Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 21. jan. 1955
Þjó&skáldiö Davíð Stefánsson
Framh.  af bls. 2
alþýðumarminum  er  nóg  að
benda á aðeins eitt kvæði: Kon-
an sem kyndir ofninn minn.
Eg finn það gegnum svefninn,
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.
Eg veit að hún á sorgir,
en segir aldrei neitt,
þótt sé hún dauðaþreytt,
hendur hennar sótugar
og háiið illa greitt.
Hún fer að engu óð,
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð.
Sumir skrifa í öskuna
öll sín beztu ljóð.
Ég veit að þessi kona
er vinafá og snauð
af veraldlegum auð,
að launin sem hún fær
eru last og daglegt brauð.
En oftast er það sá,
sem allir kvel.ja og smá,
sem mest af mildi á.
Fáir njóta eldanna,
sem fyrstir kveikja þá.
SðSon Islnndus
Trúmoður og ódeilusköJd
En Davíð Stefánsson er líka
ádeiluskáld. Hvergi hlífir hann
þeim, sem fara með ránum og
virða fátt nema gullið. En þeir
eru líka manneskjur sem skáld-
ið reynir jafnframt að vísa til
vegar:
Hvað stoðar að eiga heiminn
hálfan,
sé hafnað öllu, sem mest er vert?
Þið haldið þið blekkið herrann
sjálfan,
að honum sé allt til dýrðar gert.
Hví leikið þið ykkur að logandi
eldi?
Leitið hins rétta, trúið því sanna.
Takið náttstað í kjarrinu að kveldi,
þér kaupmannalestir Dedansmanna
Þegar sendimaður Frakka-
konungs spurði forðum nor-
ræna víkinga, sem lagt höfðu
undir sig lönd í Normandí
hver væri konungur þeirra, var
honum svarað: ,,Við höfum
engan kóng, við erum allir
konungar"! Þetta skaplyndi
hins norræna manns á Davíð
Stefánsson í ríkum mæli. Hann
er ekki aðeins óleiðitamur
stjórnmálamönnum,     heldur
einnig hinu geistlega valdi.
Einnig þar fylgir hann þeirri
köllun sinni að greina hismið
frá kjarnanum — og vísa til
vegar. Hann deilir þunglega á
dramb kirkjuhöfðingjans, á
hræsni prostsins, sem ,,boðaði
trú' en var trúlaus sjálfur og
talaði sveittur um ekki neitt"
og á þann „kristindóm" sem
hefur guðræknina að yfirvarpi
og kyrjar grallara og guðsorða-
bækur, en hefur glatað hinum
lifahdi anda trúarinnar. — Á
þann „kristindóm" ræðst skáld-
ið, — en fyrir Kristi, sem fyrir
sannleikann bar kross sinn til
Golgataklettsins beygir hann sig
í barnslegri auðmýkt:
í  gegnum móðu og mistur
ég mikil undur sé,
ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.  ¦
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.
Þú ert hinn góði gestur
og guð á meðal vor, —
og sá er bróðir beztur,
sem blessar öll þín spor,
og hvorki silfri safnar
né sverð í höndum ber,
en öllu illu hafnar
og aðeins fylgir þér.
Sumum er trúin pípuhattur,
sem þeir bera við hátíðleg tæki-
færi, sumum er hún aðgöngu-
miði að sölum himnanna og
enn öðrum er hún atvinna.
Yfir höfði þessara manna sveifl-
ar skáldið brandi sínum — en
Davíð Stefánsson ræðst hvergi
á trúna sjálfa. Þvert á móti
ræðst hann á páfuglinn og
hræsnarann einmitt vegna þess
að honum er trúin helgidómur.
Eilífðarþráin, kjarni trúarinn-
ar, var neistinn, sem í upphafi
kveikti hina miklu elda skáld-
skaparins, og þegar allir bikar-
ar eru tæmdir, þegar allt ann-
að er farið verður hún ein eftir,
löngunin til að
En Davíð Stefánsson hei'ur
einnig unnið stórvirki á öðrum
sviðum íslenzkra bókmennta.'
