Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 117. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGVNBLÁÐIÐ
Surmdagur 27. maí 1956.
mgmMáWfr
Útg.:  H.f. Árvakur,  Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm>> —.
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Lesbók: Árni Óla, simi 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Austurstræti 8.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600
Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands
í lausasölu 1 króna eintakið
Úk  DAGLEGA  LÍFINU
SigurmÖguleikar
Sjálfstœðisflokksins
f FYRRASUMAR komst aðalmál-
gagn Framsóknarflokksins þann-
ig að orði, að 10 kjördæmi flokks-
ins væru í hættu.fyrir frambjóð-
endum Sjálfstæðisflokksins.
Sumir héldu að Tímamenn
meintu ekkert með þessum um-
mælum. Þau hefðu aðeins hrokk-
ið út úr þeim í ógáti. Aðrir töldu
að þau væru sett fram til þess að
þjappa flokknum saman.
En það er nú ljóst orðið, að
Tíminn hefur í raun og sannleika
álitið, að Sjálfstæðismenn væru
að vinna þessi 10 kjördæmi frá
Framsóknarflokknum. — Þess
vegna hefur hann myndað hið
svokallaða Hræðslubandalag með
Alþýðuflokknum. Það er veik-
burða tilraun til þess að hindra
það stórfellda hrun, sem blað
hans spáði á s.l. sumri. Með því
að kaupa ritjurnar af Alþýðu-
flokknum upp er Framsókn að
reyna að bjarga lífi sínu. í þeirri
viðleitni er einskis svifist.
Enginn hefur spáð Sjálf stæð
isflokknum eins miklum sigri
og Tíminn í þeim kosningum,
sem framunðan eru. Hann hef-
ur lýst því yfir skýrt og skor-
inort, að Sjálfstæðismenn geti
hæglega f engið hreinan meiri-
hluta á Alþingi.
21 + 10 = 31
Bjálfstæðisflokkurinn hefur nú
21 þingsæti. Tíminn sagði í fyrra-
sumar, að möguleikar væru á því,
að hann ynni 10 kjördæmi frá
Framsókn. Ef sú spá rætist þýddi
það, að Sjálfstæðisflokkurinn'
fengi hvorki meira né minna en
31 þingsæti. Til þess að hafa
hreinan þingmeirihluta þarf hann
hins vegar ekki að vinna nema
6 þingsæti. Þá hef ði hann 27 þing-
menn.
Áður en nánar er rætt um sig-
urmöguleika Sjálfstæðismanna er
rétt að minnast lauslega á annað
atriði.
Allir  vitibornir  menn  sjá  og
skilja þá  mótsögn,  sem  felst  í
spádómum Tímans um stórfellda
fylgisaukningu Sjálfstæðismanna
annars vegar, og lýsingum hans
á glæpaeðli Sjálfstæðisflokksins
hins vegar. Getar það verið, að
íslenzkir kjósendur séu svo van-
þroska og heimskir, að efla þann
stjórnmálaflokk stórkostlega, sem
ekki hugsar um neitt annað en
að arðræna fólkið og skara eld
að köku fámennrar gróðaklíku?
Það er ákaflega ótrúlegt. —
Fólkið eflir stjórnmálaflokka
vanalega vegna þess að það
treystir þeim betur en öðruTn
flokkum til þess að gæta þjóð-
arhagsmuna og bæta aðstöðu
almennings í lífsbarátíunni.
Hafa kveðið niður
sinn eiginn róg
Þetta veit Tíminn auðvitað. Og
áannleikurinn er sá, að spádómar
hans um að Sjálfstæðisflokkur-
inn hafi möguleika til þess að
vinna 10 Framsóknarkjördæmi
sýna greinilega, að hann trúir
sjálfur ekki einu orði af rógi sín-
um um Sjálfstæðismenn. — Ef
Tímamenn tryðu því, að leiðtog-
ar Sjálfstæðisflokksins væru all-
ir til hópa glæframenn, afs^tur og
L^ióenk
barátt
ower
buríaoi  ko^
lauróríka
oónmaa-
illuna     aranauráríkan  kátt
óþokkar kæmi þeim auðvitað
ekki til hugar, að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri að stórvinna
fylgi af Framsóknarflokknum, og
gæti jafnvel unnið af honum
hvorki meira nú minna en 10
kjördæmi!
