Morgunblaðið - 07.08.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. ágúst 1955 Útg H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálarltstjóri: SigurSur Bjarnason frá 'Viffat Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. f laiuasölu 1 krðnn dntakið. Úr daglega lífinu U* Um „milliliði“ og frjálsa samkeppni TM LANGT skeið hafa hinir svokölluðu „vinstri flokkar" þrástagast á því, að mesta mein- ið í íslenzku þjóðfélagi væru „milliliðirnir" og okur þeirra. Allir milliliðir ættu heima í Sjálfstæðisflokknum. Hann bæri því ábyrgð á öllu þeirra ljóta og leiða atferli. Það er að sjálfsögðu öllum vit- að, að bæði hér á landi og ann- arsstaðar hendir það iðulega, að of hátt verð er tekið fyrir ýmis- konar þjónustu, dreifingu vara eða einstök þjónustustörf, sem unnin eru í þágu almennings. Bezta tryggingin gegn því, að einstökum „milliliðum“ takizt þetta er sú, að frjáls samkeppni ríki í þjóðfélaginu, frjáls sam- keppni um verzlun og viðskipti og á sem flestum sviðum, þar sem boðin er fram þjónusta, sem almenningi er nauðsynleg og hann þarf að kaupa. Hitt er að sjálfsögðu hin mesta firra, að þeir einstaklingar, sem hafa hneigð til þess að okra á samborgurum sínum í einu eða öðru formi séu allir í einum og sama stjórnmálaflokknum. Slíkri vitleysu heldur enginn vitiborinn maður fram, frekar en t. d. því, að allir þjófar og gripdeildar- menn, eða jafnvel ofdrykkju- menn, séu í einum og sama flokki. Heilbrigðri dómgreind ís- lenzks almennings er þessvegna misboðið freklega með hinum stöðuga þvættingi vinstri hers- ingarinnar hér á landi um það, að hverskonar „milliliðaokur“ eigi rætur sínar í Sjálfstæðis- flokknum. Sannleikurinn er Sjálfstæðisflokkurim stjórnmálaflokkur, sem mestu raunsæi berst gegn okri og óheilbrigðum verzlunar- háttum. Enginn stjórnmála- flokkur hefur lagt jafnríka á- herzlu á nauðsyn frjálsrar samkeppni til þess að koma í veg fyrir að almenningur verði samvizkulausri gróða- fíkn að bráð. Sjálfstæðismenn hafa alltaf talið það hlutverk sitt, að tryggja neytendum möguleika til þess að velja og hafna, ráða því sjálfir, hvert þeir beindu viðskiptum sínum. Ef þeir ættu þess kost hlyti hin frjálsa samkeppni að tryggja sanngjarnt vöruverð og lágmarks dreifingarkostn- að. — Ef afstaða Framsóknarflokks- ins er hinsvegar athuguð kemur það í Ijós, að samkeppnin er eit- ur í hans beinum. Sást það greinilegast þegar Framsóknar- menn í Vestur-Skaftafellssýslu lýstu því yfir, að æskilegasta verzlunarformið væri það, að einungis ein verzlun væri í hverju héraði. Tíminn tók rösk- lega undir þessa skoðun og varði hana í líf og blóð. Afstaða kommúnista er mjög svipuð. í Sovétskipulagi rekur ríkið verzlunina. Samkeppnin er þar úr sögunni. Ef kommúnistar hefðu völd hér á íslandi yrði KRON, sem stjómað er af komm únistum, löggilt sem eini verzl- unaraðili í Reykjavík. Öllum öðrum væri bannað að verzla. Myndi slíkt skipulag tryggja hagsmuni neytenda gegn „milli- liðaokri"? Hvað segja Reykvíkingar um það? Væru líkur til þess að KRON myndi rekið á hag- sá, að l er sá sem af kvæmari hátt og gæti boðið upp á lægra vöruverð ef það væri eina verzlunarfyrirtækið í bænum? Nei, áreiðanlega ekki. ís- lendingar þekkja einokunina og áhrif hennar á fyrri ár- um. Hún skapar ekki hagstæð verzlunarkjör. Hún hafði þvert á móti nærri steindrepið þessa harðgeru og lífseigu þjóð. Er Kron „milliliða- okrari?