Morgunblaðið - 28.06.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.06.1956, Blaðsíða 6
MORCZJNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. júní 1GC6 Blómaplöntur í garba Fjölbreytt úrval af margs konar sumarblómum, sumt nýjar tegundir, dálítið af fjölæru. — GrófSrarstöðin Grænahltð við Bústaðaveg. Einnig selt á Blóma- og grænmetistorginu við Hring braut. — SILICOTE Househoia Glaze Húsgagnagi jáiim með töfraefninu ,,SILICOIVE“ Heildsölubirgðir: Ólafur Gíslason & Co. h.f. Sími 81370. RACNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður. Laugavegi 8. — Sími 7752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla. Hilmar Carðars héraðsdómslögmaður. Málf lutningsskrif stof a Gamla-Bíó. Ingólfsstræti. Minningarorð um skáldið Sigurð Júl. Jóhannesson FYRIR nokkru er látinn mann- vinurinn og vestur-íslenzka góð- skáldið Sigurður Júlíus Jóhann- esson. Var hann 88 ára að aldri, fæddur 9. janúar 1868 að Læk í Ölfusi, en hann lézt 12. maí s.I. í Winnipeg. Vestur-íslenzka blaðið Lögberg birti minningargrein um Sigurð, skrifaða af Finnboga Guðmunds- syni prófessor og leyfum vér oss hér með að birta hara. ÉG sé fyrir mér tvo menn, stadda í Reykjavík fyrir tæpum 60 ár- um, báðir ungir íslenzkir hug- sjónamenn og skáld, ritstjóri og aðstoðarritstjóri Dagskrár, er snúið var um hríð í fyrsta dag- blað á íslandi — vegna nauð- synjar landsins og gagns þjóð- arinnar. íslendingar sætta sig við ekkert minna en fullt frelsi, allt annað er svik við hinn íslenzka málstað. Ég þarf ekki að taka það fram, að mennirnir, sem hér um ræðir, voru þeir Einar Benedikts son og Sigurður Júlíus Jóhann- esson. Er ekki að efa, að Sig- urður, er þá var ungur lækna- nemi í Reykjavík, hefur dáð Ein- ar, glæsimennsku hans, einurð og orðfimi og tekið hann sér til fyr- irmyndar um margt. Og jafnvíst er það, að Einar hefur brátt séð, hvað í Sigurði bjó, því að varla hefði Einar annars ráðið hann sér til aðstoðar. Ég las nýlega grein eftir Einar Benediktsson, er hann ritaði í Dagskrá árið 1897 og heitir Nýir menn. Lýsir hann m. a. ungum manni, er hann hafði rekizt á af tilviljun á gönguferð út úr bæn- um (Reykjavík) einn fagran vetr Fokheld hæð við Hjarðarhaga 160 ferm. 6 herbergi, eldhús og bað Sérinngangur og verð- ur sér hitalögn. Herbergi í kjallara og tvær geymslur og bílskúr fylgir. Upplýsingar ekki gefnar í síma. IVýja fasteignasalan Bankastræti 7. Mófurháfur 21 smálest til sölu. Báturinn er með 150 ha. G. M. Dieselvél og öllum öðrum fullkomnasta útbúnaði. Upplýsingar gefa Gísli Halldórsson H.F. Hverfisgötu 50 — sími 7000. Til leigu Húsnæði ca 100 ferm., fyrir léttan iðnað. RÆSIR sími 82550. Vanan háseta vantar á mb. ÁSGEIR RE. 281, sem verður á hringnót fyrir Norð- urlandi í sumar. Uppl. hjá skipstjóranum um borð í bátnum við Grandagarð. armorgun. Og þar sem mér finnst lýsing Einars geta nær í öllum atriðum átt við Sigurð, eins og ég mundi hugsa mér hann ungan — og reyndar alla sína daga, birti ég hér kafla úr henni í minn- ingu þeirra Einars: „Við höfðum þagað nokkra stund og gengið hratt fram hjá efstu húsunum. Nú víkur hann aftur að umtalsefninu, sniðug- lega og með lipru orðfæri. Það má heita svo, að við séum málkunnugir. — Ég hitti hann fyrsta sinn fyrir nokkrum árum í félagsskap með ungum „nem- anda“, er ég þekkti vel. Ég sá þá oft saman síðar, ýmist á göngu, við hljóðfæraslátt eða lestur, en aldrei við drykkju né spil. Ég átti stiwidum tal við þá og tók eftir því, að þessi unglingur hafði næmar taugar og skilning og lét sjaldan af skoðun sinni um hvað sem var. Hann var fremur þaulræðinn, rakti mál sitt út í æsar og karpgjarn, þó um smá- muni eina væri að tala. Svo missti ég sjónar af honum svo árum skipti, og hef nú fyrst fyrir skömmu uppgötvað hann aftur með gljáandi, nýja fálka- mynd yfir húfuderinu. Hann er orðinn nokkuð skarp- leitari, horfir fastar á mann, þeg- ar