Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 98. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Laugardagur 4. marz 1957
MORGVNBLAÐIÐ
Sögustaðurinn Kirkjubær í Færeyjum
ISUMAR munu margir Islend-
ingar staldra við í Færeyjum
á leið sinni til eða frá íslandi
með m.s. „Heklu" eða „Dronn-
ing Alexandrine", en bæði þessi
skip koma þar við í ferðum sín-
um, eins og kunnugt er. Er þá
tilvalið fyrir þá ferðalanga, sem
ekki verja tímanum til að „skoða
sig um" í Þórshöfn eða verzla í
bænum að fara til Kirkjubæjar,
sem stendur á sömu eyju og I>órs
höfn, en þangað er álíka löng
leið og frá Reykjavík til Hafn-
arfjarðar.
Hið markverðasta, sem er að
sjá á þessum sérkennilega stað
er t. d. aldagamalt tréhús, skáli,
sem útflytjendur frá Noregi
fluttu með sér á fleka, sem þeir
höfðu í eftirdragi á skipi er
þeir fluttust til Færeyja. Var
húsið þá þegar orðið hundrað ára
gamalt og búið að standa í Nor-
egi áður, þann tíma. Slíkar mikl-
ar, áþreifanlegar menjar á Island
ekki. Svo eru þar einnig mjög
heillegar rústir aldagamallar
kaþólskrar kirkju, úr hlöðnum
steini, sem aldrei kor.ist samt
nndir þak.
Fólk, sem fara vill til Kirkju-
bæjar, þarf ekki annað að gera
en hringja til einnar af hinum
þrem leigubílastöðvum Þórshafn
ar: Auto, Bil eða Taxa, og panta
sér bíl. Leiga á bílum er lág i
Færeyjum, og flestir bílanna eru
nýir. Leiðsögumaður er á staðn-
um, og er það sjálfur Páll Pat-
ursson, kóngsbóndi, sonur Jó-
hannesar sál. Paturssonar, kóngs-
bónda og fyrrum leiðtoga Færey-
inga. Páll talar íslenzku, enda af
íslenzku bergi brotinn, því að
móðir hans var íslenzk. Hefur
hann ávallt frá mörgu að segja
og tekur alltaf vel á móti Islend-
ingum. Hefur Páll einkum gaman
af að sýna gestum sínum litla,
mjög gamla og fornfálega ferða-
ritvél, sem hann geymir á skrif-
stofu sinni í skálanum. Gengur
hann yfirleitt um í færeyskum
hátíðabúningi.
Undanfarin ár hafa fornleifa-
fræðingar frá Danmörku, Noregi
og Svíþjóð unnið að uppgreftri
að Kirkjubæ. Hafa þeir komið
niður á margt, sem óður var
hulið. Hafa þeir m. a. grafið
upp leifarnar af elztu manna-
byggðinni á staðnum og fundið
göng, sem hægt er að ganga um
nú. Einnig hafa þeir grafið upp
nokkrar beinagrindur úr grafreit
frá því á landnámsöld, og var
bað athyglisvert, að tennurnar
höfðu varðveitzt heilar. Fundust
þessar beinagrindur við það, að
sjór hafði grafið undan kirkju-
garðinum, og komu þá leggirnir
1 ljós. Þetta þótti mjög merkur
fundur og voru beinin flutt til
rannsóknar í Kaupmannahöfn.
Auk þess hafa margir munir
fundizt við uppgröftinn, þar á
meðal nokkrir gullmunir.
Þegar komið er inn í hinn
forna skála að Kirkjubæ, sem
byggður er úr gildum bjálkum,
er fyrst komið inn í stóra og
rúmgóða baðstoíu. Þar er stórt
langborð fyrir miðju, og ýmiss
konar vopn frá ýmsum tímum
hanga þar á veggjum. Veggirnir
eru allir sviðnir og svartir.  A
Páll biður gesti að skrifa nöfn sín
í. Uppi a loftinu í þessari bygg-
ingu er töluvert bókasafn varð-
veitt. Eru þar á meðal margar
íslenzkar bækur, bæði gamlar og
nýjar.
Að Kirkjubæ er gömul stein-
kirkja, sem ennþá er notuð til
guðsþjónustuhalds. Einnig er þar
bær sá, sem Páll kóngsbóndi á.
Á færeysku heitir Kirkjubær
Kirkjubö. Einhvern tíma á 12.
