Morgunblaðið - 08.09.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1956, Blaðsíða 16
Veðrið SA-kaldi, rigning eða þokusúld tiðru hvoru. 205. tbl. — Laugardagur 8. september 1956 Keppinautur Eisenhowers Sjá grein á bls. 6. Umferðarvika IWforgunblaðsins: Umferðarvika Morgunblaðsins birtir hér kort yfir allar aðalbrautir í Reykjavík OG HRINGAKSXURSTORG, EN ÞAU HAFA AÐAL- BRAUTARRÉTTINDI. Þegar ökumenn sjá þefta merki framundan ber þeim að stöðva Aðalbrautir eru þær götur kallaðar, sem njóta þeirra forréttinda, að menn mega aka eftir þeim án þess að stöðva farartaeki sin, þótt bílar eða hjól komi frá öðrum götum, sem að þeim liggja. Með þessu móti verður umferðin greiðari. Þeir, sem koma með farartæki sín úr hliðargötum inn á aðalbraut, eru skyldugir til þess að draga úr ferðinni, stanza og bíða unz farartækin á aðal- brautinrii eru farin hjá, þá mega þeir aka inn á aðalbrautina. Við öll gatnamót, sem liggja að aðalbrautum, eru greinileg skilti sem á er letruð viðvörun um að nema staðar, því að aðalbraut sé framundan. STANZ AÐAL- BRAUT STOP Seyðlirðingar afgreiða mikinn Ijölda útlendra fiskiskipa SEYÐISFJÖRÐUR mun vera með beztu höfnum Austurlandsins, enda leita erlend fiskiskip mjög mikið þangað. Samkvæmt upp- lýsingum toll- og hafnaryfirvalda þar á staðnum hafa komið þang- að um 300 skip, það sem af er þessu ári. Er þetta talsvert minna en í fyrra, cn á öllu því ári komu alls um 600 erlend fiskiskip tii Seyðisfjarðar. AFGREIÐIU FLEST FISKISKIP ALLRA HAFNA Á LANDINU Óhætt mun aö slá því föstu að engin íslenzk höfn afgreiðir eins mörg erlend fiskiskip og Seyðis- fjarðarhöfn. Skilyrði til mótttöku skipa þar er ágæt. Þar eru 7 bryggjur og kyrrð í höfninni í hvaða vindátt, sem er. Megin- þorri þeirra skipa, sem til Seyð- isfjarðar koma eru norsk síld- veiðiskip. KOMU ÁÐUR TIL SIGLUFJARÐAR Áður komu þessi skip mest til Siglufjarðar, en síðan síldin flutti sig lengra austur á bóginn eru þau mikið til hætt að koma þang- að. Norðmenn höfðu áður starf- andi sjómannaheimili á Siglu- firði, en nú munu þeir hafa lok- að því en tekið annað í not á Seyðisfirði. Fyrir kemur að um 150 útlend skip liggja í höfninni í einu og setja útlendu sjómenn- irnir þá mikinn svip á Seyðis- fjarðarkaupstað. FLOTINN FÆRIR SIG TIL EFTIR AFLANUM Allmargar orsakir munu liggja til þess að færri fiskiskip komu til hafnar hér á landi í sumar en oft áður. Síldveiðin stóð stutt. Sum norsku skipanna fylltu sig strax og þau komu hingað og héldu heim á leið aftur án þess að taka hér land. Síðsumarsíldin mun halda sig allt suður undir Færeyjum og hafa norsk skip tek iíí höfn þar frekar en hér af þeim sökum. Einnig mun gott tíðarfar á miðunum nokkru ráða um það að skipin koma ekki í höfn. EIN AF ATVINNUGREINUM STAÐÆRINS í sumar hefur verið mjög lítið urn önnur útlend skip á Seyðis- firði en norsk. Komu þangað að- eins 18 Svíar og 2 Finnar. í sum ar hafa útlendu skipin verið flest 80—100 talsins í einu í Seyðis- fjarðarhöfn. Það liggur í augum uppi að Seyðfirðingar hafa tals- vert mikil viðskipti af öllum þessum fjölda skipa og má segja að