Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 8
MORCUNBT Af)!Ð FSstudagur 10. maf 1957 ln memoriam Jóhannesson prófessor Dr. Jón i. AUSTED 1928 bættist ný- sveinn í hóp okkar þriðju- bekkinga Gagnfræðaskólans (nú Menntaskólans) á Akureyri. Hann var lágur vexti og grann- ur, stakk við á vinstra fæti vegna þess, að öklaliður hafði gengið úr skorðum við fæðingu, var í grænum vaðmálsjakka, valdi sér sæti aftarlega í stof- unni og hafði sig lítt í frammi. Frá því er við Jón Jóhannes- son settumst þarna saman á skólabekk fyrir hartnær 30 ár- um, höfum við haft samflot alla tíð síðan, nema hvað við vorum fjarvistum hvor frá öðrum næsta vetur eftir stúdentspróf, hófum síðan jafnsnemma nám x íslenzk- um fræðum við Háskóla íslands og urðum um sömu mundir kennarar við háskólann, í sömu deild og í skyldum greinum. Ég hef því aldrei átt jafnlanga sam- leið með nokkrum manni mér cvandabundnum. Samt verð ég að játa, að ég þykist þekkja suma aðra menn nánar, þótt skemmri væri viðkynning, og var þó ávallt einkar gott með okkur Jóni. Sjálfsagt er þetta mín sök, ef þar er annars um nokkra sök að ræða. Aðalástæðan mun sú, hve dulur Jón var í ljúfmennsku sinni og fáskiptinn í verklund sinni. En vissulega á ég hér á bak að sjá einhverjum trygg- asta vini, traustasta fræðimanni og grómlausasta dreng, sem orð- ið hefur á vegi mínum. II. Jón Jóhannesson er fæddur 6. júní 1909 í Hrísakoti í Þverár- hreppi í Vestur-Húnavatnssýslu, þar sem foreldrar hans bjuggu, Jóhannes Pétur Jónsson (1868— 1938) og Guðríður Guðrún Gísladóttir frá Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit (1882—1951). Barnaskólakennslu hlaut Jón í farskóla, las heima námsefni 1. og 2. bekkjar gagnfræðaskóla veturinn 1927—28, er hann tók prófið upp í 2. bekk Akureyrar- skóla. Þar bjó hann í heimavist, reyndist ágætur námsmaður og jafnvígur á allar greinar og lauk stúdentsprófi með hárri einkunn 1932. Næsta vetur dvaldist hann heima í Hrísakoti. Haustið 1933 hóf hann nám hér við háskólann, og var hann þá þegar orðinn lærður maður á íslenzk fræði og stórfróður um ættvísi, þótt aldrei hampaði hann því. Og mest var þetta numið af eigin rammleik í heimahúsum. Veit ég þess ekki dæmi, að nokkur íslenzkxmemi hafi hér verið jafnlærður við upphaf háskóla- náms síns sem Jón var þá — og fáir við próflok. Það leið og ekki á löngu, unz Árna prófessor Pálssyni urðu á munni þessi orð uhi Jón: „Það eru ósköp, hvað barnið veit.“ Að kjörsviði til aðalprófrit- gerðar valdi Jón sér fornan verð- aurareikning (prófritgerðarefni: Hundrað silfurs), vafalítið af því, að hann hefur þótzt vita minni deili á þeim torráðu efnum en ýmsum öðrum, þeirra er hann taldi sig varða. Jón beygði aldrei hjá vandanum. Hann lauk kandídatsprófi í ís- lenzkum fræðum við háskólann í janúar 1937. Síðan sá hann sér farborða með stundakennslu við skóla í Reykjavík (Verzl- unarskólann 1938—39, Mennta- skólann 1939—41), en vann þá einkum að Landnámukönnun sinni og varði ritgerðina Gerðir Landnámabókar við doktorspróf við Háskóla Islands 7. marz 1942. Næsta vetur var hann sögukenn- ari við Menntaskólann á Akur- eyri. En er Árni Pálsson lét af prófessorsembætti í sögu íslands fyrir aldurs sakir, var Jón sett- ur prófessor frá haustinu 1943 tR 1944, er Þorkell Jóhannesson, núverandi háskólarektor, var skipaður í það embætti. En þá var stofnað nýtt dósentsembætti í sögu við háskólann, og hlaut Jón það frá 1. janúar 1945. Kennslusvið hans var íslands- saga frá upphafi vega til siða- skipta. Jón hafði verið kjörinn félagi í Vísindafélagi