Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 16
Veðurútlif í dag: V-stinníngskaldi. Skúrir. wgtitiMðMfe 87. tbl. — Þriðjudagur 19. apríl 1955 Húsnæðisfrumv. á Aiþingi. Sjá blaðsíðu 2. Bílstjorur hindruðu uð Hreyfils bílur fengju undunþúgu-benzín T Verkfallsstjórnm neitaði þá læknum um benzín IL ÁREKSTRA, þó ekki handalögmála, kom í gær milli þeirra leigubílstjóra, sem verkfallsstjórnin hefur undanfarið séð fyrir ►ægu benzíni til að geta stundað atvinnu sína, og hinna leigubíl- ♦■tjóranna, sem undanfarið hafa verið ofsóttir af stéttarbræðrum ♦.inum og verkfallsstjórnarmönnum. Þessir bílstjórar eru af Borg- ssrbílstöðinni, Bifreiðastöð Reykjavíkur og Hreyfilsbílstjórar „sem <ekki eru í náðinni", eins og þeir kalla það sjálfir. Er hefja skyldi afgreiðslu á undanþágu-benzíni til kommúnistabílanna á Hreyfli, elógu bílstjórarnir vörð um benzíngeymana. — Kváðust mundu hindra að Hreyfilsbílarnir fengju benzín. — Aftur á móti kváðust Jfeir vilja að læknabílar fengju benzín, svo og aðrir undanþágu- bílar sem áður, en ekki leigubíiar frá Hreyfli. — Er verkfalls- stjórninni var tilkynnt um þetta, svaraði hún með því að banna alla benzínafgreiðslu til þeirra bíla, sem benzínundanþágu hafa, og neitaði læknum bæjarins og ljósmæðrum um benzín á bíla sína. ÉKKI Á HREYFILSBÍLA Þegar benzínsalan skyldi hefj- ast í Essostöðinni í Hafnarstræti, höfðu allmargir bílstjórar frá -Borgarbílastöðinni, Bifreiðastöð Reykjavíkur og af Hreyfli, tekið sér stöðu við benzíngeymana. — Vegfarendur veittu þessu athygli og innan skamms var mikil þröng manna þarna. Sem að ofan greinir, tilkynntu bifreiðastjór- arnir afgreiðslumönnum og verk- fallsstjórnarmönnum, sem þar voru, að þeir ætluðu sér að hindra það að benzín yrði afgreitt til leigubíla á Hreyfli. Sem kunn- ugt er hafa tugir bíla af þessari stöð fengið ótakmarkað benzín með undanþágukortum frá verk- fallsstjórn. ENGIN TILRAUN GERÐ Ekki var gerð nein tilraun gegn mótmælum að setja benzín á Hreyfilsbíla þá, sem voru með tlndanþágukort og biðu við geym ana. En kommúnistarnir hreyfðu ekki bíla sína, svo að hvorki læknabílar eða aðrir bílar en leigubílar, sem undanþágu ihafa frá benzínverkfallinu, kom- ust að benzíngeymunum. Meðal bílanna í biðröðinni, sem mynd- aðist var einn sendiráðsbíll, eign rússneska sendiráðsins. Allgóð stund leið og ekki kom til neinna stympinga þarna, en þá kom á vettvang Guðmundur J. Guðmundsson, verkfallsstjórn- armaður, ásamt nokkrum aðstoð- armönnum. LÆKNUM NEITAÐ Guðmundur J. Guðmundsson skýrði frá því, að úr því að Hreyfilsbílarnir fengju ekki af- greiðslu, fengi enginn bíll benzín, læknar fengju ekki heldur af- greitt benzín á bíla sína. Slíkt þótti fólki, sem fylgdist með því, <er þarna gerðist, furðulegt. Að íveita læknum bæjarins um ben- zín væri með öllu óverjandi ráð- etöfun af hendi verkfallsstjórn- ar. Þannig leið fram til klukkan 4, «‘n fram til þess tíma átti benzín- afgreiðslan að vera opin. Var henni lokað