Morgunblaðið - 10.07.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók «. árganfwr 153. tbl. — Sunnudagur 10. júlí 1955 Prentsmlf Ja Morgnnblaðsúu Atomöldin HÁMARK ÓSVÍFNI BREZKRA ----- TOCARAEIGENDA 2500 sinnura öfluori en Oirosbimasprengjan LONDON, 9. júlí: — Möguleikar eru á því að gera kjarnasprengju, sem er 2500 sinnum öflugri held- ur en atomsprengjan, sem eyddi Hiroshima í Japan. Frá þessu segir í ávarpi, sem 9 heimskunn- ir vísindamenn hafa sent stjórn- völdum fimm stórvelda, Bret- lands, Bandaríkjanna, Frakk- lands, Kanada og sovétríkjanna. í ávarpjnu segir að almenning- ur geri sér ekki grein fyrir tor- tímingarmöguleikum kjarna- styrjaldar, og jafnvel ekki held- ur ráðandi menn í heiminum. ♦ Ef sprengdar verða marg- ar vetnissprengjur í senn mun minnihluti manna deyja þegar i stað, en meirihlutinn mun eiga yfir höfði sér hægan og þján- ingarfullan dauðdaga. Kjarnorku styrjöld mun hafa í för með sér tortímingu mannkyns. Til þess að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld verður að finna leiðir til þess að stöðva hin tröllauknu átök milli kommún- isma og andkommúnisma, segir í ávarpinu. ★ Meðal vísindamannanna, sem ávarpið hafa undirritað er Albert Einstein, frumkvöðull atomaldar. — Hann undirritaði ávarpið skömmu fyrir andlát sitt í april síðastliðnum. Bertrand Russel birti ávarpið á blaðamannafundi í London í dag. Auk Einsteins og Russels und- irrita ávarpið 7 Nóbelsverðlauna- höfundar. Meðal þeirra eru Bridgeman, prófessor , Harvard, Mollte, próf., Indiana, Rutledge, próf. London, Powell próf. Bris- tol, Joliot Curie, próf., Frakk- land, japanskur prófessor og pólskur prófessor. Engir sovétsk- ir vísindamenn undirrita ávarpið, en einn hefur lýst yfir skriflega, 1 að hann sé meðmæltur. Russel lagði á það höfuð- áherzlu á blaðamannafundinum að ávarp þetta væri frábrugðið kommúniskum friðaráróðri. London í gær: KOLAVERÐ hækkaði í Bretlandi í morgun um 18 hundraðshluta og kom þetta eins og reiðarslag yfir brezkan iðnað. Búizt er við að verð á rafmagni og gasi hækki þegar í stað vegna hins háa kola verðs. Hækkun eldsneytiskostn- ! aðar mun síðan hafa áhrif til verðhækkunar í fiestum grein- um brezks iðnaðar. STÁLVERÐ í Bandaríkjunum hækkaði uro mánaðamótin um rúmlega 7%, vegna hækkaðs kaugjalds til stáliðnaðarverka- manna. Hlutu þeir 15 centa (kr. 2.45) hækkun á tímakaupi. Hækkun stálverðs hefir áhrif á verðlag frá títuprjónum upp í túrbínur. □-------------------------□ Stokkhólmur, 9. júlí. handtekinn og yfirheyrður. En MILLJÓN KRÓNA málaferli eru íyrir nokkrum vikum var frá því um það bil að hefjast milli söngv skýrt, að Adenby hefði verið arans Gösta Nordgrens („Snodd- sýknaður af öllum ákærum. aS“) annarsvegar, og auglýsinga- j stjóra hans frá því á söngárun-' Nú hefir Adenby fyrir sitt leyti um, Thorsten Adenby. hinsvegar. lagt fram stefnu. „Afton Tidning- Báðir þessir heiðursmenn komu en“ skýrir frá því, aðAdenby ætli til íslands hér um árið. jað krefja Snoddas um milljón Fyrir aillöngu lagði „Snoddas" (sænskra) króna skaðabætur. —j fram kæru í lögreglurétti Svíþjóð Þar á ófan gerir hann kröfu til j ar á hendur Abenby fyrir að hafa j 100 þúsund sænskra króna, sem dregið sér óheiðarlega allmiklar t hann telur að Snoddas eigi hon- fjárfúlgur, sem Snoddas taldi um vangoldnar frá því á hljóm- j sína réttmœtu eign Adenby var leikaferðunum. BJARTARA er yfir heimsmál unum og bjart er yfir þessum heiðursmönnum, sem hér sjást á mynd. Myndin var tek in vestur við Kyrrahafs- strönd í júní. Menn þessir eru að undir- búa Genfarfundinn, en á þeim fundi er ætlunin að ljúka „kalda stríðinu“. Menn irnir, sem þarna eru að semja í sól og hita, eru talið frá vinstri: John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Harold MacMillan, ut- anríkisráðherra Breta og Antoine Pinay, utanríkisráð- herra Frakka. i»eir fara til Genf í lok þess arar Viku. Utanríkisráðherrarnir halda morgunfundi á meðan á ráðstefn- unni stendur í Genf, en „topparn- ir“ halda síðdegisfundi. Bjóða íslenzkum blöðum fé fyrir birfingu óhróðurs og blekkinga um hinn islenzka málstað i friðunarmálinu! EINS og kunnugt er, hafa samtök brezkra togaraeigenda undanfarið haldið uppi óhróðri og blekkingum um frið- unaraðgerðir íslendinga í brezkum blöðum. Hafa