Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 111. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Sunnudagur 19. maí 1957.
MORCVNBLAÐIÐ
IS
70
ara:
Snœbjorn Jónsson
skjalaþýðari
SNÆBJÖRN JÓNSSON er sjö-
tugur í dag.
Á þeim heiðursdegi hans fæ
ég, sem þessar línur rita, eigi
orða bundizt, enda minnist ég
nú um leið annarra tímamóta,
þar sem liðin er hálf öld — og
að vísu nokkrum mánuðum bet-
ur — siðan er fundum okkar
Snæbjarnar bar saman í fyrsta
sinn. En þá hófust kynni, sem
áratugir hafa ekki rofið, ásamt
vináttu, sem mun vera jafn ein-
læg af beggja hálfu nú, er horfzt
er í augu við elli, eins og var á
æskudögum.
Hér verður eigi varið löngu
máli til að rekja æviatriði og
margh. störf Snæbjarnar um æv
ina; aðeins drepið á fátt eitt
er í hug kemur. Fæddur er Snæ-
björn á Kalastöðum á Hvalfjarð-
arströnd, en þar bjuggu um langa
tíð foreldrar hans, Jón Þorsteins-
son og Sesselja Jónsdóttir, mik-
ilhæf merkishjón, eins og þau
áttu kyn til, fastheldin á fornar
dyggðir, en um leið næm fyrir
gagnlegum nýjungum í verkleg-
um og andlegum efnum. Er efa-
laust, að hið trausta heimilislíf,
þar sem ofin var saman forn
menning og ný, hefir mótað
mjög skapgerð Snæbjarnar og
ákveðið viðhorf hans til málefna
samtíðar sinnar. Tæplega tvítug-
ur hleypti Snæbjörn heimdrag-
anum, stundaði nám í Flensborg-
arskóla í tvo vetur og lauk þar
prófi vorið 1908. Síðar dvaldist
hann um allmörg ár í Englandi
og stundaði um skeið nám í
Central Labour College í Lond-
on. Varð hann þá gagnkunnugur
enskum bókmenntum og menn-
ingu, eins  og raun hefir borið
vitni um síðan. Eftir heimkom-
una var hann um skeið starfs-
maður í Stjórnarráðinu, en stofn-
aði síðan bókaverzlun, sem enn
ber nafn hans, þótt aðrir séu nú
eigendur hennar. Löggiltur
skjalaþýðari og dómtúlkur í
ensku hefir hann verið um langa
tíð.
Vér, sem nú erum komin á efri
ár, höfum lifað mikil tímamót.
Má telja, að kynslóð vor hafi
borizt óðfluga frá kyrrstöðu og
einangrun fyrri alda út í straum
heimslífsins, svo að jafnvel fjar-
lægar þjóðir eru nú sem nú-
grannar vorir. Boðar og blind-
sker eru á þeirri leið, og hætt
óvönum. Kann svo að fara, að
fornir fjársjóðir, góðir og gildir,
falli fyrir borð, um leið og aðrir
nýir — eða ímyndaðir — eru
dregnir úr djúpi. Þá er nauðsyn,
að stafnbúar séu vökulir, kunn-
ugir á hinum nýju leiðum og
segi hispurslaust til um, hvers
gæta þarf. Þó að vér íslendingar
séum í fáum efnum á eitt sáttir
allir, þá hygg ég, að því verði
ekki hnekkt, að Snæbjörn Jóns-
son hafi verið vökumaður með
þjóð vorri, brennandi í andanum,
ótrauður að veita forgöngu eða
leggja lið hverju því málefni, er
hann taldi að mætti verða and-
legri menningu þjóðar vorrar til
eflingar og vegsauka. Hefir hann
þá lagt jafna áherzlu á það hvort
tveggja, að vér nýttum sem bezt
fjársjóði menningar vorrar,
forna og nýja, og að vér lærðum
af öðrum þjóðum í þeim efnum,
þar sem þær standa oss langtum
framar. Þessa baráttu hefir Snæ-
björn ekki háð undir merkjum
neins flokks né í valdastóli. Hann
í hendur, sáttir, hvað sem ágrein-
ing um ýmis atriði líður.
Þegar ég nú hugsa til Snæ-
bjarnar Jónssonar sjötugs og
kynna okkar um hálfa öld, þá eru
það ekki störf hans og áhuga-
mál, þau er hér hefir verið vikið
að, sem ég met mest, þótt til-
þrifamikil séu, heldur drengskap-
ur hans og vinartryggð, sem ó-
víða á sinn líka. Fyrir þessa eig-
inleika, sem eru hans aðall, vil
ég nú þakka og veit ég, að þar
mæli ég um leið fyrir munn fjöl-
margra vina hans. Ég minnist
margra ánægjuríkra stunda á
heimili hans og vona, að hann
komi heill heim úr för sinni til
Englands, þar sem hann dvelst
nú sér til heilsubótar. Ég óska
heimili hans, hans ágætu konu,
frú Láru Árnadóttur, börnum
og öðrum vandamönnum heilla
I og þakka liðna tíð.
Jón Guðnason.
