Morgunblaðið - 12.05.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.05.1956, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLABIB Laugardagur 12. maí 1956 Hagsýnar húsmæður nota ávallt beztu fáanlegu efnin í baksturinn. — Royal lyftiduft er heimsþekkt gæ*5avara, sem nýtur hinna mestu vinsælda. ROYAL tryggir öruggan bakstur y Vélbátur til sölu mb. Gísli Johnsen, VE 100, er til sölu. Uppl. gefur Arsæll Sveinsson, Fögrubrekku Vestmannaeyjum. Solrík 3ja herb. ibúð í nýlegu húsi við Hringbraut til sölu. — íbúðin er í góðu standi. — Hitaveita. — Uppl. gefur STEINN JÓNSSON hdl. Kirkjuhvoli — Sími 4051 Opið frá kl. 10—12 og 1—3. Stúlka óskast í vélasal Vinsamlegast talið við verkstjóra í vélasaí. ísafoldarprentsmiðia h.f. Hjálmar Fæddur 4. nóv. 1883 Dáinn 5. maí 1956. „Hugprúður Hjálmar er af hreysti og stilling ríkur. Hann með þreki þiautir ber, þar til yfir lýkur'. ÞESSI ferskeytlu orti níræður maður um stofufélaga sinn, á Landsspítalanum í Reykjavík. Og sannari lýsingu er vart hægt að gefa af Hjálmari Ólafssyni í banalegunni, Æðrulaus og róleg- ur beið hann sinnar hinztu stund- ar. Ein vikan leið af annarri, og bæði hann og aðrir vissu, að hverju fór. En Hjálmat bar þrautir sínar með þreki, þar til yfir lauk. Sakramentisins neytti hann á skírdag, vel vitandi um það, hvað íramundan var. Og sönnuðust á honum orð spá- mannsins: í rósemi og trausti skal styrkut' yðar vera. Nánustu vinir hans heimsóttu hann oft í legunni. Hann gat fátt mælt, en hið fasta handtak hans sagði meira en mörg orð um það. hvað inni fyrir bjó. Þannig minnist ég hans síðast. Þegar ég í huganum rifja upp persónuleg kynni mín af Hjálm- ari Ólafssyni, finn ég, að hann muni vera einn þeirra manna, sem mér sízt munu gleymast, af þeim, er ég hefi kynnst á lífs- leiðinni. Hann var um marga hluti merkur maður, og þó hygg ég, að mér verði minnisstæðust í fari hans hin hreina og fals- lausa tryggð trúmennskan við starf og vini, og ósérhlífnin og áhuginn við það, sem hann hafði með höndum. Hjálmar var borinn og barn- fæddur á Austurlandi, en Vest- firðingur í báðar ættir. Hann var fæddur 4. nóv. 1883 Loðmund- arfirði, en fiuttist kornungur til Norðfjarðar með forcldrum sín- um og þar átti hann heima til dauðadags Foreldrar Hjálmars voru Ólaf- ur Ásgeirsson trésmiður og Helga Jónsdóttir. Ásgeir, faðir Ólafs, var Magnú^son presL á Hrafns- eyri Þórðarsonar. Helga, móður Hjálmars, var Jónsdóttir Þor- steinssonar prests í Gufudal, en hann var bróðir séra Magnúsar á Hrafnseyri Bróðir Jóns var Þor- steinn, faðir Davíðs Schevings Thorsteinssonar. Séra Magnús og Þorsteinn voru þremenningar við séra Jón Benediktssoo á Hrafns- eyri, föður Hildar, móður Ásgeirs Sigurðssonar ræðismanns. Ætt og frændlið Hjálmars fyrir vest- an þarf eigi framar að rekja. Hjálmar Ólafsson ólst upp hj foreldrum sínum á Norðfirði, þeim tímum, er kaupstaðurinn var óðum að rísa, og var hann því einn þeirra Norðfirðinga. sem voru ekki aðeins þaulkunnugir allri þróun athafnalífsins, heldur höfðu sjálfir lagt þa’- fram sinn skerf með óþreytandi kostgæfni og iðjusemi Hann mun vart hafa verið eldri en átján ára, er hann gekk í þjónustu Sveins Sig- fússonar kaupmanns, og var síð- an starfsmaður þeirrar verzlun- ar í tíð þriggja ættliða. Svo sem kunnugt er, tók