Morgunblaðið - 28.08.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.1956, Blaðsíða 6
0 M 0VLC11N n L 'A B 1T) "’riðjuclagur 22. ágúst 1D36 Kastalinn í Edinborg upplýsiur að næturlagi. Un.nen.dur fagurra lista fylgjast rneð Edinhorgariiátíðinni 12. ágúst 1956. | EDINBORGARHÁTÍOIN 1956. Sunnudaginn 19. ágúst hófst tí- unda alþjóðahátíð leiklistar og hljómlistar í Edinborg. Þegar fyrsta hátíðin var haldin fyrir tíu sumrum, voru fáir svo bjartsýnir að gera sér vonir um, að þetta fyrirtæki yrði svo langlíft. Nú er hátíðin viðurkennd sem einn helzti viðburður á sviði lista og I engin hætta á, að hún muni falla niður um fyrirsjáanlegan tíma. I Allir unnendur fagurra lista j verða að fylgjasí með því, sem; gerist á Edinborgariiátiðinni,* 1 hvar sem þeir eiga heima á hnett- j inum. Jafnvel Rússar eru farnir. að lita hátíðina hýru auga, þótt rússneskir listamenn baíi aldrei ’ komið þar fram. En komið hefur til íals, að rússneskur ballett j dansi hér næsta ár. Sú þjóðsaga gengur í Edinborg á hverju ári, að hátíðinni fari hrakandi, hún sé ekki jafngóð og; árið áður. Fyrstu hátíðirnar fengu1 þegar fyrir nokkrum árum á sig i eins konar helgiblæ í meðvitund; Edinborgarbúa. Og vissulega varl það opinberun í fyllstu merkingu orðsins, þegar fyrsta hátíðin' kynnti Edinborgarfólki hljóma Vínar-hljómsveitarinnar, svo að' aðeins sé nefndur einn ógleyman-' legur atburður. Svipað finnst mönnum nú um aðrar hátíðir, I þær voru mun betri en sú sem yf- ] ir stendur. Menn eiga svo erfitt með að átta sig á þeirri einföldu1 staðreynd, að rriinningin geymir1 einungis hið mesta og bezta, enj smælki og mylsna fara forgörð- j um og gleymast. Og hvernig verður svo hátíðinj í ár? Mér finnst hún ekki gefa minni fyrirheit en beztu hátíðir á undan. Og til að auka á hátíðar- ] svip verður drottningin þar með manni sínum. Þau ætla að j skemmta sér þar tvo fyrstu dag- ana. Það er ótrúlegt, hve slíkt' getur hresst upp á svona sam- komur: glitrandi demantar og heiðursmerki á svölum bregða býsna miklum svip yfir hljóm- listarsal eða leikhús. Eins og ævinlega hefst hátíðin á sunnudagskvöld með hljómleik Bréfkorn frá Skoílandi Stúdenlaráð sendir fuilfrúa FJÓRÐA alþjóðaþing I.U.S. hófst í Prag, hinn 26. þessa mánaðar. Stendur það yfir til 4. september n. k. Hefur stúdentaráð Háskóla íslands, sent þrjá fulltrúa á þing- ið og eru það þeir: Ólafur Hauk- ur Ólafsson, stud. med., Jón Grét- ar Sigurðsson, stud. jur., og Björg vin Vilmundarson stud. oecon. Eru þessir fulltrúar þegar farnir utan. Þá sendir stúdentaráð einnig fulltrúa á alþjóðasambandsþing C.O.S.E.O., sem haldið verður á Ceyion, dagana 11.—21. sept. n. k. Þangað fara þeir Skarphéðinn Pétursson, stud. theol og Ingólfur Guðmundsson stud. theoh um. Þá munu The Royal Philhar- monic Orcliestra frá London og Edinburgh Chorai Union fara með Níundu hljómkviðu Beet- hovens (í D-minor). Sir Thomas Beecham stjórnar hljómsveitinni. Á sviði hljómlistar verða marg- ir höfuðviðburðir í ár. Má þar fyrst geta þess, að Vínar Hofmus- ikkapelle heldur þrjá hljómleika með verkum eftir Mozart, Schu- bert og Beethoven. Þessi afburða- kór, sem nú er meira en 450 ára gamall, syngur við messu á hverj um sunnudegi í keisaralegu kap- ellunni í Vínarborg, en fer mjög sjaldan til annarra landa. 