Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 síður
MðM
42. árgangur
16. tbl. — Föstudagur 21. janúar 1955
Prentsmiðja Morgunblaðsins
ÞjóBskáidið DavíB Stefánsson sextugur
Eisenhower vill draga iir
viðskiptahöftum
* WASHINGTON, 20. jan.: —
Eisenhower flutti í dag í samein-
uðu þingi Bandaríkjanna sína
áflegu ræðu um efnahagsmál
þjóðarinnar. Lagði hann áherzlu
á, að Bandaríkin tækju upp hafta
minni viðskipti við aðrar þjóðir.
-Ar Hann bað þingið um heimild
til að lækka tolla, svo að aðrar
þjóðir ættu auðveldara með að
eignast inneign í dollurum, til að
auka tæknilega og fjárhagslega
aðstoð til þeirra þjóða, er skammt
eru á veg komnar, einkum Asíu-
þjóða.
¦jt Eisenhower hvatti til þess,
að framkvæmd yrði tillaga hans
um að lækka tolla um 15% á
þrem árum og gera ýmsar aðrar
ráðstafanir til að auka viðskipti
þjóða í milli.
¦j^- Iðnaður V.-Evrópu-landanna
hefir aukizt að miklum mun, þar
sem meira jafnvægi hefði komizt
á í stjórnmálum þjóðanna, sagði
Eisenhower. Kvað hann V.-Ev-
rópu-þjóðirnar hafa staðið vel í
skilum við Bandaríkin undanfar-
ið ár, einkum Vestur-Þýzkaland,
sem er með hagstæðan vöru-
skiptajöfnuð á þessu ári.
-<8>
Davíð Stefánsson
Rekstursúfgjöld Ryíkurbæjar
1954 stóðusf nákvæmlep uæflun
Befcsiiirsaigangur nær 17 millj.
sem var varið fil verklegra írom-
kvæmda svo sem heilsnverndar-
stöðvi, bæjarspítala, sfcólabygg-
inga, íbilðarbygginga og Heira
Yfirli! 6unnars Thoroddsens, borgarsljóra
um afkomu bæjarsjóðs síðasla ár.
AFUNDI bæjarstjórnar í gær lagði Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri  fram  áætlun  um  rekstursreikning  Reykjavíkurbæjar
fyrir árið 1954.
Af yfirliti borgarstjóra, sem byggt er á þeim tölum er þegar
liggja fyrir om bæiarreikningana, kemur í ljós að fjárhagsáætlunin
fyrir 1954 hefur verið mjög vel undirbúin og framkvæmd með mestu
hófsemd og festu.
Borgarstjóri sagði, að tekjur
hefðu orðið 5 miljónum króna
umfram það sem áætlað var.
Urðu þær 114 milljónir í stað
109 milljóna í áætluninni.
Heita má hins vegar, hélt
borgarstjóri áfram, að gjöld
hafi nákvæmlega staðizt áætl-
un. Þau urðu um 97,5 millj.,
eða 176 þúsund kr. hærri en
áætlað var. Hafa þau því far-
ið 0,18% eða tæplega tvo af
þúsundi fram úr áætlun.
Rekstursafgangur nemur tæp-
um 17 milljónum, eða 4,9 mill-
jónum meiri en fjárhagsáætl-
unin gerði ráð fyrir. Þessum
rekstursafgangi hefur verið
varið til ýmissa framkvæmda
nú sem fyrr. Má þar nefna:
Millj.
Til heilbrigðisstofnana,
heilsuverndarstöð og
-sjúkrahús                7,5
Til félagsmála og skóla-
bygginga                2,1
Til íbúðabygginga        2,5
Til áhaldakaupa          2,9
Ennfr. til afborgunar af
lánum                   1,5
Gunnar Thoroddsen
Utsvarsinnheimtan
Síðan vék borgarstjóri að út-
svörunum. Kvað hann þau hafa
innheimzt hlutfallsJega ver en
næsta ár á undan. Um þessi ára-
mót er innheimt af áætluðum út-
svörum 66,8 milljónir króna eða
73,9%. Um áramót '53—'54 hafði
verið innheimt 68,6 millj. eða
79,3% af áætluðum útsvarstekj-
um þá. Árið 1952 hafði í árslok
verið innheimt 62,2 millj. kr. eða
74,9% af áætluðum útsvarstekj-
um þá.
Innheimta  útsvaranna  nú  er
Framh. á bls. 9
NET tímans er stórriðið. Þúsundirnir, sem nú heyja stríð sitt
og dreymir drauma sína, renna brátt eins og sandur milli
möskvanna — og gleymast. En eru samt ekki hugsjónir hinna
nafnlausu þúsunda, barátta þeirra og draumar þáttur í sinfóníu
framvindunnar; steinn í hinu ófullgerða musteri, sem rís á
strönd sögunnar? — Þeir sem fyrir hönd þessara nafnlausu
þúsunda leggja stein í musterið og innsigla þar nafn sitt; þeir
sem ekki falla gegnum möskvana og gleymast, eru fáir, og
aðeins þeir, sem öldin og vaxtarbroddar hennar birtist í.