Gerðaskóla slitið
hefir aldrei leitað upphefðar að
þeim leiðum, heldur verið óháð-
ur, ekki viljað „eiga nokkru sinni
málsverð undir embættum eða
lýðhyllinni." Það er ekki tilvilj-
un, að Snæbjörn, sem framar
öðrum hefir kynnt þjóð vorri
enskar bókmenntir, kostaði einn-
ig fyrstu (og einu) heildarútgáf-
ur af ljóðmælum Gríms Thom-
sens og var forgöngumaður að
stofnun Rímnafélagsins. Hér er
ekki rúm til að geta útgáfustarfs
Snæbjarnar nánar, né heldur
greina hans og ritgerða um bók-
menntaleg efni í blöðum og tíma-
ritum, þar sem hann hefir jafn-
an verið ómyrkur í máli. Ekki
er ég þess umkominn að gerast
dómari í þeim efhum, þar sem
Snæbjörn hefir greint á við aðra
bókmenntamenn, en af löngum
og nánum kynnum veit ég, að af 1-
fjöðrin í penna hans er ást hans,
næstum ofurást, á íslenzkum
bókmenntum og þjóðlífsarfi. í
þeirri ást geta vonandi allir sann-
ir menntamenn mætzt og tekizt
GERÐASKÓLA í Garði var slitið
sunnudaginn 28. apríl s.l., að við-
stöddum kennurum, nemendum
og gestum.    '
Þorsteinn Gíslason skólastjóri
talaði til nemenda og flutti
skýrslu um starfsemi skólans á
liðnum vetri. Skólinn starfaði í
7 bekkjum. Barnaskólinn í 5 og
unglingaskólinn í 2. Nemendur
voru 115.
Við barnapróf hlaut hæstu
einkunn Kristín Þóra Jóhannes-
dóttir og á unglingaprófi Þor-
steinn Arni Gíslason.
Fulltrúar frá Rótary-klúbb
Keflavíkur mættu við skólaslitin
og veittu þeir verðlaun hæsta
nemanda hvers bekkjar barna-
skólans.
Fjórir fastir kennarar starfa
nú við skólann og auk þess tveir
stundakennarar.
A vetrinum fóru nemendur
tvær hópferðir til Reykjavíkur
í fylgd kennara sinna. Heimsótt
voru söfnin, og einnig fóru nem-
endur unglingaskólans á starfs-
fræðsludaginn og ræddu við hina
ýmsu fulltrúa um starfsval o.fl.
Skólaslitadaginn höfðu nem-
endur sýningu á um 400 munum,
sem unnir voru í handavinnu á
vetrinum og fylltu þeir hínar
þrjár kennslustofur skólans. Eti
í vetur voru í fyrsta sinni kennd-
ar smíðar við skólann.
Þá héldu nemendur almenna
skemmtun í samkomuhúsinu á 2.
í páskum. Skólastjóri flutti ávarp
og ræddi m. a. samstarf heimila
og skóla. Nemendur endurtóku
ýmis skemmtiatriði, sem flutt
höfðu verið á skemmtunum skól-
ans á vetrinum. Þá flutti Ingvar
Ingólfsson íþróttakennari erindi:
„Skólaíþróttir 100 ára" og rakti
sögu skólaíþrótta á íslandi.
Að því loknu hófst fimleika~
sýning pilta og stúlkna undir
ágætri stjórn íþróttakennarans
og jafnframt sýndu nemendur
Vikivaka og þjóðdansa.
Vakti skemmtun þessi mikla
hrifningu og var mál manna, að
frábærlega hefði til tekizt. Allur
ágóði rann í ferðasjóð nemenda.
11. og 12. maí fóru svo nem-
endur unglingaskólans í ferðalag
undir leiðsögn kennara sinna.
Heimsóttir voru sögu- og merkis-
staðir austursveita, og gist að
Laugarvatni. Ferðalaginu lauk
svo með því, að nemendur fóru í
Þjóðleikhúsið og sáu sjónleikina
dr. Knock.
LESBÓK  BARNANNA
Strúturinn  RASMUS
„Komda eg sjáðu, Bas-
mus. Litlu negrarnir eru
i knattspyrnu niðrl á flöt
tnnl". Þegar Rasmus sá
þá, sagll bann, að sig
langaði líka til að fara í
knattspyrnu. „En ég á
bara engan knött",
Litlu negrranir flýttu
sér nú að sækja stóra,
fallega vatnsmelónu. Þeir
lögðu hana á miðja flöt-
lna,
Skömmu síðar gekk
Rasmus þar fram hjá og
sá þennan stóra og fallega
knött. Hann tók langt til-
hlaup og sparkaði. —
„Bang". Vatnsmelónan
fór í þúsund mola og
vökvinn úr henni spraut-
aðist upp yfir höfuð á
litlu negrunum.
Ráðningar
'úr síðasta blaði
Ferjað yfir á.
VIÐ skulum kalla árbakk
ann, sem þau eru stödd á
A, og árbakkann sem þau
ætla til B.
