Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. maf 1957 Guðrún Ólafsdóttir frá Reyjarfirði Minnmgarorð 1 D A G verður Guðrún Ólafs- dóttir frá Reykjarfirði, húsfreyja að Efstasundi 74, hér í bæ, færð til hinztu hvíldar. Þótt hún hefði um alllangt skeið háð harða bar- áttu við þungan sjúkdóm þá mun hinum mörgu venslamönnum hennar og vinum hafa fundizt fráfall hennar hitta sig eins og reiðarslag. Guðrún Ólafsdóttir var fædd hinn 14. des. 1892 að Reykjar- firði í N-ísafjarðarsýslu, dóttir hinna þekktu merkishjóna, Ólafs Jónssonar og Evlalíu Kristjáns- dóttur. Naut Guðrún bjartrar og sællr- ar æsku og uppvaxtar hjá for- eldrum sínum á hinu fagra höf- uðbóli, hinu forna sýslumanns- setri, sem um langan aldur hef- ir staðið í fremstu röð hinna glæstu stórbýla við ísafjarðar- djúp. Var heimilið jafnan mann- margt og risnumikið, eins og hlýða þótti um ísfirzk höfuðból. Það kom snemma í ljós, að Guðrún hneigðist .njög til náms, enda duldist það ekki, þegar í æsku, að hún var óvenju mikl- um gáfum gædd. Skömmu eftir fermingaraldur settist hún í unglingaskóla á ísafirði og að því loknu lauk hún prófi frá Flensborgarskóla, eftir tveggja vetra nám. Nokkru síðar sigldi hún til Noregs og stundaði þar hús- mæðrakennaranám, um tveggja ára skeið. Gefur því að skilja að með þessum námsferli sínum hlaut Guðrún mjög fjölþætta mennt- un, bæði utanlands og innan. — Arið 1917 giftust Guðrún eftir- lifandi eiginmanni sínum, Bjarna Hákonarsyni frá Reykhólum, hinu sögufræga höfuðbóli Barð- strendinga. Hófu þau þar búskap npn tveggja ára skeið, en flutt- u*t vorið 1919 að Reykjarfirði viö ísafjarðardjúp, á feðraleifð hennar, og bjuggu þau þar til ársins 1931, er þau brugðu búi og fluttust til Akureyrar, þar sem þau dvöldu í 11 ár. Árið 1942 fluttust þau hjónin hingað til Reykjavíkur, þar sem þau hafa búið æ síðan. Þeim hjónum Guð.rúnu og Bjama varð 7 barna auðið. Misstu þau eina dóttur á bernsku aldri. Eftir lifa því 6 greind og gjörfuleg börn þeirra hjóna, öll búsett og giít hér í Rvík, nema yngsti sonur þeirra, er les lækn- isfræði við Háskólann. Guðrún Ólafsdóttir var óvenju- lega glæsileg kona, bæði hvað gáfur, yfirbragð og atgerfi snerti. Eins og áður er getið hafði hún notið ágætrar mennt- unar á æskuskeiði, enda duldist það engum, er henni kynntist, að hún var fjölmenntuð koria og kunnáttusöm með ágætum bæði til munns og handa. Flest er hún vann að lék í höndum hennar með listrænum hætti. Bar hið fagra heimili þeirra hjóna, að Efstasundi 74, því augljós vitni, þSBAKÍmtJÍlMSSCIM lOGGlLTUfc SliJALAÞTGANU • OGDÖMTOuyjfileNSKU • - aai 11655 hve mikil húsmóðir hún var og að í hvívetna var þar um fjallað af smekkvísi, kunnáttu og list- rænum þroska. — Það fór að líkum, að Guðrún hefði með höndum ýms mikilvæg þjóðnytjastörf, utan heimilis síns. Eftir komu hennar frá Noregi starfaði hún sem far- kennari við húsmæðrafræðslu all víða um Vestfirði. Meðan þau hjónin bjuggu á Akureyri var Guðrún heitin forstöðukona við Sjúkrahús Akureyrar, um 6 ára skeið. Og eftir að þau fluttust hingað til Reykjavíkur var hún fjögur sumur forstöðukona við barnaheimili Rauða krossins í Laugarási. Slík störf munu hafa verið henni hugstæðust og kær- ust, því uppeldis-, líknar- og mannúðarmál stóðu hjarta henn- ar næst, af því að hún skildi að við úrlausn þeirra var menning og framtíð þjóðar vorrar bundin. Umhyggja hennar og nærgætni gerði henni ljúft að annast hina ungu, leiðbeina þeim og stuðla að heilbrigðum þroska þeirra. En Guðrún frá Reykjarfirði var ekki aðeins greind kona og