mörg blöð birt auglýsingu frá samtökunum, þar sem reynt er að gera hinn íslenzka málstað tortryggilegan á alla lund. M. a. er þar beinlínis látið að því liggja, að hin nýju friðunartakmörk eigi sök á því, að brezkir togarar hafa farizt við íslandsstrendur. Samtök brezkra togaraeigenda hafa nú bitið höfuðið af skömminni með því, að snúa sér til Morgunblaðsins og óska þess, að það birti þennan óhróður þeirra sem auglýsingu, og taki fé fyrir. Má segja, að þar með hafi ósvífni þeirra ®g frekja náð hámarki sínu. — Hefur Morgunblaðið að sjálfsögðu neitað að birta slíka „auglýsingu“. Hinsvegar telur það rétt, að ís- lenzkur almenningur eigi kost á að kynnast efni hennar, því vitanlega hafa íslenzk blöð enga ástæðu til þess að dylja lesendur sína þess. Er það fyrst og fremst samtökum brezkra togaraeigenda til háðungar og áfellisdóms. EFNI „AUGLÝSINGARINNAR“ í upphafi auglýsingarinnar eru raktar nokkuð aðgerðir íslenzku ríkisstjórnarinnar til verndunar fiskimiðunum við strendur ís- lands. Er hin nýja friðarlína þar kölluð „refsimörk". Hafi þau ver- ið sett upp á eindæmi íslendinga og „án ráðaleitna“. Þá segir að brezkir togarar hafi verið „brautryðjendur á fiski- miðunum umhverfis ísland“. Það sé því ekki að furða þótt brezk- ym skipstjórum, stýrimönnum og áhöfn gremjist, þegar þeir séu „sviftir hinum hefðbundnu svæð um á svo gjörræðisleg'an hátt“. Síðan er kvartað yfir því, að íslenzkir línubátar skuli mega fiska innan hinnar nýju friðunar- línu, en ekkert á það minnzt, að sama gengur yfir íslenzka togara og erlend togveiðiskip. Meginefni „auglýsingarinnar“ fer orðrétt hér á eftir í þýðingu löggilts skjalaþýðanda: VERKFALL TOGARASKIP- STJÓRA „Brezkir togaraskipstjórar guldu líku líkt, og hótuðu verk- falli, ef ísl. togarar lönduðu afla sínum í Hull, Grimsby eða Fleet- wood. Brezku fiskkaupmennirnir og öll brezku togarafélögin studdu mSl þeirra. Síðan þetta var, hefur löndunarbann verið á íslenzkum ferskum fiski í höfn- um vorum, enda þótt íslendingar landi enn saltfiski og frystum fiski. Á meðan deila þessi hefur staðið yfir, skipaðist hliðistætt staðið yfir, skipaðist hliðstætt miðum umhverfis Færeyjar. — Gagnstætt framkomu íslendinga, var nýr brezkur samningur gerð- ur við Danmörku og færeysku landsstjórnina, sem allir aðilar una, og öðlaðist hann gildi hinn 1. júlí 1955. MARKAÐUR ÍSLENZKRA SKIPA íslendingar eru fornvinir vorir. Brezku fjármagni hefur verið veitt til byggingar íslenzka tog- araflotans. Bretland hefur ævin lega verið aðal markaður ís- lenzkra skipa. Áður en deilan hófst, námu íslenzkar landanir um 5 af hundraði af þeim fiski, sem barst á brezka markaðinn. Með því að leggja hart að sér, hafa brezkir, þýzkir og aðrir erlendir togarar fyllt í skarðið. Æ meiri fiski er nú landað í brezkum höfnum, og verðinu haldið mjög stöðugu. í raun og veru er það stöðugra en á nokk- urri annarri fæðu, og fiskur er enn ódýrasta fyrsta flokks eggja- hvítuefnafæðan, sem brezkar hús mæður geta keypt. Allir innan brezka fiskiðnað- arins harma deiluna við ísland. Ríkisstjórnin hefur gefið út grem argerð, sem lögð hefur verið fyrir Evrópuráðið, en í henni er nákvæmlega skýrt frá brezka málstaðnum. Æ ofan í æ hefur af hálfu iðnaðarins verið boðist til þess að semja við íslendinga, en öllum tilraunum til samninga hefur verið hafnað. Málið er enn í sjálfheldu. Frh. á bls. 2. Norðmen vanlar yyp sjviEKfisBi K AUPMANN AHÖFN: — Norska verzlunarflotann vantar skips- hafnir. Norðmenn gera ráð fyrir að sig muni vanta 6—7000 sjó- menn innan nokkurra ára. Nú hefir varaformaður norska sjómannasambandsins, Gunvald Hauge, gert Dönum opinbert til- boð um að veita 2 þús. stórum dönskum drengjum ókeypis sjó- mannanám í Noregi, ef drengirn- ir vilja ráða sig í norska flotann. HITI CHICAGO 8. júlí. — í austur- hluta Bandaríkjanna gengur yfir hitabylgja, hitinn hefur undan- farna daga verið 35—40 gráður á Celsius. SNJÓR BUENOS AIRES 8. júlí. Fyrsti snjórinn sem hér hefur komið undanfarin 37 ár féll hér í dag. Snjókoman stóð í 40 mínútur. —■ Snjórinn bráðnaði jafnóðum af götunum. FLÓÐ SKIPAFERÐIR um Dóná hafa stöðvazt vegna flóðs af völdum rigninga. Brýr hefur tekið aí viða í Suður-Þýzkalandi og I Austurríki vegna flóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.