<£ Kommúnistar segja að KRON selji fólkinu vörur á sannvirði. En það býður þó ekki lægra vöruverð en einkaverzlunin við hliðina á KRON búðunum. Hvað þá um „milliliðaokrið"? Er KRON „milliliðaokrari"? Er það e. t. v. þessvegna, sem það er að verða undir í samkeppninni um viðskipti almennings í Reykjavík? Mörgum fleiri spurningum mætti varpa fram í þessu sam- bandi. En þær verða að bíða síð- ari tíma. Kjarni málsins er sá, að eina vörnin, sem dugir gegn okri og óhóflegum milliliða- kostnaði, er frjáls samkeppni. Sá flokkur, sem trúlegast berst fyrir henni er sannasti verndari almennings gegn ó- heilbrigðum verzlunar- og við- skiptaháttum. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur á íslandi, sem alltaf hefur haft frjálsa sam- keppni efst á stefnuskrá sinni. Vinstri flokkarnir hafa meira og minna hallast að stefnu einokun- ar og ófrelsis. En í kjölfar þess siglir okrið og spillingin. Þetta ættu menn að hafa í huga í sam- bandi við hin miklu skrif um milliliðina og þátt þeirra í því, sem miður fer í íslenzku efna- hagslífi. FULLTRÚAR frá 70 þjóð- um taka þátt í hinni' miklu ráðstefnu um „kjarn- orku til friðarþarfa“, sem hefst á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf á mánudag- inn. Á ráðstefnunni munu helztu kjarnorkuþjóðirnar skiftast á upplýsingum um hagnýtingu kjarnorku til iðn- aðar og til lækninga. Kjarnorkuvísindunum fleygir nú fram bæði vestan hafs og austan. Hin allsráðandi kjarn- orkunefnd Bandaríkjanna birti hálfs árs skýrslu sína fyrir skömmu og þar segir að „fram- farirnar (í kjarnorkumálunum) hafi verið meiri á fyrstu sex mánuðum ársins 1955 heldur en á nokkru hálfu ári áður — og að horfur séu nú talsvert betri en áður á því að hægt verði að smiða kjarnorkuknúnar flugvél- ar.“ í skýrslu nefndarinnar seg- ir ennfremur að á þessu hálfa ári hafi verið: ♦ framleiddar allmargar nýjar gerðir af vetnisprengjum, ♦ færst í áttina að hægt sé að gera efni, sem verji menn gegn kjarnadufti, ♦ aukið fjármagn í kjarnorku- framkvæmdum í USA upp í 6.6 milljarða. Ennfremur upplýsir nefndin að Bandaríkin séu nú orðin einn stærsti uranium framleiðandinn Mildar íramfarir í atonnísindam Geimfara- og atomöld Frúrnar þrjár og ....... Myndin er tekin í Genf í júlí. Talið frá vinstri: Mamie Eisenhower forsetafrú, frú Eden, kona brezka for- sætisráðherrans, kona forseta Svisslendinga og frú Faure, kona franska forsætisráðherrans. í heiminum. Starfræktar eru 850 uraníumnámur vestra. ★ ÁSTRLASKI kjarnavísindamað- urinn Marcus Oliphant prófessor, VJuaL andi ólrifar: Éc „Svona eiga sýslumenn að vera!