bókmenntuð, hún var fyrst og fremst þroskuð hugsandi kona, sem bjó yfir andlegu jafnvægi og styrk, sem entist henni í þungri þraut, fram að hinztu stund. Hún var einnig einlæg trú- kona, sem átti í sínu innra lífi þá helgidóma, sem stóðust alla storma, sem högguðust ekki fyrir sviftibyljum efnishyggju og efa- semda. Uppeldis- og siðgæðis- mál íslenzkrar æsku voru vafa- laust hennar einlægustu og hug- stæðustu áhugamál. Viðræður við hana bárust jafnan að vanda- málum æskunnar og uppaland- ans og nauðsyn þess að þau mál væru réttum tökum tekin. — Guðrún frá Reykjarfirði mátti teljast mikil gæfukona. Hún hafði notið fagurrar og frjálsrar bernsku í fórnfúsum foreldra- höndum, og öðlast í æsku víðan sjóndeildarhring, sem svalaði menntaþrá hennar. Þá átti hún sérstöku heimilisláni að fagna við hlið hins mikilhæfa og nærgætna eiginmanns síns og ástríkra og gjörfulegra barna þ^irra. Fyrir sameiginlegt átak og elju þeirra hjóna eignaðist hún einkar unaðsríkt heimili, þar sem ríktu fagrir og hollir heimilis- hættir og þar sem allt vitnaði skýrt um eindrægni, reglusemi og smekkvísi og hinar högu hendur húsbændanna, sem auðn- aðist að snyrta heimili þeirra og prýða og gera það að hlýjum vermireit fyrir hina ungu. Þá var Guðrún heitin mjög vinsæl kona, sem ávann sér vináttu, traust og virðingu allra, er henni kynntust. Þess vegna hljóðna vinirnir víða um land, — og bernskuhér- aðið hennar, skyldmenni og æskuvinir vestur við hið bjarta Djúpa drúpa höfði í sárum trega við brottför hennar. Þó er vitanlega sárastur harm- ur kveðinn að ástríkum eigin- manni og börnum þeirra hjóna. En minningin um hinn trausta förunaut og hina mikilhæfu móður lifir og leiftrar, eins og geisli í gegnum ský. Já, störfin hennar mörgu eru sem fræ er fallið hafa í mjúka mold. Mörg hafa blómstrað og angað um leið og þeim var sáð, en önnur eiga eftir að koma í Vinna Mann vantar á smui verkstæði vort. Helzt vanur. Upplýsingar í verzluninni Elf. Egill Viðhjálntsson LAUGAVEGI 118. Tvö ný hefti af ,,STLDEIMTABLAÐI“ ljós, í lífi afkomendanna, vaxa þar, þroskast og bera ávexti, sem munu vitna um það, að þau voru á góðum meiði vaxin. — Vér vinir hinnar látnu kveðjum hana með þakklæti og virðingu og blessum minningu hennar og ævistörf. Þ. J. STÚDENTARÁÐ Hásólans hefur tekið upp þá ágætu venju, sem féll niður í nokkur ár, að gefa út fleiri en eitt eintak af „Stú- dentabíaði“ á ári. Það sem af er þessu ári hafa þegar birzt tvö smekkleg eintök af blaðinu, ann- að dagsett 12. apríl og hitt 3. maí. Þau eru hvort um sig 12 síður í allstóru broti. í fyrra heftinu er ávarp rit- stjóra, löng greinargerð fyrir úrsögn stúdentaráðs úr Al- þjóðasambandi stúdenta (I.U. S.) og afstöðu einstakra fé- laga til hennar. Þá er þar rit- dómur eftir Hannés Pétursson um ljóðabók Einars Braga, „Regn í maí“; frumvarp til nýrra háskólalaga; grein um fjórða heimsmeistaramót stúd enta í skák eftir Friðrik Ól- afsson og nokkur kvæði og styttri greinar. í seinna heftinu er grein um afstöðu danskra stúdenta til stúdentamála í Austur-Evrópu, grein um úrbætur á kennslu- fyrirkomulaginu á íslandi eftir Sverri S. Bergmann, ásamt mörg um skemmtilegum deilugreinum stúdenta. Þá eru þar fréttir úr stúdentalífinu og nokkur snjöll kvæði, þeirra á meðal þessi ágæta hending eftir Hannes Pét- ursson, sem hann neínir „Fingra- lengd fjármálaráðherrans“: Skæðast vopna valdsins grimmu fanta er vísifingur hans, skýtur fúlli rót sú pukur-planta í peningabuddu manns. Ritstjóri „Stúdentablaðs“ «c Magnús Þórðarson, Greta Garbo Framh. af