öld var sett á stofn sérstakt bisk-
upsdæmi fyrir Færeyjar og bisk-
upsstóllinn staðsettur í Kirkju-
bæ. Hinn færeyski biskupsstóll
stóð í meira en 400 ár, en saga
hans er aðeins að litlu leyti kunn,
þar eð ekki hafa fundizt neinir
annálar eða aðrar frásögur, eins
og svo víða annars staðar.
Vafalaust hafa verið til mörg
gömul handrit, skjöl eða heim-
ildir, en þau hafa glatazt. Jafn-
vel saga sú, sem segir frá kristni-
tökunni, Færeyingasaga, er horf-
in og hefur aðeins varðveitzt á
þann hátt, að hún hefur verið
vafin inn í aðrar sögur og frá-
sagnir, um leið og henni hefur
verið breytt og skreytt þannig,
að hún virðist ekki hafa algert
staðreyndalegt gildi. Rakt lofts-
lagið í Færeyjum hefur heldur
ekki verið hagstætt til varð-
veizlu á handritum í lágum og
rökum húsum fortíðarinnar, og
fyrirsvarsmenn mótmælenda í
byrjun  siðaskiptanna  eyðilögðu
veg saman, en virðast samt sýna
fram á, að á tímabilinu frá um
það bil 1100 til 1533, hafi biskup-
arnir verið alls 33 að tölu. Hluti
þeirra var skipaðir biskupar, sem
tóku aldrei við embættinu. Voru
þeir kosnir af Krossbræðrunum
í Björgvinjum og venjulega úr
þeirra hópi, en kosningin skyldi
hljóta staðfestingu erkibiskups-
ins í Niðarósi.
Um starf þeirra vita menn fátt,
en eitt af því fyrsta, sem þeir
hófust handa um, var stofnun
prestaskóla í Kirkjubæ, svo að
Færeyingar gætu hlotið prests-
menntun í heimalandi sínu og
þjónað þannig söfnuðum sínum á
móðurmálinu. Það voru þá að-
eins helgisiðirnir sjálfir, sem
fóru fram á latneskri tungu. —
Hversu góður þessi skóli hefir
verið, sést bezt á því, að Sverrir
konungur, sem frægur varð fyrir
lærdóm sinn, hafði fengið aðal-
menntun sína þar, þegar hann
var í fóstri hjá Hróa biskupi.
Enda þótt biskupaskrárnar
innihaldi næstum því eingöngu
litlaus nöfn, að vísu með fáum
undantekningum, fæst ýmislegur
fróðleikur af fornleifum þeim og
menjum, sem finnast við Kirkju-
bæ, og svo heppilega vildi til,
að um síðustu aldamót fundust
af tilviljun ritaðar frásagnir, sem
vörpuðu ljósi á Kirkjubæ og hina
stóru dómkirkjurúst þar frá há-
miðöld.
Þrjár kirkjur hafa verið í
þorpi biskupssetursins. Hin elzta
Biskupsstofan o? skjala- og bókasafnið.
af kappi rrtminjar frá dögum
páfakirkjunnar. En aðalorsök
þess, hve lítið fyrirfinn'st af
ritheimildum eða handritum frá
þessum tímum, er samt sú, að
biskupssetrið að Kirkjubæ hefir
margoft verið rænt af erlend-
um sjóræningjum, enda þótt
biskupinn hefði að vísu ofurlít-
inn herstyrk til varnar. Harðast
kom þetta þó niður á öllum eign-
um biskupsstólsins, þegar lút-
herski biskupinn Jens Riber
(1538—'57) réði fyrir Kírkjubæ.
En hann hafði ekki yfir neinu
varnarliði að ráða og var uppi
á einhverjum mestu ógnartímum
í sögu Færeyja. Þess vegna verð-
ur að leita að mestu til annarra
landa til að finna heimildir um
fornsögu færeysku þjóðarinnar.
Menn  þekkja  þrjár  biskupa-
borðinu er þykk gestabók,  sem I skrár, sem að vísu ber ekki al
wmmmm^-s .-¦*........................
Bæjarhús í Kirkjuhæ. Hinn forni skáli i miðið.
var lítil Maríukirkja frá u. þ. b.
1100, samkvæmt sögunni byggð
af húsfrúnni á Kirkjubæ, sem
Gæsa hét. Síðar var sú kirkja
notuð sem nákapella, og það sem
eftir er af henni er ennþá kallað
beinahúsið.