Hann hefur eins og kunnugt er
samið hina miklu skáldsögu
Solon Islandus. Þessi skáldsaga
hans er aldarfarslýsing um leið
og hún brýtur til mergjar sál-
arlíf hins misheppnaða lista-
manns og flakkara, Sölva Helga
sonar. Hann eins og höfundur
sjálfur segir, er „samnefnari
þeirra, sem reyna að vega á
móti niðurlægingu sinni en
missa jafnvægið og fyllast
brjálæðiskenndu stórlæti. Lífs-
lýgin verður svölun hans og
sjálfsvörn og loks tekst honum
að ljúga sig í sátt við sitt eigið
auðnuleysi".
Myndin af Sölva Helgasyni
er vel dregin og mótast af gam-
ansemi, samúð og þó fyrst og
fremst af næmri mannþekkingu
og djúpum lífsskilningi. Hið
óbundna mál skáldsins er hér
rismikið og stórmannlegt og
sumsstaðar tindrandi fagurt. —
Og engri mynd veit ég gerðan
betri ramma! Á ég hér við for-
spjall bókarinnar, sem höfund-
ur notar, sem bakgrunn eða
umgerð myndarinnar af sögu-
hetjunni. — Betur ritað mál
er vandfundið í bókmenntum
okkar.
Eullna hliðið
hvíla á mjúkum mosa
við hið milda stjörnuskin
með eilífðina eina
fyrir unnustu og vin.
Og einmitt þá opnast honum
nýr heimur þar sem
Andinn flýgur mót eilífum degi
ómælisvegi
um himnanna helgidóm.
Lífið er hjóm
nema hjartað eigi
sín heilögu lotusblóm.
Sjö kvæðabækur
og hálfl fjórða hundrað kvæða
Hér að framan hef ég aðeins
í fám dráitum reynt að bregða
upp mynd af þeirri lífsskoðun
og þeim boðskap, sem ljóð
Davíðs Stefánssonar flytja.
Ýmsir munu telja það ljóð á
þessum skrifum að hér sé ekki
getið um mörg uppábaldskvæði
þeirra. Eftir Davíð Stefánsson
hafa eins og kunnugt er komið
út sjö ljóðabækur, sem hafa að
geyma hálft fjórða hundiað
kvæða. Mörg þessara kvæða
kann hvert mannsbarn á þessu
landi. Má þar t. d. nefna „Að
Þingvöllum 930—1930", meist-
araverk, sem ein hátíðaljóða
hafa öll verið lærð og sungin
í aldarfjórðung. Alþjóð kann
söguljóð  eins  og  Hallfreður
vandræðaskáld, Hrærekur kon-
ungur í Kálfskinni og Helga
Jarlsdóttir. Hver gleymir hin-
um ramma galdri kvæða eins
og Á dökkumiðum og Svarti-
dauði. Og hver hefur ekki not-
ið hinnar yíku og þjóðlegu gam-
ansemi skáldsins í kvæðum eins
og Sálin hans Jóns míns og Hjá
Blámönnum? Það yrði of langt
mál þó ekki væri nema að telja
upp þau úrvalskvæði úr ljóða-
safni Davíðs Stefánssonar, sem
alþjóð kann. En einmitt þess
vegna er slík upptalning óþörf.
íslendingar þekkja skáldskap
Davíðs Stefánssonar nægilega
vel til að viðurkenna hann sem
konung íslenzkra skálda, þeirra'
er nú lifa.
Sem leikritaskáld hef ur Davíð
Stefánsson verið mikilsvirkur.
Hann hefur alls samið fjögur
stórleikrit: Munkarnir á Möðru-
völlum (1925) Gullna hliðið
(1941) Vopn guðanna (1944)
og Landið gleymda (1953). Af
þessum leikritum hefur Gullna
hliðið átt mestum vinsældum
að fagna og meira en nokkurt
annað íslenzkt leikrit á síðari
tímum. — Þegar það kom út
(1941) og var sýnt hér í Reykja
vík vár aðsókn slík að leikrit-
inu að það var sýnt 66 sinnum
á fimm mánuðum. Síðan hefur
það verið þýtt á erlend mál og
verið sýnt í Noregi, (bæði í Osló
og Bergen) Finnlandi og Bret-
landi (Edinborg). Hefur því
hvarvetna  verið  vel  tekið  og
'má telja víst að enn sé sigur-
för þess ekki 811,
! Af leikritum Davíðs Stefáns-
sonar er Gullna hliðið skyldast
skáldskap hans. Þar er leitað á
i vit hins liðna, lífsanda blásið í
gamlar þjóðsögur og sálma og
i kynslóð  þeirra  vakin  upp  frá
. dauðum. En í raun og veru er
hinn forni aldarháttur aðeins
baksvið okkar eigin lifs. ,Þó per-
sónurnar séu sveipaðar þjóð-
sagnablæ þekkjum við þó gjörla
Jón bónda og kerlingu hans af
eigin raun íslendingurinn hlýt-
ur að sjá sjálfan sig í þessu
fólki — jafnvel enn betur vegna
hins forna baksviðs.