Sigíús Sveins- son við verzluninni al föður sín- um, og eftir hann Guðmundur sonur hans. Við verzlunarstörfin hvíldi mikið á Hjálmari. Verkstjórn úti við, umsjón með vör'igeyreslum, afgreiðsla rkipa, og ótal aðrir hlutir, smáir og stórir voru hans verkahring. Og um hann mátti segja að „á engu vildi hann níðast, því er honum var ti' trú að“. Honum var jafnannt um allt er honum var falið til umsjár, sem hann ætti það sjálfur Hann var og óhemjustarfsmaður, og þegar mikið var að gera á bryggj unum, mmnti Hjáimar mig stundum á víkingaforingja sem brýnir lið sitt til orustu, en geng- ur þó manna bezt fram sjálfur*. En undir brynjunni sló hið hlýja hjarta, og oft glampaði á kýmni í augunum, þegar mest gekk á, og í mestu var að snúast. Hjálmar var starfsmaður „af gamla skól- Ólafsson í Norðfirði Minningarorð \ anum“, eins og stundum er kom- ist að orði Vinna hans líktist íþróttakeppni þar sem metm eru í því fólgin að fullnægja sam- vizkuseminr.i. Koma því af, sem ljúka þarf. Inna verkið af hendi, eins og til er ætlast. En Hjálmar var ekki aðeins verzlunarmaður í þjónustu fyrir- tækist, heldur þrautreyndur vin- ur þeirrar fjölskyldu, sem að fyrirtáékinu stóð, gladdist með glöðum og hryggðist með hrygg- um. Að frátöldum nánustu ást- vinum hans, geri ég ráð fyrir, að engir hafi meira misst við fráfall hans en það fólk, enda er mér kunnugt um, að starf hans hefir verið metið og þakkað. Annars veit ég, að Norðfirðingar munu minnast hans lengi sem eins þeirra manna, „er settu svip á bæinn“. Hinn „gamli“ Norðfjörð- ur er nú óðum að hverfa, og margir þeirra, er fyrrum gerðu garðinn frægan, eru horfnir af sjónarsviðinu. Þeir voru margir hverjir sérstæðir menn, sem höfðu öðlazt sína mótun á sér- stæðu tímabili landssögunnar, og eiga það skilið, að yngri kynslóð- in minnist þeirra sér til lærdóms. Framarlega í þeim hóp er Hjálmar Ólafsson. Ég sagði, að Hjálmar hefði stundum minnt mig á víking í orustu, er hann var við vinnu sína á bryggjunum, en ég kynnt- ist honum einnig á öðrum stað, sem sé í kórdyrum kirkju minn- ar. Hann var fyrsti meðhjálpari minn, í þeirri kirkju, er ég fyrst þjónaði sem sóknarprestur. — í kirkj unni vorum við samverka- menn í allmörg ár. Síðan hefir mér alitaf þótt vænt um Hjálmar. Hann var samvizkusamur um allt, sem helgihaldið snerti, ög framkoma hans við bænagjörð- ina var til fyrirmyndar. Hann vár blátt áfram og tilgerðarlaus, og einlægnin ljómaði fráhverju örði. Það var gott að komast í sam- band við hann sem áheyranda undir predikuninni, því að hugur inn var hlýr og tilfinningin næm undir hinu hispurslausa yfir- bragði. Ég varð þess var, bæði þá og síðar, að hann átti barnshjarta hins einlæglega trúaða manns. Hjálmar var kvæntur Bjarn- eyju Stefánsdóttur frá Ormsstöð- um í Norðfirði, hinni mestu myndarkonu. Hún andaðist fyrir tíu árum. Þau hjón eignuðust tvær dætur, og ólu auk þess upp þrjú fósturbörn. Dæturnar eru frú Helga Gandil og frú Ólafía, gift Haraldi Á. 