viðskipti við og afgreiðsla erlendra skipa sé ein af atvinnu- greinum staðarins. Kirkjuvígsla Á MORGUN fer fram endur- vígsla Ólafsfjarðarkirkju, en miklar viðgerðir hafa farið fram á henni í sumar. Séra Sigurður Stefánsson, héraðsprófastur, að Möðruvöllum, framkvæmir vigsl una i umboði biskups, sem nú er erlendis. Að vígsluathöfninni lokinni verður haldinn héraðsfundur prófastsumdæmisins. Staðan í skákinni EKKI er enn fengin vissa um það hvort íslenzku skákmönn- unum á Olympiumótinu tekst að komast upp í A-flokk. Þeir eiga eftir að keppa við Argen- tínumenn, sem taldir eru sterk astir í 4. riðli, — og einnig við Breta, er verða þeim erfiðir viðfangs. I keppninni við Chile á mið- vikudaginn töpuðu þeir Frið- rik og Baldur, Ingi vann og Arinbjörn á biðskák, sem við verðum að vona að hann vinni. I 6. umferð tefldu þeir svo við Finna. Skák þeirra Friðriks og Ejansns fór í bið, Ingi tapaði fyrir Sale, Freysteinn á bið- skák, en Sigurgeir gerði jafn- tefli við Niemela. Litlar fréttir hafa enn borizt af 1., 2. og 3. riðli. Þó er það vitað, að eftir 4. umferð var staðan þannig í 1. riðli: Rúss- land 14 !4 vinning, Búlgaría 12, Sviss 1014, Pólland 614, Svíþjóð 6, Puerto Rico 514, Noregur 314 og Saar 314. 342 útvarpstœki á liverja þúsund íbúa í Svíþjóð Líklega eru um 370 tæki hér á 1000 íbúa — eða fleiri en nokkurs sfaðar annars sfaðar í Evróp-u Hjörleifur Sigurðsson. HjÖrleifur Sigurðsson opnaði málverkasýn- ingu í gœr IGÆRKVÖLDI opnaði Hjörleifur Sigurðsson listmálari málvcrka sýningu í Listvinasalnum við Freyjugötu. Hjörleifur sýnir þar alls 14 myndir; allar í abstrakt stíl. Þessi sýning Hjörleifs er hin fyrsta sjálfstæða sem hann heldur síðan árið 1952, en í millitíð- inni mun hann hafa tekið þátt í samsýningum. ^STOKKHÖLMI: — í Svíþjóð er mikill fjöldi útvarpstækja í notk- un. Samkvæmt síðustu skýrslum eru 342 tæki á hverja 1000 íbúa, og er það meira en í nokkru öðru Evrópulandi. Til saman- burðar má geta þess að í Dan- mörku eru 300 útvarpstæki á hverja 1000 íbúa, í Englandi 280 og í Noregi 270 útvarpstæki. Blaðið átti í gær tal við Sig- urð Sigurðsson innheimtustjóra Ríkisútvarpsins og spurðist fyrir um svipaðar tölur hér á lanöi. Sigurður sagði að skrásettir, gjaldskyldir útvarpsnotendur væru 40.595 og svarar það til þess að það séu 254 af hverjum 1000 íbúum landsins. Aftur á móti mega menn eiga hér fleira en eitt tæki án þess að þeir þurfi að borga afnota- gjald nema fyrir eitt, en á hin- um Norðurlöndunum verða menn að borga fyrir hvert einasta tæki sem þeir hafa undir höndum. Telst Sigurði svo til að hér séu í notkun um 60 þúsund útvarps- tæki — eða 370 tæki á hverja 1000 íbúa landsins. Bendir því allt til þess að á íslandi séu fleiri útvarpstæki í notkun miðað við íbúatöluna en í nokkru öðru Evrópulandi. Verður Svíþjóð þá annað landið í röðinni. Hér á landi eru víða fleiri en eitt út- varpstæki í notkun á hverju heim ili og sagði Sigurður að margir hefðu citt tæki í stofunni og ann að í eldhúsinu. Átti hann m. a. myndir á sýn-^ ingu í Noregi árið 1953 og á | Rómarsýningunni, sem íslenzkir listamenn