Morgunblaðið - 19.05.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.1957, Blaðsíða 11
Sunnudagur 19. maí 1957. MORGVNBLAÐIB lfL Reykjavikurbréf; Laugardagur 18. maí ./ Bankafrtimvörpin - Formannaráðstcfnan - Grænlandsflug - Vertíðarlok - Sívaxandi kostnaður - Segja ekki upp - Alþýðublaðið fagnar kauphækkun - Hækkun vísitölunnar - Sogsvirkjunin - Lán takan - Samvizkan óró - Eysteinn og stóresgnaskatturinn - Auði stóllinn. Banka-frumvörpin LOKSINS á 220. degi þingsins voru bankamálafrv. ríkisstjórnar innar lögð fram, en eins og í einu frv. segir eru þau „flutt í sam- ræmi við yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar, þegar hún tók við völd- um.“ Allan þennan tíma hafa stjórnarflokkarnir verið að semja um það sín á milli, hvernig þeir skyldu skipta á milli sín hinum nýju stöðum, sem stofna á, og hver ja reka skuli til að losa stóla fyrir þá, sem eru orðnir þreytt- ir á því að standa á eigin fót- um. Ávöxturinn er sá, að leið- togum kommúnista verða opnað- ir nýir möguleikar til að fá mold- vörpustarfsemi sinni stöðvar inn- an fjármálastofnana þjóðarinnar. Þetta á að gera með því að breyta einmitt þeirri bankalöggjöf, sem Framsókn setti á sínum tíma. Allt hlýtur þetta brölt að leiða til vaxandi vantrausts almennings innanlands á ríkisstjórninni og að setja enn nýjan blett á stjórnar- far okkar í augum annarra þjóða. Formannaráðstefnan FORMANNARÁÐSTEFNA Sjálf- stæðisflokksins, sem haldin var um síðustu helgi, var sótt af for- ystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins víðs vegar um landið. Þar voru fyrst og fremst til umræðu skipulagsmál flokksins, starfsemi hinna einstöku félaga innan flokksins og flokksbaráttan í heild. í upphafi fundarins gaf Ólafur Thors ágætt yfirlit um stjórn- málaástandið í landinu, og að lokum samþykkti fundurinn stjórnmálayfirlýsingu, þar sem rakin var stjórnmálaþróun síð- ustu tíma og bent á nokkur helztu verkefnin, sem nú bíða úrlausnar. Aðalverkefni fundarins var þó eins og fyrr segir sjálft flokks- starfið. Birgir Kjaran, formaður skipulagsnefndar, gerði þar rækilega grein fyrir viðfangs- efnunum. Hann lagði þar með grundvöllinn að megin-umræð- um fundarins. Eftirtektarverðast við ræður manna var áhugi þeirra og sóknarhugur. Undan- tekningarlaust lýsti sér eindreg- inn stuðningur við stefnu og starfshætti flokksins og mál- gagna hans undanfarna mánuði. Flokksmenn finna vel að þó að stjórnarflokkarnir þrír reyni að einangra Sjálfstæðisflokkinn, -þá nær sú einangrun ekki til al- mennings. Hans á meðal á flokk- urinn nú öflugra fylgi að fagna en nokkru sinni Sður. Grænlandsflug Björns Pálssonar GRÆNLANDSFLUG Björns Pálssonar vakti almenna aðdáun hér á landi. Þarf í senn kjark og aðgæzlu til að fljúga með þessum hætti fyrirvaralaust á lít- illi flugvél yfir úthafið norður á ísbreiður Grænlands. Með þessu er þó ekki sagt, að þetta sé út af fyrir sig meira afrek en önnur, sem Björn hefur unn ið í starfi sínu og aðrir íslenzk- ir flugmenn. En hin ytri atvik eru slík, að með réttu hlýtur að vekja óvenjumikla athygli. Þessu óskylt en þó þess vert, að á það sé minnzt, er, að úr flugvél slíkri sem Björn Pálsson flýgur, fá menn betri hugmynd um landið, sem flogið er yfir en úr hinum stærri og hrað- fleygari flugvélum. Flugvel Björns flýgur hægar og fer lægra og er því miklu auðveldara