íslendinga 31. marz 1944 og var ritari þess 1946—47. Hann var í stjórn Sögu- félagsins allt frá 1945 og féhirðir Hins íslenzka fornleifafélags frá 1947 og æ síðan. Hér var það hinn fræðilegi tilgangur, en ekki félagsskapurinn í sjálfum sér, sem laðaði Jón til starfa, því að hann verður varla talinn sérlega félagslyndur maður. Hinn 20. ágúst 1949 kvæntist Jón Guðrúnu P. Helgadóttur ís- lenzkukennara B.A., dóttur Helga yfirlæknis Ingvarssonar á Vífils- stöðum og Guðrúnar Lárusdótt- ur, mikilhæfri atorkukonu. Sama dag flugu þau hjónin til útlanda. Jón hafði ekki áður stigið upp í flugvél né heldur farið utan. Okkur Jóni var boðið til Sví- þjóðar þetta haust af Svenska Institutet, og dvöldumst við þar í háskólabæjum um nokkurt skeið. Þá kynntist ég Jóni einna nánast. Hef ég varla átt betri né notalegri samferðamann. Síðan dvaldist Jón aftur er- lendis veturinn 1950—51 við sagnfræðanám og könnun í Ox- ford á vegum British Councils. Meðan hann stóð við hér heima í jólaleyfinu, var hann skipaður prófessor í sögu við Háskóla Is- lands frá ársbyrjun 1951. Haust- ið 1952 varð hann forseti heim- spekideildar (aftxxr 1955—1956), en í desember sama ár hlaut hann alvarlegt áfall af skyndilegri blóðrásartruflun í höfði, og lá hann þá rúmfastur lengi vetrar. Hann náði sér þó furðanlega, þótt varla yrði hann samur maður aftur að skerpu og vinnuþoli. En með dæmafáum dug sínum af- rekaði Jón mikið í fræðigrein sinni á þeim fjórum árum, sem honum auðnaðist að starfa eftir þetta. í vetur var hann einmitt óvenju hress og glaður, var í þann veginn að búa fjölskyldu sinni nýtt heimili, hafði komið af höndum fyrra bindi íslend- inga sögu sinnar og horfði von- glaður til síðara bindisins og annarra verka, er hans biðu. Er ég hitti hann í síðasta sinn, á göngum háskólans fyrir tæpum mánuði, innti hann mig eftir störfum, eins og honum var títt, og sagði mér í staðinn, að hverju hann væri að vinna og hvaða verk væru næst á döfinni, mörg og mikil, svo að hann sæi ekki fram úr þeim. Og þetta sagði hann ekki með áhyggjufullum þreytusvip, heldur ljómandi af áhuga hins starfsglaða manns. Sá beygur, er hann hafði löng- um borið í brjósti eftir fyrra áfallið, var sem strokinn burt af vinnunautn og fræðayndi. En síðla páskadags fékk hann aft- ur æðateppu, nú við hjartastað, og lá síðan í sjúkrahúsi, unz hann andaðist laugardagskvöld- ið 4. maí, er hann skorti rúman mánuð til að verða 48 ára. Út- för hans er gerð í dag. III. Þótt Jón Jóhannesson næði ekki fimmtugsaldri, eru verk hans svo mikil og merk, að þeirra hlýtur ávallt að sjá stað, meðan íslenzkar menntir verða stundaðar. Hann hefur jafnvel varla skrifað svo smágrein í fræðum sínum, að eitthvað hafi þar ekki varanlegt gildi. Eftir Jón liggja bækur, rit- gerðir og útgáfur. Hér verður aðeins drepið á nokkuð af hirfu helzta, en um fyllra yfirlit skal bent á Skrár um rit háskóla- kennara og væntanlegt 2. hefti af Kennaratali á Islandi. Sérstakar bækur eftir Jón og aðalverk hans frumsamin eru doktorsritgerð hans og íslendinga saga. í Gerðum Landnámabókar (1941) eru gerð skil ákaflega torveldu efni um heimildatengsl og bókmenntalega þróunarsögu af þeirri gaumgæfni, gerhygli og glöggskyggni, að megin-niður- stöður um skyldleika Landnáma- gerðanna virðast munu standa óhaggaðar. — íslendinga saga I, er kom út á vegum Almenna bókafélagsins í fyrra, fjallar um Þjóðveldisöld og er að miklu leyti samin upp úr háskólafyrir- lestrum síðasta áratugs. Þetta er öndvegisrit, mikils háttar yfir- litsverk, einkum stjórnarfars-, atvinnu-, hag- og