa jafnvel þau hvort nær öðru og eins og hún skrifar svo fallega og viðkvæmnislega í bók sinni, fetar hún bókmenntalega í fót- spor síns elskaða óvinar eða síns óvinveitta elskhuga. REGNBOGINN MILLI LÍFSINS OG DAUÐANS Það er hátt til lofts og vítt til veggja í frásögninni. Ástarsaga og hjónabandssaga (sem bæði er og er ekki hið sama), lýsing á snillingi og hversu dýrkeypt það er að hafa snilligáfu til að bera og að lokum: Regnboginn milli lífsins og dauðans. Æskuárin, fullorðinsárin og ellin, þegar dauðinn smám saman sýgur síð- ustu bleiku lífsdropana úr hinum deyjandi manni. Bókin fjallar ekkert um það, er margir hafa vafalaust velt fyrir sér og ef til vill þarfnast nokkurrar skýringar: Afstöðu þessa mikla rithöfundar til Hitl- ers og Quislings, hvernig hann flæmdist af frjálsum vilja eða ginntur, inn í svik gegn föður- landi sínu. Marie Hamsun mun rita um síðustu 10 æviár Hamsuns í öðru bindi þessarar bókar. Það er ekki sennilegt að henni takist að ráða þá gátu, sem er ekki sú torráðnasta en áreiðanlega sú átakanlegasta, er norskt bók- menntalíf vorra tíma hefir glímt við. En það skiptir heldur ekki svo miklu máli. Það, sem hún ritar um í „Regnboganum" hefði enginn annar getað bjargað frá að falla í gleymskunnar djúp. og henni hefir heppnazt að gefa frá- sögn sinni mannlegan og persónu- legan blæ, sem hefur bókina langt upp fyrir að vera annáll eða ævisaga og skipar henni í flokk með lifandi bókmenntum. ★ ★ ★ „Nei! Hamingjan hjálpi mér, hvað þér eruð snotur!“ varð Knut Hamsun að orði, er hann í forsal norska þjóðleikhússins rakst á unga leikkonu, sem átti að leika hlutverk í einu af leikritum hans. Hún var 26 ára gömul þá og hann 49. Hún hafði enn ekki getið sér neinnar frægðar, sem leikkona, en hann var þegar frségur rithöf- undur. Unga konan svaraði í fáti, að rithöfundurinn hefði fyrir- mannlegan hliðarsvip“. Hann varð ástfanginn af henni við fyrstu sýn og sleppti henni ekki úr augsýn eftir þetta. Hann færði henni vín og blóm, bauð henni út með vinum sínum úr heimi bókmenntanna og ját- aði henni ofsalega ást sína eftir fáeina daga. Þétta var hamingjan sjálf holdi klædd — en það sýndi sig fljótt að hamingjan var engin ládeyða, sambandið á milli þeirra rofnaði aldrei, innileiki þess varð veittist, en það gekk á ýmsu, eld- heitri ást og ofsafengnum deilum. KROSSFESTING ÁSTARINNAR Bréfum hans rignir yfir hana og í bókinni úir og grúir af hin- um dásamlegu bréfum hans, ýmist eru það eldheitar ástar- játningar eða þrumuræður. Eftir FRIÐLEIKINN SVO LÍTILS VIRÐI? þeirra, er orsakaðist af ofsalegri, ósanngjarnri afbrýðisemi hans, skrifar hún: „Þetta var sá fyrsti og varð ekki sá síðasti. Ást okkar var enginn barnaleikur. Stundum fannst mér við vera krossfest.“ Hann var henni sammála. Hamsun fær afbrýðisemiskast í annað sinn og Marie segir við hann: „Ef þessi afbrýðisemi held- ur áfram að vera slíkt vandamál og endurtekur sig sí og æ, verðum við aldrei samrýmd.