Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 111. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGVyBLAÐIÐ
Sunnudagur 19. maí 1957.
Sýning Karls Kvaran
ÞAÐ eru nú liðin sjö ár, frá því
er Karl Kvaran hélt fyrstu sýn-
ingu sína hér í bæ. Sú sýning,
sem nú stendur yfir í sýningar-
salnum í Alþýðuhúsinu við Hverf
isgötu, er þriðja sjálfstæða sýn-
ing Karls.
Karl Kvaran hefur óvenjulegar
gáfur sem myndlistarmaður og
hefur allt frá byrjun vakið
nokkra athygli með verkum sín-
um. Með hverri sýningu kemur
betur í ljós, hve alvarlega Karl
Kvaran tekur á viðfangsefnum
sínum og hvernig hann nær jafnt
og þétt meiri tökum á myndlist.
Hann þroskast ört, og verk hans
öðlast persónulegri styrk ár frá
ári.
Þegar þessi ágæta sýning Karls
er skoðuð, kemur í ljós, að enn
hefur honum tekizt að skapa sér
ný viðfangsefni, sem þó eru í
beinu sambandi við það, sem
hann sýndi fyrir tveim árum.
Nú byggir hann verk sín að vísu
á nokkuð annan hátt, og einnig
hefur litsjón hans orðið auðugri.
Myndirnar á þessari sýningu
eru minni að flatarmáli, en mynd
ix Karls á fyrri sýningum, en ég
álít, að hér sé um veigameiri verk
að ræða í listrænum skilningi,
og Karli virðast hæfa mjög vel
þessar stæTðir. Þessi sýning er
heilli og sterkari en þær fyrri,
©g er svipur hans allur á þann
hátt, að Karl vex sem listamaður
og hefur ekki valdið þeim von-
brigðum, er fylgzt hafa með ferli
hans^em málara.
í syningarsalnum eru eingöngu
myndir „undir gleri" til sýnis að
þessu sinni, þ. e. vatnslita-,
guache- og klippmyndir. Með-
ferð Karls á vatnslitum, þessu
vandmeðfarna efni, er með ágæt-
um, og eru vatnslitamyndir hans
á þessari sýningu með því
skemmtilegasta, sem ég hef séð
frá hans hendi. í þeim myndum
hefur einnig nokkuð losnað um
hina ströngu myndbyggingu, sem
annars er mjög áberandi í þeim
myndum, sem hann hefur áður
gert. Guachemyndirnar eru gerð-
ar af mikill tækni — með spil-
andi litaf lóði, strangar í byggingu
og hnitmiðaðar. Þar nær málar-
inn ágætum árangri, en mikil
vinna liggur þar að baki, og
hvert tema er margunnið. í klipp
myndunum verður efnismeðferð-
in hinsvegar ekki eins góð. Þær
hafa sterkan svip af guachemynd
unum og pappírinn er sniðgeng-
inn sem efni. Þær skortir hina
ríku eiginleika slíkrar myndgerð-
Það er erfitt að gera upp
milli einstakra verka, sem sýnd
eru. Hér kemur ágætlega í ljós,
hve vel má vanda til sýningar
af þessari stærð og hve vel getur
farið í þessum nýja sýningarsal.
Það væri óskandi, að jafn alvar
legur listamaður og Karl Kvaran
vekti verðskuldaða eftirtekt al-
mennings með þeim verkum, er
hann nú sýnir. Hér er á ferðinni
listamaður, sem á skilið athygli.
Þessi sýning er langeftirteketar-
verðust þeirra þriggja sýnina, er
Karl hefir valdið. Nú er hver síð-
astur að sjá þessa sýningu. Örfáir
daga  eftir.
Valtýr Pétursson.
Sitt af hverju frá S.Þ.