hann talar, og sýnist vita bet- ur en fyrr, hvað hann á undir sér. Hann virðist halda sjálfur, að hann sé fullorðinn, en er þó ung- lingur enn. Augun eru skýr og dökk, en það sést vel á honum, að hann hefur lagt að sér við lestur eða annað, sem eldir manninn fljótt. — Það finnst á öllu, að hann er maður, sem ætl- ar sér að komast áfram. Við höfum hitzt af tilviljun á sömu leið þennan morgun og höf- um deilt um það stundarkorn, hvort hollara sé, eins og nú stend- ur, að yrkja „fast“ eða „laust“ hér á landi. Ég hef ekki getað verið honum samdóma nemaað nokkru leyti og eins og hans er venja til, hefur hann sótt fast að sannfæra mig. Ég hef reynt tvívegis að víkja samtalinu í aðra átt, en hann hef- ur haldið sér fast við efnið. Svo hef ég látið hann einan um að tala, og við höfum þagað nokkra stund, en nú er hann byrjaður aftur“. En greininni lýkur Einar á þessa leið, er hann hefur lýst á mjög skemmtilegan hátt viðræð- um þeirra um skáldskap og ann- að, er á góma hafði borið: „Við göngum lengra upp eftir og snúum fyrst aftur, þegar bær- inn er horfinn, og tölum um hitt og þetta. Félagi minn á eftir að vita það, að fólkið er ekki einasta dómari, heldur löggjafi, og að þankalaus gleði „á góðra vina fundi“ er jafn rétthá og hin djúpsetta íhugun um rangindastjórn gullvaldsins í þesum heimi. Og ég á ef til vill eftir að sjá, að það er rangt að láta af að gjöra það, sem sjálf- ur maður álítur réttast — hvað sem fjöldanum eða þeim fáu líður. Við eigum allan daginn fyrir okkur. Það er ekki langt síðan að vinnuljóst var. En nú heyrist grjóthögg í holtunum og vagna- skrölt á veginum. Við förum heim hvor heim til sín, en vel má vera, að við finn- umst aftur seinna á samleið — þó nokkur ár séu á milli okkar.“ Dagskrá Einars Benediktssonar varð ekki langlíf, leið undir lok 1899, eða sama árið og Sigurður Júl. Jóhannesson fór vestur um haf. En þó að íundum þeirra bæri ekki saman nema einu sinni eftir þetta, sumarið 1921, þegar Einar ferðaðist um íslendinga byggðir vestan hafs, skipti það ekki máli, því að þeir hlutu allt af að eiga samleið sem íslenzkir hugsjónamenn og skáld. Þeir höfðu ungir markað sér stefnu, er þeir síðan fylgdu ljóst eða leynt, hvað sem annars á daga þeirra dreif. Einar fór um síðir allur yfir í skáldskapinn og fram kvæmdi það í kvæðum sínum, er hann fékk ekki áorkað í lífinu sjálfu. Fegurstu bragur Sigurðar, aftur á móti, varð líf hans sjálft og ævilöng þjónusta við og bar- átta fyrir æskuhugsjónum hans um frelsi, réttlæti og mannúð, er aldrei spyr að verkalaununum og unnir sér engrar hvíldar, meðan dagurinn endist. Og því var það ekki nema eðlilegt, að hjarta Sig- urðar skyldi enn slá marga daga eftir að lífsþrekið hafði fjarað út að fullu. Ég kom snöggvast heim til frú Halldóru, daginn eftir að Sigurð- ur dó, og þar ríkti sami friður- inn og ævinlega áður þau mörgu skipti, sem ég hef komið á heimili þeirra undanfarin ár. Og einmitt þá rann upp fyrir mér greini- legar en nokkru sinni fyrr ein aðalskýringin á hinu langa og far sæla ævistarfi Sigurðar. Hann átti alltaf öruggt athvarf heima, er hann kom úr sínum mörgu kröppu siglingum á lífsins ólgu- sjó.Og því hljótum við vinir Sig- uröar, bæði ungir og gamlir að votta Halldóru og dætrum þeirra hjónanna þakkir okkar og virð- ingu, um leið og við blessum minaingu Sigurðar Júlíusar Jó- hannessonar. Finnbogi Guðmundsson. BÍLDUDAL, 2f>. júní — í dag kom hingað vinnuflokkur frá Reykjavík til þess að leggja há- spennulínu yfir Hálfdán í sam- bandi við Mjólkurárvirkunina. —Friðrik. sferifar úr daglega lífinu Velvakandi og konan hans .... Sól úti — sól í sinni. LOKSINS kom blíður og bros- andi sumardagur. Tveir und- anfarnir dagar voru greinilega þeir beztu, sem runnið hafa upp yfir okkur hér í Reykjavík á þessu herrans vori — hitinn var 18 stig um miðjan daginn. — Og fólkið notaði sér þá svo sann- arlega. Kvenfólkið