“ Hamsun flýtir sér að svara: „Það er ekki til neitt, sem heitir samrými í ástinni." til hann skolar rithöfundinum að heiman. Hann býr í ódýru háa- loftsherbergi eða á matsöluhúsi úti á landi. Þá getur hann loks skrifað í næði. Hann byggir lítið hús í garðinum sínum, hljóðein- angrað, langt frá öllu og öllum, en venjulega rekur starfið hann út í píslargönguna löngu, kross- festingu listarinnar, er einna helzt má líkja við þá krossfest- ingu, sem ástin er henni. En undir eins og hann er farinn, iðrast hann, og bréfin streyma til hennar, tryllingsleg, innileg og iðrunarfull, örvæntingin og hatr- MARIE HAMSUN, ekkja Knuts Hamsun, hefir nýlega gefið út bók, „Regnbogann“, þar sem hún gefur hrífandi lýsingu af sambúð sinni og hins mikla rithöfundar — bókin er jafn- framt mikill skerfur til sálfræðilegrar lýsingar hinns skáld- lega innblásturs og til skilnings á þeirri togstreitu, er skap- ast milli ástar konunnar og starfs mannsins, einkum þegar maðurinn er gæddur snilligáfu. Hér á eftir fer ritdómur dr. phil. Hákon Stangerups, rithöfundar, bókmenntafræð- ings og gagnrýnanda, er flestum íslendingum er kunnur. SKYNSEMISPOSTULINN VAR SJÚKLEGA VIÐKVÆMUR Þetta var sannleikur, a.m.k. um rithöfundinn, er var svo sjúk- lega viðkvæmur og varnarlaus fyrir miskunnarlausum örvum sársaukans. Hinn stórkostlegi Hamsun, maðurinn, skynsemis- postulinn, er lofsöng hið frum- stæða líf bændanna, hafði ekki Sterkar taugar. Sennilega eru allir rithöfund- ar þannig, en nokkrum tekst þó að leyna því og lifa venjulegu hversdagslífi, en glíma við sjálfa sig aðeins í hug og hjarta. Það gat Hamsun ekki. Hann er á valdi innblásturs síns. Þegar innblást- urinn kallar má ekkert trufla hann eða ónáða. Leyndardómur sá, er hann á sameiginlegan með J'óhannesi V. Jensen: Að lofa at- haínalífið og lífið úti í náttúrunni á kostnað vanagangs menningar- lífsins og vera jafnframt rithöf- undur og skáld, lýsir hann sjálfur svo snilldarlega: „Rithöfundar- Starfið fyrirlít ég svo innilega, að það eina, sem heldur í mér lífinu, er einhvers konar heilagur andi, er kemur yfir mitt auma gráa höfuð öðru hverju.“ ★ ★ ★ Bók þessi er sannarlega mikill skerfur til skilnings á innblæstri hins skáldlega anda. Við sjáum manninn kveljast undan fargi hans en jafnframt hrífast af hon- um. Hugmyndirnar sækja að hon- um, hann verður að skrifa bæk- urnar, hann muldrar undarleg nöfn, kallar hana Rósu í staðinn fyrir Marie, er ýmist innilega kát- ur eða næstum illgirnislega önug- ur og jafnvel auðvirðilega smá- munasamur. Meðan hann situr við ritstörf, má ekki tala við hann, ekkert hljóð má trufla hann, og þegar hann skyndilega vaknar upp frá vinnu sinni, á hún að vera í sama hugarástandi og þeg- ar hann hvarf henni inn í skáld- heiminn. Ef hún er það ekki rign- ir ásökunum yfir hana, ef renni- gluggatjöldin hanga skakkt, er hún óttaleg subba, ef hana lang- ar í nýjan kjól eftir átta ár, ligg- ur við að hún geri hann gjald- þrota. Ef hún ekki hlífir honum við vandamálum hversdagslífs- ins, lætur hann óspart óbeit sína í ljós, ef hún ekki lætur hann taka þátt í þeim, er hún ráðrík og drottnunargjörn. Þannig er það, þegar hann er að byrja á nýrri bók. ið á fargi starfsfýsnarinnar ná tökum á honum. Þegar bókinni er lokið, færist ró yfir hann. Nú kem ég heim, segir