þá, og smásaman fór fólk að týnast í burtu og Hreyf- ilsbílarnir fóru. SVAR I DAG Blaðið hafði fregnir af því í gærkvöldi, að um nónbil í gær hafi fundur verið haldinn hjá fulltrúm Dagsbrúnar og Vinnu- veitendasambandsins. Var þar íætt um benzínundanþágurnar. Fundi þessum lauk með því, að forráðamenn Dagsbrúnar kváð- tist myndu árdegis í dag svara *i!lögum. sem lagðar vroru fyrir þá varðandi benzínundanþágur. Bólufenið er komið UM helgina kom hingað til lands flugleiðis frá Bretlandi, hið nýja bóluefni gegn lömunarveiki, sem framleiðsla er að hefjast á nú. Skýrt var frá því í fréttum um daginn, að ráðgert væri að allsherjarbólusetning barna hér í bæ á aldrinum 3—15 ára myndi hefjast 20. þ. m. — Blaðinu er kunnugt um, að svo getur ekki orðið. Heilsuverndarstöðin mun tilkynna um það með nægum fyrirvara þegar henta þykir að hefja bólusetninguna. Sorphieinsunar- bílar fá ekki benzín SORPHRETNSUN frá hýbýlum manna hefur nú gjörsamlega stöðvast. Verkfallsstjórnin hefur neitað bæjaryfirvöldunum um benzín á sorphreinsunarbílana. En fyrst um sinn verður hægt að hreinsa sorptunnur sjúkrahús- ’l anna, sendiráðanna og gistihús- anna. Konrnir fram BÁTAR þeir er lýst var eftir í útvarpinu í gærkvöldi voru báðir komnir fram um klukkan 11,30. Annar hafði lent í Viðey og voru mennirnir af honum heima á Viðeyjarbúi, en hinn báturinn komst hingað til Reykjavíkur. Verkfall boðað í frystibúsum í GÆRDAG ákvað trúnaðar mannaráð Dagsbrúnarstjórn- ar, að vélgæzlumenn í hrað- frystihúsum hér í Reykjavík, lýstu vfir samúðarvinnustöðv- un, frá og með 26. apríl n. k., verði verkfallið ekki leyst fyrir þann tíma. Hér í bænum eru starfrækt sjö frystihús, sem ýmist vinna einvörðungu að fiskfram- leiðslu, eða kjötfrystingu, auk þess sem Sænsk-íslenzka frysti húsið framleiðir ís fyrir fiski- flotann. Áætlað er að verðmæti þeirra útflutningsafurða og kjötbirgða sem í frystihúsun- um er geymt, muni nema 15— 20 millj. króna. Ekki er vitað um hvort vél- gæzlumennirnir sjálfir hafi verið spurðir ráða í sambandi við samúðarvinnustöðvun þessa. Liflu munaði að barn brynni inni í íbúðarskála í gærdag Kona æeð Jírjú börn missir aleiguna Kc 3 mönnum bjargað Keflavík, 18. apríl. SKIPSTJÓRINN Jón Kristjáns- son á mótorbátnum Hilmi frá Reykjavík, bjargaði í dag þrem mönnum, sem voru á opnum trillubát héðan úr Keflavík, er var að því kominn að sökkva eftir ólag, er á hann kom og braut hann. Þetta gerðist um kl. 3 út af Skaga, um klukkustundar siglingu. Var trillan á leið til lands úr róðri. Eftir ólagið tókst mönnunum að verja bátinn áföll- um og gátu haldið vélinni gang- andi með hvíldarlausu austri. — Þannig andæfðu þeir móti veðri og sjó í 4 klukkustundir. Þá sáu þeir hvar vélbáturinn Hilmir kom. Gátu trillubátsmenn gert vart við sig og siglt í veg fyrir Hilmi. — En rétt í þann mund og Hilmismenn björguðu þeim, sökk trillubáturinn þeirra. Á honum voru þeir Benedikt Guðmunds- son, Aðalgötu 9; Pétur Guðmunds son, Tjarnargötu 