Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 111. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Sunnudagur 19. mal 1957.
MORGVNBLAÐÍÐ
3
Or verinu
*J farið, og spáir það ekki allt of
góðu með fisk í frystihúsin.
í FSIKILEIT
Togarinn Brimnes er nýfarinn
í fiskileit, einkum á djúpmiðin
fyrir Austurlandi. Er ágætismað-
ur með hann, Sæmundur Auðuns-
TOGARARNIR
Fyrir Vestur- og Norðurlandi
hafa verið austan og norðaustan
brælur en oftast þó ekki hvass-
ara en það, að skipin hafa getað
verið að veiðum, þó oft haf i verið
ill-togandi.
Það hefur mikið dregið úr afl-
anum aftur í síðustu viku. Flest
skipin hafa verið fyrir Vestur-
og Norðurlandi, allt austur undir
Rauðanúpa fyrir austan Axar-
fjörð.
Þau skip, sem eru við Grsen-
land, hafa aflað mikið síðustu
daga. Eru öll skipin þar að veið-
um í salt nema eitt, Marz, og
er hann á heimleið með full-
fermi.
13
58	15
254	13
41	
144	16
279	10
FISKLANÐANIR
Neptúnus......240
Þorst.  Ingólfsson.. 223
saltfiskur
Hvalfell........
Pétur Halldórss.
saJtfiskur
Askur  ........
BÁTARNIR
Línuvertíðin í vetur var fyrir
neðan allt, og netjavertíðin var
mjög léleg hjá minni bátunum,
en skárri hjá þeim stærri. Haesti
báturinn er Helga með um 750
lestir af fiski, mest allt slægt.
Barðinn og Rifsnesið eru næstu
bátar. Hásetahlutur á Helgu og
Barðanum eru jafnháir, við 41
þús. kr.
Margir litlir bátar stunda nú
handfæraveiðar, en hafa aflað
lítið, %—1 lest í róðri algeng-
ast. Einn bátur, Aðalbjörg, rær
enn með þorskanet og vitjar um
annan hvern dag og fær þá 3
—4 lestir.
Nokkrir smábátar hafa fengið
þó nokkuð af skarkola á línu.
Eru þeir með mjög litla öngla,
svokallaða bláa kolaöngla, eins
og strákar nota við veiði á stór-
murta við bryggjurnar.
ið nein ljós glæta á venjulegum
heimamiðum alla vertíðina.
Aflahæstu bátarnir voru:
ósl. og sl.
'Sigurvon ..  .. 584 tn. 82 sj.f.
Bj. Jóhs.son___500 ta. 66 sj.f.
Sigrún ........448 tn. 64 sj.f.
Farsæll......439 tn. 72 sj.f.
Skipaskagi......420 tn. 76 sj.f.
Heildarafli hjá 23 (23) bátum
yfir vertíðina var 70644 (9922)
lestir í 1306 (1456) sjóferðum.
Meðalafli var 5,4 lestir, 6,8
lestir 1956 og 7,6 lestir 1955.
11 bátar stunda nú síldveiðar
með reknet og hafa aflað vel 100
—150 tn. í róðri nema í fyrradag,
þá var aflinn 26 og upp í 75 tn.
Þann dag gerði norðan kælu, og
er eins og sildin dýpki alltaf á
sér, þegar kólnar í veðri.
VESTMANNAEYJAR
Ekkert var róið í síðustu viku.
vill oft verða nokkurt hlé á sjó-
sókn fyrst eftir lokin.
Nokkra báta er nú verið að búa
út á humarveiðar, en ekki er enn
vitað, hve margir þeir verða,
sjálfsagt milli 10 og 20. Eru betta
aðallega minni bátarnir.
Mikill áhugi virðist nú á
norðanlandssíldveiðunum. Er nú
þegar ákveðið, að 30 bátar fari
norður.
Síðastliðinn miðvikudag fóru
Gullborg og Sjöfn út með dönsku
síldarvörpuna og komu aftur inn-
á föstudag og höfðu lítið fengið,
aðeins 8 tunnur. Er ákveðið að
þeir haldi áfram veiðitilraunum
til næstu mánaðamóta.