Á sýningu Karls Kvaran
MENN borða vel á Norðurlönd-
um, ;ið minnsta kosti í hlutfalli
við fólk í flestum öðrum Itind-
um heims. Frá þessu er skýrt í
hagfræðilegri árbók Sameinuðu
þjóðanna (Statistical Yearbook
1955), sem nýlega er komin út
og að vanda flytur margvís-
legan fróðleik um hagfræðileg
efni. — Á Norðurlöndum geta
menn, ef þeim sýnist svo, borðað
mat daglega, sem inniheldur 3000
hitaeiningar. Slíkan munað geta
aðeins leyft sér sjö aðrar þjóðir,
þ. e.: Bandaríkjamenn, Bretar,
Kanadamenn, írar, Svisslending-
ar, Ástralíumenn og íbúar Nýja
Sjálands. Á Indlandi er kaloríu-
magn fæðu hvers og eins einna
minnst í heiminum.
73 MILLJÓNIR FÓLKSBÍLA
í HEIMINUM
Arið 1955 vom 73,000.000
fólksbílar til í heiminum (töl-
ur eru ekki fyrir hendi unt
bifreiðaeign í Sovétrikjunum,
Kína og Austur-Evrópuríkj-
um).  Voru þetta 73% fleiri
Viscount tlugvél tekur eldsneyti
REGLUBUNDNAR utanlands-
íerðir eru nú hafnar með annarri
hinna nýju Vickers Viscount flug
yéla Flugfélags íslands, Gull-
faxa, og senn munu þær báðar
halda uppi daglegum samgöngum
milli íslands og nágrannaland-
anna. — Nýir og fullkomnari far-
kostir krefjast m. a. fullkomnari
tækja við afgreiðslu eldsneytis á
flugvélar, og kemur í hlut olíu-
félaganna að annast þá þjónustu.
Fram til þessa hafa allar flug-
vélar í eigu fslendinga verið af-
greiddar þannig, að slöngur frá
bifreiðum hafa verið dregnar upp
á vængi þeirra og þar dælt nið-
wr í geymanna.
Hinar nýju Viscount vélar eru
hins vegar þannig útbúnar, að
þær eru fylltar neðan frá, þannig,
að slöngur eru tengdar undir
vængina og dælt upp í geymana
með þrýstingi. Síðan Flugfélag
íslands tók til starfa hefir Shell
og síðar Olíufélagið Skeljungur
annazt alla afgreiðslu eldsneytis
til véla félagsins. Á sl. sumri
eignaðist Skeljungur nýja af-
greiðslubifreið, sem auk venju-
legrar afgreiðslu fullnægir þeim
, kröfum að afgreiða á flugvélar
undir væng. Tekur bifreið þessi
6.800 ltr., en auk þess fylgir
henni sérstakur „aftanívagn", er
rúmar 3.600 ltr.
Er þannig hægt að afgreiða
samtals 10.400 ltr. af eldsneyti
viðstöðulaust. Bifreið þessi get-
ur dælt samtímis í gegnum tvær
slöngur 450 ltr. um hvora á mín-
útu. Meðal-áfyllingar á Viscount
vélar Flugfélagsins í utanlands-
ferðum munu vera um 5.000 ltr.
Fé á gjöf
í Dalasýslu
BÚÐARDAL, 15. maí: — Hér
hefur verið stormasamt og kalt
undanfarið, þrálát norðaustan átt,
en frost hefur ekki verið hvorki
um nætur né daga. Ennþá er fé
bænda á gjöf. Búizt er við að
sauðburður hefjist í næstu viku.
Vélakostur ræktunarsambands
ins hér í sýslunni er nú til taks.
fólksbílar en til voru 1948 og
helmingi fleiri en skrásettir
voru 1938.
Sama ár, 1955, voru nærri
20,000,000 vörubílar og stræt-
isvagnar í notkun í heiminum,
sem var 56% meira en 1948 og
helmingi meira en 1938. 76%
af öllum fólksbílum heimsins
og 58% af vörubílum og stræt
isvögnum bera bandarísk skrá
setningarmerki. 17% af fólks-
bílum og 26% af vörubílum
og strætisvögnum heimsins
voru í Evrópulöndum.
AFL ÞEIRRA HLUTA.....
Orkuframleiðsla í heiminum
reyndist 82% meiri 1955 en hún
vair 1937. Svasaði orkunotkun
mannkynsins til þess, að hver
maður á jörðinni notaði að meðal
tali árlega 1,29 smálest af kolum.
