Morgunblaðið - 12.05.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1956, Blaðsíða 8
8 MORGlJlVtsLAtítÐ Laugardagur 12. maí 1956 \ \t Gtg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjamason frá Vigss. Lesbók: Ámi Óla, sími 3041. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinaaoa. Ritstjóm, auglýsingar og aígraiðai*; Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriíiargjald kr. 20.00 á mánuði innMilaada. í lausasölu 1 króna eintakUJ. ÚR DAGLEGA LÍEi^U ^ar&arbúar eni nú °9 f/jö^ar nm 2652 mi (& 3 7 miííi 'jomr ijonu a an lin stórfellda atkvæða- heildsala hræðslubandalagsins MARGA íslendinga hefur áreið anlega rekið í rogastanz er þeir sáu upplýsingarnar um hina stórfelldu atkvæðaheildsölu, sem flokkar Hræðslubandalagsins hafa samið um sín í milli. Er það áreiðanlega einsdæmi í lýðræðis- landi, að slíkt brask og verzlun með atkvæði íólksins eigi sér stað. Samkvæmt upplýsingum Al- þýðublaðsins hafa Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn samið um „sölu“ á samtals 9000 atkvæðum sín í milli. Alþýðu- flokkurinn á að afhenda Fram- sókn 2 þús. atkvæði af þeim 12 þús. atkvæðum, sem hann hlaut við síðustu alþingiskosningar. Framsóknarflokkurinn á hins vegar að afhenda Alþýðuflokkn- um 7 þús. atkvæði af þeim tæp- lega 17 þús. atkvæðum, sem hann hlaut við síðustu kosningar. Ekki einn einasti kjósandi spurður álits Það er athyglisvert, að báðir hafa þessir flokkar gert þessa samninga án þess að spyrja um álit svo mikið sem eins kjósanda síns á þeim fyrirfram. Á s.l. hausti setjast tveir prófessorar, annar úr Alþýðuflokknum, hinn úr Framsóknarflokknum, niður hér í Reykjavík til þess að reikna út, hvernig atkvæðum flokkanna I í einstökum kjördæmum skuli skákað til og útreikningamir eru síðan lagðir fyrir miðstjórnirnar. Þær gera síðan út um kaupin án þess að bera atkvæðabraskið und- ir kjósendurna í hinum einstöku kjördæmum og flokksfélögum víðs vegar um land. Samningarnir um „sölu“ 9 þús. atkvæða Alþýðuflokks- manna og Framsóknarmanna eru með öðrum orðum gerðir og framkvæmdir án þess að leitað sé álits nokkurs annars en þröngra miðstjórnarklíka í Reykjavík. Einstæð stjórnmála' spilling Um það getur engum frjáls- lyndum og vitibornum manni blandast hugur, að þetta atkvæða brask Framsóknar og Alþýðu- flokksins ber vott einstæðri stjórnmálaspillingu. Tveir flokks formenn hér suður í Reykjavík taka sér vald til þess, ásamt fá- mennum miðstjórnum flokka sinna, að ákveða stórfellda sölu á atkvæðum þess fólks, sem greiddi frambjóðendum þeirra atkvæði við síðustu alþingiskosn- ingar. Þeir ákveða, að í einu kjör dæmi skuli allir Alþýðuflokks- menn kjósa Framsóknarframbjóð anda og í öðru skuli allir Frm- sóknarmenn kjósa Albvðuflokks- frambjóðanda. Si álfsákvörðunar- réttur kjósandans er bóksaflega að engu hafður. Haral^ur Guð- mundsson og Hermann Jónasson hafa allt í einu afnumið hann. Þetta jafngildir í raun og veru því, sem Þórbergur Þórðarson kallar að „afklæðast persónuleik- ; anum“. (■ ' Krafa Hermanns og ' Haraldar Hermann pg Haraldur hafa því í raun og veru borið þá smávægi- legu kröfu fram við 9 þús. kjós- endur flokka sinna, að þeir „af- klæðist persónuleikanum", kasti til hliðar persónulegu mati sínu á mönnum og málefnum og láti selja atkvæði sín á torgi. Þeir stjórnmálamenn, sem slík- ar kröfur bera fram við kjósend- ur eru vissulega fjarri