Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 21. jan. 1955
ag   :agi,
ir   -arr   -gg   ^r   jc   a«:   ir   'nc   aTT
ÚÆ HEUARGREIPUM
SKÁLDSAGA  EFTIR  A.  /.  CRONIN
r" ¦**   -*gi   •**-  aoc  -j«   ac  -aic  aae
anc  ac
Framhaldssagan 32
„Verðið þér það?" Hún leit
ekki á hann.
„Arnold kemur bráðum aftur
og hugsar þá um yður. Ég verð
að fara núna á skrifstofuna".
„Hvað á ég að segja við yður?"
Hún talaði lágt og virtist varla
ætla að geta sagt þetta, og síðan
hvíslaði hún: „Nema þakka yður
íýrir".
Hún fylgdi honum til dyranna
og rétti fram höndina. — Hann '
þrýsti hana og var nú mjög órótt
innanbrjósts. Hann horfði á hana
og þá sá hann, að hún hafði hall-
að sér upp að dyrasafnum, eins
og hún þyrfti á stuðningi að
halda. Það virtist ekki vera
mögulegt, að hann ætti nú að
fara frá henni. Hvers vegna
höfðu þau hitzt til þess eins að
skilja aftur?                   |
Þegar hann kom á skrifstof-
tma um daginn, heilsaði einka-
litarinn honum og sagði honum
þær frcttir, að timbrið, sem hann
hafði keypt í Gmtind, væri kom-
ið, og í dag klukkan fjögur ætti
hann að koma til viðtals við
austurrísku stjórnina og ræða
um Wittfeld-virkjunina.
„Þér hafið haft gott af ferða-
laginu, herra Harker", sagði hún
og horfði rannsakandi á hann.
Harker brosti til hennar. „Mér
líður miklu betur".             •
Það er varla hægt að kalla
þessa síðustu daga ferðalag, hugs-
aði hann. En samt var það rétt í
einum skilningi. Hann hafði farið
burt frá sjálfum sér, gleymt sín-
um eigin vandræðum og tor-
tryggni til þess að hjálpa ein-
hverjum öðrum og við það hafði
hann öðlazt styrk aftur. Hann
fór nú að hugsa um Madeleine,
sem var ein í íbúð Arnolds. Hann
langaði til að heimsækja hana,
en síðan hætti hann við það. Hún
mundi eflaust bara hvíla sig, og
þar að auki mundi Arnold
hringja til hans um leið og hann
kæmi heim aftur.
Hann hætti að hugsa um for-
tíðina og sér til mikillar ánægju,
fann hann, að þetta var í fyrsta
sinn í um það bil tvo mánuði,
sem hann gat einbeitt sér við
starfið. í næstu þrjár klukku-
stundir vann hann sleitulaust við
Wittfeld-virkjunina og fór marg-
oft yfir staðreyndir og tölur.    i
Hann var mjög rólegur, er
hann fór til fundar við austur-
íska atvinnumálaráðuneytið og
eftir nokkra mínútna bið var hon
ura vísað inn í fundarherbergið.
Er skiptzt hafði verið á kurt-
eisiskveðjum, bauð ráðherrann
honum að setjast niður. Harker
var alveg undrandi, hve rólegur
bann var, svo mjög hafði hann
kviðið fyrir þessu viðtali, áður
en hann hafði farið frá Vín.
„Eins og þér vitið, herra Hark-
er", sagði ráðherrann þurrlega,
„er hraðinn það mikilvægasta í
byggingu Wittf eld-virkj unarinn-
ar. Þér lofuðuð, að henni skyldi
það við ráðunauta sína. Og það
var eins og Harker hafði búizt
við, þeim fannst mikið til um
þessar fréttir.
Því næst var komið að verk-
legu atriðum framkvæmdanna.