fleygði af sér kápunum á götum úti og gekk um á léttum kjólum, rétt eins og Reykjavík væri horfin nokkra gráðutugi suður á bóginn. Jafnvel sá maður bregða fyrir krökkum á sundbolum, sem hoppuðu ogl skoppuðu um í sólskininu og réðu | sér ekki fyrir kátínu og fegin-1 leik. — Já, það væri synd að segja, að við kynnum ekki að meta góðviðrisdagana, sem for- sjónin sendir okkur. Okkur finnst þeir bara hafa verið of fáir það sem af er sumrinu. Stína tók fram fína sól-kjólinn sinn, sem hún hafði keypt fyrir sumarfríið sitt í fyrrasumar — en aldrei komið í! — Hún hafði keypt sér regnhlif í staðinn! — Nú kom hann sér aðeins vel — alveg vita ermalaus og vel fleg- inn á bak og fyrir. Hvílík unaðs- semd að geta hlaupið út á blett- inn í matartímanum sínum og sólað sig, jafnvel þótt klukkan og vinnustaðurinn kallaði eftir aðeins eitt alltof stutt korter. Hver er „galnari“? JÁ SVONA er það misjafnt, hvað fólk er duglegt að færa sér í nyt sólskinið og góða veðrið. Sumir þurfa að þeytast alla leið suður undir miðbaug til að brúna á sér kroppinn. Aðrir, sem ekki ferðast út fyrir grasblettinn í I kringum húsið sitt koma hraust- ir og bragðlegir tmdan sumrinu — jafnvel sunnlenzku votviðra- sumri. Þeir grípa hverja stund, tylla sér út á svalir, ef þær eru fyrir hendi, eða út undir húsvegg- inn, jafnskjótt, sem ský dregur frá sólu og þeir geta um frjálst höfuð strokið frá skyldustarfi sínu. — Já, það er nú ekki að miða við hana — hún er bókstaf- lega „sól-galin“ — er stundum sagt um ungu stúlkuna, sem fer að eins og hún Stína — en spyrj- um okkur nú bara, góðir hálsar, er „galnari" unga stúlkan, sem notar sinn stutta matartíma til að drekka í sig sól og útiloft, þegar hún sér nokkurt færi á eða hin, sem kúrir inni og svelg- ir í sig tóbaksreyk og mynda- blöð? Brögð í tafli. IEINNI kjördeild Miðbæjar- skólans við Alþingiskosning- arnar s.l. sunnudag kom það fyr- ir, að kona ein kom þar og ætlaði að kjósa eins og lög gera ráð fyrir. En þegar að var gáð var hún búin að því — eða svo sýndu öll gögn kjördeildarinnar. Konan sqr og sárt við lagði, að hún hefði ekki kosið og kjördeild armenn vissu vart hvað halda skyldi. — Allar líkur bentu til þess, að önnur manneskja hefði komið áður, siglandi undir fölsku flaggi, og kosið fyrir þessa konu, sagzt heita hennar nafni og kom- izt í gegn með svikin. — Starfs- fólk kjördeildarinnar mundi ekki gerla hvernig konan sem kosið hafði leit út, enda kjördeildin stór og mörg andlit sem komu og fóru. Annars er nú einmitt þetta verkefni þess; að sjá um að eng- in slík brögð séu í frammi höfð. Væri ef til vill ekki úr vegi að skipa einn meðal starfsfólks- ins sérstakan „mannþekkjara", sem legði fyrst og fremst áherzlu á að taka eftir fólkinu sem kem- ur að kjósa útliti þess og kenni- merkjum öllum — en auðvitað ætti þetta að vera sameiginlegt hlutverk alls starfsfólksins. — Áhættuspil KONA sú, sem svikin hafði í frammi hefir hinsvegar senni lega ekki gert sér grein fyrir því, hve þetta tiltæki hennar var mik- ið áhættuspil. Við kosningasvik- um munu liggja harðar refsingar, sektir og jafnvel fangelsisvist, ef alvarleg brot eru annars vegar. Mikil bót AKAFLEGA reyndist mikil böt að hinu nýja fyrirkomulagi við kosningarnar hér í Reykja- vík, frá því sem áður hefir tíðk- azt að nú var raðað niður í kjör- deildir eftir götum í staðinn fyr- ir stafrófsröð áður. Nú gat fjöl- skyldan farið öll og kosið á sama stað án þess að rjúfa hópinn. Áður lenti hún einatt í flækingi og vandræðum. Fólk týndi hvert öðru í troðningnum er það kom frá kjörborðinu hvert úr sinni áttinni og óþarflega mikill tími fór í þetta vandalitla verk að setja einn kross fyrir framan einn bókstaf — því að væntanlega renna ekki tvær grímur á neinn háttvirtan kjósenda, er að því kemur að hann staðfesti með at- kvæði sínu stjórnmálaskoðun sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.