Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 72. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						íé síðisr og Lesbók
43. árgangur
72. tbl. — Sunnudagur 25. marz 1956
Prentsmiðja Morgunblaðsin*
Einsfæð sneypuför formanns Fram-
rflokksins á fund kommúnisia
Kom þaðcm hryggbiotlnn og siuðningslans
Segja Framsóknarráðherrarnir af sér á þriðjudag?
ansia sipmm
gnpnf i lainn
Kaupmannahöín 24. marz.
Fré fréttaritara vorum.
DANSKA stjórnin heíur, að því
er kunnugir telja, lokið við að
semja frumvarp til laga um lög-
skipaðan gerðardóm og bann við
vinnusíöðvun, og verður frum-
varpið lagt fyrir danska þjóð-
þingið á þriðjudaginn, ef ekki
tekst að ná samkomulagi milli
deiluaðila á fundi hjá sáttasemj-
ara, sem haldinn verður á mánu-
daginn. Talið er vist að mikill
meiri hluti þjóðþingsins muni
samþykkja lagafrumvarp stjórn-
arinnar.
Menn gera sér vonir um að
deiluaðilar muni reynast fúsari
til sátta, er þeir eiga yfir höfði
sér  lagafrumvarp stjórnarinnar.
Takist sættir hjá sáttasemjara
á mánudaginn mun vinnustöðvun
halda áfram i hálfan mánuð eða
á meðan atkvæðagreiðsla fer
fram í félögum deiluaðila. Hins
vegar mun íhiutun þjóðþingsins
hafa í för með sér að vinnu-
stöðvun verður aflýst þegar í
stað.
Blaðið „Information" kom út í
morgun, þrátt fyrir verkfall
prentara. Blaðið er fjórar síður
í sama formi og ólöglegu blöðin
voru á stríðsárunum.
Sum stórblaðanna í Kaup-
mannahöfn hafa komið fyrir há-
tölurum á byggingum sínum og
útvarpa um þá fréttum á tveggja
klukkustunda fresti.
—a
Kýpurbúar
lokaðir
í dag
m sagour
saiini^6
urmn
rr
AUSTUR-BERLIN, 24. marz. —
Walter Ulbricht, formaður aust-
ur-þýzka kommúnistaflokksins,
mirintist ekki einu orði á Stalin
I sex klukkustunda ræðu, sem
hann flutti á þingi flokksins í
dag. Hið næsta sem hann komst
að minnast á hina nýja Stalin-
línu, var að hann sagði, að 20.
flokksþing kommúnista í Moskvu
hefði „sagt heiminum sannleik-
ann".
Engar myndir af Marx Engles,
Lenin eða Stalin voru sýndar í
þingsalnum og er það nýlunda.
Ulbricht boðaði nýja fimm ára
áætlun í Austur-Þýzkalandi í
sama stíl og rússneska fimm ára
áætlunin er gerð, þ.e. stytting
vinnutíma, aukin eftirlaun og
betri fatnaður fyrir almenning.
Cambridg'e sigraði
LONDON. 24. marz: — Átta
manna sveit Cambridge-háskóla
sigraði sveit Oxford-manna með
einni bátslengd og f jórðung betur
í róðrarkeppninni á Tames-fljóti
ímorgun. Meðalþyngd Cambridge
manna var 186 (ensk) pund.
Þetta' var 56. sigur Cambridge-
manna í 102 keppnum. Oxford
hefur sigrð 45 sinnum og einu
sinni voru liðin hnífjöfn.
í dag fóru einnig fram miklar
veðreiðar í Bretlandi, hinar svo-
kölluðu „Steeple chase" veðreið-
ar, og var brezka konungsfjöl-
skyldan viðstödd.
Einnig voru viðstaddir Malen-
kov, hinn rússneski, Gromykov
og Malik. Malenkov veðjáði á eitt
hrossið og vann.
