Morgunblaðið - 21.05.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.1957, Blaðsíða 1
20 síður 44. árgangur 112. tbl. — Þriðjudagur 21. maí 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins Gengislækkun óhjákvæmileg vegna aðgerða Alþingis ■ vetur Ríkisstjórnin hefnr slegið öll met í sknttpíningu Yfirlýsing Áka Jakobs- sonar á Alþingi í gœr ¥ RÆÐU, sem einn af þingmönnum Alþýðuflokksins, Áki Jakobsson þingmaður Siglfirðinga, flutti í Neðri deild Alþingis í gær komst hann m.a. þannig að orði: „Kemur ríkisstjórnin raunverulega ekki auga á neitt nema nýja skatta? Er það ætlun hennar um næstu áramót að leggja 2—300 millj. kr. nýja skatta á þjóðina? Færeyingum eru borguð 50—70% hærri laun en íslenzkum sjómönnum af því að gengi krónunnar er vitlaust skráð. Sér hver maður að gengislækkun verður óhjákvæmileg, sérstaklega eftir að- gerðir Alþingis í efnahagsmálunum í vetur“. Þessi ummæli eins stuðningsmanns ríkisstjórnarinnar vöktu geysiathygli. ORÐRÓMUR UM GENGISLÆKKUN Bjarni Benediktsson beindi þeirri fyrirspurn til fjármála- og viðskiptamálaráðherra, hvort þeir væru sammála Áka Jakobssyni. Sjálfur kvaðst Bjarni Bene- diktsson hafa heyrt það úr ýmsum áttum undanfarna daga að ríkisstjórnin léti það nú berast til gæðinga sinna, að gengið yrði fellt með haustinu. Kommúnistar við sama heygarðshornið VÍNARBORG, 20. maí: — Frelsisráðið ungverska, sem stofnað var eftir októberbyltinguna, hefir samið skýrslu um manndráp kommúnista í Ungverjalandi. — Af skýrslu þessari má sjá, að 2000 Ungverjar hafa verið teknir af lifi eftir byltinguna, sakaðir um samsæri gegn ríkinu. Þá er þess einnig getið, að Rússar, hafi flutt 35 þús. Ungverja nauðuga til Sovétríkjanna, þar sem þeim hefir verið komið fyrir í þrælabúðum. Ennfremur er bent á, að allar fangabúðir í Ungverjalandi sé yfirfullar, jafnvel þær, sem einungis eru ætlaðar unglingum 14 árá og yngri. ÞRIÐJA UMRÆÐA UM STÓREIGNASKATTINN í miðri ræðu Bjarna Benedikts sonar var fundi frestað, þar sem venjulegur fundartími var liðinn. Hófst hann aftur kl. 8,30 síðdegis. Er sagt frá honum í lok þessarar frásagnar. Hér fer á eftir frásögn af fundi Neðri deildar fyrrihluta dagsins, þar sem fyrrgreind ummæli féllu. Þriðja umræða um frumvarpið til laga um skatt á stóreignir hófst kl. 1,30 í gær. Skúli Guðmunds- son fylgdi breytingartillögu meiri hluta fjárhagsnefndar úr hlaði og skýrði þær. Jóhann Hafstein hélt langa og ýtarlega ræðu um mál- ið og lýsti yfir skoðun minni- hluta nefndarinnar, að réttast væri að slá máli þessu á frest í heild. Þá skýrði hann ýtarlega efni breytingartillagna minni- hlutans sem eru alls í 10 liðum. RÆÐA ÁKA JAKOBSSONAR Næstur tók til máls Áki Jakobs son. Lýsti hann sig þegar í upp- hafi andvígan þessari skattaálagn ingu og væri hann á móti málinu. Hann kvað rétt að gera sér það ljóst, að þessi skattur væri lagð- ur á eignir, sem búið væri að leggja tekjuskatt á áður. Hins vegar væri þeim eignum, sem mest þörf væri á að skattleggja skotið undan í frumvarpi þessu. Með þessari síendurteknu skatta- álagningu myndi svo fara, að menn teldu sig ófrjálsa að eign- um sínum. Mundi þetta leiða til þess að menn í stærri stíl reyndu að skjóta tekjum og eignum und- an eðlilegri skattaálagningu. Þá ræddi Áki stóreignaskatt- inn, sem lagður hefði verið á samfara gengisbreytingunni 1950. Hann hefði verið lagður á vegna þess að stríðsástandið hefði skap- að vissum einstaklingum óeðli- legan gróða, sem stafað hefði af hinu óeðlilega ástandi, er leiddi af stríðinu. Álagning stóreigna- skatts þá hefði verið verjandi samfara því sem stórfelld gengis- breyting fór fram. BITNAR AÐALUEGA Á REYKJAVÍK