hann glaður og ánægður, og svo kemur elsk- huginn og faðirinn heim og hefir meðferðis gjafir, skemmtun, birtu og hamingju — þangað til næsta I heiður, sem veutur sé hinum bók tekur að brjótast um í hug öldnu: „Ileiðurinn kemur feitur hans. Það er ekki að furöa, þó og heimskulegur til hins gamla að hún óski að lokum: Aðems að manns, til ollinnar hins ljótasta, það væri engin næsta bók. aöe.ms óþarfasta og hræðilegasta af ö!lu, ekkert, sem mirmir hana á sam- líf þeirra, engar fyrirmyntíir. Heimur sá, er hann lýsir verður til og skýrist í hinum viðfeðma geim hugar hans og 'hjarta. En hvers virði er hún honum þá? Hann ritar í einum af sinum fyrstu hrífandi bréfum: „Þú get- ur gert mig að konungi." Eftir margra ára reynslu ritar nún um þessi orð hans: „Það var í rit- höfundastöri'unum, er hann oft talaði um með fyrirlitningu — en nefndi samt í sömu andránni þann heilaga anda innb’.ástursins, er yfir hann kæmi -— er hann fann þá djúpu gleði, sem hægt er að nefna hamingju. En ást min heyrði líka til því andrúmslofii, er hann varð að lifa í til að vera raunverulega hamingjusamir-. En ég skildi, að ekkert gat vegið upp á móti því, ef starf hans ekki gekk að óskum. Sú hamingja, er ég gat veitt honum, var aðeins meðal, ekki markmið. En var það þá eitthvað annað, sem hann sjálfur hafði sagt? Og það svo skáldlega: Að ég jgítíti gert hann að konungi." NÖBELSVER®LAUNIN Það gengur á mörgu, en átnk- anleg og allt að því skringileg atvik koma fyrir við og við. Þeg- ar hún kemur og segir honum, að hann hafi fengið bókmennta- verðlaun Nóbels dvnur yfir höfuð hennar þrumnræða um þann að þetta væri sú síðasta! Hjalmar Söderberg var sá. sem ritaði þessi fögru og Viturlegu orð: „Ást konunnar og starí mannsins eru óvinir'frá upphafi.“ Þetta er enn sannara um rithöf- undinn og þann sem hann ann. Þegar hann loksins sleppir hend- inni af ritstörfunum og hefir sem er verra en•dauðian!“ Hann læíur samt til leiðast að fara til Stokkhólms, og hún ú að fá nýj- \ an dýran kjól. Hann-er oi' fleginn | í hélsinn, segir Hamsun ösku- | vondur, hún verður að kaupa ! svart tjull og festa það í hálsmál- í ið á þessum íallega kjól. Nóbels- I verðlaunahöfundurinn að vera gift snillingi, lýkur með dauða Hamsuns þriðjudaginn 19. febr., 1952. Hún ætlaði að lyfta höfði hans af koddanum, en hann- sagði: „Gerðu þetta ekki, Marie, nú dey ég.“ Þessi urðu hans síð- ustu orð, hann svaf í tvo sólar- hringa og hvarf kyrrlátlega dauð- anum á vald. „Þá var ferðalang- urinn kominn á áfangastað“, rit- ar hún og lýkur bókinni með þessum orðum: „Það var ekki aRtaf að vera þér samstiga, ástin mín. Stundum varst þú að bíða mín og stundum varð ég að bíða þin og stundurn villtumst við hvort frá öðru. En við fundum alltaf hvort annað að lokum. Vertu sæll, Knut minn, og þökk fyrir samfylgdina.“ Hakon Stangerup. Það sem meÉilegasl hlaup KROSSFESTING LISTARINNAR Órói hugans vex fyrsta mikla áreksturinn á milli va'tnsfall í leysingumi, ems og þangað Marse og Knut Hamsun. tíma til að fara í gönguferð með Marie, verður hún að sætta sig við, að hann gleymi henr.i, muldri sundurlaus orð og gripi hvað éftir annað til vasabókarinnar til að skrifa niður hugdettur sínar. Allt í einu rennur upp fyrir honum nærvera hennar og hann beinir athygli sinni áskertri að henni. ENGAR FYRíRMYNDIR Hún lýsir af rnikihi næmni, hversu íullkomleg.a aðgreindii eru með h.onum heimur raun-.