“ G hefi aldrei skemmt mér betur í sumarfríi", sagði ung reykvísk blómarós, sem ég hitti á dögunum. Hún hafði farið norð ur á Raufarhöfn og saltað síld í glaða sólskini í eina viku. Hún hafði aldrei snert á síldarsöltun fyrr. „En því skemmtilegra var Á ÖÐRUM stað hér í blaðinu í j dag er ítarlega rakinn æviferill * og störf eins merkasta listfræð- ings og skálds, sem uppi er með frönsku þjóðinni, André Malraux. IMenntaðir menn um alla álfuna líta til hans sem eins þeirra mik- ilmenna er brugðið hafa Ijóma á nafn Frakklands, á fyrri öldum, jafnt sem síðari. Það hefur aldrei verið hljótt um líf Malraux og störf, hann ! hefir jafnan staðið í fremstu víg- . línu, og talið það helga skyldu sína sem menningarrnanns að hirta samtíð sína eða hylla eftir j atvikum. ! Á yngri árum var Malraux eld- j heitur kommúnisti. Þá var kom- múnistastjórnin í Rússlandi ung að árum, og enginn vissi hver verk hennar myndu verða. ! En André Malraux dæmdi eftir staðreyndum sögunnar, þegar árin liðu, — og í dag eiga kom- múnistar, franskir sem aðrir, engan eldheitari andstæðing. ■— ' „Þar sem kommúnisminn er sterkur, getur ekkert lýðræði þróast“, eru ályktunarorð Malraux. Slíkur er áfellisdómur eins hins snjallasta af sonum frönsku þjóð- arinnar. að reyna“, sagði hún. „Auðvitað var ég óttalega sein til að byrja með en aðalatriðið var ekki að ég fengi sem flestar krónurnar, heldur hitt, að þarna var ég að læra eitthvað alveg nýtt — og gerði gagn um leið“. „Svona eiga sýslumenn að vera!“ hugsaði ég með mér, anzi röskleg og skemmtileg var hún, þessi unga stúlka. Og hún hafði við orð að drífa sig í heyskap hér fyrir sunnan, ef hann stytti upp. Það hafði hún heldur aldrei reynt áður og hún átti eftir viku af sumarleyfinu sínu. Hvers eiga þau að gjalda? KONA kom að máli við mig í gær og spurði hvers sjö ára gömul börn ættu að gjalda. Dótt- ir hennar á sjö ára gamlan strák, en er í húsnæðisleit ásamt fjöl- skyldunni. Skoðað hefir hún all- margar íbúðir, sem til leigu eru, en þegar húsráðendur fréttu, að hún sé með sjö ára son sinn með sér, breyttist á þeim svipurinn og þeir segjast því miður ekki geta leigt íbúðina, því að sjö ára börn sé ekki hægt að hafa í þeim. Allt í lagi með eins árs börn, en helzt lítið eldri. Og þannig hefir ganga dóttur- innar með mann sinn og sjö ára son orðið sannkölluð píslarganga, sem enn er ekVi fvrir hvernig endar. En ó« barar Hvílík afstaða hjá húseigendum og hvers eiga sjö ára börnin að gjalda? \! Sagði farir sínar ekki sléttar AÐUR einn kom að máli við mig í fyrradag og sagði sín- ar farir ekki sléttar. Hafði hann komið kvöld eitt fyrir þremur vikum í hið nýja gistihús Bif- röst uppi í Borgarfirði. Vildi hann ganga í salinn og þiggja veitingar nokkrar. Hann var í yfirhöfn og lagði hana af sér í fatageymslu gistihússins, þar sem stúlka ein tók við henni. Bað maðurinn um miða fyrir yfir- höfn sinni, en fékk þau svör, að ekki tíðkaðist slíkur háttur á Bifröst. Seinna um kvöldið er hann hugðist taka á sig náðir var yfirhöfnin horfin úr fatageymslu gistihússins og gat stúlkan eng- ar upplýsingar um málið gefið. Hreyfði maðurinn málinu næsta dag við gistihússtjórann, sagði að yfirhöfnin hefði verið forlátagripur og það mundi kosta sig