Timamenn hafa þannig sjálfir
kveðið niður sinn eiginn róg um
Sjálfstæðismenn. Þeir hafa sagt
þjóðinni, að ekkert sé að marka
sóðaskrif sín um „Suður-Ameriku
íhald" og „afætulýð". Þeir meini
ekkert með þessu. Þvert á móti
sé þeim ljóst, að Sjálfstæðisflokk
urinn sé víðsýnn og frjálslyndur
umbótaflokkur, sem fólkið þyrp-
ist í, líka gamlir og grónir fylgis-
menn Framsóknar. Þess vegna
séu horfur á að Sjálfstæðismenn
vinni 10 Framsóknarkjördæmi.
Raunverulegir vinnings-
möguleikar
Um úrslit kosninga er varleg-
ast að spá sem minnstu fyrir-
fram. Enda þótt Tíminn hafi fyr-
ir ári síðan spáð því, að Sjálf-
stæðismenn vinni heilan tug
kjördæma v.æri það óhyggilegt
af þeim að leggja trúnað á þá
spásögn. Sannleikurinn í málinu
er sá, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur nú mikla vinningsmögu-
leika þó ekki sé líklegt að hann
vinni 10 kjördæmi. En fyrr má
nú rota en dauðrota. Það er fyrr
sigur en að gengið sé bókstaflega
af Hræðslubandalaginu dauðu!
I síðustu kosningum unnu
Sjálfstæðismenn fjögur þingsæti,
eitt sveitakjördæmi af Framsókn,
tvö kaupstaðakjördæmi af Al-
þýðuflokknum og eitt af komm-
únistum. Aðeins örfá atkvæði
skorti á að Sjálfstæðismenn ynnu
5 önnur kjördæmi.
Vitanlega hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn mikla möguleika á
að vinna þessi kjördæmi nú.
Til þess þarf hann aðeins að
vinna innan við eitt hundrað
atkvæði   frá   Framsóknar-
flokknum. Og vitað er að í
sumum þessara kjördæma hef-
ur  flokkurinn  unnið  veru-
lega á.
Við þetta bætist svo það,  að
Hræðslubandalagið og brask þess
með  atkvæði  fólksins  mælist
mjög illa fyrir út um allt land.
Fólkið vill ekki láta kaupslaga
um sig eins og fénað á fæti. Það
hafa þeir Hermann og Haraldur
ekki tekið með í reikninginn. —
Þeir halda  að þeir  geti  dregið
kjósendur í dilka hvors annars
eins og gangnaforingjar á réttar-
degi.
Allt sprettur þetta af skilnings-
skorti þeirra á hugsunarhætti
fólksins.
Þjóðin hafnar
glundhoðanum
fslendingar sjá, að banda-
lög vinstri flokkanna geta ekki
boðið henni upp á neitt nema
glundroða og upplausn. Eina
leiðin til að skapa heilbrigt
stjórnarfar er að efla Sjálf-
stæðisflokkinn. Hann byggir
ekki sigurvonir sínar á neins
konar atkvæðabraski heldur á
heilbrigðri dÁmgreind fólks-
ins. —
-fr VAXANDI hörku gætir nú
sífellt í kosningabaráttunni í
Bandaríkjunum, en forsetakosn-
ingar fara þar fram í haust, eins
og kunnugt er. Eisenhower for-
seti er byrjaður baráttuna af full-
um krafti, og er það álit manna,
að engum vafa sé bundið, að hann
beri sigur úr býtum, ef hann
heldur fullri heilsu fram að
kosningum. f nokkrum undan-
förnum prófkosningum og kjör-
mannakosningum hef ur það kom-
ið í ljós, að Eisenhower á meira
fylgi að fagna en nokkru sinni
fyrr. Einnig virðist útséð um það,
að Níxor hefur það mikið fylgi
að baki sér, að hann ætti að verða
öruggur sigurvegari í baráttunni
um varaforsetaefni repúblikana.
------O------
-fc Eisenhower hóf kosningabar-
áttuna á mjög árangursríkan
og slunginn hátt. Hann skipaði
einn af þingmönnum demókrata,
Walter George, persónulegan full
trúa sinn hjá Sameinuðu þjóðun-
um. Er þetta bragð Eisenhowers
talið binda demókrata í báða skó
— og létta honum kosningabar-
áttuna til muna. Á Walter George
að verða persónulegur fulltrúi
forsetans — og á hann aðallega
að fylgjast með tengslum og sam-
skiptum Bandaríkjanna og
Atlantshaf sbandalagsþ j ðanna.
Eisenhower  tók  George upp á
arma sína — og sló vopnin úr
höndum adstæðinganna.
Uewakandi  ókrífc
ar:
Garðarnir og börnin.