14; báðir Kefl- víkingar, og Hörður Jóhannsson frá Borgarnesi. Þeir voru fluttir til Revkjavíkur og komu hingað í kvöld og varð ekki meint af volkinu. — Ingvar. ONA með þrjú óvita börn sín í skála 25 í Selby skálahverfi, missti aleigu. sína. í gærdag, er íbúð hennar gjöreyðilagðist I eldi og allt það sem þar var inni. Við lá að manntjón yrði í brun- anum. Fyrir snarræði og dugnað manns er kom til hjálpar tókst á síðasta augnabliki að bjarga barni konunnar út úr brennandi skál- Preslkosmnpr og laus presfaköl! Á SUNNUDAGINN fór fram prestkosning að Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði. Þar voru tveir í kjöri, þeir Robert Jack, nú prest- ur vestur í íslendingabyggðum í Kanada og Þorleifur Krist- mundsson cand. theol í Reykja- vík. Á næstimni munu verða prest- kosningar í nokkrum prestaköll- um öðrum: Staðarhólsþingum í Dalaprófastsdæmi, en þar sækir um settur prestur þar Þórir Stephensen. — Að Hrafnseyri í V.-ísafjarðarprófastsdæmi, en þar sækir einnig einn um, sett- ur prestur Kári Valdimarsson og Sauðlauksstaðaprestakall sem Grímur Grímsson prestur sækir einn um. Um helgina tilkynnti biskups- skrifstofan um þrjú prestaköll sem laus eru. Það er Hofsós, Háls og Vatnsendaprestaköll í Suður- Þingeyjarsýslu. — Séra Björn O. Björnsson, sem verið hefur prest- ur í Hálsastaðaprestakalli fær lausn frá störfum frá fardögum vegna heilsubrests. Vorið að koma vesl- uf SKÁLAVÍK. 18. apríl — Hér er nú hið bezta vorveður. Farið er að slá grænum lit á tún og jörð í byggð að verða auð. Lóan er komin, og farið er að sleppa geldfénaði Skattanefndarstörfum er að verða lokið hér í lnndjúpinu. Hin mikla verðlagshækkun bú- fjár á skattaframtali mælist illa fyrir. — Hin mestu vandræði eru að skapast vegna vörUskorts sök- um verkfallsins, og póstsending- ar liggja að mestu leyti nirði af sömu ástæðum. —P. P. <í' Eldurinn kom upp um kl. 10,15. Helga hafði skroppið að heiman í búð. — Börnin voru heima ásamt tveim stúlkum, sem voru gestkomandi þar. — Voru börnin ein í herbergi. Sálfafundur Enginn fundur var í gær. mun verða haldinn í kvöld. Skriða fellur á bæ í Kjósinni —12 manns var í húsinu og fórst 2 ára barn Valdastöðum, Kjós. SÚ fregn barst út um sveit- ina um klukkan 6 í kvöld, að skriða hefði hlaupið á bæ- inn Hjalla, undir Meðalfelli, í landi Eyja. Klukkan um hálf tólf, er menn frá bæjun- um, sern fóru þangað til hjálp- ar, komu heim aftur, skýrðu þeir frá því að tveggja ára barn Ingólfs Guðnasonar í Eyjum og konu hans Helgu, sem er af þýzkum ættum, hefði farizt. — Aðra sakaði ekki, en að Hjalla býr Hans Guðnason, bróðir Ingólfs og kona hans Unnur Hermannsdóttir. Eiga þau hjón níu börn, og á að ferma hið elzta þeirra nú í vor. Hjalli er nýbýli og stendur að sunnanverðu undir Meðal- felli, en úr því hljóp skriðan á bæinn sem stendur skammt frá fjallsrótunum. ★ Skriðan kom á íbúðarhúsið, aðaldyiamegin. Beljaði aurinn og vatnselgurinn inn i húsið, inn um dyrnar, sem moluðust. Þar sem