Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 112. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Þriðjudagur 21. mai 1957
MORGVNBÍ ÁÐIÐ
Greinargerð frá Félagi íslenzkra iðn-
rekenda varðandi samninga við Iðju
Vegna rangra og villandi blaða-
skrifa vill stjórn Félags ísl. iðn-
xekenda taka fram eftirfarandi:
ENGIN KAUPHÆKKBN
BOÐIN
2. apríl sl. fór stjórn Iðju, fé-
lags verksmiðjufólks þess á leit
við stjórn F.Í.I., að viðræður yrðu
teknar upp um breytingar á
kjarasamningi félaganna, sem
fjallar um kaup og kjör verk-
smiðjufólks í verksmiðjum í
Reykjavik. Það var einróma álit
stjórnar F.Í.I., að rétt væri að
verða við þessum tilmælum og
tilnefndi hún viðræðunefnd við
Iðju. Var fyrsti viðræðufundur
félaganna haldinn 8. sama mán-
aðar og skýrði Iðja þá frá kröf-
um sínum um breytingar á samn-
ingunum og voru þær afhentar
F.f.I. skriflega daginn eftir.
Iðja rökstuddi kaupkröfur sín-
ar og kröfur um aukningu á fríð-
indum með því, að aðrar starfs-
stéttir, sem eigi ynnu vandasam-
ari né erfiðari vinnu en iðjufólk,
hefðu betri kjör en það, og væru
fordæmi í öðrum samningum fyr-
ir þeim kröfum, er Iðja setti
fram, þó ekki sé nánar vikið að
því hér. Gáfu fulltrúar Iðju það
til kynna, að ef viðunanlegur ár-
angur af viðræðunum hefði eigi
f engizt að þeirra dómi fyrir mán-
aðamót, mundi Iðja telja sig
neydda til þess að segja upp samn
ingunum og mundi þá telja sig
óbundna af kröfum þeim, sem
þegar höfðu verið fram bornar.
Eftir marga viðræðufundi náð-
ist samkomulag um breytingar-
tillögur við samningana, sem
lagðar skyldu fyrir fundi í fé-
lögunum. Var það gert laugar-
daginn 27. apríl og voru tillög-
urnar samþykktar í báðum f élög-
unum.
SAMNINGSBREYTINGAR
ÁN UPPSAGNAR
EKKI  NÝMÆLI
Hinn 25. apríl 1956 gerðu stjórn
ir F.Í.I. og Iðja samkomulag um
nokkra hækkun á kvennakaupi,
sem síðar var staðfest í félögun-
um, án þess að nokkur uppsögn
hefSi farið fram. Segir svo í bréfi
þáverandi form. Iðju til FÍI um
þetta mál: „viljum við fara þess
á leit við yður að stjórnir fé-
laga okkar taki upp viðræður
um samræmingu kvennakaups,
ásamt nokkrum atriðum, í samn-
ingi milli félaganna, ef þær við-
ræður gætu orðið til þess að
komast mætti hjá uppsögn nefnds
samnings".
Stjórn F.Í.I. varð við tilmælum
Iðju og olli það þá ekki neinum
ádeilum á iðrekendur. Sömu að-
ferð viðhafði bæði Vinnuveitenda
sambandið og Mjólkurstöðin í
samskiptum sínum víð Verka-
kvennafélagið Framsókn, og
mætti nefna mörg fleiri dæmi
um samningsbreytingar án upp-
sagnar. Er því fjarri lagi að
breytingar á samningum án upp-
sagnar séu svo fátíðar, sem
hermt er nú í blaðaskrifum, og
hafa slík vinnubrögð í samskipt-
um vinnuveitenda og verka-
manna fram að þessu eigi þótt
nein goðgá.
KAUPKRÖFUR ÁBUR OG NÚ
Iðnrekendur töldu sér ekki
fært að verða við öllum kröfum
Iðju og alltaf hlýtur að orka
tvímælis, að hvaða kröfum skuli
ganga og hverjum hafna.