GARÐEIGANDI hefir skrifað
mér á þessa leið:
„Oft er okkur garðeigendum
sendur óblíður tónn fyrir mein-
bægni okkar — já, jafnvel hreina
mannvonzku, sem birtist í því, að
við harðbönnum veslings börn-
um af götunni að stíga fæti inn
í garða nágrannahúsanna. — Eins
og þeim sé of gott, litlu öngun-
um, að leika sér þar á grasinu,
frekar en það vaxi þar og visni
nokkrum hræðum til augnayndis.
— Eitthvað á þessa leið er iðu-
lega komizt að orði.
Mér hefir oft þótt miðfir að
þurfa að bægja börnum út af
garðlóðinni minni, og stundum
hefi ég látið þau afskiptalaus, af
því að ég hefi séð, hvílíka ánægju
þau hafa af því að leika sér á
grænni jörð í stað harðrar og
skítugrar götunnar. — En oftar
hefir það farið svo, að ég hefi
iðrazt afskiptaleysisins eftir á,
vegna þess, að ég hefi hlotið
bæði skaða og skapraun af bless-
uðum krakkaöngunum. Þau hafa
ekki látið sér nægja grasblettinn,
heldur hafa þau trampað yfir
allt sem á veginum varð, blóm og
runna og nýsáð beð, svo að ár-
angurinn af margra stunda vinnu
hefir verið að engu gerður.
Vinna og kostnaður.
FÓLK sem fárast sem mest yfir
ótuktarhætti garðeiganda í
garð barnanna ættu að hugleiða,
að þeir hafa allir kostað mikilli
vinnu og fé til að hlú að garð-
inum sínum, svo að hann mætti
líta vel og snyrtilega út. Ef hann
ætti svo að vera opinn öllum
börnum, sem taka grasið fram
yfir götuna þá yroi hann fljótlega
að illa leiknu moldarflagi sem
frekaf væri skapraun en yhdi af
að hafa fyrir augunum. Börn.eru
alltaf börn og það væri ekki sann
gjarnt að búazt við því af þeim,
að þau gangi um skrúðgarða eins
og'fullorðið fólk. Þó finnst mér
að foreldrar mættu gjarnan
brýna fyrir börnum sínum, að
umgangast blóm og gróður af
meiri nærgætni og prúðmennsku,
heldur en mörg reykvísk börn
gera. — Þá myndum við garðeig-
endur heldur ekki veita þeim ein-s
kaldar viðtökur og við erum oft
og tíðum neyddir til að gera —
ekki af því að okkur er illa við
börnin, heldur af því að okkur
þykir vænt um garðinn okkar.'

Bihlian ófáanleg.
ÆRI Velvakandi!
Mig langar til að spyrja þig,
hvort þú veizt, hvernig á því
stendur, að Biblían og Nýja
testamentið eru ekki fáanleg í
bókabúðum bæjarins. í fjölda ára
hefi ég haft fyrir sið að gefa
barnabörnum minum Biblíuna í
fermingargjöf, en nú bregður svo
við, að hún hefir verið ófáanleg
í heilt ár. Fleiri kunningjar mínir
hafa orðið varir við þetta og
skilja ekki hverju það sætir. —
Með fyrirfram þökk,
Gamall Reykvíkingur".
Mér þykir sennilegt að upp-
lagið muni vera til þurðar geng-
ið, en hvað líður endurprentun
Biblíunnar veit ég því miður
ekki. Fyrirspurn gamla Reykvík-
ingsins kem ég hér með á fram-
færi til þeirra aðilja, sem að
biblíuútgáfunni standa og mun
fúslega taka við skýringum, sem
þeir kynnu að vilja láta okkur í
té.
Sex vikna gamalt
EIN af fínu frúnum hér í bæn-
um var að vanda um við
stúlkuna sína — hún er ein af
þeim hólpnu, sem hefir getað
nælt sér í húshjálp:
„Sjáið þér nú til væna mín,
ég er viss um, að rykið á píanóinu
þarna er að minnsta kosti sex
vikna gamalt."
„Þá er það mér ekkert viðkom-
andi frú, því að ég er ekki búin
að vera hér í meira en fjórar
vikur."
Ég sel ekki söguna dýrara en
ég keypti hana.