A Ð E R nú ljóst orðið, að formaður Framsóknarflokksins hefur *
farið hina hraklegustu sneypuför á fund kommúnista. Hann
bað þá um að veita stjórn sinni og Alþýðuflokksins hlutleysi s.l.
fimmtudag. Á föstudag svöruðu kommúnistar og kváSust reiðu-
búnir „til að afstýra vantraustri á ríkisstjórn, er Hermann Jónas-
son myndaði." En þeir settu það skilyrffi að nokkur áhugamála
þeirra, sem nú liggja fyrir Alþingi yrðu þá samþykkt, og að
þingi yrði ekki slitið strax og hin nýja stjórn heiði setzt á lagg-
irnar. Þessi mál voru m. a. uppsögn varnarsamningsins, sem
Framsóknarþingið samþykkti raunar líka að skyldi sagt upp, kaup
á nýjum togurum, stækkun landhelginnar og útvegun lána til
næstu Sogsvirkjunar.
VILL EKKI SEMJA UM MAL
HELDUR RÁÐHERRASTOL
Eri , formáður Framsóknar-
flokksins vildi ekki semja um
nein mál, aðeins um forsætisráð-
herrastól, a.m.k. ekki fyrir kosn-
ingar. Annað mál er svo, hvað
gert kann að verða eftir kosning-
ar, þegar kratahækjan heíur
reynzt haldlaus.
En á þessu stigi málsins taldi
hin gamla Framsóknarmaddama
sig ekki geta gengið að skilyrð-
um kommúnista. Hún leit á þau,
sem algert hryggbrot og höfnun
á stuðningi af hálfu kommúnista.
I leynieriKdum
LONDON: — Krúsjeff, hinn rúss
neski var nýlega á ferð í Póllandi
og dvaldi sex daga í Varsjá. —
Hann var í Varsjá þegar Ochab
var kjörinn formaður pólska
kommúnistaflokksins í stað Bier-
uts, sem lézt fyrir skömmu í
Moskvu. Fréttaritari UP segir að
ekkert hafi verið látið uppskátt
um erindi Krúsjeffs í Varsjá.
AÞENA 24. marz. í kvöld var
verið að reisa gaddavírsgirðing-
ar umhverfis sendisveitarbústað
Breta í Aþenu og herlið er þar
á verði. Varúðarrá&itafanir þess-
ar eru gerðar vegna fullveldis-
dags Girkkja, sem minnzt verður
á morgun (sunnudag). Herlið er
einnig á verði við sendisveitar-
bústaði Bandaríkjamanna og
Tyrkja.
Á morgun eru liðin 135 ár frá
því að Grikkir hlutu frelsi sitt
frá Tyrkjum.
Á Kýpur hefur brezka her-
stjórnin sett umferðabann í
þrettán stórborgum frá því kl.
6 í fyrramálið.
Guðsþjónustu, sem halda átti
í tilefni af frelsisdegi Grikkja,
verður útvarpað.
ö"
-a
S>-
AFBRÝÐISSEMI
FRAMSÓKNAR
Það er svo vægast sagt da-
lítið spaugilegt, að Tíminn
beinir reiði sinni vegna þessa
hryggbrots og sneypufarar for
manns sins að Sjálfstæðis-
flokknum. Birtir blaðið mynd-
ir af Ólafi Thors forsætisráð-
herra og Brynjólfi Bjarnasyni
og kveður „leyniþráð hanga"
á miHi þeirra. Er þetta sannar-
lega barnaleg afbrýðissemi,
sem brýst út hjá Tímaliðinu
eftir   að   formaður   flokks Arkitektinn og kirkjan. — Þegar fe verður fyrirliggjandi verður reistur turn við Selíosskirkju og
þeirra hefur gengið bónleiður fengnar hljómmiklar kirkjuklukkur. Hér er arkitektinn fyrir framan kirkjuna, Bjarni Pálsson.
til búðar frá för sinni á fund i                                                                  (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
kommúnista.