'Sigurðssyni leik- ara, en fósturdóttir þeirra er frú María Guðmundsdóttir, gift séra Magnúsi Má prófessor. Fóstur- synirnir voru Rannver og Ólafur Bjarnasyhir, systursynir Hjálm- ars. Urðu þeir móðurlausir 1 bernsku, en þau hjónin unnu þeim sem sonum sínum og reynd- ust þeim vel í öllum hlutum. — Þeir bræður gerðust sjómenn og eru báðir fallnir frá. Hin síðustu ár ævi sinnar kom Hjálmar oft hingað til Reykja- víkur, og dvaldist þá um tíma hjá dætrum sínum og fósturdótt- ur. Á heimili þeirra átti hann hinu bezta atlæti að fagna og naut þar stakrar ræktarsemi og ástúðar. Kunni hann það og vel að meta, en jafnan dró hugurinn hann aftur austur til fornra heim- kynna og til þess verkahrings, er hann vildi starfa í, svo lengi sem þrek entist. í vetur var hann fluttur veikur hingað suður, og dvaldi síðustu mánuðina á Lands- spítalanum. Hann var innilega þakklátur fyrir þá aðhlynningu, er hann fékk hjá starfsfólki sjúkrahússins, og þann hlýhug, er Framh. á bls. 12 Námskeið um hagrœn efni SÍÐUSTU áratugina hafa oft og víða um Norðurlönd verið haldin námskeið um hagræn efni. Þar hafa verið á dagskrá margs konar vandamál líðandi stundar, er snerta fjármuni og notkun þeirra. Og athuganir og umræður hnigið að því höfuð markmiði, að freista þess að skapa sem heilbrigðast viðhorf til þeirra mála meðal uppvaxandi æsku. Til þessara námskeiða er venjulega stofnað af þeim, sem gegna forustuhlutverki í s am- tökum sparisjóðanna, sem þar eru mjög sterk, ásamt ýmsum leiðtogum skólanna. Og fengnir eru til fyrirlestrahalds og leið- beininga hinir færustu menn á þeim sviðum. En þeir sem nám- skeiðin sækja eru þá fyrst og fremst skólamenn og aðrir þeir, sem einhvers konar leiðbeininga- störf hafa með höndum á þessum vettvangi. Og það fer ekki á milli mála, að þessi námskeið þykja gefa góða raun. Á sl. súmri sótti ég eitt þess- ara námskeiða, sem „Danmarks sparekasseforening" gekkst fvrir að haldið væri í Brandbjerg á Jótlandi. Var íslandi boðið að senda fulltrúa þangað. En þar sem skýrsla, er ég samdi um mót- ið og það sem þar gerðist, var birt hér í blöðum, fer ég ekki frekar út í það. En nú verður annað Brand- bjergs-námskeið haldið í sumar, og mun okkur hafa verið boðið að senda fulltrúa þangað. Þar verða þessi efni tekin til með- ferðar: „Börn og penge“, „De þkonomiske forhold for land- boungdommen“, Byungdommens þkonomiske problemer" „Spare- kasserne og ungdommen", „Gammeldags og moderne op- dragelse" o. fl. Allt eru þetta málefni, sem hljóta að vera aðkallandi til at- hugunar hér. Þó er varla hægt að segja að þau séu á dagskrá hjá okkur. Það er eins og okkur sé meir umhugað um að rífast um ófarirnar, en að leita að orsökum þeirra og reyna að fjarlægja þær. Þó er það nú hin mesta þjóðar- nauðsyn. Því að þótt unnt kunni að vera að kippa sumu, sem mið- ur fer, í eitthvert lag með ein- hvers konar skyndiráðstöfunum, fást varla úrbætur í djúpstæð- ustu ágöllunum nema með bættu uppeldi. Og einn veigamikill þátt ur þess, er meiri fræðsla um hag- ræn efni og gildi ráðdeildar í lífi og starfi einstaklinga og heildar. í sumar áettum við ekki aðeins að senda þennan eina fulltrúa til Brandbjerg, sem boðinn er þang- að, heldur líka 3 eða 4 til við- bótar. T.d. ætti einn fulltrúi að fara frá sparisjóðunum, og svo hinir frá barna- og' unglingaskól- unum. Síðar ætti svo að stofna til svipaðra námskeiða hér, og hafa þá til hliðsjónar það, sem aðrir hafa gert og reynt í þessum efnum. Nóg eru verkefnin hér á þessu sviði, og sennilega fátt nauðsyn- legra nú en að sinna þéim. Snorri Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.