Fyrst réri maðurinn
með lambið til B, úlfur-
inn og kálhöfuðið urðu
eftir á A. Maðurinn rær
til baka og sækir úlfinn,
setur hann í land á B, en
fer með lambið aftur til
A, en þar tekur hann kál-
höfuðið og flytur til B.
Að síðustu fer hann og
sækir lambið í þriðju
ferðinni og hefur þá flutt
allt til B, án þess að úlf-
urinn hafi fengið færi á
að éta lambið, eða lamb-
ið kálhöfuðið.
GÁTUR
1. Bær — 2. Ég sjálfur
— 3. Þegar það er frosið
—  4. Nafnið þitt.
Báðningar  á  gátum  úr
Póstinum í blaði nr. 12:
1.  Ríðandi  maður.  —
2. Hinn helmingurinn. —
3.  Sótarinn.  —  4.  Hey.
tkt
Skrítlur
Móðirin fór með tvíbur
ana sína inn í verzlun og
keypti nákvæmlega eins
föt á þá báða.
Viljið þér ekki lofa
þeim að sjá sig í speglin-
um, spurði afgreiðslu-
stúlkan.
Alveg  óþarft,  svaraði
móðirin,  þeir  geta horft
hvor á annan.
—o—
— Af hverju reisir þú
reiðhjólið upp við rúmið
þitt?
— Eg er orðinn svo
voðalega þreyttur á að
ganga í svefni.
Kennarinn: Hvað er
foss?
Pétur: Það er vatn, sem
er að flýta sér að detta.
Ég les aldrei reyfara,
því að ég veit alveg, hvað
kemur á eftir fyrsta kafl-
anum.
Hvað er það?
Annar kafli,  auðvitað!
Kennarinn: Hvort vild-
ir þú heldur þriðjunginn
eða fimmtunginn af
sítrónu?
Jónsi: Fimmtunginn.
Kennarinn: Veiztu þá.
ekki, að þriðjungurinn er
stærri?
Jónsi: Jú, en eg veit
líka, að sítrónur eru súr-
ar.
%*&bhh
15
arg.
Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson
19. maí 1957
Öllum heimskari
ÞETTA er gamalt ævin-
týri um f átækan bónda og
konu hans. Aleiga þeirra
af þessa heims gæðum
var hrörlegur kofi og
ljómandi falleg hæna.
Dag nokkurn ákvað
bóndinn að senda konuna
til bæjarins með hænuna
til að selja hana.
„Þú verður að fá gott
verð fyrir hana", sagði
hann, „annars sveltum
við til dauða".
„Hvað dýrt á ég að
selja hana?", spurði kon-
an.
„Farðu með hana á
markaðinn og seldu hana
eins dýrt og þú getur",
svaraði maðurinn.
Konan lagði nú af stað.
Þegar hún átti skammt
eftir til bæjarins mætti
hún kaupmanni nokkr-
um. „Vilt þú kaupa
hænu?" kallaði konan.
Kaupmaðurinn nam stað-
ar, leit á konuna og hugs-
aði með sér: „Þessi kona
lítur út fyrir að vera
heimsk. Ef til vill fæ ég
hænuna fyrir lítið".
„Ég skal borga þér tíu
aura, það er gott verð
fyrir eina hænu, eða það
finnst mér", sagði kaup-
maðurinn og brosti.
„Fyrst það er gott verð
fyrir eina hænu", svar-
aði konan, „þá færð þú
þessa hænu fyrir tíu
aura". Og þar með voru
kaupin gerð.
Konan hélt nú hin á-
nægðasta leiðar sinnar til
bæjarins. Þar keypti hún
sér lítinn poka fyrir tvo
aura og seglgarnsspotta
fyrir aðra tvo aura, setti
svo afganginn af aurun-
um í pokann og batt vand
lega fyrir. Síðan hélt hún
rakleiðis heim.
Maðurinn hennar varð
fokvondur, þegar hún
færði honum pokann með
sex aurunum i. „Þú ætt-
ir skilið að fá duglega
ráðningu fyrir alla
heimskuna", — hrópaði
hann. „En nú ætla ég út
í víða .veröld ,til að leita
einhverra, sem eru enn
þá heimskari en þú. Sé
nokkur til, skaltu sleppa
við refsingu". Að svo
mæltu skellti hann eftir
sér hurðinni og var far-
inn.
Ekki hafði hann lengi
gengið, er leið hans lá
fram hjá húsi, þar sem
frúin stóð úti á svölunum
og svipaðist um. Hann fór
þá að hoppa upp í loftið
og teygði hendurnar til
himins. Frúin horfði undr
andi á hann og loks gat
hún ekki hamið forvitni
sína, en sendi þjón til
hans, að spyrja, hvað
hann væri að gera.
„Ég er á leiðinni upp til
himna", sagði bóndinn.
Áðan lenti ég í rifrildi við
einn af vinum mínum
þar, svo hann hrinti már
ofan. Og nú get ég ekki
í svipinn fundið aftur gat
ið, sem ég datt niður um".
Þjónninn sagði frúnni
strax þessi merkilegu tíð-
indi. Hún lét þegar kalla
bóndann fyrir sig.
„Hefur þú verið á
himnum", spurði hún.
„Já, víst var ég þar",
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20