Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 16
VeSurúflif í dað: Stinningskaldi V og skúrir. fHtvgtntMftMfr Próf í knattspyrnu. Sjá grcin á bls. 9. 225. tbl. — Þriðjudagur 4. október 1955 I Mjög fjölsótt héraðs mót í Kjósarsýslu HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Kjósarsýslu var haldið síðast- liðinn laugardag að Hlégarði í Mosfellssvcit. Var hið stóra •■samkomuhús þétt skipað, en þó komust ekki allir að, er óskuðu. Formaður Sjálfstæðisfélagsins „Þorsteinn Ingólfsson", Gísli Tireppstjóri Andrésson á Hálsi, ;setti mótið og stjórnaði því. Bauð Iiann forsætisráðherra og frú 'hans sérstaklega velkomin og lét ’d ijós þá ósk, að enda þótt sumarið Tiefði reynzt héraðsbúum erfitt, I;iá gleymdu menn áhyggjunum í kvöld. Ólafur Thors, forsætisráðherra, flutti aðalræðu mótsins. Var ræða lians snjöll sg ítarleg og fjallaði ‘cingöngu um stjórnmálin. Ólafur Bjarnason, hreppstjóri í Brautarholti, flutti skörulegt ávarp um sýslumál og sýslubúa. Ræðumönnum öllum var mjög vel fagnað. Hinir ágætu listamenn Kristinn Hallsson, óperusöngvari, Fritz Weisshappel, píanóleikari, og leik ararnir Valur Gíslason og Klemenz Jónsson skemmtu við góðar undirtektir, en síðan var stiginn dans til kl. 2 um nóttina. Ásbjörn Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri, Álafossi, annaðist allan undirbúning mótsins af sín- um alkunna dugnaði. Frábærilega góð sala á Berklavarna-merkjunum Morris-bifreiðin kom upp á nr. 69 Á berklavarnadaginn s. 1. sunnudag voru undirtektir al- mennings undir merkjasölu SÍBS frábærlega góðar. Skrif- stofa sambandsins hafði ekki enn í gær fengið upplýsingar um heildarsölu á merkjum og timariti sambandsins, en ljóst er að salan hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr. ■Á T. d. er það nú Ijóst að merki seldust í Reykjavík fyrir 211 þús. kr. á móti 145 þús. kr. í fyrra. Og talið er að tímaritið hafi selzt í 12,500 eintökum. Víða um land seldust bæði merki og tímarit upp. ★ í lokuðu hólfi á merkjum dagsins var prentað happ- drættisnúmer og var dregið um aðalvinninginn í gær í skrifstofu borgarfógeta. Kom upp nr. 69. Eigandi merkis með því númeri hefur því hlotið 4. manna Morris-bif- reið. Verður bifreiðin afhent nú þegar gegn framvísun merkisins í skrifstofu SÍBS í Austurstræti. G-lislinn hélt meirihluta sinum í Kópavogi Sjálfstæðismenn juku verulega alkvæiamagn sift Á SUNNUDAGINN fóru fram bæjarstjórnarkosningar í hinum t* nýstofnaða Kópavogskaupstað. Skyldi kjósa 7 bæjarstjórnar- fulltrúa. Mikil kosningaþátttaka var, eða nærri 90%. Hlaut G-listi kommúnista meirihluta fulltrúanna eða 4, Sjálfstæðismenn hlutu 2 kjörna og Framsóknarmenn einn. Listi Alþýðuflokksins kom eng- um að. Forsæfisráðherra talar á fultrúaréðs- hindi í kvöld Ólafur Thors, forsætisráðherra. FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Sjálf sæðisfélaganna í Reykjavík verð- ur haldinn í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, forsætisráðherra, verður málshefjandi um viðhorf- ið í landsmálum. Alþingi kemur saman n.k. laugardag og mun forsætisráð- herra gera að umræðuefni ýmis þau viðfangsefni, sem fyrir þing- inu liggja. Skip! um menn I valdastólum LUNDÚNUM, 3. okt. — Georghie Dej forsætisráðherra Rúmeníu hefur látið af embætti í því skyni að taka við embætti aðalritara kommúnistaflokks Rúmeníu. Nýr forsætisráðherra hefur ver ið skipaður — 45 ára gamall bóndasonur, Stoiea, sem verið hefur í kommúnistaflokknum síðan 1930. Jafnframt hafa verið gerðar miklar breytingar á ríkis- stjórn landsins. — Reuter-NTB IfVERNIG ATKVÆÐI FÉLLU Á kjörskrá voru 1685. Af þeim kusu 1495. — Atkvæði skiptust þannig að A-listi fékk 115 atkv. B-listi 273, D-listi 349 og G-listi1 740. 