En þeir bera engan kinnroða
íyrir það að neita ekki viðræð-
um við Iðju, nema að undan-
genginni samningsuppsögn, þar
sem ekki er hægt að segja ann-
að en kröfur Iðju hafi verið til-
tölul. hógværar, miðað við það,
sem oft hefur verið áður t d. í
verkfallinu 1955 frá 28.4% til
42.4% og er kaupið í dag stórum
lægra en kröfurnar, sem þá ovru
gerðar. Sú vinnud. leiddi eins og
kunnugt er til 12.6% hækkunar
á kaupi Iðjukvenna, sem unnið
hafa eitt ár og 10.1% hækkunar
á  samsvarandi  kaupi  karla.
Það er einnig fjarri öllum
sanni, sem sum blaðaummæli
gefa til kynna, að iðnrekendur
hafi aðstöðu til að skammta iðn-
verkafólki það kaup, sem þeir
telja fyrirtækjum sínum hag-
stætt. Kjörin eru ákveðin með
frjálsum samningum aðila.
í þessu sambandi má að gefnu
tilefni benda á, að í stjórnar-
frumvarpi frá núverandi ríkis-
stjórn um breytingu á lögum um
atvinnuleysistryggingar segir svo
í greinargerð, að „fulltrúar verka
manna hafi fellt niður verulegan
hluta af sanngjörnum kaupkröf-
um sínum", sem settar voru fram
í vinnudeilunni 1955, en þær
námu, eins og áður segir, allt að
42.4% á kaup iðjufólks.
Ástæðan fyrir þessari skoðun
iðnrekenda á síðustu kröfum Iðju
kemur enn betur í ljós, ef þær
eru bornar saman við kröfur
þeirra 19 stéttarfélaga, sem nú
eiga í vinnudeilu, s.s. ýmis félög
farmanna, stéttarfélag verkfræð-
inga o. fl., sem nema allt að
57% í beinum kauphækkunum,
og hækkanir í kaupi og fríðind-
um, sem ýmis stéttarfélög hafa
fengið síðastliðna mánuði.
VIÐHORF IÐNREKENDA —
HLUTVERK F.Í.I.
Verkföll  og  vinnndeilur  eru
ávallt kostnaðarsamar, en eru þó
sérstaklega óhagstæðar iðnrek-
endum og iðnverkafólki, því að
reynslan hefur sýnt þessum aðil-
um að stöðvun iðnfyrirtækja t.d.
vegna verkfalla hefur orsakað
mikinn innflutning varnings, sem
innlendur iðnaður framleiðir. Hef
ur hinn takmarkaði innlendi
markaður þannig Verið fylltur
svo, að atvinnumöguleikar í iðn-
aði hafa verið lengi að komast í
fyrra horf.
Félag ísl. iðnrekenda er óháð
samtök  iðnrekenda,  sem  meðal
annars  hafa  það  hlutverk  að
semja um kaup og kjör starfs-
manna í verksmiðjum félagsfyr-
irtækja í F.f.I. Iðja gætir stéttar-
legra  hagsmuna  þessara  starfs-
manna. Það er þess vegna eigi
hægt að koma neinum samning-
um „í kring", nema báðir aðilar
undirskrifi þá og sú aðferð hef-
ur ekki enn verið tekin upp hér
á landi, að annar samningsaðil-
inn reki hinn út og gangi síðan
frá  „samningum".  Sama  hefur
verið upp á teningnum í undan-
förnum stórvinnudeflum 1952 og
1955, þegar vinnuveitendur höfðu
samstöðu sín á milli í viðræðun-
um á sama hátt og verkalýðsfé-
lögin. Þá skorti aðra vinnuveit-
Franska skáldkonan Francoise Sagan lenti í bílslysi fyrir nokkru.