því  þar á trú vor, ef að líkum
lætur,
í leyndu djúpi sínar megin-rætur.
Og margt er enn sameigin-
legt þótt tímarnir breytist. Víst
er enn langur vegur til himna-
ríkis og margur maðurinn verð-
ur sjálfsagt enn að fara þang-
að í skjóðu aldarandans, engu
síður en kotbóndinn Jón og þarf
þá á hjálp og fórnfýsi síns góða
engils að halda til að gista þar
hina gullnu sali.
Baráttan við óblíða náttúru
og erfið kjör hefur kennt Jóni
að meta meir víkingslund hinna
fornu kappa en kristilegan
boðskap postulanna. í íslend-
ingasögur sækir hann fyrir-
mynd sína og vill ekki láta í
minni pokann fyrir neinum.
Hann er jafn þrjózkur og hvass-
yrtur hvort heldur sem hann
á orðastað við myrkrahöfðingj-
ann eða himinvöldin Og þo er
þetta aðeins hinn ytri hamur,
aðeins skjóða, sem heimsstríð
hans hefur saumað honum, —
og þegar því er lokið og Jón
kemst úr skjóðu sinni þá er
enginn munur á honum og öðr-
um útvöldum í ríki himnanna.
Kerlingin er ímynd fórnfýs-
innar og hjálpseminnar. Hér er
þó engin Sólveig á ferðinni,
1 ekki hin klassiska kvenpersóna
heimsbókmenntanna, sem fórn-
ar öllu fyrir þann, sem hún
elskar, vegna þess að hún er
ambátt ástar sinnar. Það verð-
ur ekki séð að kerling beri
neina ofurást til bónda síns, ef
dæma skal eftir niðurlagi
kvæðisins, sem flytur sama boð-
skap og leikritið. Hér er enn á
ferðinni hin íslenzka alþýðu-
kona, sem
fer að engu óð,
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð.
Að vísu er hún fórnfýsin
sjálf og hjálpsemin, — en það
er eðli hennar. Auk þessa á hún
sér ríkan metnað og sjálfsvirð-
ingu, henni er annt um heiður
sinn og sinna — og hún
átti fáa að
og einmitt fyrir það
vildi hún heldur vita af Jóni
á viðkunnanlegum stað.
Hér eins og alls staðar annars
staðar trúir Davíð Stefánsson
á hið góða í manninum og sigur
þess. Hann er alls staðar mann-
legur, kvika mannkynsins og
„samvizka himins og jarðar".
Hann er alls staðar hinn stór-
brotni andi, sem stendur einn
og óstuddur af flokki og söfnuði.
Alls staðar er hann brautryðj-
andinn, sem heldur á loft
kyndli mannúðarinnar, frelsis-
ins og sanrleikans — og vísar
veginn. Vegna þessara eigin-
leika hefur Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi verið sá, sem í
meðvitund þjóðarinnar skipar
öndvegið á skáldaþingi henn-
ar. — Og þó dð net tímans sé
stórriðið, þá munu samt ljóð
Davíðs Stefánssonar lifa í hjört-
um íslendinga — og þau eru
musteri hins eilífa.
í dag þakkar alþjóð skáldi
sínu og biður því blessunar guðs
um alla framtíð.
Gunnar Dal.
Vísfleg werbó?