Orkunotkunin skiptist þannig
milli heimsálfa, segir í hagskýrsl
um Sameinuðu þjóðanna:
Bandaríkjamenn notuðu 40%
af allri orku, sem framleidd var
í heiminum, Evrópuþjóðirnar
23%, Sovétríkin, Austur-Evrópa
og Kína 22,5% í sameiningu, önn-
ur Asíulönd 1,75%.
Mesta aukning í orkvnotkun
reyndist á þessu tímabili vera
í Suður-Ameríku, þar sem hún
jókst um 221% á árunum 1937
1955. í Afríku var aukningin
161%, í Vestur-Evrópu 34% og í
Sovétríkjunum, Austur-Evrópu-
löndum og Kina 158%.
Minnisvarði
afhjúpaður
SUNNUDAGINN 12. maí 1957,
kl. 10,30 árdegis, var afhjúpað-
ur minnisvarði Sigurðar Eiríks-
sonar regluboða og konu hans,
Svanhildar Sigurðardóttur, í
gamla kirkjugarðinum í Reykja-
vík. Þennan dag var aldarafmæli
Sigurðar Eiríkssonar, en eins og
mörgum er kunnugt, einnig ut-
an Góðtemplarareglunnar, var
Sigurður mesti bindindisboðandi
á landi hér, án efa fyrr og síðar.
— Athöfnin hófst með því, að
stórtemplar flutti stutta ræðu og
minntist Sigurðar og þeirra hjóna
beggja. Skýrði hann frá því, að
Stórstúkan vildi á þessu aldar-
afmæli votta honum þakkir með
því að reisa honum 6g lífsföru-
nauti hans minnisvarða á gröf
þeirra. Ennfremur minntist stór-
templar baráttuaðferða Sigurðar
Eiríkssonar og með hve miklum
kærleika hann hefði rækt starf
sitt. Að ræðu lokinni bað stór-
templar dóttur þeirra regluboða-
hjónanna, frú Ólöfu Sigurðar-
dóttur Als, að afhjúpa minnis-
varðann. Lagði þá stórtemplar
blómsveig frá Stórstúkunni að
varðanum. Athöfninni lauk með
bæn, sem stórkapelán flutti. —
Fyrir utan framkvæmdanefnd
Stórstúkunnar og aðra templara
og aðstandendur Sigurðar Eiríks-
sonar regluboða, heiðraði biskup
Islands athöfnina með nærveru
sinni.
Skákmenn
fil Finnlands
HINN 17. maí, lagði af stað
fjögra manna skáksveit frá Tafl-
félagi s.f. Hreyfils áleiðis til
Helsingfors, til að taka þátt í
keppni um norræna sporvagna-
meistaratitilinn í skák. Keppni
þessi fer fram dagana 23.—25.
maí n.  k. í Helsingfors.
Forsaga þess, að bílstjórar frá
s.f. Hreyfli sækja þessa skák-
keppni, er sú, að á s. 1. sumri
fór tíu manna skáksveit frá félag-
inu til OslóarogKaupmannahafn
ar og tefldi þá við skákklúbba
sporvagnastjóra í þessum borg-
um, með þeim árangri að þeir
fengu jafntefli í Ósló en unnu i
Kaupmannahöfn með 6Vz:3Y2.
Forráðamenn klúbbanna er
Hreyfilsbílstjórarnir tefldu við
hvöttu eindregið til að Taflfélag-
ið sækti um upptöku í Nordisk
Sporvagnsschackunion, sem er
samband norrænna sporvagna-
stjóra, og buðust til að gjörast
meðmælendur þess. —
Sýndu þeir mikinn áhuga á að
ísland gæti orðið þátttakandi í
þessari norrænu samvinnu. Bíl-
stjórar á s.f. Hreyfli hafa mjög
mikinn áhuga á að för þessara
skákmeistara  takist  vel
sferifar ur
daglega lifinu
j
ÞAÐ er gleðilegt að norræna
sundkeppnin skuli nú þegar
vera hafin. Velvakandi hefir
áður tekið undir áskoranir
íþróttafrömuðanna um það að
fól"k taki sem mestan og virk-
astan þátt í þessari sundkeppni
því að baki hennar liggur vitur
leg og skemmtileg hugmynd.