tóku þátt í 1955. Hjörleifur Sigurðsson er með kunnustu yngri málurum okkar. i Hann stundaði nám 1947 í Grúne- waldsskólanum í Stokkhólmi og j síðar hefur hann gengið á lista-1 skóla bæði í París og Noregi, þar j sem Norðmenn veittu honum góð- j an námsstyrk. PáH Hrason einir isi Evrápuíer&ar í haas* Förin fekur 27 dðga nteð ýmsum fararfækjum MBL. átti í gær tal við Pál Arason bílstjóra, og skýrði hann svo frá, að hann hefði ákveöiS Evrópu seint í þessum mánuði. 11 Lykill að leyndarmáli“ sýnt aftur Bráðspennandi sakamála- leikrit ^ MEÐ FLUGVÉL TIL LONDON Ferðin hefst 28. september og verður farið með flugvél til London. Verður dvalizt þar í tvo daga en síðan haldið til Parísar og höfð þriggja daga viðdvöl þar. Þaðan verður farið til Þýzka- lands í járnbrautarlest og kom- ið til Freiburg. SUMARLEIKHÚSIÐ í Iðnó, sem starfað hefur í allt sumar og sýnt gamanJeikinn „Meðan sólin skín“ við mikla aðsókn og hrifningu, mun á morgun (sunnudag) taka upp sýningar á saka- málaleikritinu „Lykill að leyndarmáli" eftir Frederik Knott. Leikrit þetta var sýnt í fyrra í' Austurbæjarbíói, af leikflokki undir stjórn Gunnars R. Hansen, og hlaut þá mjög miklar vinsæld- ir, en hætta varð þá sýningum vegna sumarleyfa leikaranna. —i Þessi sami leikflokkur sýnir nú leikritið á vegum Sumarleikhúss- ins, að öðru leyti en því, að Guð- mundur Pálsson hefur tekið við hlutverki Einars Þ. Einarssonar, en aðrir leikarar eru: Gísli Hall- dórsson, Helga Valtýsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Knútur Magn- ússon. Ekki er að efa að þessi saka- málaleikur hljóti enn mikla að- sókn, enda er hann frábærlega spennandi. Eins og áður segir standa yfir sýningar á „Meðan sólin skín“, og virðist síður en svo lát á aðsókn, en 30. sýningin á þessu leikriti er á þriðjudaginn. Ný nefnd RÍKISSTJÓRNIN hefur í dag skipað nefnd, er gera skal tillög- ur um öflun nýrra atvinnutækja og dreifingu þeirra um landið Er til þess ætlazt, að tillogur nefndarinnar verði miðaðar við alhliða atvinnuuppbyggingu í landinu, einkum í þeim lands- fjórðungum, sem nú eru verst á vegi staddir í atvinnulegum efn- um. í nefndina hafa verið skipaðir þeir Gísli Guðmundsson, alþm., sem jafnframt er skipaður for- maður nefndarinnar, Birgir Finnsson, forseti bæjarstjórnar ísafjarðarkaupstaðar, og Tryggvi Helgason, formaður Sjómannafé- lags Akureyrar. (Forsætisráðu- neytið). TIL SVISS OG ÍTALÍU Frá Freiburg verður haldið til Sviss og dválið þar í fjóra daga. Þaðan verður ekið um Gotthard- skarðið til Mílanó á Ítalíu, ekið til Genóva, Písa og Róm og dval- izt í Róm í þrjá daga. NORÐUR YFIR BERNIIARDS- SKARÐ Þá verður ferðinni haldið áfram til Flórenz, Feneyja, noi ð- j ur yfir Bernhardsskarð til Au. - urríkis. Þaðan til Múnchen, Stuttgart og Heidelberg. MED FLJÓTABÁTI Farið verður með fljótabáti eftir Rín og Köln og með járn- braut til Hamborgar og þaðan flogið um Kaupmannahöfn og Bergen til Reykjavíkur. Þeir sem hafa í hyggju að taka þátt í þess- ari ferð, geta nú þegar snúið sér til Ferðaskrifstofu Páls Arasonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.