Morgunblaðið - 28.12.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1956, Blaðsíða 16
Veðrið Allhvass austan eða »uð-austan rigning öðru hvoru. itwMg 307. tbl. — Föstudagur 28. desember 1956 Lág flutningsgjöld Eimskips. — Sjá bls. 9. Ungversku flóttamennina skortir vinnu og húsaskjól Veitum þeim alla þá aðstoð sem við megum Rauði krossinn veitir gjöfum vibtöku RAUÐI KROSSINN heitir á alla íslendinga að veita ung- versku flóttamönnunum 52 sem hingað eru komnir, alla þá aðstoð sem þeir geta í té látið. Á gamlársdag er einangrun þeirra í Hlégarði lokið og eru þá allir sem geta beðnir að ljá þeim eða leigja húsnæði og veita þeim vinnu. Flótta- mennirnir eru allir örsnauðir, eiga aðeins fötin sem þeir standa í, og eru því allar gjafir, hvort sem þær eru fatnaður, innanstokksmunir eða fé, mjög kærkomnar. Flóttafólkið er allt við beztu heilsu, vel vinnuhæft og flest á aldrinum 18—30 ára. Skrifstofa Rauða krossins, sími 4658, veitir allri aðstoð og vinnubeiðnum móttöku. HRAÐA ÞARF HJALPINNI Á vegum Rauða krossins starf- ar sérstök nefnd að því að annast alla umsjá og fyrigreiðslu með flóttamönnunum. Er formaður hennar dr. Kristinn Stefánsson læknir og átti nefndin tal við fréttamenn í gær, ásamt fram- kvæmdarstjóra Rauða krossins dr. Gunnlaugi Þórðarsyni, en hann fór sem kunnugt er til Vín- ar til þess að veita þeim leiðsögu til íslands. Lagði nefndin áherzlu á það að hraða þyrfti því mjög að fá flóttamönnunum vinnu og jafn- framt húsnæði, einstök herbergi helzt í Reykjavík. Er Rauði kross inn fús til þess að taka herbergi með húsgögnum á leigu hér í bænum fyrir flótíamennina og væntir hann þess, að almenning- ur bregðist vel við pessari hjálp- arbeiðni. Flóttamennimir voru valdir í búðunum í Austurríki með það fyrir augum að vinnu- hæfni þeirra og starfsmenntun væri góð, svo og heilsa og hreysti. FlóttEunennirnir eru alls 52, 28 karlar og 24 konur. Fólkið er allt við góða heilsu, enda hef- ur nákvæm læknisrannsókn ver- ið framkvæmd meðal þess, svo örugg er að það þjáist ekki af neinum sjúkdómum. Karlarnir eru á aldrinum 15—33 ára og konurnar á aldrinum 15—42, en langflest er það um tvítugt. KANN VEL TIL VERKA Hér fer á eftir skrá um hvaða störf flóttafólkið hefur unnið í Ungverjalandi til þess að íslenzk- ir vinnuveitendur geti betur áttað sig á því að hvaða störfum það fær helzt gengið. Karlmenn: Bifvélavirkjar (3), múrari (1), námumaður (1), járnsmiðir (2), logsuðumaður (1), bilaréttinga- maður (1), búfræðingur (1), gúmmíverkamaður (l),húsgagna smiður (1), skósmiður (1), verk- smiðjuverkamenn (2), rennismið- ir (2), bifreiðarstjóri (1), loft skeytamaður (1), vélsmiðir (3), rafvirki (1), vélfræðingur (1). Konur: Hjúkrunarkonur (4), sauma- konur (2), rannsóknarstofustarf (1), skrifstofustúlka (1), mat- reiðslukona (1), verksmiðju- stúlkur (3). FLÚBI UPPLAUSN OG BROTTFLUTNING f hópnum eru 5 hjón og 3 fjöl- skyldur. Meðal flóttamannanna eru allmargir sem misst hafa ætt ingja sína í uppreisninni. Flest