Hafði hún verið að aka með feiknahraða á Jagúar Triireið sinni,
tftir þjóðvegi í nágrenni Parísar, er hún missti stjórn á fara*-
tækinu. Þannig lá bifreiðin á hvolfi, þegar að var komið.
úr samninganefnd atvinnurek-
enda, vegna þess að þeir neituðu
að skrifa undir gerða samninga".
VERÐLAGSMÁL
IÐNAÐARINS
Pólitískar dylgjur lætur F.Í.I.,
sem eru ópólítísk samtök, sér
sem vind um eyru þjóta. Hótanir
í garð iðnaðarins tekur allt iðn-
aðarfólk hins vegar illa upp, bæði
iðnverkafólk og iðnrekendur. Er
óreynt hvort þær verða höfund-
um sínum til gagns eða sóma. En
þess skal  getið i sambandi við
dylgjur um verðlagsmál, að iðn-
endur en iðnrekendur umboð og  rekendur hafa  ekki farið  fram
Iaðstöðu til þess að ganga frá
samningum fyrir hönd hinna síð-
arnefndu, og þess vegna var
aldrei um „gerða" samninga að
ræða af hálfu iðnrekenda fyrr
en þeir höfðu sjálfir undirritað
þá.
RANGFÆRSLUR AUGLJÓSAR
Það sem að framan hefur verið
sagt sýnir ljóslega, að eftirfar-
andi fullyrðingar eru tilhæfulaus
ar með öllu:
1.  Að iðnrekendur hafi „boðið
kauphækkun þá sem varð", þeir
hafi samþykkt „óumbeðið að
hækka grunnkaup iðnaðarverka-
fólks um 6%", þeir hafi boðið
„fram kauphækkun án þess að
nokkuð hafi verið eftir henni
gengið" eða „þeir hafi ótilkvadd-
ir boðið starfsfólki sínu allt að
6% kauphækkun".
2.  Að breytingar á kjarasamn
ingum án uppsagnar séu „algert
einsdæmi í sögu verkalýðshreyf-
ingarinnar" og, að „ekkert svipað
hafi áður gerzt í samskiptum iðn-
rekenda og verkafólks".
3.  Að „oftast hafi orðið að
reka þá (iðnrekendur) úr samn-
inganefndum vinnuveitenda til
þess að hægt væri að koma und-
irskrift  samninga  í kring"  eða
á neinar hækkanir á verðlagi,
vegna þeirra kauphækkana, sem
urðu um  síðustu  mánaðamót.
Óskir iðnrekenda um hækkun
stafa af sönnuðum hækkunum é
hráefnum m.a. vegna efnahags-
ráðstafana ríkisstjórnarinnar fyr-
ir jólin, enda telur verðlagsstjóri
í viðtali við fulltrúa ASÍ í lok
apríl „að enn gæti orðið einhver
hækkun á innlendum iðnaðarvör-
um, vegna þess að erlend hráefni
til þeirra á hinu nýja verði væru
ekki enn komin í fulla notkun".
Að vísu mun það eigi rétt, að
hækkanirnar séu ekki komnar
fram, vegna þess að hin hækk-
uðu hráefni séu ekki komin í
fulla notkun heldur hafa rök-
studdir verðútreikningar iðnrek-
enda vegna hækkana á hráefnum
legið vikum og mánuðum samaa
óafgreiddir hjá verðlagsyfirvöld-
unum, án þess að iðnrekendur
fengju svar við þeim.
Ummæli eins og þau, sem sett
eru fram í sambandi við umræð-
ur um Iðjusamningana, að „gegn
verðhækkunum á iðnaðarvörum
verði að sjálfsögðu staðið fast,
enda gerði það að engu þær
kjarabætur ,sem nú hafa verið
veittar" gefa iðnrekendum tilefni
til þess að spyrja, hverju reidd-
ust verðlagsyfirvöldin, þegar þau
samþykktu eigi rökstudda verð-
útreikninga iðnrekenda mörgum
vikum áður en hinir nýju samn-
ingar gengu í gildi?
