Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 15
Laugardagur 26. maí 1956 MORCUlSBLAÐlBi 15 Tíbetbuar eru ekki þakklátir Hauða Kína fyrir „freísunina“ Oolokæftflokkurinn gerði uppreisn vegna „umbóta' kommúnista í landbúnaðarmélum r'BETBÚAR hafa enga ástæðu til að bera hlýjan hug til Kínverja, sem undanfarnar aldir hafa leitað á sjálfstæði Tíbcts. Kínverskir kommúnistar tóku skarið af, er þeir komust til vaida í Kína, og fyrir fimm árum „frelsuðu“ þeir Tibet. En Tíbct- búar eru ekki hrifnir af „frels- uninni“, og undanfarin fimm ár hafa Tíbetbúar stöðugt stofnað til óeirða, enda þótt Peking-stjórnin hafi ekki verið eins harðhent í framkvæmd „sósíalismans“ í Tí bet og í ÖTðum löndum, sen: Rauða-Kína hefur svælt undi: sig. Það á að heita svo, að hif forna prestaveldi sé enn við lýði og bæði Dalai Llama og embætt Dalai Llama — beygði sig fyrir ofurcfiinti. isbróðir hans og keppinautur, l’anchen Llama, scu enn æðstu menn landsins. En þó að Tíbet hafi haldið sjálfsforræði stnu að nafninu til, er landið samt raun- verulega aðeins leppríki undir járnhæl Rauða-Kína. Vitanlega hefur Peking-stjórn- in lýst yfir því, að ailar fregnir um óeirðir í Tíbét séu helber lýgi. Það er þó enginn vafi á því að þsssar fregnir styðjast við staðreyndir. Landið á langa sögu að baki sem sjálfstætt, mjög ein- angrað ríki, og heldur er ólíklegt, að landsbúar kunni því vel, að flugumenn frá Rauða-Kína segi þeim fyrir verkum í einu og öllu. ★ ★ Víðtæk uppreisn hefur nú ver- ið gerð í Austur-Tíbet, enda hef- ur það verið svo, að landamærin milli Tíbets annars vegar og Kína hins vegar hafa löngum verið ó- ljós. Fregnirnar um uppreisn þessa komu frá Lhasa og einnig frá Nýju-Delhi. Golok-ættflokk- urinn — um 80 þús. manns — í norð austur hluta landsins greip til vopna vegna mikillar óánægju með „umbætur" kommúnista í landbúnaðarmálum. Segir í fregnunum, að Golok-ættflokk- urinn hafi unnið glæsilegan sigur yfir kínverska setuliðhiu — 800 manns. Svo virðist sem kommúnistar hafi misst tökin á þessum lands- hluta. Kommúnisíar hafa samt hreiðrað svo vel um sig í Tíbet, að það er aðeins tímaspursmá:, hvenær þeim tekst að brjóta mót- spyrnu Golok-manna á bak aftur — og þá koma víðtækar hreins- anir og hegningar í kjölfar upp- reisnarinnar. Hættan á vaxandi óeirðum í landinu er því mikil — ekki sízt þar sem kommúnistar hafa nú boðað „lýðræðislegar umbætur“. ★ ★ Til að viðhalda blekkingunni um sjálfsforræði Tíbets hafa kommúnistar sett á laggirnar stofnun, sem heitir því fallega nafni „hin fasta sjálfsforræðis- nefnd“, en er eins og gefur að eskilja handbendi Peking-stjórn- arinnar. Þessi nefnd hélt stofn- fund sinn í Lhasa fyrir skömmu síðan, og svo er að sjá sem hinn ungi Dalai Llama hafi beygt sig íyrir ofureflinu og heitið nefnd- inni samvinnu. A.m.k. var sam- þykkt á stofnfundinum „endur- bótaáætlun“, þar sem gert er ráð fyrir, að ákvarðanir nefndarinnar verði gerðar „opinberar“ — sem er á sinn hátt mjög athyglisvert — og undirbúningsnefnd sér um framkvæmd ákvarðananna. Ýms- ar framkvæmdir eru í undirbún- ingi, og þjóðinni hefur þegar ver- ið tilkynnt, að þessar fram- kvæmdir verði að sitja í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru .— öllu verð- ur að fórna í þágu „endurbót- anna“. Mörg og fögur orð voru við- höfð á stofnfundinum, og fulltrúi Peking-stjórnarinnar, Chen Yi, þakkaði þeim Dalai Llama og Panchen Llama fyrir að hafa skuldbundið sig til að vinna að „einingu landsins og traustari sambandi við Rauða-Kína“. — Dalai Llama sagði m.a. að „Dalai Llamá fimmti hefði sameinað Tíbet, hinn sjöundi hefði eflt Llamaismann hvað mest“, og Chen Yi svaraði með miklum glæsibrag: „Dalai Llama fjórt- ándi efldi sósíalismann og vinnur með því að því að auðga Tíbet“. ★ ★ En auðæfin hafa látið standa á sér, og falleg orð mega sín einskis. Þjóðit> fékk raunveru- lega ekkert að leggja til málanna á stofnfundinum í Lliasa, enda munu Kínverjar eiga fullt í fangi með að láta Tíbetbúa sitja og standa cins og þeim þóknast. Samke>mur Hjálpræðisherinn Sunnudaginn kl. 11: Helgunar- samkoroa. Kl. 4: Útisamkoma. Kl. 8,30: Hjálpræðissamkoma. For- ingiar og hermenn taka þátt í samkomunni. — Velkomin. I. O. G. T. Barnaslúkan linnur »r. 38 Farið í ferðalagið á sunuudags morgun kl. 10 eí veður leyfir. — Hafið með ykkur nesti. Tilkynnið ’. átttöku eftir hádegi í dag í síma 7183. — Gæzlumenn. St. Svava nr. 23 Fundur í Góðtemplarahúsinu á morgun kl. 1,30. Kosning fulltrúa á Stórstúkuþing. Verðlaun veitt fyrir vetrarstarfið. Rætt um ferða lag. Til skemmtunar leikrit o. fl. Gæzlumenn. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 1 hefst laugardaginn 26. maí 1956 kl, 2 e. h. í Templarahöllinni a. Fríkirkjuvegi 11. Þorsteinn J. Sigurðsson Umdæmistemplar. Maríus Ólafsson Umdæmisritari. Nemeudutónleiku TónUstu- skólons verðo í dng og 2. júní Á efrsisskrá fyrri tánleikanna er m.a. verk eftir einn nemandann STARFI TÓNLISTARSKÓLANS á þessu skólaári er nú að ljúka, og verða árlegir nemendatónleilc- ar skólans haldnir í dag og annan laugardag (2. júní). Hvorir tveggja tónleikarnir eru kl. 3 síðdegls I Austurbæjarbíói. Fjór- tán nemendur mur.u koma fram é tónleikunum. og ljúka tveir þeirra burtfararprófi: Sigurður Björnsson lýkur söngnámi, og er hann lyrsti nemandinn, sem tekur burtfararpróf í söng frá Yfirlýsing VEGNA þjófsorOs þess, sem síð- asta tölublað Frjálsrar þjóðar, reynir að prýða mig með, í sam- bandi vi® myndatökur af kon- ungskomunni, lýsl ég liér með yfir, a* frásögn snepilsins er ósannindi og atvinnurógur, sem forráðamenn hans munu fá að avara til saka fyrir á réttum vett- ▼angi. „Margur heldur mann af sér“! Pétur Thomsen. Tónlistarskólanum, og Árni Arin- bjarnarson, sem lýkur námi í fiðluleik. Önnur markverð nýjung á þessum tónleikum er, að á efnis- skrá fyrri tónleikanna verður m.a. tónverk eftir einn nemand- ann, Tríó fyrir blásturhljóðfæri eftir Jón S. Jónsson, og