FYRIRHYGGJULAUST FLAN
Hið fyrirhyggjulausa flan
formanns Framsóknarflokksins
verður þjóðinni nú ljósara en
áður. Hann fær flokksþing sitt
til þess að samþykkja samstarfs-
slit við Sjálfstæðisflokkinn á
þeim forsendum að Alþýðuflokk-
urinn, heill og óskiptur, sé reiðu-
búinn til samstarfs og kosninga-
bandalags við Framsóknarflokk-
inn. Hann lætur jafnframt liggja
að því, að þjóðvörn og kommún-
istar muni reiðubúnir til þess að
veita „vinstri stjórn" hans og
krata óbeinan stuðning með hlut-
leysi. Ekkert sé því eftir nema að
slíta samstarfinu við Sjálfstæðis-
flokkinn, reka ráðherra hans úr
stjórn og setjast síðan í forsætis-
ráðherrastólinn.
Allt fór þetta öðru vísi en
ætlað var. Framsókn fær að-
eins slitur af margklofnum
Alþýðuflokki til samstarfs við
sig. Kommúnistar hafa hana
að háði og spotti og jafnvel
þjóðvörn litla vill ekki líta við
hinum mikla veiðimanni Eft-
ir allt saman dugir honum
ekki að vita, að veiðimenn
eiga að klæðast sem líkustum
Framh. á bls. 12
Mikii kirkjuhátíð á Seitossi í dag
Biskup iandsins vígir kirkjuna
It/IIKIL kirkjuhátíð verður í
1" dag austur á Selfossi, er
vígð verður hin nýja kirkja
þar, með mikilli viðhöfn. —
Verður farin prosesia kring-
um kirkjuna og miuiu prestar
hempuklæddir ganga fremst-
ir ásamt biskupi landsins, dr.
Ásmundi Guðmundssyni. Sel-
fosskirkja er nú mesta kirkja
fvrir austan Fjall, og mun hin
fyrirhugaða Skálholtskirkja
verða svipuð að stærð.
Tiðmdamaður og ljósmyndari
Mbl. brugðu sér í gær austur að
Selfossi, en í hinni nýju kirkju
var þá verið að leggja síðustu
hönd að vígsluundirbúningi
í kirkjunni voru sóknarprest-
urinn, séra Sigurður Pálsson í
Hraungerði og Bjarni Pálsson
arkitekt kirkjunnar, en þeir
höfðu mjög nána samvinnu um
alla gerð og fyrirkomulag henn-
ar. —
Þar er ýmislegt með öðrum
hætti  en  tíðleazt  hefur  hér  í
Samtal við Sr. Sigurð
Pálsson í Hraungerði
kirkjusmíði, og mun þar án efa
hafa gætt hinnar miklu þekking-
ar séra Sigurðar á kirkjubygg-
ingasögu.
•  •  •
Það er t.d. mjög einkennilegt,
að þegar komið er í þessa nýju
kirkju, þá hefur maður það ekki
á tilfinningunni, að hér sé um
nýbyggingu að ræða. Það er eins
og komið sé í kirkju, sem á sér
langa og merkilega sögu að baki.
•  •  •
Ekki er kirkjunni fullkomlega
lokið, sagði séra Sigurður í
Hraungerði. Við eigum eftir að
byggja turn khkjunnar, báru-
járnsþakið er til bráðabirgða, svo
og raflýsingin, og enn vantar
ýmislegt til hennar, má þar til
nefna gott kirkjuorgel, sem er
mjög aðkallandi.
f NÆR 20 ÁR
Hvenær var farið að hugsa til
þess að byggja þessa kirkju?
Þegar þorpið hér fór að stækka,
kom í ljós, að óumflýjanlegt var
að smíða kirkju. Það mun hafa .
verið árið 1937, að undirbúningur
inn hófst, svo segja má að nær 20
ára starf liggi nú aS baki, er Sel-
fosskirkja verður vígð. Hófst þá
almenn fjársöfnun til kirkjubygg
ingarinnar.
MIKIÐ STARF
Nú eru í kirkjusókninni — en
íbúar Selfoss hafa átt kirkjusókn
að Laugardælum — alls um 1800
manns, þar af hálft fjórtánda
hundi-að á Selfossi. Duglegustu
aðiiarnir hafa verið fjársöfnunar
nefnd kirkjunnar, sem safnað hef
ur um 20,000 krónum á ári hverju
Framii. á bls. 10
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16