bls. 11. ug leikbókmenntum. Gréta stóðst inntökuprófið ásamt sjö öðrum nemendum og hóf námið í sept- ember 1922. Námið var erfitt, en Gréta stundaði það af kappi. ★ LEYNDARDÓMSFULL OG LÍTIÐ MENNTUÐ Þá þegar hafði Gréta hneigð til að sveipa um sig leyndar- dómsfullri hulu. Hún talaði aldrei um fjölskyldu sína né sjálfa sig. Hún roðnaði oft, eink- um er rætt var um efni, sem hún kunni ekki skil á. Sennilega vegna þess að henni var ljóst, hversu lítillar menntunar hún hafði notið. Annars var hún að jafnaði glaðvær og glettin. ★ ★ ★ Síðla dags vorið 1923 var Gréta kölluð óvænt inn á skrifstofu skólastjórans, Gustafs Moland- ers, ásamt öðrum nemanda. Þar fengu þær þau skilaboð, að kvik- myndaleikstjórinn, Mauritz Still- er, vildi fá að kvikmynda tvær efnilegar stúlkur til reynslu. — Stúlkurnar gerðu enga tilraun til að leyna hrifningu sinni. Þær vissu báðar, að Stiller var einn helzti frömuður sænskra kvik- mynda. ★ MAURITZ STILLER — LÆRIFAÐIR OG NÁINN VINUR Það er alltaf varasamt að fullyrða, að eitt atvik hafi úr- slitaáhrif á líf manns eða konu. En samt verður vart um það deilt, að afdrifaríkasti atburður- inn í lífi Grétu var fundur henn- ar og Stiller. Er þau hittust, var Stiller fertugur, veraldarvanur og frægur. Gréta var sautján ára, saklaus og ómótuð, og Stiller tók þegar örlög hennar í sínar hend- ur. Hann kennir henni, skamm- ar hana, eggjar hana, berst fyrir hana og gerir hana að heims- frægri leikkonu. Hann var henni meira en lærifaðir, hann var ná- inn vinur, sem hafði meiri áhrif á þroska hennar og skapgerðar- mótun en nokkur annar. Hann kenndi henni að klæða sig, hugsa og hegða sér. Stiller var rússneskur Gyðing- ur að uppruna, fæddur í Hels- ingfors, en flúði þaðan til Sví- þjóðar, er lýst hafði verið eftir honum sem liðhlaupa. Hann var að vissu leyti aðlaðandi. Svip- mikill var hann, hávaxinn og sterklegur, höfuð- og útlimastór. Hann var hégómlegur og stakk oftast höndunum í vasana, þeg- ar tekin var mynd af honum. Hárið var úlfgrátt og stuttklippt, augun grá og rannsakandi. Hann var glæsilegur í klæðaburði og hlaut því viðurnefnið „stórher- toginn“. Lyndiseinkunnir hans voru álíka fjölbreytilegar og klæðaburðurinn. Hann var ör- geðja, metnaðargjarn, gáfaður, hávaðasamur, eigingjarn, en samt oft mjög nærgætinn, fág- aður, en oft og tíðum ruddalegur. Hann var sjaldan myrkur í máli. ★ FALLEG — EN OF FEIT „Ef þér viljið fá hlutverkið, verðið þér að léttast um a.m.k. 10 kg.“ Þannig ávarpaði Stiller Grétu í fyrsta skipti. Gréta roðn- aði. „En lítið þið bara á,“ hélt hann áfram, meðan hann hring- sneri Grétu fyrir framan sig. „Er hún ekki falleg? Hafið þið nokk- urn tíma séð slík augnahár? En, ungfrú, þér eruð alltof feit....“ Og Stiller ákvað að láta hana leika næststærsta kvenhlutverk- ið í „Gösta Berlings sögu“. Á „STJARNAN GARBO“ Samstarfsmenn hans furðuðu sig á því, hvers vegna hann valdi þessa óreyndu, barnalegu, 17 ára stúlku í þetta mikilvæga hlut- verk. En honum hefir þegar orð- ið ljóst, að Gréta var stúlkan, sem hann hafði verið að leita að. Stiller dreymdi um að leggja undir sig heiminn. Ekki í bók- staflegri merkingu, heldur ætl- aði hann sér að finna konu, er hann gæti gert að slíkri „stjörnu" að allur heimurinn félli að fót- um hennar. Hún átti að vera tíguleg, þóttafull og háðsk, en undir niðri ástúðleg og kvenleg og jafnframt fjörug og leyndar- dómsfull. Áður en Stiller kynnt- ist Grétu, hafði hann ákveðið, að þessi draumadís hans skyldi kalla sig Garbo. Arthur Nordén, síðar prófessor í sögu, aðstoðaði Still- er við