því að skilja hugsunarhátt almennings í landinu. Fólkið lítur réttilega á samkvæmt stjórnarskrá landsins það sem frumstæðasta rétt sinn að velja og hafna að eigin geð- þótta í einrúmi kjörklefans. Þess um rétti getur enginn flokksfor- ingi eða flokksmiðstjórn svipt kjósandann. Það sætir engri furðu þótt andúð almenning á hinni stórfeildu atkvæða- heildsölu Hræðslubandalags- ins sé mikil og vaxandi. Þessi atkvæðaverzlun byggist á svo grófri fyrirlitningu á dóm- greind fólksins, að íslenzkur almenningur hlýtur að svara henni með stórkostlegu fylgis- tapi þeirra flokka, sem að henni standa. .Snertur af geggjun' ÞEGAR Alþýðuflokkurinn beið mikinn kosningaósigur fyrir nokkrum árum komst orðheppinn maður þannig að orði, að flokk- urinn hefði „fengið snert af bráð- kveddu". Nú verður ekki annað séð af Tímanum undanfarna daga, en að hann hafi fengið „snert af geggj- un“. Vegna þess að Morgunblað- ið hefir birt ýtarlegar og sannar fregnir af samþykktum Atlants- hafsráðsins í París og skrifum erlendra blaða um hina nýju af- stöðu Islands til varnarmálanna ætlar Tíminn bókstaflega að ær- ast. Hann velur Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum öll gróf- ustu skammaryrði íslenzkrar tungu og glatar um leið öllum hæfileikum til þess að rökræða málin. Vitanlega kemur það Fram- sóknarflokknum og blaði hans illa, að athygli skuli vakin á því að utanríkisráðherra landsins er orðinn að algeru viðundri. Allir íslendingar sjá það, að eftir þögn dr. Kristins Guðmundssonar á NATO-fundinum í París og undir skrift hans undir yfirlýsingu um það að lýðræðisþjóðirnar megi í engu slaka á vörnum sínum, er hann kominn í algera mótsögn við sjálfan sig og yfirlýsingar flokks síns. Hann þorir að tala fyrir kosningar heima á íslandi en hann þegir og situr eins og hrúka, þegar komið er á NATO- fund í París. Það sýnir í senn barnaskap og hroka Tímaritstjóranna að þeir skuli dag eftir dag ásaka Mbl. fyrir rangan fréttaflutning vegna gagnrýni þess á hinni tækifæris- sinnuðu utanríkispólitík Fram- sóknarflokksins. Leiðtogar Framsóknar hafa gert öryggismál íslands að kosningabitbeini. Fyrir það hljóta þeir nú harða gagnrýni, ekki aðeins í dálkum Mbl. held ur meðal yfirgnæfandi meiri- hluta íslenzku þjóðarinnar. Með það verður Tíminn að sitja hversu sárt, sem hann klæjar undan því. ■Á HJÓL tímans verður ekki sröðvao Pau snýst og það snýst, já —- allt of hratt finnst sumum. Það, sem í gær var nýtt, er orðið gamait í dag, og það er eins með mennina — milljónir þeirra hverfa fyrir ætternisstapann ár- lega. En þrátt fyrir það eykst íbúatala jarðarinnar um einn af hundraði á hverju ári. — Ein milljón mannsbarna fæðist í heiminn á hverjum hálfum mán- uði, sem líður. Það koma nú höf- uð og nýir munnar, til þess að seðja, þegar þeir gömlu hverfa. Fram til ársins 1950 óx íbúafjöldi jarðarinnar um 25,4 milljónir ár- lega, en síðustu fimm árin hefur fjölgunin vaxið enn, og er nú kom in upp í 37 milljónir árlega. Þessar tölur gaf sérstök nefnd, sem starfað hefur á vegum Sam- einuðu þjóðanna að undanförnu. Samkvæmt þeim er fólksfjölgun- in lang örust í Asíu, en hægust hefur hún verið í Evrópu. Árlega Þrír fjórðu hlutar mannkyns eru taldir búa við ófullnægjandi lífs- skilyrði. Hér er japönsk fjöl- skylda, sem tilheyrir þeim stóra hluta. fæðast 21 millj. börn umfram látna í Asíu. í Suður- og Mið- Ameríku