menningar- saga, en ekki atburðatíningur og persónusaga, eins og íslandssaga hefur löngum verið. Hér fer sam- an djúpsettur lærdómur, reistur á nákvæmri heimildakönnun, víðtæk yfirsýn, skarpur skiln- ingur og skýrleiki í hugsun og stíl, þar sem hvert orð virðist valið og vegið. Gáfuleg efnistök og vöndugleiki valda því, að þetta fræðirit verður eins al- þýðlegt og það er efnismikið, jafn skemmtilegt sem það er gagnort. Fræðiritgerðir Jóns fjalla um forna sögu og bókmennta- sÖgu, og er í þeim flestum fólg- in sjálfstæð könnun og einhver nýlunda og ýmsar þeirra gagn- merkar. Þessar eru helztar: Björn at Haugi, í Afmælisriti helguðu Einari Arnórssyni 1940, Reisubók Bjarnar Jórsalafara, í Skírni 1945, Um Sturlunga sögu, í síðara bindi Sturlunga sögu 1946, Hirð Hákonar gamla á Is- landi, í Samtíð og sögu IV, 1948, formáli fyrir Austfirðinga sögum (íslenzk fornrit XI) 1950, sem er bókar ígildi, Tímátal Gerlands í íslenzkum ritum frá Þjóðveld- isöld, í Skírni 1952, Gizur galli, í Svipum og sögnum III, 1953, Um verzlun á Þjóðveldisöld, í Nýjum tíðindum 1. apríl 1955, formáli fyrir íslendingabók, ljósprent- aðri 1956, Ólafur konungur Goð- röðarson, í Skírni 1956, Réttinda- barátta Islendinga í upphafi 14. aldar, í Safni til sögu íslands, 2. flokki, I, 3, 1956, Aldur Græn- lendinga sögu, í Nordælu 1956. Einnig samdi Jón ritdóma um sagnfræðibækur og fræðilegar útgáfur, svo og afmælis- og minningargreinar, þótt hér verði ekki rakið. Slíkar greinar Jóns eru efnismiklar, karlmannlegar og væmnislausar, og þannig myndi hann kjósa, að eftir sig væri skrifað. Ágætt útgáfustarf liggur eftir Jón, og er þetta merkast: Útfar- arráðstöfun Jóns prests Þor- varðssonar, í Blöndu VI, 1937, Annálar 1400—1800, á vegum Bókmenntafélagsins, allt frá upp- hafi IV. bindis 1940, Brandsstaða- annáll 1941, Árbækur Reykjavík- ur, sem Jón biskup Helgason hafði upphaflega gert úr garði (1941), 2. útg. 1942, þar sem Jón bætti um og bætti við. Ásamt Magnúsi Finnbogasyni og Krist- jáni Eldjárn sá hann um útgáfu Sturlunga sögu I—II 1946, réð m. a. hvernig einstakar sögur voru greindar sundur, en það hafði ekki verið gert í fyrri út- gáfum. Hann bjó til prentunar Austfirðinga sögur (íslenzk forn- rit XI) 1950. Ásamt Sigurði Nor- dal og Guðrúnu konu sinni setti Jón saman Sýnisbók íslenzkra bókmennta til miðrar átjándu aldar 1953, og þau hjónin gáfu út Skýringar við hana 1954. Jón tók við ritstjórn Sögu, tímarits Sögu- félagsins, eftir Einar Arnórsson, gegndi henni frá 1955 og birti þar eftir sig ritgerðir. Síðastliðið sumar annaðist hann ritstjórn Nordælu, afmælisrits til Sigurð- ar Nordals, ásamt Þorkeli Jó- hannessyni háskólarektor og okkur Halldóri Halldórssyni. Unnum við það síðast saman. Meðal þeirra verka, sem Jón hafði tekið að sér, er hann féll frá, voru sögulegar staðfræðilýs- ingar Islands, sem út áttu að koma á vegum Menningarsjóðs. Hafði hann lengi velt þeim efn- um fyrir sér og að mestu ráðið með sér, hver skipan skyldi á þeim höfð. Einnig hafði Jón ný- lega tekizt á hendur að gefa út Landnámabók fyrir Hið íslenzka fornritafélag, enda allra manna lærðastur á þau efni. Loks var hann að vinna að síðara bindi íslendinga sögu sinnar, en ekki veit ég gjörla, hvar það var á veg komið. Þegar fyrra bindi íslendinga sögu hans var nýkomið út og ég óskaði honum til hamingju með það, en hið síðara var vænt- anlegt á þessu eða næsta ári, sagði ég eitthvað á þá leið, að brátt hefði hann lokið aðal-ævi- verki sínu. En verklundarmaður- inn Jón Jóhannesson svaraði með góðlátlegu brosi: „Maður lýkur aldrei sínu æviverki.