textann á kvikmyndunum. Stiller bað Nordén um tillögu að nafni á draumadísina. Nordén datt í hug ungverski konungur- inn Gabor Bethlen og stakk upp á nafninu Mona Gabor. Stiller var hrifinn af því og lék sér að því að bera nafnið fram á ýms- um tungumálum — Gábor, Gabór, Gabro, Garbo. ★ ★★ Stiller hafði því nafn og fram- tíðaráætlanir á reiðum höndum fyrir leikkonuna, sem átti að láta draum hans rætast, þegar danski söngvarinn Carl Brisson vakti athygli hans á Grétu. Hún var mjög hrifin af Brisson um þær mundir og elti hann á röndum. Brisson var hamingjusamur í hjónabandi sínu og vildi gjarna beina athygli hennar frá sér. Þess vegna bað Stiller skólastjóra Dramatenleikhússins um það, að Gréta Gustafsson yrði send til hans til reynslu. * LEIKSTJÓRI OG HARÐSTJÓRI Starfsbræður Stillers sögðu, að hann væri fæddur leikstjóri. Hann naut þess að segja fólki fyrir verkum. Hann hafði til að bera góðan smekk, auðugt ímyndunarafl og gott fegurðar- skyn. Þegar er kvikmyndun á „Gösta Berlings sögu“ hófst, varð það ljóst, að hugur Stillers var mjög bundinn við hóglátu, óstyrku stúlkuna, sem lék Elísa- betu Dohna. Hann eyddi sérstak- lega löngum tíma í atriðin, sem hún lék í, og lét kvikmynda þau aftur og aftur. Hann stöðvaði kvikmyndunina í miðju kafi til að laga gervi hennar. Hann skipti stöðugt skapi, var ýmist þolin- móður eða uppstökkur og lét halda kvikmynduninni áfram, þangað til Gréta og allir aðrir voru að hníga niður aí þreytu. Eitt sinn hafði hann beitt Grétu slíkum skömmum og sáryrðum, að henni var nóg boðið, sneri sér að honum og sagði: „Ég hata þig, Stiller". Hann erfði þetta ekki við hana. Hann vissi líka, að hún leit upp til hans og reyndi að gera honum til geðs. ★ ★ ★ Ekki leið á löngu, unz Stiller tók að kynna Grétu fyrir kunn- ingjum sínum, leikurum, lista- mönnum og rithöfundum. Hann reyndi að hjálpa henni til að vinna bug á feimninni, en venju- lega fór það svo, að Gréta sat steinþegjandi allt kvöldið. Og vinir Stillers gátu ekki betur séð en hún hefði engan persónuleika. Engum þeirra var ljóst, að hún bældi niður sína eðlilegu, barns- legu kæti og persónulegu töfra til að reyna að uppfylla þær kröfur, sem Stiller gerði til „stjörnunnar sinnar“. ★ „HÚN ER EINS OG VAX í HÖNDUM MlNUM“ Stiller var eitt sinn spurður, hvort hann teldi í raun og veru, að hún ætti bjarta framtíð fyrír sér sem leikkona, og hann svar- aði rólega: „Hún er óvenjulega móttækileg fyrir leiðbeiningar og fylgir þeim nákvæmlega. Hún er eins og vax í höndum mínum .. Ég trúi á hana“. Hann hafði sann- arlega mótað hana eins og vax. Er kvikmyndun „Gösta Berlings sögu“ lauk, hafði hann náð al- gjöru áhrifavaldi yfir henni. Hún gerði ekkert án hans leyfis, hitti aðeins það fólk, sem hann vildi, að hún umgengist og hafði tekið upp nafnið, sem hann óskaði, að hún bæri. „Stjarnan“ var fædd, a. m. k. nafnið, Gréta Garbo. ★ ★ ★ Kvikmyndun „Gösta Berlings sögu“ var eldskírn Grétu Garbo, Myndin var frumsýnd í Stokk- hólmi í marz 1924. Kvikmyndin náði vinsældum almennings, Gagnrýnendur voru ekki sérstak- lega hrifnir, en voru yfirleitt sammála um, að þrátt fyrir ýmsa vankanta, væri myndin um margt gagnmerk. Það olli Stiller mest- um vonbrigðum, að myndin skyldi ekki þegar gera Grétu að „stjörnu", en hann missti samt ekki trúna á draum sinn. Er listamaðurinn Einar Nerman spurði hann um leikkonuna, sem fór með hlutverk Elísabetar Dohna, fékk hann þetta svar: „Hún heitir Gréta Garbo og mun verða ein ai okkar mestu leik- konum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.