dýpst var náði aur- inn manni í mitt læri, en ekki var allsstaðar svo þykkt á. ★ Heimilisfólk var allt heima er skriðan skall á bæinn. Litla barnið sem fórst grófst undir aurleðjunni í húsinu og náðist ckki fyrr en eftir full- an klukkutíma. Er vissulega mikill harmur kveðinn að Eyja heimilinu og svo að Hjalla, yfir þessum hörmulcga atburði. — Frú Hclga, móðir barnsins, var í Reykjavík er þetta gerðist. ★ Skriðan hljóp ekki á útihús- in, og skemmdirnai á íbúðar- húsinu munu ekki eins mikl- ar og astæða hefði verið til að ætla. ★ Fregnir hafa borizt af skriðu hlaupnm hér og þar í sveitinni, en óhemju rigning hefur ver- ið hér í dag í mannaminnum munu skriður ekki hafa fall- ið þarna úr Meðalfelli. —St. G. I GLUGGATJOLDUM Ekki vissu stúlkurnar fyrri til en að eldur var kominn upp í herberginu hjá börnunum. Stóðu gluggatjöldin í ljósum loga. — Önnur stúlkan reif þau niður og hljóp með þau logandi út úr skál- anum. Þrátt fyrir þetta snarræði stúlkunnar dugði það ekki til þess að bjarga, því eldurinn hafðí þá þegar læst sig í þak skálans. Á svipstundu varð eldurinn i skálanum allmagnaður. — Fólk þusti að til hjálpar. — Meðal þess var Magnús Jónsson deild- arstjóri hjá Sláturfélaginu, sem rekur verzlun þarna beint á móti, Réttarholtsvegi 1. — Hann heyrði á tal tveggja kvenna, sem voru að tala um hvort öll börnin myndu vera komin út úr skál- anum, — en það var ekki fylli- lega Ijóst. i <e BARNSGRÁTUR En þá barst til eyrna fólksins úti á götunni barnsgrátur. Þusti Magnús inn í logandi skálann og fann þar inni litla telpu, sem hann greip þegar, en eldtung- urnar I veggjum skálans höfða kveikt í hári hennar og fötum. Magnús var eldfljótur út með barnið og þar kom honum til hjálpar Magnús Valdimarsson, Réttarholtsvegi 1. — Þeir fóril tafarlaust í bíl Magnúsar svo sem þeir máttu með barnið i Lands- spítalann. Brunasár þess munu ekki hafa verið alvariegs eðlis, en hár barnsins að mestu brunn- ið. ( ÖNNUR ÍBÚÐ SKEMMDIST Annað fólk, sem kom til hjálp- ar reyndi eftir getu að veita hjálp, en engu var hægt að bjarga af innanstokksmunum út úr skálanum, enda austurendi hans í björtu báli er slökkviliðið kom á vettvang. — f vesturenda skálans bjó önnur fjölskylda, Þar urðu vatnsskemmdir og einnig skemmdir af völdum reyks. Þau munu vera upptök elds- ins, að börnin hafi kveikt 1 gluggatjöldum. í gærdag var slökkviliðið einn- ig kallað vestur í Knoxbúðir, en þar hafði kviknað í sóti í reyk- röri eins skálans. Þar urðu eng- ar skemmdir. Sjúkur prestur sóttur í þyril- vængju í GÆRDAG fóru tvær þyriL vængjur varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli austur að Villinga- holti og sóttu þangað sr. Ragnar Ófeigsson prest að Fellsmúla, scm var allþungt haldinn. Engar ílugvélar aðrar gátu farið þessa ferð eins og veðri var háttað en rok var og rigning og mjög slæmt skyggni. — Önnur þyrilvængjan flutti aðeins benzín fyrir þær til fararinnar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.