( veruleikans og heimirr hugar-! flugsins. Nýjar bækur hans les hún aStaf full undrunar. Þar er , henni sjálfur að festa það! í 'Stcikkhólmi kynnist hún honum í fyrsta skipti sem ræðumanni og' samkvæmismanni. Eítir hina miklu veizlu í tiléfni af afnend- irtgu verðlaunanna, fer liann á rall með Albert Engström og kemur mjag kátur heim að álið- inn nótíu. Næsta morgu.i vakncr hann í rúmi -s:nu í 'luilum sam- ; kvæmisklreðnaði, kjól og hv tt, en bindislaus: — Ljúfasta; ho.i ég legið hér alla nóttina bindislaus? ( 'verður HumsU.i að orði. Bók Marie Hamsun um ást konunnar og starf mannsins, run þetta mikla og ertiða hlutveA, Miðfjarðarnesi, Langanes- strönd, 16. des.: — I MORGUNBLAÐINU frá 13. okt. s.l. er stutt grein um Tröllkonu- hlaup, í smágreinaflokki, sem „Velvakandi“ skrifar. Af því að mér fannst kenna ókunnugleika í þessari frásögn, datt mér í hug að senda blaðinu nánari lýsingu á þessum stað, sem er einkenni- legur. Það, sem mér þykir merki- legast við Trollkonuhlaup, er ekki sagan um skessurnar þó hún sé góð og gild, heldur staðurinn. sjálfur. í blaðinu segir: „Þar rann Sandá milli tveggja kletta, sem eru hver á móti öðrum og þar er áin örmjó.“ — Þetta eru ekki venjulegir klettar, heldur trölls- legir grjótgarðar líkt og hlaðnir væru, sem ganga fram úr bökk- unUm báðummegin árinnar og lítur út fyrir að þeir hafi ein- hvern tíma náð saman og verið heill veggur eða steinbogi yfir ána. Það, sem sézt af bessum eggjum, sem er töluvert, einkum annarsvegar við ána, virðist eins g slétt kíofið og sem næst eða iveg lóðrétt báðar hliðar, þó nunu vera einhver missmiði á annari hliðinni á öðrum þessum veggjarparti, eftir því, sem ná- .cunnugur maður hefir sagt mér, æm ég var að spvrja um þetta, sagði hann líka niðri í vatninu f mni sæist fyrir veggnum og er hann sennilega heill undir vatn- inu, en þarna er mikill straumur cg æðimikið vatn í ánni. Mos- fellskvisl, sem nefnd er í blaðinu, rennur í Sandá litlu utar en hefir engin áhrif á útlit Tröllkonu- hlaupsins. Það eru um 40 ár síð- an ég var kunnugur þarna, en hefi spurt kunnuga menn til að vita fyrir víst að ég myndi rétt og ber frásögn þeirra saman við þetta, sem ég hefi skrifað. Væri Tröllkonuhlaup nærri alfaravegi, borgaði sig fyrir ferðamenn að sjá staðinn. En svo er nú ekkí. Ég sendi þessa lýsingu á staðn- : um, sem gæti verið nákvæmafí ef staðurinn væri skcðaður,a vegna þess að ég býst við að „Veí q vakandi” hver sem hann er, hafi1, ekki vitað annað merkilegt við Tföllkonuhlaup . en söguna um skessurnar. ’ Vinsamlegast, Tryggvi Hjartarson. 1.6 Við miðbæirm í Hafnttí’fiiði i verðtir til leigu 14. maí 2/o herb. ibúð Tilboð, er greini fyrirfram- greiðslu, fjölskvldustærð og. atv.innu, sendist afgr. Mbl. fyrir 4. jan., merkt: „Tvö,1 ár — 332“. ! «•%*«**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.