Snemma var ,hún leyst af
hólmi af svonefndri Ólafskirkju,
grjótbyggingu í rómönskum stíl
með flötum kór. Er hún ennþá
sóknarkirkja, en hefur algerlega
misst sinn upprunalega svip eftir
mjög svo aðgangsharða endurbót
árið 1874, sem Clemmensen húsa-
meistari stjórnaði. Kirkjan stend
ur alveg niðri við sjó, er nagar
stöðugt meira burtu af hinni
mjóu klettaræmu, sem skilur
hana frá hafinu, og getur varla
varðveitzt án öflugra varnar-
framkvæmda. Þessi kirkja -hefur
verið umgjörðin utan um kirkju-
lífið í þeásu forna biskupssetri
í meira en 700 ár.
En hið langmarkverðasta í
byggðinni er hin veglega gotn-
neska dómkirkjurúst. Það er
greinilegt, að hún hefur verið
miklu meiri um sig en nú er
raunin, m.a. haft vesturturn. En
ofanjarðar finnast þess aðeins
fá merki, þar eð byggðin hefur
margsinnis verið undirlögð
kraftmiklum skriðum, og voru
þær hvað mestar árið 1772, þegar
mikill hluti byggingarinnar eyði-
lagðist. Nákvæmur uppgröftur
mun að öllum líkindum geta gef-
ið fyllri mynd af þessum þýð-
ingarmikla stað Færeyja á mið-
öldum.
Nú er aðeins eftir skipið af
þessari álitlegu dómkirkjurúst
og leifar af minni, aðliggjandi
byggingu við norðurhlið kórsins,
Páll Patursson.
sennilega skrúðhús, sacristi. —
Langhúsið, sem eftir stendur er
um það bil 26 m langt, 11% m
á breidd og á að gizka 9 m hátt.
Múrarnir eru lVi m á þykkt. —
Þeir eru hlaðnir upp af hálftil-
höggnum sandsteinum með smá-
fleygum inn á milli og múraðir
með afar sterku kalkmortéli,
brenndu úr kræklingaskeljum,
bæði frá Sandey og Hvítanesi
við Þórshöfn.
Á suðurhliðinni eru 5 odd-
myndaðir gluggar og tvennar
dyr, á miðjum norðurveggnum
1 oddmyndaður gluggi og dyr
inn í skrúðhúsið, en hluti af
hvelfingu þess hefur varðveitzt.
Þar inni er kringlótt gluggaop,
sem snýr í vestur og í norður-
veggnum er snúningsstigi upp á
efra loft, sem nú er hrunið.
Árið 1905 var fjarlægð plata af
einum veggnum, en bak við hana
gerðu menn ráð fyrir að finna
fjársjóð. Platan hafði ekki verið
fjarlægð fyrr, af því að gömul
sögn hótaði þeim óhamingju,
sem færði hana úr stað. En þetta
var samt gert fyrir -atbeina
danska Þjóðminjasafnsins. Þá
fannst mjög máð skrift, sem
þannig hljóðaði: „Hér er bústað-
ur eftirfarandi helgidóma: lítið
eitt af krossi Herrans, af fórnar-
lambinu, sjá hér hina heilögu
Jómfrú Maríu — fætur hins sæla
píslarvættis Magnúsar — úr gröf
hins heilaga Torlaciusar."
Þessi skrift er athyglisverð.
Hinn heilagi Magnús var dýr-
lingur Orkneyja, „Torlacius"
biskup í Skálholti. Þetta ber vitni
um náið samband milli Færeyja,
íslands og Orkneyja á þeim tíma
og er auk þess árétting um hinn
víðfeðma og alþjóðlega svip
miðalda, sem hafði mikið að
segja fyrir menningarþróun allr-
ar Evrópu.
En hvenær var Dómkirkjan
hyggð? Þess hefur verið getið
til, að kirkjan hafi verið byggð
á 14. öld og á 16. öld, en nú er
það talið fráleitt. öll smæstu at-
riði byggingarstílsins vísa aftur
til hins norska hágotneska tstíls,
á dögum Magnúsar lagabætis
(1263—1280), en gert er ráð fyrir
að stíll þessi hafi ekki hafið inn-
reið sína í Færeyjar fyrr en litlu
seinna, og má þá gizka á ca. 1300.
