Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 111. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MOncvMii 4fíia
Sunnudagur 19. maí 1957.
jWwgftitiIrifafrife
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Bankafrumvörp
sijórnarlibsins
í KOSNINGASTEFNUSKRÁ
Hræðslubandalagsins var því lýst
yfir, að komið skyldi nýrri skip-
un á bankastarfsemina í landinu,
eins og það var kallað. Þegar
eftir stjórnarmyndunina var
þetta ítrekað og talið eitt aðal-
verkefnið. Síðan hafa stjórnar-
flokkarnir margoft getið um
þetta mál og talið það stjórnar-
samvinnunni sérstaklega til gild-
is, að hún ætlaði sér að gerbreyta
skipulagi bankanna. Að vísu kom
það fljótlega fram, að tilgangur-
inn væri fyrst og fremst sá, að
losa um stöður í bankastjórn, svo
að stjórnarliðsmenn gætu komizt
þar víðar að en nú, en þó var
öðrum þræði látið í veðri vaka,
að um grundvallarbreytingar á
sjáifu bankakerfinu væri að
ræða, sem máli skipti fyrir þjóð-
félagið.
Engar prundvallarbreyt-
ingar á sjálfu banka-
kerfinu
Nú hafa stjórnarflokkarnir
velt þessu máli á milli sín í næst-
um því heilt ár. Þingtíminn allt
frá því í byrjun október, hefur
liðið án þess nokkuð væri að-
gert. Þegar svo frumvörpin
komu fram í fyrradag, var ljóst,
að hér væri ekki um neinar þær
grundvallarbreytingar að ræða á
bankakerfinu, að þær væru skýr-
ing á hinum langa drætti. Það
var líka fyrir löngu vitað, að
ástæðan var ekki sú. Drátturinn
á framkomu þessa höfuðmáls
stjórnarliðsins var sá, að því
gekk erfiðlega að jafna niður
milla flokka öllum þeim stöðum
og bitlingum, sem þeir sáu hilla
sáu hilla undir.
undir.
Pólitíska valdinu yfir
bönkunum útdeilt
í gær, að bankinn eigi að vera
„tiltölulega sjálfstæður". Lengr;
nær það ekki, enda eru reglurnar
um seðlabankann í nýja frum-
varpinu í stórum dráttum hinar
sömu og giltu áður. Meginbreyt-
ingin má segja, að sé skipun sér-
stakra bankastjóra og þriggja
manna bankastjórnar, enda má
öllum vera Ijóst, að sjálfstæður
seðlabanki samrýmist sízt þeirri
meginstefnu, sem kemur fram í
frumvarpinu, sem er sú að jafna
niður á milli flokkanna hinu póli-
tíska valdi yfir bankastarfsem-
inni eða búa um „sambandið
milli flokkaskiptingar lands-
manna og stjórnar bankanna",
eins og Alþýðublaðið orðar það
snyrtilega.
Ef litið er á breytinguna á Út-
vegsbanka íslands úr hlutafélagi
í ríkisbanka má segja að hún
skipti ekki miklu í sambandi við
bankakerfið sjálft, ekki sízt ef
á það er litið, sem upplýst er í
forsendum frumv., að hlutabréf
í einkaeign séu áðeins um 4%
af hlutafénu. Hér er því lagalega
séð um formsbreytingu að ræða,
og annað ekki. Hvort framkvæmd
in verður notuð til pólitískra of-
sókna, sker reynslan úr um.
Ósönn staðhæfing
-  UTAINÍ  UR  HEIIVil  -
ÓL
9
un i
irlio- oq. S^-^rmerík
H,
>a
í forustugrein Alþýðublaðsins
í gær, er að því vikið, — að vísu
með óákveðnum orðum — að
bankastjórar Sjálfstæðismanna
hafi notað stöður sínar pólitískt.