HAFNARFIRÐI. — Tekin hefur
verið í notkun ný verbúð hjá
Jóni Gíslasyni. Er hún uppi a
Flatarhrauni, þar sem Jón hefur
á undanförnum árum byggt hvert
húsið af öðru fyrir atvinnurekst-
ur sinn. Er verbúðin um 300 fer-
metrar að stærð og hin vistleg-
asta í alla staði. f henni eru 8
herbergi, hvert með 8 hvílurúm-
um, eða fyrir 64 menn. Þar er
einnig rúmgott eldhús með ýms-
um nútíma þægindum, en þrjár
verða matráðskonurnar. Matsal-
ur er og allstór í húsinu.
Rétt hjá verbúðinni er í smíð-
um allstórt aðgerðarhús eða 512
fermetrar. Bætir það mjög úr
brýnni þörf, því að þeir eru nú
orðnir margir bátarnir, sem
leggja upp hjá Jóni. Verða þeir
alls 12 í vatur. —GE.
versnar
í París —
batnar í Skoflandi
• PARÍS, 20. jan.: — Vatnið í
Signu heldur stöðugt áfram að
stíga, og ástandið fer sífellt versn
andi í París, eftir því sem vatns-
flóðið vex. Hætta er á að flæða
muni inn í neðanjarðarbrautar-
göngin, og brautarstöðvarnar, er
liggja næst Signu eru lokaðar.
Fólk reynir eftir föngum að
verja hús gegn flóðinu með því að
hlaða upp sandpokum. Búizt er
við, að flóðið nái hámarki á
sunnudaginn.
% Umferðin á Signu milli
Parísar og Le Havre stöðvaðist í
kvöld. í Villeneuve rétt fyrir
sunnan París hafa 200 fjölskyld-
ur orðið að yfirgefa heimili sín.
Ekkert er unnið í verksmiðjum í
námunda við ána.
#LONDON, 20. jan.: — í dag var
enn haldið áfram að varpa niður
úr flugvélum mat og lyfjum til
fólks á búgörðum og í smáþorp-
um, er einangrað er í snjóþyngsl-
unum í Norður-Skotlandi.
9 Brezk hernaðaryfirvöld, er
einkum hafa gengizt fyrir þessari
umfangsmiklu hjálparstarfsemi,
segja að ráðið hefði verið bót á
mestu neyðinni, en haldið yrði
áfram hjálparstarfseminni á þeim
svæðum, er enn væru algjörlega
einangruð frá umheiminum. Snjó
mokstursvélar munu brátt taka
til starfa af fullum krafti við að
ryðja vegi. — Reuter-NTB
Styrkur úr Hsnning-
arsjooi
Brunborp
SAMKVÆMT frétt frá Háskólan
um skulu umsóknir um styrk úr
Minningarsjóði Olavs Brunborgs
stud. oecon.'berast skrifstofu Há-
skóla íslands fyrir lok febrúar-
mánaðar.
Verkefni sjóðsins er að styrkja
íslenzka efnalitla stúdenta og
kandidata til náms við háskóla
eða hliðstæða menntastofnun, í
Noregi. Styrkurinn er að þessu
sinni 1500 norskar krónur.
30. jólalrésfagn-
aðurinn
HAFNARFIRÐI: — Fyrir nokkru
hélt minningarsjóður Sveins Auð
unssonar 30. jólatrésfagnað sinn
á vegum St. Daníelshers, en hún
hefir með stjórn sjóðsins að gera.
Eingöngu var boðið fólki 60 ára
og eldra.
Kristinn J. Magnússon æðsti-
templar setti jólafagnaðinn og
minntist Sveins Auðunssonar.
Gat Kristinn þess, að þegar
Sveinn hefði átt 60 ára afmæli
og jafnframt 40 ára templara-
afmæli, hefði stúkan viljað minn-
ast þess á einhvern hátt. Var þá
rætt við Svein á hvern hátt það
skyldi gert. Lét hann þá þau orð
falla, að það væri ánægjulegt að
halda jólatrésfagnað fyrir fólk
60 ára og eldra. Og varð það úr,
að það var gert, í fyrsta skipti 4.
jan. 1926. — Margt hefir verið
tii skemmtunar fyrir fólkið: sung
ið við jólatréð, veitt kaffi, gam-
anvísur, upplestur, kvikmyndir
o. fl.
Hafa þessir jólatrésfaðnaðir
átt mjög miklum vinsæl.dum að
fagna, enda hefir ávalit verið
ágætlega til þeirra vandað, eins
og fyrr segir. — G. E.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16