að átta sig á því, sem fyrir augu ber úr henni en þegar farið er með venjulegum farþegaflugvél- um. Vertíðarlok áÐUR fyrri var lokadagurinn einn helzti merkisdagur ársins. Hann er 11. maí og er því nú lið- in rétt vika frá honum. Að þessu sinni varð lokadagsins lítt vart í bæjarlífinu og er það mjög frá- brugðið því, sem var fyrir 40— 50 árum. Atvinnuhættir eru nú aðrir, og Reykjavíkurbær raunar orðinn svo stór, að menn verða þess ekki varir, þótt nokkur hundruð manns bætist við á göt- ur eða mannamót og var því þó naumast nú til að dreifa, þar sem vertíð hættir engan ákveðinn dag Endanlegar tölur um afkomu vertíðarinnar eru enn ekki fyrir hendi. Víst er þó, að hún hefur verið með erfiðari vertíðum fyr- Sú ráðstöfun var vissulega viljinn gagnrýna þá hækkun ekki gerð verkalýðnum til hags, heldur til þess að koma í veg fyrir, að hann fengi samnings- bundnar hækkanir kaupgjalds vegna hækkunar vísitölu í sam- ræmi við raunverulega verðlags- hækkun. , Hinir lægst launuðu segja ekki upp í' ÞESSARI sömu grein vekur Þjóðviljinn athygli á því og er mjög ánægður yfir, að nú séu það ekki hinir lægst launuðu, sem segi upp samningum og fái kjara- samtímis því, að þeir hælast um yfir samþykkt Alþingis á alþjóða samningum um launajafnrétti kvenna og karla. 1 þessu er Alþýðubláðið þó heilsteyptara en samstarfsblöð þess. Það hefur viðurkennt, að um Iðjusamningana sé ekkert nema gott að segja. Á sama veg lætur Alþýðublaðið fimmtudag- inn 16. maí s.l. mjög vel yfir fregn, sem það birti með þess- um fyrirsögnum: „Verkakvennafélagið Fram- sókn og Framtíðin ná nýjum samningum án uppsagnar. Þetta er frekari samrýming kvennakaups og karlakaups." í undirfyrirsögn er svo talað Mntmtii: þegar reyndur að gerhygli og ör- yggi í öllum sínum athöfnum. Langvad verkfræðingur verður aðal framkvæmdastjóri verksins. Hann hefur þegar unnið hér að mörgum^ stórframkvæmdum og er allra manna kunnugastur hvað til slíkra hluta þarf hér & landi. Sameining hinna íslenzku aðila og erlendu var því mikið heillaspor, og ber að þakka Gunnari Thoroddsen, borgar- stjóra, fyrir ötula forystu hans i því máli. Hann og Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri, hafa ó- sleitilega unnið að því á undan- förnum árum að undirbúa Sogs- virkjunina og hrinda henni í framkvæmd. 1!«g«>n om anibat>»sdltsr« íílbagetva'knin^ ; íslAnrts i KalxssSavtt i I »nf<N}(0n« af mtxMolitom. fe* 1 oíb, a; i i skulJe Rarcs ; at al <1« wfarídtít« j kaj) Rmbassatfen ivso. rreciffejcttíín bv«rke» toikaðs I -■•íiTtr.u r. aflrt „Tltniím"* rilcr selve ........... ’ ■ a- er*i- bfáet f figbed til at áT«íte (Jnjjfcn. og | «»t gvttgive «t«re tíicr œtíidrift isas ■ 9% : S Morgunblaðið hefur öruggar heimildir fyrir því, að fréttatilkynning sú, sem hér birtist ljósmynd af, hafi verið gefin út „í samráði við“ utanríkisráðuneytið íslcnzka. Óhugsandi er, að það hafi átt þar hlut að nema með samþykki Hermanns Jónassonar forsætisráöherra. 