er aukningin um 4 millj. árlega, en aukningin í uu andi óhrifar: Meira um Þjóðleikhús- flygilinn. Tl/ffÉR haía borizt allmörg bréf IfJ. út af grein þeirri um Þjóð- leikhús-flygilinn, sem birtist fyr- ir skömmu hér í dálkunum. Er alls staðar tekið í sama strenginn: •—■ að ekki megi una við núvef- andi ástand í þessu efni. „Það er ekki vanzalaust — segir einn bréf ritari minn — að á meðan fjöldi heimila á fyrsta flokks Steinweg og aðrar góðar tegundir hljóð- færa, skuli sjálft musteri listanna, Þjóðleikhúsið bjóða upp á þnðja flokks hljóðfæri. — Og ekki má gleyma gamla Bliithner flyglin- um í Austurbæjarbíói .Hann þyrfti að hverfa sömu leið og Þjóðleikhúsflygillinn.“ í öðru bréfi er Háskólaflygill- inn tekinn í sama númerið og er þar stungið upp á, að skipuð verði enn ein nefndin, 3—5 manna sem sjá skuli um val og kaup á hljóðfærum til opinberra stofnana. — Víst er, að þeirri nefndinni yrði ekki — fremur en mörgum öðrum — ofþjakað af erfiði því að ekki er hér ráðizt í slík kaup á hverjum degi. Ónotaleg uppgötvun. EN hvað sem því líður, verðum við að vona, að Þjóðleikhús- ið — og helzt Austurbæjarbió einnig sjái sér fært að festa kaup á nýjum og betri hljóðfærum sem fyrst, því að við höfum blátt áfram ekki efni á að sóa svo hinum dýrmætu kröftum, hvorki okkar íslenzku píanóleikara né annarra komandi erlendis frá, sem gestir okkar. Það hlýtur að vera heldur ömurleg uppgötvun fyrir tónlistarmann, sem kominn er langa vegu til tónleikahalds, er hann kemst að raun um, að hann á að glíma við gallað eða hálfónýtt hljóðfæri. Sízt getum við ímyndað okkur, að þeim hin- um sama listamanni sé nokkurt keppikefli að komast í annað eins aftur. — Nei, skiljanlegra væri, að það fældi hann heldur frá okk ur en hitt. En hvemig stendur á því, að okkar unga Þjóðleikhús lét sér sæma að fá svo ófullkomið hljóð- færi í upphafi. Var þar fjárskorti um að kenna, vöruskorti eftir- stríðsáranna — eða bara hreinni og beinni handvömm? þar sem kvartað var yfir póst- útburðinum á Melunum. Ég átti til skamms tíma heima í þessu hverfi og get ekki annað sagt en að póstmaðurinn þar var alveg einstakur í sinni röð. Við borð lá, að hægt væri að setja klukk- una sína eftir honum, svo stund- vís og áreiðanlegur var hann í útburði sínum. Hitt er annað mál, að stundum virðast blessaðir karl arnir á sjálfu pósthúsinu nokkuð lengi að flokka póstinn í hendur útburðarmannanna. — Og þó að einu bréfi af hundruðum eða þúsundum kunni að hlekkjast á, hvort sem það er nú fundarboð, ástarbréf — eða bara reikningur frá tannlækninum — þá er ekki þar með sagt, að það sé endilega sök póstmannsins. Með þökkum kveð ég þig. Ab.“ K Eins og klukka! ÆRI Velvakandi! Þú birtir um daginn bréf Gömlu hjónin afgirt. OG nú þarf enginn að óttast lengur gömlu álftina við Tjörnina. Búið er að afgirða gömlu hjónin á hólmanum sín- um, svo að nú verður enginn til aðgera þeim átroðnins og erta þau til neinna óhappaverka. En nú er eftir að vita, hvort þau verða eins heppin með egg- in sín og ungana og s.l. ár. Mað- ur einn, sem ég átti tal við var að gera því á fæturna, hve falleg svanahjörð yrði komin þarna við Revkjavíkurtiörn eftir 5—10 ár með sömu viðkomu og hjá þess- um álftahiónum. Hann gerði sér einnig í hugarlund, að heldur myndi ófriðvænt um þessar slóð- ir, ef niðjarnir gerðust allir jafn harðskevttir og illvífdr á full- orðins árum og þau gömlu. Kríu- tetrin og endurnar hefðu þá víst ekki mikið að gera í slíkum fé- lagsskap. Evrópu, AfrÍKU og N-Ameríku er ekki nema 3 miuj. árlega. Eru Vestur-Evropuiondin algerir eft- irbátar alira annarra landa í þess um efnum, en ör fólksfjölgun í Rússlandi veidur því, að Evrópa stendur jafnfætis ofangreindum löndum. o----□-----o if Heildartala jarðarbúa var samkvæmt þessum skýrslum 2652 milljónir árið 1954. 