„Einstaklingar og fyrirtæki, sem
Sjálfstæðismönnum er ekki um,
hafa fengið litla eða enga fyrir-
greiðslu", segir blaðið. Ekki
reynir blaðið að nefna dæmi og
fmna með því orðum sínum stað,
enda er hér um fullkomin ósann-
indi að ræða eins og viðskipta-
menn bankans af öllum flokkum
geta bezt borið um, enda er hér
ekki um annað að ræða en mátt-
lausa afsökun fyrir þeirri póli-
tísku valdaherferð stjórnarflokk-
anna sjálfra sem nú er hafin.
Ef litið er á þær efnisbreyting-
ar, sem verða á sjálfu banka-
kerfinu, skv. frumvörpunum, þá
er ekki unnt að segja að þær séu
mikilvægar. Mikið hefur á undan
förnum árum verið rætt og ritað
um stofnun seðlabanka, sem væri
sjálfstæð og óháð stofnun. Það
skref er ekki stigið hér, heldur
á seðlabankinn enn áfram að
vera hluti af Landsbanda íslands
og gert ráð fyrir að hann sé
undir pólitískri stjórn, enda er
áskilið að ríkisstjórnin hafi hönd
í bagga með ákvörðunum bank-
ans. Þó gert sé ráð fyrir að aðal-
bankastjóri seðlabankans sé skip-
aður af forseta fslands, er það
hégómamál, frá því sjónarmiði
séð, að það skiptir engu máli í
sambandi við sjálfstæði bankans.
Stjórnarliðinu dettur heldur ekki
í hug, að halda því fram að hér sé
um sjálfstæðan seðlabanka að
ræða. Alþbl. segir í forustugrein
Kommúnistar leiddir
til valda
Nú verða kommúnistar leiddir
til mikilla áhrifa í bönkunum.
Þar fá þeir vafalaust hið ákjós-
anlegasta tækifæri til að koma
fram þeim undirróðri og vald-
beitingu, sem einkennir þann
flokk ætíð og alls staðar. Það
mun vafalaust þykja tíðindum
sæta meðal erlendra fjármála-
manna, að „losað er um stöður"
við íslenzka banka, svo tugum
skiptir, í þeim tilgangi að treysta
þar vald kommúnista og ýmissa
samferðamanna þeirra. Fullvíst
er að slík tíðindi verða ekki til
að auka traust á íslenzkum fjár-
málum út á við jafnframt því,
sem slíkar starfsaðferðir eru sízt
til þess fallnar að auka tiltrú til
bankanna meðal íslenzks al-
mennings.
ið sögulega fall Roj-
as Pinilla einræðisherra í Kolom-
bíu í fyrri viku er síðasti þáttur-
inn í órólegum leik valdastreitu
og uppreisna í löndum Mið- og
Suður-Ameríku. Hvarvetna eru
viðsjár: á Kúbu og Haítí, í Argent
ínu, Chile, Kolombíu, Honduras
og Nicaragua er mikil ólga með-
al fólksins, og víða annars stað-
ar í nágrannalöndunum eru al-
varlegir erfiðleikar.
I
sumum ríkjum Mið-
og  Suður-Ameríku  virðist  hins
vegar allt vera með kyrrum kjör-
im:  Mexíkó  er  tiltölulega  vel
tætt  og  þar  ríkir  innanlands-
engin tengsl milli uppreisnar-
innar í Kolombíu og bardaganna
á landamærum Honduras og Nic-
aragua, en uppreisnir gegn ein-
ræðisherrum í álfunni hafa verið
ótölulegar, og stærri og smærri
landamærastríð sömuleiðis. Það
virðist vera ákveðin og ófrávíkj-
anleg hefð í stjórnmálalífi þess-
ara landa.
¦tltökin í Kolombíu eru
gott dæmi um þessa hefð. Rojas
Pinilla, sem í orði kveðnu var
forseti, en í rauninni einræðis-
herra, reyndi að framlengja
valdaskeið sitt, en mætti öflugri
mótspyrnu  hersins  og  almenn-
'0R0ASVÆÐI 'I  Mlfi-OG SUOUR-AMEtóKU
BANDARIKIN
Byltingasinna&ar a;skulý3s-j
sveitir ^eyna að steypa
Batista éinra>&tsherra
PólitísUar róstur
vtgna baráttunnar
um forsetaemba?ttið
Gamlar landamæraerjur
brjótast útaftur í Ijósum
logum
SURINAM
Herráð tekur völdin eftir
ðð Rojas hershöfðinqi og
einrcPuisherra flýr land.