Atvinna er enn næg við að
ganga frá afurðum frá vertíðinni
til útfuutnings, og má segja, að
næstum daglega hafi verið skip
að ferma útflutningsvörur.
SÍLDARFRYSTINGIN
Búið er að frysta á annað þús.
lestir af vorsíld. Ekki er þó enn
búið að selja nema 500 lestir, en
stöðugt fara fram umleitanir um
meiri sölu.
RÚMENI í RÓDUR A SÍLDAR-
BÁT
Tveir Rúmenar eru hér á ferð
til að selja vörur og athuga með
kaup á frosinni síid. Fór annar
þeirra í róður á vb Von II, í
Keflavík, en svo Hla tókst til, að
þetta var þann dag vikunnar,
sem ekkert veiddist, fékk bát-
urinn aðeins 1 tunnu af síld.
NÝTT EFNI f VEfDARFÆRI
Japanir eru farnir að framleiða
síldarnætur eða efni í þær og
síldarnet úr nýju efni, sem heitir
huralon. Eru net þessi og nætur
ekki með neinum hnútum.
Pantað hefur verið efoi í eina
s'íldarnót, sem verður komið það
snemma, að nótin verður tilbúin
fyrir síldarvertíðina í sumar,
svo að reynsla faest á þessu. Er
efni þetta að því leyti eias og
aælon, að það fúnar ekki.
Umboðsmaður fyrir þessi nýju
veiðarfæri er ÁMÍ Zinasen, aðal-
ræðismaður ísiendinga í Hara
borg.
Þórir Þórbarson:
KEFLAVÍK
Öllum þorskveiðum lauk síð-
astliðinn laugardag og þar með
lélegustu vertíð í manna minn-
um.
Afli var misjafn eins og oft
vill verða,  þegar tregt er.
Aflahæstu bátarnir voru:
Kópur ósl. 691,5 tn. 91 sj.f.
Hilmir sl. 571,6 tn. 92 sj.f.
Afli þessara báta er mjög svip-
aður og erfitt að gera upp á milli
þeirra. Hásetahlutur á Kóp var
kr. 27.288,00 og á Hilmi kr.
26.400.00.
Næstu bátar voru:
Guðm. Þórðars. sl. 516 tn. 92 sj.f.
Bára..........sl. 476 tn. 85 sj.f.
J. Finnsson .... sl. 461 tn. 80 sj.f.
Ól. Magnúss. .. sl. 439 tn. 83 sj.f.
Heildaraflinn hjá 46 (44) bát-
Uffl á vertíðinni var 15.274 tn.
(18.500 tn. 1956 og 22.005 tn. 1955
hjá 38 bátum).
Meðalafli hjá bát var 332 tn.
eða 4,7 lestir í róðri.
Stórl fiskurinn virtist vera eins
mikilí í aflanum og venjulega,
en smærri fiskinn, svokallaðan
göngufisk, vantaði alveg, þetta
20—24 þuml. fisk.
Ýsan virtist fyllilega eins mikil
og bezt gerist, þ.e.a.s., þegar beitt
var síld, en á loðnu fæst ekki
ýsa, svo sem kunnugt er.
4 bátar voru byrjaðir með rek-
net fyrir vertíðarlok, og eru þeir
nú orðnir 10. Hafa þeir aflað vel,
t. d. fengu þessir bátar á fimmtu-
daginn var hátt f 1100 tunnur.
í fyrradag var hins vegar sára-
litill afli.
AKRANES
Síðan farið var að róa á vélbát-
unum jafnast engin vertíð, hvað
fiskileysi snertir, á við þessa ver-
tíð. Má segja, að aldrei hafi ver-
Kristur og María himaadrottuing
hajts. 14. öld).
(eftir Giotto etfa aostoðarmenn
Að deyja og lifa
FRYSTINGIN A VERTIDAR-
FISKINUM
Um síðustu mánaðamót voru
frystihús innan SH búin að frysta
um 17.000 lestir af þorski á móti
16.000 lestum á sama tíma í fyrra
Af karfa var búið að frysta á
sama tíma 960 lestir á móti 900
lestum á sama tíma í fyrra.