flúði flóttafólk þetta land sitt vegna þess að það óttaðist um að það yrði flutt nauðungarflutning um til Rússlands, eftir því serr. dr. Gunnlaugur skýrði frá í gær Hér var farið með flóttamenn- ina í Melaskólann strax eftir að flugvélin kom með þá frá Vínar borg. Bauð dr. Kristinn Stefáns- son þá velkomna til fslands og óskaði þeim gæfu og gengis í hinu nýja föðurlandi sínu. Þá lauguð- ust þeir þar allir og fengu ný föt, en þeir höfðu engan farangur haft meðferðis frá Ungverjalandi sem von var, aðeins um 1 kg. á mann. Veitt var síðan kaffi í skól- anum, en þá var ekið upp í Hlé- garð í Mosfellssveit og gerði það Juðmundur Jónasson endurgjalds láúst. Þar hafa flóttamennirnir dvalizt síðan í einangrun og læknisskoðun. FYRSTU JÓLIN Á ÍSLANDI Mun þeim líða þar vel og þar héldu þeir jólin á hátíðlegan hátt. Ýmis samtök og fyrirtæki geng- ust fyrir fatagjöfum til flótta- mannanna og jólagjöfum og Skóg ræktin gaf jólatré. Voru jólin haldin hátíðleg í ungversku nýlendunni í Hlégarði og kom þangað kaþólskur prestur og söng messu en flestir eru flóttamennirnir kaþólskir. Yfir- völd Hlégarðs sýndu mikla lipurð við að lána Rauða krossinum hús- ið en aflýsa varð fyrir vikið aug- lýstum skemmtunum og samkom- um. Rauða krossinum til aðstoð- ar í allri fyrirgreiðslu við flótta- mennina hefur verið eini Ungverj inn búsettur hér á landi, Andrés Alexandersson og kona hans frú Nanna Snæhólm. Hafa þau bæði verið túlkar. Eins og gefur að skilja munu tungumálavandræðin valda flótta mönnunum mestum erfiðleikum er þeir hefja starf, en aðeins tveir þeirra tala dálítið í þýzku. Þeim hefur verið fenginn orðalisti á íslenzku og eitthvað mun Andrés hafa kennt þeim í málinu. Flóttamennirnir munu hafa látið uppi þá ósk að þeir mættu dveljast sem flestir í sama hérað- inu svo þeir gætu vel haft sam- band sín á milli. Aðallega skipt ist hópurinn í 3 smærri hópa, fjölskyldur og kunningja. LEGGJUM ÖLL HÖND AÐ VERKI Eins og áður segir er það höfuð- nauðsyn, að sem fyrst takizt að útvega flóttamönnunum atvinnu. Þetta er í fyrsta sinn, sem við ís- lendingar sýnum það svo ræki lega í verki að við tökum þátt í erfiðleikum og þjáningum ann- arra þjóða og leggjum sjálfir ötullega hönd að hjálparstarfinu með því að taka flóttamenn inn í land okkar. Því er það þjóðarsómi að við gerum sem bezt við þetta fólk, og veitum því þau efni sem óham- ingja og uppreisnin hafa svipt það. AUri hjálp er því fúslega veitt móttaka og ailir hvattir til þess að leggja eitthvað af mörkum. En fyrst og fremst þeir sem hús- næði eiga, einstök herbergi hafa Iaus og þeir sem þurfa fólk til starfa. Með slíkri hjálp sýnum við hinum ungversku flóttamönn- um að hér bíðui* þeirra nýít föð- urland, þar sem veglyndi og bróð- urhugur ríkir. HVAÐ KOSTADI HAMRAFELLIÐ"? // I GREIN, sem birtist í „Tím- anum“ á Þorláksmessu um olíuokrið segir, að S. í. S. hafi átt kost á olíuskipi árið 1953 fyrir 15 millj. sænskra kr. eða 47,325 millj. ísl. kr. en með því að ekki hafi fengizt