3 seðlar voru ógildir og 15 auðir. ÚRSLIT FYRRI KOSNINGA Við síðustu hreppsnefndar- kosningar í Kópavogi voru 1144 á kjörskrá. 997 gild atkvæði skiptust þá þannig milli list- anna: A-listi 132 atkv., B-listi 196, D-listi 231 atkv. og G-listi 438 atkv. Síðan þær kosningar fóru fram hefur fjölgað um nærri 500 á kjörskrá. Úrslit bæjarstjórnar- kosninganna á sunnudaginn sýna að Sjálfstæðismenn og kommún- istalisti Finnboga Rúts hafa hlut- fallslega unnið á, en Alþýðu- flokkurinn og Framsókn hafa tapað verulegu fylgi. PARÍS. — Fjölmargir blaðamenn í París þustu til Sherbourg s.l. mánudag. Höfðu þeir fengið fregnir u mað Rita Heyworth væri með „Queen Mary“ og væri á leið til fundara við Ali Khan «inn fyrrv. eiginmann. En þegar skipið kom að bryggju kom í ljós að kvikmyndadísin var alls ekki með. Lítil flugvél hrapar í Borgarfirði Flugmaðurinn og stúlka, sem var farþegi, stórslösuðust ASUNNUDAGINN varð flugslys hjá Stóra-Kroppi i Borgarfirði, er lítil flugvél hrapaði til jarðar, og flugmaðurinn og stúlka, sem var farþegi í vélinni, stórslösuðust. Var náð í þau í annarri flugvél og þau flutt í Landsspítalann. Dregið um jeppa og ia herb. íbúð 3ja Sát vonbrigði brezku togaraeigendanna: Islenzkir blaðamenn neit- I uðu að ræða lamlhelgina! v - I • Fishing News segir frá kokkfeil-M; þar sem allir forkólfar fogaraeigenda heiðruðsi samkvæmið með nærvem sinni j UM þessar mundir eru fjórir íslenzkir blaðamenn í kynnisför um Bretland. Þeir eru Axel Thorsteinsson frá Vísi, Sigvaldi Hjálmarsson frá Alþýðublaíinu, Sverrir Þórðarson frá Morgun- blaði-nu og Þórarinn Þórarinsson frá Tímanum. Með þeim í förinni er Brian Holt. í síðasta eintaki brezka fiskveiðitímaritsins Fishing News bregður svo skyndilega við, að þar er ýtarlega sagt frá heim- sókn íslenzku blaðamannanna og að lokum er stór forustugrein blaðsins rituð um komu þeirra. "fÁ CARLTON HOUSE TERRACE í Fishing News er skýrt frá því að upplýsingadeild brezka utanríkisráðuneytisins hafi hald- ið kokkteil-boð á Carlton Housa Terrace í London og boðið þangað m. a. ýmsum forustumönnurai brezkra togaraeigenda. Segir blaðið að þessir forustu-* menn brezku togaraútgerðarinn- ar hafi átt örðugt um vik aft sækja boðið. En þeir lögðu á sig mikla fyrirhöfn til þess að sýna íslenzku blaðamönnunum Þ* virðingu að mæta í boðinu. ALLIR FORKÓLFARNIR Þarna mættu m. a. J. Croft Baker, forseti félags togaraeig- enda, sem hafði að vísu verið veikur, en lagði á sig langferð frá Lowestoft, R. P. Ross forseti togareigendafélagsins í Hull, H. W. Crampin forseti félagsskapar- ins í Grimsby og Ray ritari fé- lagsskaparins, sem og fjöldi ann- arra togaraútgerðarmanna. Ætl- un þessara háttsettu manna vat að samræður við íslenzku blaða- mennina mættu leiða til skiln- ings og endanlega ef til vill sam- komulags í landhelgisdeilunni. • TEKIÐ AÐ „MULDRA“ Frásögnin heldur áfram á þá leið, að þarna hafi brezku togara- eigendurnir orðið fyrir sárum vonbrigðum, því að íslenzku blaðamennirnir hafi allir sem einn neitað að ræða nokkuð um landhelgisdeilu. Svo að í hópi veizlugestanna fór nú að heyrast muldrað „tímanum eytt til einsk- is“, segir Fishing News. j I GÆR var dregið