Ráðgert er að búið verði að
senda til Ráðstjórnarríkjanna í
maílok 17.000 lestir af fiski, en
hámarki 20.000 lestum í maílok.
Heildarsamningurinn kveður á
um 30.000 lesta sölu þangað.
Sala til Bandaríkjanna dregst
mjög saman í ár, þar sem ekki
er fiskur til á þann markað, eins
og hann gæti tekið við, vegna
aflabrestsins og hinnar miklu
fyrirframsölu til Ráðstjórnarríkj-
anna.
KARFAVEIDIN
Það er orðið með karfann eins
og síldina, veiðist hann eða veið-
ist hann ekki? Það lítur alls ekki
vel út með karfaveiði í sumar.
Það er eins og þessi fiskur gangi
ótrúlega fljótt til þurrðar, þar
sem farið er að veiða hann að
staðaldri. Annars er tíminn hans
ekki kominn við Grænland enn
Þá.
HVAD VERDUR UM TOGARA-
FISK í SUMAR?
Eins og alþjóð er kunnugt,
hafa togarnir eins og bátarnir afl
að með eindæmum illa í vetur.
Hefur afli sumra þeirra ekki ver-
ið meiri en á góðum vélbát miðað
við úthaldsdag. Er afkoma tog-
aranna af þessum sökum verri en
orð fá lýst.
Skipin hafa lagt töluverða
áherzlu á að veiða í salt undan
samningurinn gerði ráð fyrir sem
ÞAÐ tvennt vitum vér, að vér
erum tH en munum eitt sinn
deyja. Og um lífið vitum vér ef
til vill það eitt með fullri og
órækri vissu, að eitt sinn mun
það endi taka.
Marga list temur maðurinn sér
um sína ævi, en sú er mest allra
lista að deyja vel. Hver stund
lífs vors hvetur ögrandi til ein-
hvers verks. Ein er sú stund, sem
að lyktum mu ntil þess eins
benda, að nú sé mál að deyja.
Hvert tímabil ákvarðast af
sínum endi og hver stund af
lyktum sínum. Heiður morgunn
rennur upp og vér göngum ár-
legir út í blæ hans. Tært morg-
unloftið fyllir lungun og hugur-
inn tekur undir glaðlegan fugla-
sönginn og lofgjörð náttúrunnar,
er hún rís af svefni. Morgunninn
er kominn. Hann er kominn, en
var ekki hér. Nóttin var. Og án
þess að hugsa það vitum vér, að
dagur líður og senn kvöldar.
Morgunsins nautn er því dregin
af skammværi hans. Vér vitum til
kvöldroðans meS morgunsárinu.
Svo er um lífið allt. Það ákvarð
ast af sinum endalokum. Að
deyja og lifa eru tvær hliðar
sama máls og „lífið" samhljóm-
ur þessarra tveggja tóna.
Jesús segir: „Hver sem bjarga
vill lífi sínu, mun týna því, en
hver sem týnir lífi sínu min
vegna og fagnaðarerindisins, mun
bjarga því". Það merkir, að sá
lifi ekki, sem er sjálfum sér upp-
haf og endir. Sá einn lifi, sem á
Guð að sínu upphafi og enda-
marki, Guð að tilgangi lífs síns.
Sá lifir ekki, sem kann það eitt
að lifa en ei aS deyja. Annað
hvort óttast hann dauðann og
reynir sífellt að umflýja stað-
reynd hans, eða hann þekkir ekki
sitt æviskeið og mun þá dauð-
inn koma honum í opna skjöldu
og ónýta öll hans verk.
Að lifa er að deyja. Sú er þver-
stæða lífsins, sem Jesús setur hér
fram. „Deyi ekki hveitikornið. .."
Að lifa er að afhenda líf sitt
þeim lífsmætti, sem einn getur
borið það uppi og taka síðan við
því aftur sem lífi alls lífs en
eigi sín sjálfs. Að lifa er að týna
lífi sínu í hendur Guði og fá
það af höndum hans sem hans
líf, er honum tilheyrir og aldrei
mun fyrnast né farast.