Til hughreystihgar
EG veit ekki, hvort nokkuð er
hæft í því, að fólk sé um
þessar mundir haldið óvenju
mikilli svartsýni um alla mögu-
lega hluti: annað rigningarsumar
sé í vændum, stjórnmálaöng-
þveiti og krepputímar séu á
næsta leiti og þar fram eftir göt-
unum, en hér eru orð viturs
manns, sem kunna að geta orðið
einhverjum bölsýnismanninum
til hughreystingar: Við getum
gengið út frá því sem reglu í
lífinu, að þegar einar dyr lokast
okkur þá opnast okkur aðrar jafn
harðan. Öll okkar vandræði og
víl stafa oft af því, að við horfum
með þvílíkri eftirsjá á lokuðu
dyrnar, að við komum ekki auga
á þær, sem bafa opnazi okkur.
it Á tvennan hátt vinnur Eisen-
hower á' með þessu tiltæki
sínu. Hann sýnir óhlutdrægni
í innanlandsstj órhmálabaráttunni
— og einnig, að hann vill láta
þjóðarhag sitja í fyrirrúmi fyrir
hreppapólitíkinni. Á hinn bóginn
slær hann vopnin úr höndum
demókrata hvað viðvíkur utan-
ríkismálunum, en það var þegar
orðið sýnt, að baráttan í forseta-
kosningunum mundi snúast að
miklu leyti um utanríkismálin.
Hann veitir demókrata mjög
mikilvæga ábyrgðarstöðu, sem
gefur tækifæri til beinnar íhlut-
unar í stefnu Bandaríkjanna í ut-
anríkismálunum — og það verð-
ur þess vegna erfitt fyrir demó-
krata að snúa áróðursvélinni í þá
átt.
-O-
•Ar Walter George er suðurríkja-
demókrati — og sagt er að
lítið skilji á milli stefnu hans og
forsetans í utanríkismálum. Ge-
orge hefur veriðharður andstæð-
ingur allra þeirra afla, sem borið
hafa minnsta keim af einangrun-
ar- og afturhaldsstefnu, og þrátt
fyrir að hann sé orðinn 78 ára —
býr hann enn yfir óbugandi bar-
áttuvilja. Þeim, sem fylgzt hafa
með bandarískum stjórnmálum,
er George vel kunnur. Hann hef-
ur um árabil verið virkur maður
í  bandarískum  utanríkismálum.
------O------
•k Hann var sá, er manna mest
vann að því, að eining fékkst
í Bandaríkjunum um afstöðu
þeirra til Kóreustríðsins. Hann,
vann þrotlaust að því að jafna
ágreining þann, er var 'á milli
demókrata og repúblikana í þessu
máli — og honum tókst það. —
Einnig var það George, er barð-
ist einna harðast fyrir því að
efnt var til Genfarfundarins. —
Lengi hefur hann verið formaður
utanríkismálanefndar öldunga-
deildar Bandaríkjaþings. f iang-
an tíma hefur hann einnig verið
einn af þeim mönnum, sem
Dulles utanríkisráðherra hefur
oftast leitað ráða hjá.
-k „Enginn er spámaður í sínu
eigin föðurlandi", segir gam-
all málsháttur, og hann hefur
sannarlega sannazt á George. því
að sterk öfl innan Demókrata-
flokksins í kjördæmi hans, Ge-
orgíu, hafa unnið að því af miklu
kappi, að bola honum frá þing-
mennsku. Fyrir skömmu neydd-
ist George svo til þess að lýsa því
yfir, að hann hyggðist ekki fram-
ar gefa kost á sér til þing-
mennsku. Þrátt fyrir það, að Ge-
orge hefur sýnt jafn mikla hæfni
og gáfur sem raun ber vitni —
hafa sveitungar hans nú snúið
bakinu við honum — og svo leit
út fyrir, að hann yrði að hætta
þingmennsku með skömm.
En Eisenhower sá sér leik á
borði, og nú hefur hann slegið
tvær flugur í einu höggi. Hann
hefur tekið George í þjónustu
sína — og séð um, að kraftar
þessa mikilhæfa andstæðings
hans nýtast þjóðinni til fullnustu
— og í öðru lagi hefur hann ýtt
skútu demókrata út á'ládeyðu —
þar sem enginn byr mun fást að
óbreyttum aðstæðum
arsamb. &-Skafl„
Höfn, Hornafirði, 24. mal
BÚNAÐARSAMBAND Austur-
Skaftfellinga hélt aðalfund sinn
að Hofi í öræfum dagana 11—12
maí. Áætlaðar tekjur sambands-
ins á s.l. ári voru 29 þús. kr.
og gjöld 27 þús. kr. Sambandið
á nú í sjóði um 50 þús. kr. Jón,
Eiríksson frá Volaseli, sem ver-
ið hefur trúnaðarmaður sam-
bandsins við jarðabótamælingár
lætur nú af störfum og ákvað
fundurinn að stofna sjóð til
minningar um störf hans í þágu
landbúnaðarins. í sjóðinn á að
verja 10 þús. kr., sem greiðast
eiga á þrereuti- árum. — Gunnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16