að kaupa þetta skip hafi S. I. S. og Olíufélagið orðið að „sæta miklu óhagstæðari kaupum'* um „Hamrafellið“. Nú hafa S. í. S. og Olíu- félagið h. f. alltaf talið að „Hamrafellið“ hafi aðeins kost að 1 millj. sterlp. eða kr. 45.700,00, sem er 1,6 millj. kr. LÆGRA en það skip átti að kosta, sem „Tíminn“, segir að ekki hafi fengizt að kaupa. Hvernig víkur þessu við? Þessi ummæli virðast styrkja þann orðróm að raunverulegt kaupverð „Hamrafellsins“ hafi verið hærra en eigendur hafa talið. Það hefur heyrzt, að S. í. S. og Olíufélagið h. f. hafi greitt 1 millj. dollara á borðið við undirskrift samn- inga og hafi Hamrafellið því raunverulega kostað um 62 millj. kr. í stað 45,7 millj. kr. Úr því „Tíminn“ er að fleipra um að kaupin á „Hamrafell- inu“ hafi verið óhagstæðari en unnt hafi verið að gera nokkru áður, vill þá ekki blaðið upp- lýsa hvernig í þessum málum liggur? Brunatjón í Firðinum d aðiangadagskvöld RÉTT fyrir klukkan sjö á aðfangadagskvöld var slökkviliðið kvatt að fiskverkunarstöð Bátafélags Hafnarfjarðar (gamla íshúsinu) og var þá rnikill eldur í rishæð hússins. Urðu miklar skemmdir f risinu, sem er yfir hálfu húsinu, en það er milli 500 og 600 ferm. Einnig brunnu um 100 reknet, sem geymd voru þar og ýmislejft fleira. MIKIÐ TJON Stólparok var þegar eldurinn kom upp og var loftið alelda og logaði upp úr þakinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Voru góðar aðstæður þarna við slökkvi- starfið og var því lokið að þrem- ur tímum liðnum. Risið var þá Friðrik vann Penrose 2 7 leikjum i i GÆR hófst skákmótið í Hastings þar sem Friðrik Ólafsson teflir. Hér fer á eftir röð keppenða á mótinu, en þeir eru alls 10. Samkvæmt henni tefldi Friðrik í gær við Penrose, teflir í dag við Bent Larsen og við Gligoric í síðustu umferð. Keppnisröðin er þessi: 1. Szabo, 2. O’Kelly, 3. Toran, 4. Friðrik, 5. Alexander, 6. Gli- goric, 7. Penrose, .8. Larsen, 9. Clarke og 10. Horseman. Þær misstu unnusta sína, eiginmenn og börn Frásagnir flóttamanna í Hlégarði ★ Á FUNDI með blaðamönnum tóku þátt sem flóttamannanefnd Rauða krossins átti í gær gat dr. Gunn- laugur Þórðarson þess, að í við- tölum sem hann hefur átt við flóttamennina hefði komið í ljós, að flestir þeirra hefðu flúið land af ótta við að verða fluttir nauð- ungarflutningum til Rússlands. Flóttamennirnir eru að stórum hluta ungt fólk, um tvítugt, en það var einmitt fólk á þeim aldri sem burtu var flutt. Nokkrir ungu mannanna tóku þátt í upp- reisnim.i í Búdapest og börðust við rússnesku hersveitirnar. í þeirri viðureign missti cinn þeirra handlegg, en hann er nú að miklu gróinn sára sinna. ir Þá telja flóttamennirnir sig ekki megna að dveljast lengur í Ungverjalandi vegna þeirrar and legu kúgunar, sem þar hefur ríkt og einnig það atf þeir sem uppreisninni eða áttu ættingja í frelsissveitunum myndu verða látnir gjalda þess. Allir liafa flóttamennirnir sem nú dveljast í Hlégarði hörmunga- sögu að segja og flestir eiga um sárt að binda. Nokkrar ungu