Áki Jakobsson kvað það mundi verða vinsælt hjá ýmsum að taka eignir frá hinum ríku. Þessi skatt ur mundi þó fyrst og fremst koma niður á rekstri fyrirtækja og þá sérstaklega hér í Reykja- vík. Þegar væri farið að bera á samdrætti í atvinnulífi hér í bæn um. Um s.l. áramót hefðu verið lagðir á skattar, sem næmu 500 millj. kr., er sýnilega hefðu þeg- ar haft í för með sér samdrátt í atvinnulífi þjóðarinnar. Rökin fyrir þessum nýja skatti væru því engin þegar honum væi-i bætt ofan á alla aðra skatta, sem fyrir eru. Áki benti á, að öll iðn- fyrirtæki þyrftu nú miklu meira rekstursfé en áður hefði verið, vegna hinna nýju gjalda. Ofan á þetta bættist svo að bankarnir væru svo fast keyrðir, að þeir þyrftu fremur að draga inn fé sitt en að auka útlánin þar sem þeir væru þegar með yfirdrátt í seðlabankanum. RÍKISSTJÓRNIN SLÆR ÖLL MET Þá kvað Áki ríkisstj. get vel við unað sína skattaálögu, þó að þessum skatti væri sleppt, því hún væri þegar búin að slá öll met í þessu efni. Hinar síendur- teknu skattaálögur væru megin- ástæða til þess að fleiri og fleiri atvinnurekendahópar kæmu til ríkisstjórnarinnar til þess að biðja um styrki. Þessir styrkir væru svo greiddir með enn aukn- um almennum álögum. Þessu fylgdi svo að fleiri og fleiri menn þyrfti til alls konar eftirlits. Fólk væri tekið frá jákvæðum fram- leiðslustörfum til neikvæðra skrifstofustarfa. — Áki lagði áherzlu á að þessi skattur myndi leggjast þyngst á iðnaðinn í Reykjavík. Hann væri í rauninni skattur á Reykjavík og mundi hafa þær afleiðingar, að draga saman atvinnuna hér í bænum. Þessum skatti væri stefnt beint að sjálfri uppsprettu þjóðarstarf- anna, atvinnunni sjálfri. Þá ræddi Áki verðlagsákvæðin og taldi að þau væru framkvæmd af fullkomnum fávitaskap. Það væri eins og þeir, sem með þau mál færu, héldu að álagning væri þjófnaður. Þeir gerðu sér. ekki grein fyrir því, að af álagning- unni tæki t. d. allt verzlunar- og iðnaðarfólk laun sín. Kvað hann málgagn kommúnistaráð- herranna jafnvel hafa gengið svo langt að státa af því að viss félög væru rekin með tapi. Þessi nýi skattur kæmi því niður á fyrir- tækjum, sem væru þegar harð- pínd, með óviturlegum verðlags- ákvæðum. GENGIÐ VITLAUST SKRÁÐ Þá spurði Áki Jakobsson hvað hér væri eiginlega verið að gera. Hvort ríkisstjórnin kæmi raunverulega ekki auga á neitt nema nýja skatta. Ætlar hún um næstu áramót að leggja á 2—300 millj. kr. nýja skatta? Kvað hann okk- ur nú vera að borga Færey- ingum 50—70% hærri laun en íslenzkum sjómönnum af því að gengið væri vitlaust skráð og Færeyingarnir tækju laun sin í erlendum gjaldeyri. Kosið í Færeyj- um í dog f DAG, þriðjudag, kjósa Færey- ingar hina tvo fulltrúa sína, sem sitja eiga danska þjóðþingið. — Einungis þrír flokkar munu taka þátt í kosningunum, en það eru Sámbandsflokkurinn, sem býður fram Jóhann Poulsen, Jafnaðar- mannaflokkurinn, Pétur Mohr Dam og Fólkaflokkurinn, Tór- stein Petersen. Kosningaréttur- inn í Færeyjum er miðaður við 23 óra aldur. Færeyskum sjómönnum, sem stunda veiðar á færeyskum skip- um, hefur verið gefinn kostur á að kjósa um borð í skipunum, ef þau eru fjarri Færeyjum. — Margir höfðu þegar kosið, áður en þeir fóru til veiða. ÓHJÁKVÆMILEG GENGISLÆKKUN Sæi hver maður að gengis- lækkun yrði óhjákvæmiieg, sérstaklega eftir aðgerðir Al- þingis í efnahagsmálunum í vetur. Aki kvaðst skilja fyrrverandi samherja sína „Alþýðubandalags menn“. Stefna þeirra væri sú, að einstaklingarnir mættu ekk- ert eiga en allir skyldu vera á framfæri ríkisins. Hann ætti erf- iðara með að skilja skattæði Framsóknarmanna, nema ef vera kynni að þeir væru með þessu að draga fram