Að lila er að deyja sjálfum
sér. Það þekkir hvert foreldri. í
vissum skilningi leggur foreldrið
snaran þátt af lífi sínu tH með
barninu. Að lifa er að deyja
sjálfs sín tilgangi. Það veit hver
hugsjónamaður, því að viseu
marki lifir hann hugsjóninni.
En Jesús segir þetta í enn
dýpri merkingu. Að lifa er að
deyja fullnægju síns eigin lífs
en hljóta fullnun lífsins af GuSi.
Að lifa Guði er að hafa hafnað
því lífi, sem setur sjálfu sér lög
og fullnægir sjálfu sér og eigin
girnd sinni. Að lifa Guði er að
hljóta fullnægju sína af því einu
að  vera  Guðs  barn,  Guðs  til-
biðjandi, dýrkandi Guðs. Sá sem
þannig hefir týnt lífi sínu og
fengið það margfalt af Guði aft-
ur nýtur náttúrunnar umkring-
is sig sem Guðs náttúru, nýtur
mannlegs samfélags sem þess, er
Guð hefir skapað og miðar allt
sitt líf, allt mat sitt við Guð og
sköpun hans. Hann hefur hlotið
hina æðstu vizku og speki, því
hann sér eðli og náttúru hlut-
anna að baki þeirra. Hann sér
tilgang og hinztu merkingu und-
ir yfirskyni hinna ytri fyrirbæra.
Þau eru öll á valdi Guðs og hafa
hulinn tilgang. Allt lífið stefnir
til síns skapara og rennur á nýj-
an leik til upphafs sins.
Að deyja vel er að hafa þegið
líf sitt af Guði, að hafa „týnt"
lífi sínu og „bjargað" því sem
Guðs lífi, er aldrei verður frá
oss tekið. Að deyja vel er að
segja með Páli: Lífið er Kristuí
og dauðinn ávinningur.     a
Morgunninn líður. En þegar
kvöldar og dagsett verður, hefir
sá bjargaS lífi sínu, sem á hina
sönnu morgunsins nautn, þess
morguns, sem kemur aftur, er
nótt dauðans líður, og er gjöf
hans, sem sjálfur gekk í dauð-
ann og kveikti oss morgun&ias
ljós.
Innilega þakka ég ykkur öllum, kæru vinnufélagar, vinir
og ættingjar, fyrk gjafir og vinsemd á 60 ára afmæli mínu.
Jósef Einarsson.
Innilegt þakklæti til allra er sýndu mér þá ánægju að
heimsækja mig á 80 ára afmæli mínu, þarm 13. þ. m., með
gjöfum og góðum óskum, sem ég aWrei gleymi. — Sérstak-
lega þakka ég hjónunum Ástrósu Vigfúsdóttur og Hjörleifi
Sigurðssyni, Sigtúni M, fyrir góðar gjafir og a-lla umönnun
við mig, sem ég gæti ekki betur á kosið.
Guð launi ykkur öllum.
I'orstetnn Þorsteinsson,
Sigtúni 31.
Tímaritið
SKÁK
TÍMARITIÐ SKÁK, maf-jónl
heftið er útkomið. Þetta hefti,
sem er 4. hefti árgangsins, fly*-
ur m.a. ýtarlega umsögn ua
Skákþing íslands, sem haldið var
á Akureyri og birtast 4 skákir
frá mótinu. Þá er þar grein uh
sálfræði skákarinnar eftir dr. S.
Tartakower, þátturinn skákbyrj-
anir eftir Inga R. Jóhannsson,
grein um endatöfl, ýmsar skák-
fréttir af innlendum og erlend-
um vettvangi m. a. um einvígi
þeirra Botvinniks ogSmyslovsog
fylgja því skákir. Loks er greia
um síðari helm. einvígis þeirr«
Friðriks og Pilniks og skrifar
Friðrik Ólafsson skýringar með
4 síðari skákunum.
Tímaritið Skák á vaxandi les-
endahóp að fagna. Það hefur flutt
nýjastar og beztar frétta- og
fræðslugreinar um skák. AHi*
hinir fjölmörgu unnendur skak-
þróttarinnar finna í „Skák" eitt-
hvað við sitt hæfi. Ritstjóri og
útgefandi  er  Birgir  Sigurðsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20