Hann gaf skýr og óhikuð svör og
eftir tuttugu mínútur sleit ráð-
herrann ráðstefnunni. „Þakka
yður fyrir, herra Harker. Við
munum tilkynna yður ákvörðun
! okkar á morgun".
j Næsta morgun, er hann kom á
skrifstofuna, var stórt umslag
frá ríkisstjórninni, þegar á skrif-
borði hans. Hann opnaði það og
hljóp yfir hinn venjulega, lang-
dregna inngang, en leit á miðja
blaðsíðuna og las hina þýðingar-
miklu setningu: . ...höfum þá
ánægju að tilkynna yður að Hinu
almenna byggingarfélagi hefur
verið falið að framkvæma alla
vinnu við Wittfeld-vatnsaflsstóð-
ina.
Hann var ánægður, er hann sá
þetta, en samt var hann ekki
fullkomlega ánægður. Ef til vill
yrði hann fluttur heim vegna
þess, hve vel honum hafði geng-
ið, ef til vill yrði hann hækkað-
ur í tigninni. Ef hann aðeins gæti
tekið Madeleine með sér heim.
Meðan hann var að hugsa um
þetta, hringdi síminn og hann
tók hann upp í eftirvæntingu.
„Ert það þú, Bryant?" Það var
Arnold. Harker leið ekki sem
bezt. Hann vissi, að nú var hlut-
verki hans í lífi Madeleine lokið,
því að nú var Arnold kominn
heim aftur. „Sæll og blessaður",
reyndi hann að segja glaðlega.
„Hvenær komstu heim?"
„Fyrir um klukkustund síðan",
sagði Arnold. „Ég er heima hjá
mér núna".
„Þá hlýtur þú að hafa séð
. ..." Harker bjóst nú við miklu
þakklæti.
„Þú átt við Madeleine? Já,
Bryant, það var svei mér vel
gert af þér að koma með hana
hingað. Þú ert sannur vinur, þú
ert___"
„Hún er dásamleg stúlka",
greip Harker fram í ákveðinn.
„Ég óska þér til hamingju, Arn-
old. Þú getur sparað að láta mig
fá lárviðarsveig, hugsaði hann.
Ég kom með hana hingað, hún
tilheyrir þér.
„Til hamingju?" Arnold virtist
vera steinhissa. „En Bryant, þetta
er ekki unnustan mín".
Harker hélt að hann væri nú
orðinn eitthvað ruglaður. „Hvað
áttu við, er hún ekki unnustan '
þín?  Þú  sagðir,  að  hún  ætti
heima í Gmúnd, og að hún héti
Durych — þú lézt mig jafnvel
fá ljósmynd af henni!"
„Bíddu augnablik. Unnustan
mín er Anna Durych, eldri systir |
Madeleine. Ljósmyndin, sem ég
lét þig fá var af Önnu, en hún
var tekin fyrir nokkrum árum,
svo að það hefur verið þess vegna
sem þér fannst hún vera af Made-
leine".
Enn gat hann ekki trúað því,'
og ekki fann hann til neins fagn- |
aðar, heldur var eins og hann
væri   tilfinningarlaus.   „Hvað
varð þá af Onnu?"             j
„Madeleine var að segja mér ,
fréttirnar",  sagði  Arnold  stilli- !
lega. „Anna hefur verið flutt til
Úkraínu, en það er enn von um
að hún sé á lífi, ég gef að minnsta
kosti ekki upp vonina".
Það varð þögn. Harker fann til
innilegrar samúðar með Arnold,
en á sama tíma hugsaði hann um j
það eitt, að nú væri Madeleine •
frjáls, nú gæti hann tekið hana
í faðm sér og sagt henni allt, sem i
hann hafði ætlað að segja henni. J
En hvers vegna hafði þetta ekki
komizt upp fyrr? Ef til vill vegna !
þess, að þau höfðu aldrei talað
um Arnold. En hvað hefði hún
hugsað um hann, er hann skildi
hana  eftir  í  íbúð  Arnolds  án
nokkurra skýringa, og hvarf síð-
an burt úr lífi hennar?