Til er nákvæm fyrirmynd, Heil-
ags Ólafs kirkjan í Björgvinjum.
Síðasti katólski biskupinn í
Kirkjubæ hét Ásmundur Ólafs-
son. En eini lútherski biskupinn
var Jens Gregersen Riber (1540
til 1557), og með honum lagðist
færeyski biskupsstóllinn niður.
Hafa Færeyingar nú áhuga á að
endurreisa biskupsstólinn og bá
helzt á þessu ári, en nú eru liðin
rétt 400 ár frá afnámi biskups-
stólsins.
Gunnar Skúlason.
STAKSTEINAR
Húmorleysi
Alþýðublaðsins
„Prjáls þjóð" skýrði fyrir
skömmu frá þvi, að síðast þegar
Halldór Kiljan Laxness hafi far-
ið utan hafi vinur hans og úl-
gefandi bóka hans, Ragnar Jóns-
son forstjóri „Helgafells" kallað
til hans á skipsf jöl og spurt hann
að því. hvort hann ætti ekki að
senda honum blaðadóma um nýj-
ustu bék hans flugleiðis. Hafí
skáldið svarað því játandi «n
bætt við:
En ef þessi Helgi við Alþýðu-
blaðið skrifar eitthvað þá nægir
að senda það í skipspósti.
Flestum hefur fundizt saga
þessi bera vott meinlausu grini,
hvort sem hún er sönn eða ekki.
En Alþýðublaðið hefur orðið
henni ofsareitt. Síðast í gær
ræðst það með offorsi á málgagn
„Þjóðvarnar" sálugu og segir aS
það hafi „lagt skáldinu níð á
varir um Helga". Nær vesalings
Alþýðublaðið ekki upp í nefið
á sér af bræði yfir þessu. Vér
brosum. Það er þá e. t. v. satt,
að málgagn íslenzkra jafnaðar-
manna sé „húmorlausasta blað
á fslandi" eins og einhvern tíma
hefur verið um það sagt áður.
Aldrei jafnfámenn
Mbl. og Alþýðublaðinu bar sam
an um það í gær að hátíðahöldin
1. maí hafi aldrei verið eins fá-
menn og nú. Orsök þess var að
sjálfsögðu    klofningsstarfsemí
kommúnista. Vegna yfirgangs
þeirra og ofbeldis neituðu yfir
20 verkalýðs- og launþegasam-
tök með 12—13 þúsund meðlimí
að taka þátt í hátíðahöldunum.
Aðeins harðsoðnir Moskvu-komm
únistar Iétu sjá sig í kröfugöng-
unni og aðeins fánar þriggja
verkalýðsfélaga voru bornir þar.
Jafnvel Tíminn ,sem undanfar-
ið hefur reynt að halda fram
hlut kommúnista eftir megni
verður í gær að viðurkenna, að
útifundurinn á Lækjartorgi hafi
þó verið „eitthvað fámennari en
stundum áður".
Það er greinilegur klökkvi í
rödd Tímans þegar hann gerir
þessa játningu. Tryggustu vin-
irnir í vinstri stjórninni, komma
skinnin, eiga í þrengingum. ÞaS
verður að hlúa að þeim. Þeir
eiga bágt. Ekki skortir þá Tíma-
menn mannúðina og drengskap-
inn, a. m. k. ekki þegar komma-
tetrin eiga hlut að máli!!
Rödd vestfirzks
verkamanns
Kommúnistinn, sem er félags-
málaráðherra lýsti því yfir í út-
varpi 1. maí, að vinstri stjórnin
hefði efnt öll sin loforð. tryggt
'kaupmátt Iauna, stöðvað dýrtíð
og verðbólgu, veitt miklu fjár-
magni til stuðnings íbúðabygg-
ingum, hleypt fjöri í atvinnulífið
°g tryggt þar með atvinnu- og
afkomuöryggi fólks um land allt.
Vestfirzkum verkamanni, sem
þekkir raup og yfirborðshátt
Hannibals af áratugareynslu
varð þetta að orði er hann
hafði hlustað um skeið á þessar
yfirlýsingar hans í útvarpið:
Hvað skyldu þeir þarna fyrir
sunnan ætla að láta Hannibal
ljúga miklu í sig áður en þeir
reka hann af höndum sér eins
og við hérna vestra?
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16