'Söngskrá kórsins verður mjög girnileg til áheyrnar: Eftir Beet- hoven syngja þeir Messu í C-maj- or (opus 86) og Fantasíu fyrir kór í C-minor (opus 80). Eftir Schubert syngja þeir Messu nr. 6 í E flat major, og eftir Mozart Krýningarmessu hans í C-major (K. 317). — Þessir hljómleikar eru öllum mikið tilhlökkunar- [ efni. Ungverska tónskáldið Ernst von Dohnani, sem nú er 79 ára, tekur þátt í hátíðinni. Hann ætl- ar að leika píanó-verk eftir sjálfan sig, eina af fiðlu-sónötum sínum (með Campoli), kvintett j fyrir píanó og strengjahljóðfæri I með Nýja Edinborgarkvartettin-1 um, og að lokum hin hugþekku og svifléttu tilbrigði hans við vöggu söng fyrir píanó og hljómsveit, með Skozku útvarpshljómsveit- inni undir stjórn Ians White. Næst er rétt að minnast á Sin- fóníu-hljómsveitina í Bcston, sem þeir stjórna til skiptis Charl- es Munch oð Pierre Monteux. Ein leikarar með hljómsveitinni verða Isaac Stern, Clifford Cur- zon og Robert Casadeus. Auk klassískra verka flytur hljóm- sveitin nokkur ný verk eftir bandaríska tónsnillinga, sem hafa ekki verið flutt í Evrópu fyrr. Eins og að líkum lætur, verð- ur mikið leikið eftir Mozart, þar sem afmæli hans er fyrir svo skömmu um garð gengið. The London Mozart Players halda þrjá hljómleika með heims þekktum einleikurum, svo sem Robert Casadesus, Wolfgang Schn eiderhan, Leon Goosens og Nina Milkina. Annað tónskáld, sem mjög er á- berandi á þessari hátíð, er Schu- mann, en eítir hann verða meðal annarra leikin Fantasía (opus 17), Waldscenen (opus 82) og Sinfónskar etýður (opus 13). Miklu fleiri hljómlistar-atriði verða á hátíðinni, og þau eru í I rauninni svo mörg, að jafnvel hjn helztu verða seint upp talin. Eg get rétt skotið því að lesendum, I að meðal einleikara verða Rosa- ’ lyn Tureck (sem leikur Partitas j eftir Bach), Louis Kentner og Myra Hess. Og af einsöngvurum ' má nefna Gerhard Hiisch og Irm- : gard Seefried. i í ár er mikill mannfagnaður að Ríksóperunni í Hamborg, sem mun flytja fimm söngleiki að þessu sinni. Til minningar um Mozart fara þeir með Töfraflaat- una, og syngur Horst Giinter hlut verk Papagenos. Næst á dag- skránni veröur lítt þekkt og van- rækt létt ópera eftir þýzka tón- skáloið Petör Cornelius. Ópera þessi er samin um eina söguna í Þúsund og einni nótt og heitir Der Barbier von Bagcíad. Hún hefur ekki verið flutt síðan árið! 1906. Hið skemmtilega bassahlut-J verk í óperunni syngur Arnold' vc-n Mill. Þá fer Rikisóperan með tvær i óperur eftir Strawinski á sömu dagskrá: Ödipus Rex og Mavra.1 Hvorug þeirra hefur heyrzt í1 Bretlandi fyrr. Og að lokum flytur hún Salomc i eftir Richard Strauss, og skipta' tvær söngkonur aðalhlutverkinu á milli sín, þær Helga Pilarczyk og Christ Göltz. BALLETT: Ennþá einu sinni verður Sadl- er’s Wells BaHett-inn á hátxðinni. ] Hann mun flytja nokkur ný verk, og auk þess klassísk eftirlætis-: verk, svo sem Coppclia, Svana- vainiö og Lss Syiphides. Snill- [ ingarnir Margot Fontayn og Mich' eal Scmes dansa þar helztu hlut- verkin. Mikið nýmæli á þessari hátíð er indverski balletíinn (Ram Gop al Iiidian Bailet). Ram Gopal kemur hingað sjálfur með flokk sinn, sem mun dansa nýjan og langan ballet. Þetta verk er sér- j staklega samið fyrir vestræn j augu, fegurstu atriðum í forn- | indverskum dansi er beitt á þann hátt, að við