Tilraunir til aíí hefta
verðbólguna valda.
nýjum  róstum.
Kosningum frestað
meðan Aramburu reyni
að ma' út síóustu leifar
Peron-tímabilsins
0R0A5V/r.em
friður; í Dóminíska lýðveldinu
ríkir friður grafarinnar eða fang
elsisins: þar ríkir harðhentasti og
valdamesti einræðisherra sam-
tímans, Rafael L. Trujillo hers-
höfðingi, sem hefur látið þegna
sína hefja sig í guðatölu; Perú
og Ecuador hafa fengið nýjar
ríkisstjórnir sem íbúarnir eru að
reyna að venja sig við; Paraguay
er úr alfaraleið pólitískra átaka:
þar ríkir einræðisherra í af
skekktu öryggi.
E,
n ofannefnd lönd eru
undantekningarnar. Löndin sem
við heyrum mest um í fréttun-
um eru annað hvort í blóðugum
bardögum sín á milli, eða þau eru
að bæla niður inanlandsbylting-
ar, eða að búa sig undir
kosningar, sem eru mestmegnis
svikamylla, eða þá þau eiu að
berjast við hraðvaxandi verð-
bólgu og alltof öra fólksfjölgun.
MT að væri ekki rétt-
mætt að gefa öllum þessum lönd-
um sömu lýsingu eða sama lit.
Hins vegar er álfan í heild, þ. e.
a. s. Mið- og Suður-Ameríka, í
uppnámi sem á sér djúpar ræt-
ur. Álfan hefur ákveðin sér-
einkenni, Saga flestra ríkja henn-
ar er svipuð: barátta um völd,
uppreisnir gegn kúgurum, landa-
mæraerjur o. s. frv. Menningin
er svipuð í flestum löndum
hennar, sambland af spánskri og
frum-amerískri meningu; kyn-
blöndun almenn milli Spánverja
og Indíána; málið hið sama í
öllum ríkjum hennar nema Brazi
líu og Haítí, þar sem töluð er
'portúgalska og franska. Það eru
ings. Hann varð að láta í minni
pokann og flýja land. Kolombíu-
menn eru að því leyti allóvenju-
leg þjóð á þessum slóðum, að þeir
bjuggu við heilbrigt lýðræði
lengi vel, hafa næma pólitíska
vitund, eiga auðuga menningu og
mjög góð dagblöð. Þeir eru mjög
trúhneigðir og svipar meira til
Spánverja en nokkur önnur þjóð
Mið- og Suður-Ameríku.
Js
afnvægi þessarar þjóð-
ar raskaðist við hina hörðu bar-
áttu tveggja helztu flokka lands-
ins, Frjálslynda flokksins og í-
haldsflokksins. Hún leiddi til
blóðugra bardaga í höfuðborginni
Bogota 9. apríl 1948. Kommún-
istar áttU nokkra sök á þeim. I
kjölfar þessara bardaga kom eins
konar borgarastyrjöld og síðan
einræðisstjórn íhaldsmannsins
dr. Laureano Gómez.
mt egar hershöfðinginn
Rojas Pinilla rak dr. Gómez frá
völdum, voru almenn fagnaðar-
læti eins og þegar Nasser steypti
Farúk í Egyptalandi. En Rojas
hershöfðingi gerðist bara ein-
ræðisherra líka eins og kollegi
hans í Egyptalandi eða fyrirrenn-
ari hans í Kolombíu. Stjórn hans
var grimm og gerspillt. Að lok-
um hafði hann alla þjóðina á
móti sér, en foringjarnir í hern-
um voru honum trúir því þeir
áttu honum embætti sín að
þakka. Þjóðin reis upp með
stúdenta og almúgamenn í broddi
fylkingar, studda af kaþólsku
kirkjunni, sem er voldug. Rojas
flýði land eins og svo margir
kollegar hans fyrr og síðar.