í 6. flokki Happdrættis Dvalarheimilis aldr aðra sjómanna. Vinningar voru Willys-jeppi með stálhúsi og 3. herbergja íbúð í Hamrahlíð 21. Jeppinn kom á miða nr. 49013 og íbúðin á nr. 10702. Báðir þess- ir miðar voru seldir á Kefla- víkurflugvelli. Léleg reknetjavelði ■ Akranesbáfa AKRANESI, 3. okt. — Átta rek- netjabátar komu hingað í dag og var síldin yfirleitt treg. Bátur- inn, sem hæstur var, fékk rúm- ar 70 tunnur. Vatnajökull liggur nú við hafnargarðinn og losar 600 lestir af sementi til H. Böðvarssonar & Co. —O. „Jeppi á Fjalli" sýndur á Akranesi AKRANESI, 3. okt. — Vetrar- starfsemi Leikfélags Akraness hófst laust eftir miðjan septem- ber með því að einn bezti leik- listarfrömuður Norðlendinga, Jón Norðfjörð, var ráðinn til leik- stjórnar í sumarleyfi sínu. Set- ur hann nú á svið Jeppa á Fjalli, hinn vinsæla gamanleik Hol- bergs, í þýðingu Lárusar Sigur- björnssonar. Æfingar ganga ágætlega og vonir standa til að hægt verði að sýna leikritið um miðjan þennan mánuð. Jón Norðfjörð stjórnaði hér í fyjríra franska „Æfintýrinu". —O. 1 HIN FULLKOMNA BREZKA SKAPGERÐ Þetta sýnir, segir blaðið hina mismunandi skapgerð þjóðanna. Það er brezkur vani og venja að rökræða skoðanaágreining og og reyna að finna leið, sem geti leitt til skilnings. Út úr þessu gefst blaðinu síðan tækifæri til ýmiskonar heimspekilegra bolla- legginga. HLUTU MIKIL MEIÐSL ^ Flugmaðurinn, Ámundi Ólafs- son, fór í lítilli flugvél, er Flug-' skólinn Þytur á, upp að Stóra-1 Kroppi ásamt öðrum manni. Þar j var þá stödd frænka hans, Júlí- ana Helgadóttir (þau eru bræðra- börn), ásamt fleira fólki. Bauð Ámundi Júlíönu að fljúga með hana yfir Borgarfjörðinn, en er hann hafði nýlega hafið vélina ! til flugs hrapaði hún til jarðar. Fóru flugvélar frá Þyt þegar upp að Kroppi og fluttu hin slös- uðu til Reykjavíkur, þar sem þau voru lögð í Landspítalann. Hafa þau bæði hlotið mikil meiðsli, m. a. fótbrotnað á báðum fótum og skaddazt meira. Flugvélin mun alveg ónýt, en j reynt verður að komast að því, i hver orsök slyssins var. I Strætisvagn á Akurcyri | 2000 börn með vaqninum fyrsfa daqinn Mikil hrifning á lón- leikum Ricci's j AMERÍSKI fiðluleikarinn Rugi- ero Ricci hélt tónleika í gær- kvöldi fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins. Á efnisskránni voru sónötur eftir Vivaldi, Beet- hoven og Brahms, Chaconne eftir Bach, auk þess verk eftir Smet- ana, Tsjaikofsky, Skrjabín og Paganini. Listamanninum var tek ið framúrskarandi vel og varð hann að leika 3 aukalög. Ernest Ulmer píanóleikari aðstoðaði. — Tónleikarnir verða endurteknir í kvöld. Arinbiörn °g J? AÐEINS tveimur skákum varð lokið í gærkvöldi á skákþinginu. Arinbjörn og Pilnik skildu jafn- ir og sömuleiðis Baldur Möller og Jón Einarsson. Hinar skák- irnar fóru í bið. STRÆTISVAGNAFERÐIR hóf- ust á Akureyri á laugardaginn og er það Norðurleið h.f. sem hefur rekstur vagnsins með höndum ea hefur fengið 15 þús. kr. fjárveit- ingu úr bæjarsjóði. Stendur þessl tilraun í einn mánuð. Til að byrja með sóttu ferðitt vagnsins mestmegnis börn og £ sunnudag mun vagninn hafa flutt um 2000 börn. Varð um tíma að taka aukavagn í notkun til að anna eftirspurninni. Strætisvagninn mun ganga frá kl. 7 um morgna til 21 að kvöldi og fer um allan bæinn — innst frá Aðalstræti, efst upp á brekku, út á Oddeyrartanga og til Glerár þorps. — Nánar verður sagt frá ferðunum síðar. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.