Syndum  öll!
HÚN er einfaldlega sú að fá
sem flesta til þess að taka
þátt í iþróttum,- og er þá sú for-
senda um leið talin örugg, að
íþróttirnar hressi mannfólkið og
styrki. Við verðum að játa sann-
leika þess, að íþróttir eru vafa-
laust hollar og auka afl, þol og
hreysti þeirra, sem þær stunda.
Því er þó ekki að leyna, að
stundum finnst manni íþrótta-
iðkunin ganga út í öfgar, verða
lítið annað en brjálað kapphlaup
um gull og silfurpeninga, og styrj
öld milli félaga þeirra, sem að
íþróttum standa. Það er illt og
á erlendnum málum heitir það
sportidjótí. En kapp er bezt með
forsjá og íþróttirnar hafa lítið
gildi, ef aðeins fáeinar„ stjöm-
ur" iðka þær.
Þjóðin  með  í  leikinn.
Inorrænu    sundkeppninni
fæst þjóðin með  í leikinn.
Þar gefst tækifæri til þess
að koma mönnum á flot, sem ekki
hafa árum saman borið í annað
vatn en 30 stiga heitt í baðkerinu
heima hjá sér á laugardögum.
Þar er tækifæri til þess að heilla
margan manninn til áframhald-
andi þátttöku í sundi og öðrum
íþróttum, loks þegar ísinn er
brotinn og hann hefir synt fyrsta
sinni eftir langt árabil. Þetta er
gildi slíkra almenningsíþrótta, og
það er mikið gildi. Fáir hefðu
trúað því fyrir 1950, að unnt væri
að fá fjórðung heillar þjóðar til
þess að leysa íþróttaafrek af
hendi sem í sjálfu sér er ekki
ofur auðvelt. Stundum geta 200
metrarnir nefnilega orðið æði
langir þreyttum manni á sundi.
Reynslan sýnir að eftir þær tvær
sundkeppnir sem áður hafa hér
verið haldnar hefir aðsóknin að
sundstöðunum aukizt mjög.
Þannig eflir sundkeppnin áfram-
haldandi sundiðkun, þá heilsu- og
hreystilind. Hér eru íþróttirnar
sannarlega á réttri leið, og hinn
sanni íþróttaandi í hávegum
hafður. Það er fólkið allt sem er
með.
E
Orðskrípið „sam-
norraenn".
í eitt atriði í sambandi við
þessa suhdkeppni vil ég gera
að sérstöku umræðuefni hér 1
dálkunum. Forráðamenn hennar
nefna hana „samnorræna" sund-
keppni. Ég hefi aldrei skilið hvað
þeir eiga við með þeirri nafn-
gift. Mér finnst hún þar að auki
ljót og algjör smekkleysa. Ég er
alinn upp við það að „norrænn
maður" merki maður frá Norður-
löndum, norræn keppni, keppni
sem fer fram á Norðurlöndum eða
milli þeirra ef verkast vill. Því
er mér það hulin ráðgáta hvaðan
úr skollanum þetta forskeyti
„sam"— er komið, sem klínt
hefir verið á heiti þessarar sund-
keppni.
Mér þykir það bæði ljótt og
leiðinlegt. Vafalaust er það ekki
málleysa, sem slík, en það er
mikil og herfileg smekkleysa.
Spyrja má hvað norrænn þýði,
ef ekki er unnt að nota það orð
um keppni milli Norðurlandanna.
Og bráðum verður líklega farið
að tala um „samnorræna sam-
vinnu" og „Samnorræna félag-
ið". Og hver veit hvenær við fs-
lendingar förum að taka þátt í
samþjóðlegum knattspyrnukapp-
leikum, eða hér verður aftur
alþjóðlegur fundur samvinnu-
manna sem þá nefnist e.t.v. „Sam
alþjóðlegur fundur samsam-
vinnumanna"!
Ég hygg að réttara væri að
halda sér við hið gamla og góða
íslenzka orð „norrænn." Það
þarfnast engrar skýringar eða
áherzlu  ósmekklegs  forskeytia.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20