1 fréttatilkynningunni er því neitað, að tillagan um „auða stólinn“ í Kaupmannahöfn túlki skoðanir Tímans og hefur Þórar- inn Þórarinsson ritstjóri Tímans þó lýst yfir því í blaði sínu, að hann sjálfur beri „ábyrgð“ á að blaðið birti tillöguna. Þórarni er því sýnd einstök óvirðing með fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar, og vita menn betur eftir en áður, hvert mark má taka á skrifum Tímans. ir togaraflotann og mikinn hluta bátaflotans. Veldur þar hvort tveggja um, lítil fiskveiði og mik- ill kostnaður. Minnkandi veiði hlýtur að vekja menn til um- hugsunar um nauðsyn aukinnar friðunar fiskimiða. I þeim efn- um verða menn þó að hafa í huga, að ekki má um of miða við aflamagn einstaks árs heldur verður að taka nokkuð mörg ár til samanburðar, ef rétt hugmynd á að fást. Þetta er ekki sagt til að draga úr áhuganum á frið- un. Þvert á móti, því að hún er lífsnauðsyn. Einmitt þess vegna verða öll okkar rök að hvíla á öruggum grunni, svo að þeim verði ekki haggað. Sívaxandi kostnaður STJÓRNARLIÐIÐ talar mikið um að tekizt hafi að stöðva verð- bólguna og lækna meinsemdir atvinnulífsins. Allir vita þó, að þetta er fjarri lagi. Sjálf verða stjórnarblöðin að játa þetta í öðru orðinu. Þjóðviljinn segir t. d. stórum stöfum s.l. fimmtu- dag, 16. maí: „Vísitalan hækkar um 4 stig. Tímakaup Dagsbrúnarmanna í almennri dagvinnu hækkar um 42 aura frá næstu mánaðarmót- um.’‘ Þessi hækkun er því ískyggi- legri sem óvefengt er, að vísi- talan er nú gersamlega fölsuð og hefur aldrei verið fjær því að gefa réttar hugmyndir um raun- verulegt verðlag. Blygðunarleysi kommúnista er svo magnað að þeir hæla sér af þessu athæfi og segja t. d. í forustugrein 11. maí s.l.r „íhaldið“ —• — „var sannar- lega ekki að undanþiggja nauð- synjavörurnar álögunum eins og núverandi ríkisstjórn gerði í sam bætur, heldur hinir, sem hærri launin hafa. Auðvitað vill Þjóð- viljinn kenna „íhaldinu“ um þetta, og þegir þess vegna um þær staðreyndir, sem máli skipta. SÍS veitti fastlauna-fólki sínu 8% kauphækkun rétt fyrir ára- mótin á meðan kaupbindingar- lögin enn voru í gildi. Ihaldið ræður þó litlu í stjórn SÍS því að sennilega telur Þjóðviljinn Eystein Jónsson ekki að sinni í þeim hópi, en hann er sem kunn- ugt er, mestur ráðamaður í stjórn SÍS. Ennþá minni áhrif hefur íhald- ið þó væntanlega að dómi Þjóð- viljans innan ríkisstjórnarinnar, en hún sjálf beitti sér fyrir kjara- bótum til handa flugmönnum í vetur með því að veita þeim sér- stök gjaldeyrisfríðindi. Leiddi það til þess, að kunnugra manna dómi, að þessir hálaunamenn fengu 30—40% kauphækkun. Allra minnstu ræður „íhaldið" þó í sjálfri stjórn Dagsbrúnar, sjálfri herstöð kommúnista á ís- landi. En nú hefur sú deild Dags- brúnar, sem starfsmenn Mjólkur samsölunnar eru í ,sagt upp samn ingum og sama gildir um mjólk- urfræðinga. Þessir menn, sem hafa hærri laun en almennt ger- ist, heimta kjarabætur, sem jafn- gilda 25%kauphækkun. — Alþýðublaðið fagtiar kauphækkun SÚ KAUPHÆKKUN, sem komm únistar hvergi komu nærri, var aftur á móti hækkunin til Iðju, því að þar var bætt úr um- hyggjuskorti kommúnista fyrir hag þeirra verst settu. Þar fékk einmitt láglaunafólkið kjarabæt- ur, ekki sízt konur. Er óneitan- ráði við verkalýðshreyfinguna.“ lega hlálegt, að Tíminn og Þjóð- um „verulegar kjarabætur“ og „hæsta kvennakaup á Norður- löndum.