“ IV Islenzkum fræðum er jafn mikill mannskaði að Jóni Jó- hannessyni sem sár harmur er kveðinn að konu hans, fjögurra ára syni þeirra, Helga, sem var einkar elskur að föður sínum, og öðrum aðstandendum og ástvin- um. Votta ég þeim öllum alúðar- fyllstu samúð. Þau hjónin Guðrún og Jón voru afar samrýnd, og m. a. unnu þau saman að útgáfustörf- um eins og áður er getið. Fyrir heimili sitt, fræði sín og kennslu lifði Jón og starfaði. Þar var hann allur og óskiptur. Jón var afburða háskólakenn- ari, enda voru kennslustundir hans mjög vel sóttar, bæði af er- lendum stúdentum og íslenzkum. Nemendur virtu hann og elskuðu vegna gáfna hans og lærdóms, skýrleika og glöggskyggni á að- alatriði, fundvísi á góðu við- fangsefni, ljúflyndis og mann- kosta. Mönnum leið vel í návist Jóns, hann var hýr og hlýr, hógvær og rólyndur, en gat orðið kátur í vinahópi og var engan veginu skaplaus. Þó var hann svo mik- ill jafnvægismaður, að ég hef stundum velt því fyrir mér, hvort heldur væri, að viljinnhefði slíkt taumhald á tilfinningunum, eða einhver sneið af tilfinninga- lífinu hefði lagzt til vitsmuna- lífsins. Svo ríkulegt var það. Hann gat og einskorðað sig svo við störf sín, að ég veit þess eng- in dæmi. Svo sterkur var viljinn, þangað beindust ástríður hans. Mér kemur enn í hug fyrsta mynd mín af Jóni, er hann gekk inn í bekkjarstofuna fyrir 29 ár- um í kuflinum sínum heimaunna. Þannig var Jón, tildurslaus, hé- gómalaus, virti það, sem þjóð- legt var og endingargott, ósvik- ið, traust. Heilli og traustari mann hef ég ekki þekkt. Ég þakka honum góða sam- ferð meira en hálfrar ævi, er leiðir skiljast nú um sinn á ald- arfjórðungs stúdentsafmæli okk- ar, og bið honum alls farnaðar. Veit eg áður hér áði einka-vinurinn minn — aldrei ríður hann oftar upp í fjallhagann sinn. Steingrímur J. Þorsteinsson. ★ DR. PHIL. Jón Jóhannesson prófessor, verður vafalaust lengi minnisstæður þeim, sem honum kynntust og þá ekki sízt okkur, bekkjarsystkinum hans úr skóla, en nú eru með stuttu millibili höggvin stór skörð í þann fá- menna hóp. Mér er enn í minni þegar við Jón hittumst í fyrsta skipti. Það var einn vormorgun, að barið var að dyrum á herbergi mínu í heimavist Gagnfræðaskól- ans á Akureyri. í dyrnar kom nemandi eiim, ætaður úr Húna- vatnssýslu, og með honum pilt- ur, sem ég hafði aldrei séð fyrr. Bað nemandinn roig að leið- beina piltinum, sem væri sýsl- ungi sinn, um bækur og ýmis- legt varðandi utanskólapróf, sem hann ætlaði að taka þá skömmu á eftir áisamt okkur, sem setið höfðum í bekknum um veturinn. Er mér í minni þegar pilturinn gekk inn eftir gólfinu, fremur fátæklega búinn, enda voru efni mann þá ekkert svipuð og nú og haltur var hann á öðrum fæti en svo hafði ham» verið frá fæðingu. Hér var kominn Jón Jóhannesson frá Hrísakoti á Vatnsnesi og hófust þessa vordaga kynni okkar og vinátta, sem hélzt síðan. Jóni varð ekki mikið fyrir að taka prófið, þótt undirbúningur væri ónógur, enda var hann afburða námsmaður. Mátti heita að hann væri jafnvígur á allar greinar. Þó Jón væri fatlaður nokkuð, lét hann sízt sinn hlut eftir liggja í leik og ærslum okkar drengjanna. Varð hann brátt ástsæll af öllum, enda hinn bezti félagi við nám og leik. Þótt Jón væri, eins og áður segir, mjög jafnvígur til náms, kom þó fljótt fram, að saga ís- lendinga var honum hugstæðust alls. Minnist ég þess að löngu fyrir stúdentspróf var Jó.n far- inn að lesa íslenzkar ættartölu- bækur, þær sem prentaðar voru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.