getum sem bezt notiö j þeirra. Ballettinn heitir Ævintýr-1 ið um Taj Mahal, og þarf ekki að útskýra efnið nánar. LEIKUIST: Það hefur oft heyrzt, að leik- list verði út undan á hátíðinni, en nú verður ekki annað sagt en leikin verði verk, sem ættu að þola hörðustu gagnrýni. Má þar fyrst minnast á The Stratford On- tario Festival Company frá Kan- ada, sem flytur tvö mikil verk: Hinrik fimmta eftir Shakespeare og Öáipus konung eftir Sófokles. Tyron Guthrie setur leik Sófok- lesar á svið og beitir þeirri ný- lund.u að láta alla leikendur hafa grímur fyrir andliti. Þetta á að vera til þess, að fram komi sem bezt helgiblær fórnarinnar og harmsaga Ödipusar. Frá Ítalíu kemur leikflokkur frá Fíccolo Tcatro í Mílanó. Hann flytur tvö verk: gamanleikinn Arlecciiino eftir Goldoni (saga af þjóni, sem reyndi að þjóna tveim herrum samtimis), og leikrit eft- ir Luigi Pirandello. Þetta er mjög nýstárlegt leikrit að því leyti, að áheyrendur verða að taka þátt í leiknum. Hugmyndin á bak við þetta er sú, að leikrit geti þá að- eins talizt fullkornlega raunsætt, þegar leikendur, en ekki höf- undur, ráða yíir efni og gangi leiksins. Syo leikritið er í sjálfu sér ófullgert, en skáþast á sviðinu fyrir samvinnu leikenda og á- horfenda. Loks má geta mikilvægs leik- listarviðburðar, sem ef til vill verður mönnum minnisstæðari en flest annað á hátíðinni. Það er leikrit í bundnu máli, eftir velska snillinginn Dylan Thomas, sem drakk sig í hel vestur í Bandaríkj unum fyrir fám vetrum. Ég veit ekki, hve vel íslenzkir lesendur þekkja verkið Under Milk Wocd. Það er tuttugu og fjögra klukku- stunda saga lítils sjávarþorps í Wales. Thomas reit þetta útvarps- leikrit rétt áður en hann dó, og það hefur áreiðanlega verið erfitt að setja það á svið. Eini skugginn yfir þessum væntanlega leik- ilstarviðburði er sá, að annars flokks kvikmyndaleikari, Donald Houston, fer með hlutverk þul- sins. Tveggja leikrita má enn geta, „Fanny’s Firsí Play“ eftir George : Bernard Shaw, og óhugnanlegs j leikrits eftir skozka skáldið Jam- j es Bridie, „The Anaíomist“. Það I fjallar um sanna sögu frá Edin- j borg, þegar læknaskólinn var í örum vexti og líkræningjar seldu ■ honurn kirkjugarðslík til krufn- ; ingar. j Þetta eru nú helztu viðburðirn- 1 ir. Þó er rétt að minna á geysi- j mikla sýningu á verkum franska málarans Georges Braque, sem ! stofnaði kúbismann með Picasso. Mei'kasta framlag skozkra lista j manna á hátíðinni í ár verður : með sérstökum hætti. Það eru al- ] þýðufólk, sem dansar og syngur ' á nokkurs konar kvöldvöku Þar 1 munu konur frá Ljóðhúsum ! syngja þófarasöngva, suðureysk- : ir fiðiusnillingar munu leika þjóð lög, sekkjapípuleikarar verða þar og dansfólk. Og síðast en ekki sízt, yndisleg stúllca frá írlandi, j Mary O’Hara, sem öllum söngv- I urum betur syngur keltneska : söngva. Magnús Magnússon. sterifar ur daglega íifánu Glerbrot í mjólk. HÚSMÓÐIR í Hlíðunum skrif- ar mér og hefir furðulega j sögu að segja: „Morgun einn fyr- ir skömmu, er ég var að losa úr ( mjólkurflösku, sem ég hafði keypt í mjólkurbúð í Blönduhlíð inni fann ég mikið af örsmáum glerbrotum í mjólkinni og auk þess eitt stórt, augsýnilega úr flöskustút, en flaskan sjálf var heil utan bg innan. — Ég fór með þessa mjólkurflösku ó- þvegna, með brotunum í í mjólk- urbúðina