JLfandamærastríðið milli
Honduras og Nicaragua er einn-
ig samkvæmt gamalli hefð. Bar-
izt er um lítið hérað við landa-
mærin, sem verið hefur bitbein
ríkjanna kynslóðum saman. Til
skamms tíma var þetta hérað
ekki annað en mýrar og frum-
skógar, en nú er talið að þar séu
málmar og olía. I febrúar var
héraðið gert sjálfstætt og nefnt
Gracias o Dios, en 19. apríl sendi
Nicaragua herafla til að taka
sér aðsetur í þorpinu Mocorón.
Honduras sendi Bandalagi Ame-
ríkuríkjanna mótmæli, en jafnfr.
voru sendar flugvélar og her-
sveitir til að reka her Nicaragua
á brott. Milliríkjastyrjaldir í
Ameríku eru orðnar mjög fátíð-
ar, og allt bendir til að þessari
lykti með málamiðlun.
0
lgan á Haítí á sér
flóknari og ógreinilegri rætur.
Haítí hefur sérstöðu meðal ríkj-
anna í Ameríku fyrir þær sakir
að það er eina svertingjalýðveld-
ið þar og eina ríkið sem hefur
frönsku að opinberu máli. Ó-
fremdarástandið þar nú er að því
leyti „hefðbundið", að það var
skapað af forsetanum, Paul Mag-
loire hershöfðingja, sem reyndi
að efla og tryggja völd sín með
ólöglegum hætti eftir að hann
hafði matað krókinn í valdastóli.
Það þykir einkennandi fyrir
Haítí hvernig áætlanir forsetans
voru ónýttar og honum steypt úr
stóli — það var ekki með vopn-
aðri byltingu, heldur verkfalli!
En síðan í desember hafa fram-
bjóðendurnir til forsetaembættis-
ins bitizt og barizt um hnossið og
stórskaðað efnahag landsins, sem
þegar var bágborinn sökum
þurrka, hvirfilvinda og óstjórnar
í skattamálum.
xlrgentína horfist í augu
við svipuð vandamál, en í miklu
stærra mæli. Eftir að einræðis-
herranum, Perón hershöfðingja,
hafði verið steypt í september
1955 var landið í „lamasessi". Per
ón hafði eyðilagt efnahaginn, allt
lýðræðislegt skipulag var úr sög-
unni og sterk öfl í verkalýðs-
hreyfingunni voru eftir sem áð-
ur hliðholl Perón. Herforingjarn-
ir, sem tóku við stjórninni, fyrst
og fremst þeir Aramburu hers-
höfðingi og Isaac Rojas flotafor
ingi, eru þjóðhollir menn og
voru staðráðnir í að koma á lýð-
ræði í landinu, en þeim hefur
ekki enn tekizt að leysa hin stór-
kostlegu pólitísku og efnahags-
legu vandamál.
kJ ama mali gegir um
Chile, Þar voru það líka efna-
hagserfiðleikar sem komu af
stað róstum. Chile er hrjáð af
einhverri verstu verðbólgu í
heiminum, og rósturnar stafa af
tilraunum stjórnarinnar til að
bæta ástandið. fbúarnir verða að
leggja mjög að sér til aS koma
efnahag landsins í viðunandi
horf, en þeir hafa risið öndverðir
gegn því%
!*¦ Kúbu ríkir einræðls-
herrann Fulengcio Batista hers-
höfðingi með harðrl hendi. Upp-
reisnir ólga um gervallt landið,
undir forustu stúdenta, sem hvað
eftir annað hafa verið strádrepn-
ir. Á austurenda eyjarinnar er all
stór herstyrkur uppreisnar-
manna, sem gerir Batista lífið
leitt. Hann á bara um tvennt a3
velja: halda áfram að kúga þjóð-
ina eða láta af völdum, en það
mundi að líkindum fyrst í stað
leiða af sér algert öngþveiti í
innanlandsmálum.
J4
á,  það  er  annað  en
leikur að stjórna ríkjum Mið- og
Suður-Ameríku.   Erfiðleikarnir
Frh. á bls. 19.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20