“ Hækkun vísitölunnar VERST af öllu er, eins og áður er sagt, að hækkun vísitölunn- ar um aðeins 4 stig gefur al- ranga mynd af hinu raunverulega verðlagsástandi. Hækkanirnar eru miklu meiri en hún segir til um. En þrátt fyrir þá fölsun er hér um mjög mikla hækkun að ræða á svo fáum mánuðum, ekki sízt þegar haft er í huga, að launþegar hafa alveg verið sviftir uppbót sem nemur vísi- tölustigunum 6, en tekin var af þeim með bráðabirgðalögum rík- isstjórnarinnar í ágúst s.l. Vísi- talan hefur frá því í febrúar hækkað um 4 stig og er fróðlegt að bera það saman við þá stað- reynd að vísitalan var lægri, þeg- ar verkfallið mikla hófst 1955 en hún hafði verið í árslok 1952. Sýnir þetta hversu fyrrverandi ríkisstjórn tókst miklu betur í baráttunni gegn verðbólgu og hækkunum en núverandi stjórn, þrátt fyrir allt skrumið og full- yrðingarnar um, að með sam- vinnu við „vinnustéttirnar“ mundi hægt að stöðva allar verð- lags- og kaupgjaldshækkanir. Sogsvirkjunin ÁKVARÐANIRNAR um endan- lega lántöku Sogsvirkjunarinnar og framkvæmd þess mikla mann- virkis eru sannarlega gleðitíð- indi. Þátttaka íslenzkra verktaka í framkvæmdinni er mikils virði. Geta okkar í þeim efnum fer stöðugt vaxandi og með nýjum verkefnum fæst ómetanleg reynsla. Af hálfu íslendinga hafði Árni Snævarr verkfræðing- ur um þetta forustu, en hann er Lántakan EITT af því, sem Tíminn hefur gert sér til dundurs að undan- förnu, er að skrökva því upp, að Sjálfstæðismenn hafi verið and- vígir því að lántaka til Sogsins fengist í Bandaríkjunum. Auð- vitað er þetta tilhæfulaust með öllu. Sannleikurinn er sá, að und- irbúningur lántöku var vel á veg kominn fyrir kosningarnar í sum ar, en stöðvaðist þá eins og margt fleira nytjamála. Síðan hélt nýja stjórnin svo óhönduglega á mál- inu, að Þjóðviljinn, málgagn stærsta stjórnarflokksins, lýsti yfir því í vetur, að sú meðferð væri enn ískyggilegri en nýir hernámssamningar. Bjarni Benediktsson rakti þessa sögu lítillega í Heimdallar- ræðu sinni um varnarmálin 14. apríl s.l. og sagði þá m. a.: „Um þessar mundir er verið að ganga frá láni til Sogsins, sem er auðvitað mjög gott mál og mikilsvert út af fyrir sig, en tíminn, sem það er afgreitt á og atvik öll segja nokkuð í hvaða sambandi við önnur mál það er gert.“ Skörin er farin að færast upp í bekkinn, þegar því er haldið fram, að sagt sé málum til spill- is, að þau séu mjög góð og mik- ilsverð. Samvlzkan óró EN ÞAÐ var önnur lántaka, sem Bjarni Bnediktsson minntist á í sömu ræðu, og sagði um: „Allir vita að lántakan sem gerð var fyrir áramótin og feng- in var hjá Bandaríkjunum, þeg- ar íslenzka stjórnin fékk 4 millj. dollara, — og efasamt er að ríkis- stjórnin hefði getað haldið velli, ef hún hefði ekki fengið þá skild- inga hjá Bandaríkjamönnunum — sú lánveiting var bein for- senda þess að fallið var frá end- urskoðun varnarsamningsin* nokkrum vikum áður“. Þessari frásögn hafa stjórnar- blöðin ekki reynt að hnekkja, enda er hún örugglega rétt. Ann- ars er það gamalþekkt að sá, sem afsakar sig er oft í rauninni aS ásaka sig. Það hefur áþreifan- lega sannazt á yfirlýsingum Ey- steins Jónssonar undanfarið. Af- sakanir Eysteins í sambandi við töku Sogslánsins sýna óróa sam- vizku hans og hljóta að leiða til, að staðreyndir málsins séu rifj- aðar upp. lj jSysleinn og" f ! síójreignaskatturinn ÓSENNILEGT er og, að Eysteinn Jónsson skilji ekki ósamræmið, sem er milli orða og gerða hans, þegar hann í útvarpsræðu sinni um Sogslánið sagði: „En okkur er öllum hollast að gera okkur það ljóst, að við get- um ekki byggt stórframkvæmdir okkar allar á erlendum lánum, og takist ekki að auka sparnað- inn, þ. e. a. s. fjármagnsmynd- Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.