55 af hundr- aði, eða 1451 millj. alls þessa skara lifir í Asíu — þrátt fyrir að öll Asíuieppríki Russa að Kína undanskildu, seu ekki reiknuð hér með. í Evrópu lifa 404 milljónir, en Rússland og þau riki, sem Rússar hafa að mestu eða öllu leyti inn- limað, eru hér ekki meðtalin. — Þar lifa aftur á móti 214 millj. samkvæmt skýrslunni. Afríkubú- ar eru 210 millj., og íbúar Kyrra- hafslandanna eru 14,4 millj. — Norður- og Suður-Ameríkubúar eru hins vegar 357 millj Fólksflestu lönd jarðarinnar eru Kína, sem hefur 583 millj. íbúa, Indland 377 millj., Ráð- stjórnarrÍAÍn 214 millj., Banda- ríkin 162 millj., Japan 88 millj., Indónesía 81 millj og Pakistan 80 millj. o----□-----o ★ Einnig mætti geta þess, að New York er íóiksílesta borg jarðarinnar, og eru ibúar hennar nú 12,3 millj. London kemur næst með 8,3 miiij. og Tokyó er {.riðja í röðinni með 5,3 miilj. íbúa. — íbúatala Shangnai er aðeins rninni en Tokyo, en fimmta í röð- inni er Paris, 4,8 millj. Nauðsyn- legt er að geta þess í sambandi við tölurnar, að Raðstjórnaryfir- völdin íengust eKki til þess að gefa upp íbúafjölda einstakra jorga sinna, svo að ekki er vitað hvort einhverjar af borgum þeirra mundu rjufa fylkinguna. Ef íbuataia lóiksflestu land- anna er borin saman við stærstu borgirnar sjáum við, að stærstu borgirnar eru ekki í fólksflestu löndunum. Þar býr allur fjöldinn úti á landsbyggðinni, og í Ind- landi og Pakistan býr t.d. minna en fimmti hiuti íbuanna í borg- um. í tveim löndum býr hins vegar meira en 70% þjóðanna í borgum og bæjum. Þetta er í Stóra-Bretiandi og á íslandi. o-------------□-----o Þar sem lusaíkoma manna er einna bezt, svo sem í mörgum Evrópulöndum og N-Ameríku, er fæðingatalan lægst. Þar er meðal aldur manna einnig hæstur. í Hollandi er meðalaldurinn t.d. rúmlega 70 ár, en í Indlandi er hann ekki nema rúm 30 ár. Þrátt fyrir að barnsfæðingar í hinum austlægu löndum séu svo margar, sem raun ber vitni, eru hjónabönd tiltölulega miklu færri þar en í vestlægari lönd- um. Örfáar undantekningar finn- ast þó frá þessu, því að t.d. giftast 87% af öllum arabískum stúlk- um. Til samanburðar má geta þess, að 12% kvenna á Haiti geng ur í hjónaband. Er hér um kennt lágu menningarstigi og spillingu, en þó eru þar undantekningar, eins og alls staðar, því að í mörg- um löndum mega konur t.d. ekki giftast nema einu sinni — og talar það sínu máli. o----□-----o if Þrátt fyrir að tæknin breiðist nú óðfluga út til allra heimshluta og alþjóðahjálparstofnanir vinni mikið og gott starf, er talið, að 75% alls mannkynsins búi við skort. Þetta lætur ef til vill ein- kennilega í eyrum okkar, en við verðum að athuga það, að við lifum í þeim heimshluta, sem lífs- afkoman er — og hefur alltaf verið bezt. Hin öra fólksfjölgun, sem orðið hefur á undanförnum árum, og þá aðallega í þeim aust- lægu löndum, sem skammt eru á veg komin á tækni- og menningar Framh. á bk. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.