hlut Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Ræddi hann síðan nokkuð skattamál SlS og hve óheillavænleg áhrif þau hefðu á þjóðarbúskapinn. Skatt- fríðindin hefðu á bernskuskeiði samvinnufélaganna átt rétt á sér vegna þeirra kringumstæðna, sem þá ríktu, en væru nú ekki lengur fyrir hendi. SÍS hefði nú bezta aðstöðu allra fyrirtækja í i þjóðfélaginu hvað rekstur snerti og starfsskilyrði öll. En þar að auki hefði það enn skattfríðindin. Hann kvað það bezt mundu vera fyrir SÍS og stuðningsmenn þess að það tæki sjálft þátt í rekstri ríkisbúskaparins eins og aðrir að- ilar landsins. Að síðustu sagði Aki Jakobsson að skattur þessi leysti engan vanda. Það sem gera þyrfti væri að stöðva dýrtíðina. Skattinum væri ætlað að leysa fjárþörf íbúðarbyggjenda. Það þyrfti stöðugt að vera að auka sjóði þá, er lánuðu fé til bygg- inga. Ástæðan væri sú, að þegar þetta fé kæmi í sjóðina aftur væri það orðið að verðmæti til aðeins brot af því, sem það hefði verið þegar það var lánað, vegna þess að dýrtíðin væri stöðugt vaxandi. Ef dýrtíðin væri stöðv- uð þyrfti ekkert frumvarp um húsnæðismálastjórn eða aðrar ráðstafanir í húsnæðismálum. Vandamál atvinnuveganna hefði í vetur verið leyst með bráða- birgðaúrræðum. Þessi nýi skatt- ur væri nýtt bráðabirgðaúrræði, en leysti engan vanda. FYRIRSPURN BJARNA BENEDIKTSSONAR Að lokinni ræðu Áka Jak- obssonar tók Bjarni Benedikts son til máls. Kvaðst hann vilja nota tækifærið til þess að spyrja viðskiptamálaráðherra og fjármálaráðherra þá Lúð- vík Jósefsson og Eystein Jóns- son að því, vegna þess að þeir væru nú, sem sjaldan kæmi fyrir, staddir á fundi deildar- innar, hvort þeir væru sam- mála Áka Jakobssyni, stuðn- ingsmanni ríkisstjórnarinnar, um það, að það væri fyrirsjá- anlegt og óhjákvæmilegt að gengi íslenzku krónunnar yrði fellt. Hann kvaðst ekki síður spyrja að þessu vegna þess, að hann hefði heyrt orðróm um það víðs vegar um landið að ríkisstjórnin léti það berast til gæðinga sinna, að gengið yrði fellt með haustinu. Sagð- ist hann í fyrsta lagi vilja spyrja að þessu, en í öðru lagi, hvort stjórnarvöidin hygðust misbeita valdi sínu til þess að gera einstökum gæðingum sínurn aðvart um væntanlega gengisfellingu. ALDREI MEIRI DÝRTÍÐ Bjarni Benediktsson minnti einnig á hvað Áki hefði sagt fyr- ir er hið alkunna jólagjafafrum- varp ríkisstjórnarinnar var sam- þykkt í vetur. Hann hefði þá bent á að það væri aðeins bráða- birgðaúrræði. Hefði hann í því verið hreinskilnari en almennt gerðist hjá stuðningsmönnum stjórnarinnar. — Minnti Bjarni einnig á að málgagn stærsta stjórnarflokksins, „Þjóðviljinn“ hefði haldið því fram, að Fram- sóknar- og Alþýðuflokkurinn hefðu viljað knýja fram gengis- fellingu, en ráðherrar kommún- ista í ríkisstjórninni staðið gegn því. Spurði hann hvort nú væri búið að hnoða svo deigið að menn mættu búast við gengis- fellingarbrauði með haustinu, Frh. á bls. 2. Stjórnarmyndunin í Ðanmörku KAUPMANNAHÖFN, 20. maí: — Siðdegis í dag gekk H. C. Hansen forsætisráðherra á fund konungs og tilkynnti honum, að ekki væri unnt að mynda samsteypustjórn á breiðum grundvelli. Miðstjórn Radíkalafl. hefur ákveðið, að flokkurinn taki ekki þátt í ríkisstjórn með vinstri flokknum og íhaldsmönnum. Aft- ur á móti er flokkurinn reiðubú- inn að styðja vinstrimenn eina. Erik Eriksen lýsti því yfir á fundi stjórnmálaflokkanna í dag, að flokkur hans teldi, að vinstri- og íhaldsmenn hlytu að mynda stjórn, ef farið yrði eftir niður- stöðum kosninganna og vilja kjósenda. Gert er ráð fyrr, að viðræður um stjórnarmyndun hefjist aftur á miðvikudag næst komandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.