vikukaup að afla sér nýrrar. Gistihússtjórinn æðraðist hvergi, vildi róa manninn og sagði hon- um, að þetta væri ekki einsdæmi á Bifröst — að yfirhafnir hyrfu, slíkt hefði komið fyrir oftar í sumar, en því miður væri ekkert hægt að gera, þar sem hvorki gistihúsið, né hann tækju nokkra ábyrgð á veraldlegu góssi gest- anna. Er það hægt? ÞÓTTI gestinum þetta heldur þunnar trakteringar, en varð að hverfa á braut við svo búið, en gistihússtjóri lofaði að senda yfirhöfnina, ef hún kæmi í leit- irnar. Liðnar eru þrjár vikur og enn gengur gesturinn yfirhafnar- laus í súldinni hér sunnanlands. Og nú spyr hann- Geta gisti- hús, sem telja sig fyrsta flokks sem Bifröst, leyft sér slíka fram- komu við gesti sína og er ekkert réttlæti til í landinu, sem bætir mönnum horfnar yfirhafnir í op- inberri vörzlu á viðurkenndum og mjög auglýstum gistihúsum? Merkið, sem klæðir >rulið. varaði við því á ráðstefnu atom- vísindamanna, sem haldin var í London í vikunni sem leið, að hætta væri á því að kjarnorkuknúnar flugvélar og kjarnorkuknúin skip myndu senda frá sér banvæna radiogeisla. Ekki myndi verða hægt að stöðva flugvélamótora, er flugvél- ar hröpuðu og við sprengingu myndi, geislavirkt efni dreifast um nágrennið. Sama máli gegndi um skip, sem færust. Nauðsyn- legt væri þess vegna að búa vel um vélar í flugvélum og skipum í traustum hylk.jum. ★ , Til atomráðstefnunnar í Lon- don var boðað af „alþjóðahreyf- ingu þingmanna, sem vinna að því að komið verði á alheims- stjórn". Margir vísindamenn tóku þátt í ráðstefnunni, m.a. Bertrand Russel frá Bretlandi og fulltrúar frá Rússlandi. Samþykkt var yf- irlýsing þar sem stjórnir heims eru hvattar til þess að gera sér grein fyrir því, að styrjaldir svari ekki tilgangi framar. ★ — Engar merkar nýungar hafa komið fram á alþjóðaþingi geim vísindamanna, sem staðið hefir yfir í Kaupmannahöfn undan- farna daga. Þinginu lauk í gær. Búist var við því, eftir að kunn- ugt var orðið um fyrirætlanir Bandai'íkjamanna um að senda fylgihnetti upp í jónhvolfið innan þriggja ára, að vísinda- mennirnir á alþjóðaþinginu myndu leysa rækilega frá skjóð- unni. En þetta hefir ekki orðið og svo virðist sem öllum upplýs- ingum um einstök atriði geimvís- indanna sé enn sem fyrr haldið stranglega leyndum. Sedow, fulltrúi Rússa á þinginu, sagði að alþjóðaþingið í Kaup- mannahöfn hefði greitt götu aukinnar samvinnu milli austurs og vesturs í geimvísindum. Danski geimvísindamaðurinn Leo Hansen upplýsti á þinginu að úr því að fylgihnötturinn væri kominn 300 km upp í himin- geyminn, myndi hann snúast í kringum jörðina á 1 klst. og 24 mínútum. — Helming þess tíma myndi hann vera í skugga jarðar og koma úr skugganum kaldur sem svarar 120 gráðum fyrir neð- an frostmark á Celsius, en í sólar- hitanum myndi hann hitna upp í 110 gr. C. ★ í BREZKU nýlendunni Ní- geríu, kaupa menn konur sinar til eignar. En verðlag- ið á mannsalsmarkaðinum hljóp úr skorðum eftir styrjö'dina síð- ustu, er hermenn brezku krún- unnar komu heim með mála hlfl. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.