stúlknanna misstu unnusta sína í bardögun- um og flúðu þá land. Þá er og kona ein í hópnum sem missti mann sinn í uppreisninni og flúði land frá móður sinni og barni. Á hún nú enga ósk heitari en að fá barnið til sín hingað til Iands og verður allt gert sem unnt er til þess að það verði. Friðrik Ólafsson sigraði Pen- rose, Englandi, í fyrstu umferð í gær. Vann Friðrik skákina í 27 leikjum og var henni lokið eftir 4 stundir. Upp kom Nimzó-ind- versk vörn. Aðeins ein skák önnur var unn- in í gær. O’Kelly, Belgíu, vann Clarke, Englandi, í 36 leikjum eft ir 4 klst. 45 mín. Gligoric gerði jafntefli við Alexander, í 40 leikj- um. Keppninni var frestað eftir 5.15 klst. og urðu biðskákir milli Szabo og Horseman og milli Tor- ans og Larsens. í dag keppir Frið- rik við Bent Larsen. orðið allmikið brunnið og allt, sem þar var geymt, en það var auk reknetanna, mikið af þorska* netum, sem Gísli Guðmundsson á Hellu átti og voru óvátryggð. Var þar og ýmislegt annað, sem lítur að trillubátaútgerð hans, og varð Gísli fyrir tilfinnanlegu tjóni. Þarna voru og geymdar verðmætar hurðir í hús, sem verk stjóri Bátafélagsins átti. Þær brunnu allar og voru sömuleiði* óvátryggðar. Eignir Bátafélags- ins voru hins vegar vátryggðae. Ekki urðu neinar skemmdir á neðri hæð hússins og var hægt að vinna þar í gær, en þar er aðgerð- arpláss og fiskverkunarstöð Báta- félagsins. Þar hefur og verið sölt- uð síld undanfarna vetur. Ókunnugt er um eldsupptök, e* álitið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. — G. E. Veður var milt um jólin Á AÐFANGADAGSKVÖLD, er veður var hér yfirleitt milt ura land allt og „rauð“ jól, voru frost og fannkyngi í Danmörku og víð- ar í norðurálfu. Á aðfangadag var mjög hvasst hér í Reykjavík og Vestmanna- eyjum. Suðaustanáttin komst upp í 10 vindstig hér í bænum og 11 í Eyjum. Verkamaður stórslasasf í skipslest á Þorláksmessu Á Þannig er saga þessa hrjáða fólks, sem nú hefur eignazt nýtt föðurland hér, á jólum 1956. Veit- um því alla þá aðstoð sem við megum, og réttum því bróður- hönd. Á ÞORLÁKSMESSU stórslasaðist hafnarverkamaður um borð í amerísku herflutningaskipi, sem hér var þá að losa ýmiskonar varning. Maðurinn sem heitii Friðberg Kristjánsson, Langholts- vegi 52, varð undir kassa sem féli ofan í lest. Herflutningaskipið var eitt hinna stóru skipa frá Moormack- félaginu. Var Friðberg ásamt fleiri mönnum að vörulosun úr miðlest skipsins. Kassinn, sem Friðberg varð undir var kominn upp úr lestinni og í 6—7 metra hæð fyrir ofan Friðberg, er slys- ið varð. Allt í einu rann kassinn úr trossunni, sem brugðið hafði verið utan um hann og féll kass- inn niður í lestina og kom þar á Friðberg með þeim afleiðingum að hann stórslasaðist. Hefur Frið- berg verið þungt haldinn síðan. í gær hafði rannsóknarlögreglan ekki fengið skýrslu læknis um meiðsli Friðbergs, en hann mim hafa skaddast mikið á höfði og hryggurinn brotinn. Friðberg e* í Landsspítalanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.