Fremstur þeirra er þjóðskáldið.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er sá af núlifandi skáld-
um, sem flestir telja að þessi þjóð standi í mestri menningar-
skuld við. Hann er sá sem íslendingar, sem þó „einskis meta
alla, — sem þeir geta", eru á einu máli um að kalla þjóðskáld
sitt. í skáldskap hans endurfæðist andi og saga lands vors í
nýjum búningi, og þess vegna lifir hann öðrum betur á vörum
þjóðarinnar í söng hennar og óði. Og hann er um leið sá sem
með „eldvilja brautryðjandans" gat „brætt ís af heilli þjóð"
og beint menningu hennar inn á nýjar brautir.
Framh. á bls. 2
Mú deild belgiska þingsðns
samþykkir Parísar-samningana
Briissel, 20. jan. — Reuter-NTB.
NEÐRI DEILD belgiska þingsins greiddi í dag atkvæði með lög-
gildingu Parísar-samningana um aðild V.-Þýzkalands að vörn-
um V.-Evrópu. Féllu atkvæðin 181 gegn 9.
64 menn bíða
bana í Japan
® Paul Henri Spaak, utanríkis-
ráðherra Belgíu, fór í dag flug-
leiðis til Oslóar. Utanríkisráð-
herra Noregs, Halvard Lange, tók
á móti Spaak á flugvellinum
ásamt belgiska sendiherranum í
Noregi, Charles Vierset. ¦
»
»
TÓKÍÓ, 20. jan. — Tvö óhugn-
anleg slys vildu til í Japan i
dag, og urðu a. m. k- 64 mönn-
um að bana. í morgun keyrði
tveggja vagna farþegalest út
af brú nokkurri yfir Tenryu-
fljótið um 150 km fyrir aust-
an Tókíó. Báðir vagnarnir
steyptust úr 40 metra hæð nið-
ur í fljótið, og búizt er við, að
fáir farþeganna hafi komizt
lífs af.
Til þessa hafa fundizt 50 lík
og nokkrir, er komizt hafa lífs
af, en eru mjög illa særðir.
Orsök slyssins var steinn, er lá
á járnbrautarteinunum. Járn-
brautarverkamenn höfðu ný-
lega gert við teinana á þessum
slóðum.
Fjórtán japanskir fiskimenn
fórust, er tveir fiskibátar lentu
í skýstrokki fyrir nyrzta tanga
Kyushueyjarinnar.
* BJOST VIÐ SAMÞYKKTINNI
Er norskir blaðamenn skýrðu
Spaak frá úrslitum atkvæða-
greiðslunnar í neðri deild belg-
iska þingsins, kvaðst hann alltaf
hafa búizt við, að samningarnir
yrðu samþykktir, en að sér hefði
komið á óvart, að fjórir jafnað-
armenn greiddu atkvæði gegn
samningunum.
í blaðaviðtali sagði Spaak, að
hann áliti æskilegt, að Noregur
og Danmörk gerðust aðilar að
fyrirhuguðu V.-Evrópubandalagi.
Benti hann á, að Noregur og Dan-
mörk eru nú þegar aðilar að
NATO og þvi í nánum tengslum
vildi Bretland ekki vera aðili að
V.-Evrópu bandalaginu.
* YFIRSTJÓRNIN —
HÆNGUR?
Spaak kvaðst vera samþykkur
Framh. á bls. 10
Mendes lætur af emhætti
utanríkisráðherra
Vill helga sig innanlandsmálum
París, 20. jan. — Reuter-NTB.
BREYTINGAR urðu í dag í frönsku stjórninni. Mendes-France lét
af embætti utanríkisráðherra, sem hann hefur gegnt siðan hann
'tók við stjórnarforustu fyrir sjö.mánuðum síðan. Skipaði hann
flokksbróður sinn og fyrrverandi fjármálaráðherra, Edgar Faure í
embætti utanríkisráðherra.
-fc Þjóðveldissinninn Robert Buron tekur við embætti f jármála-
ráðherra af Edgar Faure. Emmanuel Temple var gerður dómsmála-
ráðherra, en var áður varnarmálaráðherra. — Maurice Bourger-
Maumoury, ár flokki Róttækra, var skipaður hermálaráðherra.
I it Mendes-France lét af störfum utanríkisráðherra til að geta
helgað sig fjárhagslegum «g þjóðfélagslegum vandamálum Frakk-
j 1 iuuls.        * n i  .
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16