„Heyrðu Arnold, mig langar
til að koma og heimsækja Made-
leine. Má ég gera það?"
„Þú skalt heldur spyrja Made-
leine sjálfa um það. Hérna er
hún".                      j
„Bryant?" Honum fannst hann
hafa þekkt þessa rödd alla æfi.   I
„Madeleine, elskan mín. Ég
var alveg viss um að...."      j
„Ég held, að ég skilji-----"
„Má ég koma? Við getum borð-
að hádegisverð saman".         i
„Það væri gaman. En Bryant,
flýttu þér, ég hef saknað þín svo i
mikið".
Hann lagði heyrnartólið á og I
fagnaðartilfinning  greip  hann |
allan. Hann ætlaði að fara með I
hana úr þessari borg, fara með [
hana til Ameríku sem allra fyrst.
Einni  mínútu  síðar  var  hann
kominn út á götuna og náði í
leigubifreið.
„Mariastrasse 7", sagði hann
við bifreiðastjórann. „Og þú skalt
fá tvöfalt fargjald, ef þú flýtir
þér".
SÖGULOK.
IJTSALA  |
í dag hefst útsala á           :
kvenkápum
(alullarkápur)
Afsláttur 30-75%   j
Verzl. EROS h.í.   \
Hafnarstræti 4 — Sími 3350   :
Jóhann handfasti
ENSK SAGA
89
vera lokið í október, eða mánuði hverja áttiíia áður en til árásar kæmi, svo að öll lestin, klyfj-
fyrr en nokkur annar. En nú er  uð gulli og silfri, kryddi og silki, víni, ávöxtum og gimstein-
^spurningin: Getið þér staðið við  um og öðrum dýrmætum varningi, féll í hendur okkar. Úlf-
þetta loforð?"                  aldarnir fældust og þutu í allar áttir og bað var hlægilegt að
„Virkjunin  verður  komin  í s;a hvag menn okkar gatu verið klaufalegir, þegar þeir voru
sta  dag  að bagla yið að ná þeim
„Komdu, reiddi hnefi," kölluðu vinir mínir til mín. „Þú
ert búinn að vera lengi með bessum villidýrum og ert þeim
kunnugur. Sýndu okkur nú hvernig á að fara að því að
ná þeim."
Þegar ég kom aftur til vina minna, heill og hraustur, tóku
þeir mér með svo hjartnæmum fögnuði, að því verður ekki
af með orðum lýst, og þó að þeir hæddust og hentu gaman að
kvenbúningi mínum margar vikur á eftir, þá hvarf allt þess
Þegar ráðherrann heyrði þetta, háttar í skugga fyrir fögnuðinum yfir að vera kominn til
váfð hahn undrandi óg raéddi Um þeirxa; aftet; í í i í I í»i I í !' í í < *  .       í   .;!  ícT-í.m  >  :
októbermánaðar",  sagði  Harker
íestulega.
„Hafið  þér efni  til  að  byrja
strax? Til dæmis timbur?"
„Við  getum  hafið  verkið  a
morgun. Byggingarfélagið hefur
einmitt nú fengið farm  upp á
fjörutíu   þúsund   kúbikfet
timbri frá austurhlutanum"
TRESMIÐAVELAR
TALCO  -  DELTA
Fyrirliggjandi.
6.ÞIBSIEINSS8Nt J8IHSIH í
GRJOTAGOTU  7 — SIMAR 3573—5296.
De Soto '54
Keyrður  15  þúsund  km. og selst á sanngjörnu
verði, til sýnis og sölu.
7 / zmamaounnn
Brautarholti 22.
i
XE  tilreitt
a nuia
Örlítið af Nestei í bollann
n kátt
Neste er uppleysanleg blanda
af bragðefnum tes og kolvetn
um. Kolvetnin koma í veg fyr
ir að bragðið dofni.
Heildsölubirgðir:
I. Brynjólfsson & Kvaran
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16