verður tónverkið leikið af hljóðfæra- leikurum úr Sinfóníuhljómsveit- inni. Önnur verlc á efnisskrá fyrri tónleikanna eru eftir Bach, Beet- ^hoven, Haydn, Sigvalda Kalda- lóns, Sigfús Einarsson, Mozart, Mendelsohn-Bartholdy og Schu- mann. Á síðari tónleikunum verða leikin verk eftir Beethov- en, Mozart, Chopin, Tartini, Ra- vel og Bruch. Hundrað og fimmtíu nemend- ur hafa stundað nám í Tónlist- arskólanum í vetur. Skólanum verður slitið 4. júní n.k. Félagslái Reykjavíkurmót II. flokks hefst á Háskólavellinum laugar daginn 26. maí ld. 14,00. — Þá keppa Þróttur—K.R.. Kl. 15,15 keppa Valur—Víkingur. Reykjavíkurmót III. fl. A hefst á Háskólavellinum 27. mai kl. 9,30. Þá keppa K.R.—Valur. Kl. 10,30 Þróttur—Fram. Reykjavíkurmót III. fl. B hefst á Háskólavellinum sunnu daginn 27. maí kl. 14,00 með leik K.R.-C.—IC.R.-B. Kl. 15. Fram— Valur. — Mótanefndin. Til sölu R. C. A. útvarpstæki og plötuspilari. — Tækið er I mjög fallegum skáp, sem stendur á gólfi með inn- byggðu loftneti og stórum hátalara. Plötuspilarinn út af fyrir sig, óinnbyggður. Upplýsingar að Lönguhlíð 9, efstu hæð. BEZT AÐ AUGLÝSA t MORGUNBLAÐIIW Tit leigu í Miðbænum yfir sumarmán uðina, 2 stofur með húsgögn um og aðgangi að eldhúsi. Stofurnar leigjast annað hvort saman eða sitt í hvoru lagi. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst merkt: „Sumarmánuð- ir — 2245“. Nýjasta tízka •%v.. ■ m.. Grænir og rauðir Aðalstræti 8. JONINA S. DAVÍÐSDOTTIR frá Veiðilæk, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness að morgni 25. maí. Eiginmaður, hörn og tengdahörn. Litli sonur okkar HELGI andaðist í Landsspitalanum 18. þ.m. Jarðarförin hefir farið fram. Guðríður Árnadóttir, Jóhann Sigurjónsson, Hjallaveg 42. Jarðarför mannsins míns og föður okkar EINARS KR. GUÐMUNDSSONAR Laugarnesvegi 42, fer fram frá Fossvogskirkju kl. 1,30 e ?i. mánudaginn 28. maí n.k. Una Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn. Tnnilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför STEINUNNAR EINARSDÓTTUR frá Norður Reykjum Systkini hinaar látnu. Hugheilar þakkir til allra þeirra fjær og nær, fyrir auð- sýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför GUNNARS M. ÓLAFSSONAR Grindavík. Móðir, eiginkona, börn og aðrir vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför föður okkar HELGA GUÐMUNDSSONAR Melshúsum, Hafnarfirði Gyða Helgadóttir, Sigríður Hclgadóttir. Þórunn Helgadóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar HÖLLU SÆMUNDSDÓTTUR Fögruvöllum, Garðahreppi. Sérstaklega viljum við þakka systrunum í Sct. Josephsspítala, Hafnarxirði fyrir góða hjúkrun. Guðlaugur Jór.sson og börn. Innilegustu þakkir fyru- auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur minnar KRISTÍNAR RUNÓLFSDÓTTUR Sérstaklega beini ég þakklæíi minu til séra Hannesar Guðmundssonar og hjónanna Jónínu og Friðnks í Mið- koti. Guðrún Runólfsdóttir. Fossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.