þar sem ég hafði keypt hana og var mér þar lofað, að hún skyldi send rétta leið. — Sjálfir verða þeir, sem hér eiga hlut að máli að gera upp við sig hvort slíkt sé forsvaranlegt •— mitt álit er, að það sé hegningar- vert. — Eða hvað segja læknar um þetta? — er það kannske ný- tilkomið, að holt sé að leggja glerbrot sér til munns? Húsmóðir í Hlíðunum". Ekki notaleg tilhugsun. ÞAÐ er alls engin furða, þótt húsmóðirin sé hvassyrt út af þessu atviki. í bréfinu spyr hún ennfremur, hvort mjólkursamsal- an sé svo illa stæð, að nauðsyn- legt sé að losa mjólk af brotnum flöskum á heilar og selja síðan sem góða og gilda vöru. — Ó- sennilegt tel ég, að það sé skýr- ingin — heldur virðist hér víta- vert gáleysi og ókærni um að saka, sem engan veginn má láta átölulaust. Má telja mildi, að ekki skyldi hljótast slys af þessari brotamjólk, sem húsmóðirin, bréf ritari minn, fékk upp í hendurn- ar. Hugsum okkur bara, að barn hefði orðið til að opna flöskuna til að svala þorsta sínum á mjólk- inni. Það er ekki víst, að það hefði verið jafn aðgætið og hús- móðirin og afstýrt voðanum í tíma. — Væri annars fróðlegt að fá einhverja skýringu á þessu fyrirbæri. Það er ekkert notaleg tilhugsun fyrir fólk, að geta átt von á slatta af glerbrotum í mjólkurglasinu sínu. Slæmt koks. UR Kjósinni er mér skrifað. „Það eru að verða hrein j vandræði með að fá sæmilegt | koks síðan gasstöðin í Reykjavík j hætti að framleiða það. Það koks, sem fáanlegt er síðan — og inn er I flutt — er svo vont, að lítt mögu- legt er að halda lifandi með því í þeim eldavélum, sem eingöngu brenna koksi. Hefir ein kona hér í sveitinni sagt mér, að hún verði að fara ofan á næturnar til þess að bæta i vélina, — að öðrum kosti sé ekki hægt að halda lif- andi í henni yfir nóttina — en það er nauðsynlegt með þessar koksvélar yfirleitt. Ætti að vera ljóst, hvað slíkt hefir í för með sér, ef húsmæður | fá ekki svefnfrið um nætur eftir erfiðan vinnudag. — Þess er því fastlega vænzt, að úr þessu verði bætt hið bráðasta af þeim, sem það heyrir undir, að ekki sé flutt inn sú vara, sem lítt eða ekki er nothæf. — En það er vitað, að fjöldi heimila notar þessar vélar, sem eingöngu brenna lcoksi, enda afbragðs eldfæri, þegar almenni- legt eldsneyti fæst í þær. — St. G.“ Methraði í Louvre. MONA Lisa í Louvre, er nokk- uð sem enginn ferðamaður í París situr sig úr færi með að heimsækja, þótt ekki sé nema til þess að standa nokkur augnablik augliti til auglitis við brosið ódauðlega, sem meistarinn V i n c i festi á 1 é r e f t fyrir næstum 500 ár- um. — Því að það er margt annað að sjá í sölum Louvre- safnsins. Senni- lega mun það varla einn af hverju þúsundi ferðamanna, sem fer um þá alla. i Annars getur danskt blað nýlega um harla óvenjulega keppni, sem háð er um þessar mundir meðal Ameríkumanna í París, bæði þsirra sem þar eru búsettir og svo ferðamanna. Keppnin er í því fólgin, að komast á sem stytztum tíma gegnum alla Louvre-salina. Keppendum er gert að skilyrði að staðnæmast fyrir framan Mona Lisu og draga andann! Síðasta metið er 3 mínútur og 59 sekúndur, en í næstu viku, stendur til að öll gólfin í Louvre verði bónuð og má vænta þess, að það muni auka á hraðann og hnekkja metinu! Ars longa — vita brevis!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.