BSÍ og Orlof eina til
109 innanlandsferða
Sumarið er framundan með öllum sínum skemmtunum og ferða-
lögum. Það er mál margra, að Íslendingar leiti langt yfir
skammt að fegurð er þeir hyggja á ferðalög. Ferð um næsta nágrenn
ið er mörgum landanum meiri fræðsla og uppspretta meiri unaðar
en dýr ferð út fyrir pollinn. Nú hafa verið skipulagðar á annað
hundrað ferðir, flestar stuttar, um sögustaði og aðra markverða
staði og fagra hér í nájírenni. Það er Bifreiðastöð íslands oð Orlof
sem skipuleggja ferðir þesar sameiginlega.
*  SAMVINNA
Oft hefur það borið við að af-
lýst hefur verið  ferðum vegna
orðið hafi „að reka iðnrekendur  ónógrar þátttöku. Orsökin er sú
Elísuhet heímsækir Dani
kostaði sem svarar 100 milljón-
«m íslenzkra  króna,  þegar það
var byggt og gert er ráð fyrir
ELÍSABETH  Bretadrottning  og  Yorkshire hafa varðveitzt mörg Því, að rekstrarkostnaður þess sé
Filipp maður hennar eru nú á
leið til Danmerkur, þar sem þau
munu dveljast um miðja þessa
viku í opinberri heimsókn. —
Þau sigla á drottningarskipinu og
í gær komu þau inn fyrir dönsku
landhelgina. Þar tók dönsk flota-
deild á móti þeim og fylgir þeim
158«  LÖGREGLUMENN
Eins og fyrr segir.vkoma Elísa-
beth og Filipp til Kaupmanna-
hafnar í dag. Gert er ráð fyrir,
að geysilegur fólksfjöldi safnist
saman á götum úti og niðri við
til hafnar. — Hin opinbera heim- \ höfnina til að fylgjast með ferð-
sókn hefst í dag, þriðjudag, en um þeirra og veltur því á miklu,
í ráði er að drottning og maður að lögreglunni takist að halda
hennar (ekki er víst hægt aði umferðarleiðunum opnum. Til
tala um konungshjónin) verði'þess að annast það hefir allt
gestir dönsku konungshjónanna
í nokkra daga, eftir að hinni op-
inberu heimsókn lýkur.
gömul norræn staðanöfn.
í SLÓÐIR GÖMLU
VÍKINGANNA
Á leið sinni til Danmerkur komu
þau við í Hull, en þaðan sigldu
þau á „Britanníu" í kjölfar gömlu
víkingaskipanna. Eins og kunn-
ugt er, komu nokkrir fyrstu
dönsku víkinganna til Humber-
fljótsins, en v*5 það liggur Hull.
Og þess má geta. að einmitt í mjög glæsilegt í alla staði. Það
lögreglulið borgarinnar varið
kallað út og einnig hefir nokkur
liðstyrkur komið frá Árósum,
Álaborg, Óðinsvéum og víðar.
Samtals 1580 lögreglumenn verða
á verði í Kaupmannahöfn í dag.
„BRITANNIA" — SJÚKRASKIP
„Britannia", skip brezku kon-
ungsfjölskyldunnar, sem Elísa-
beth og Filipp búa í, á meðan á
hinni opinberu heimsókn stend-
ur, er hið fegursta á 'að lita og
sem svarar 50 þús. krónum á sól-
arhring. Ef til styrjaldar kæmi,
væri hægt að breyta því í sjúkra-
skip, enda var gert ráð fyrir því
í upphafi, og gæti það þá tekið
200 sjúklinga og 40 lækna, auk
hjúkrunarliðs. — Skipið hefir
reynzt mjög vel. Filipp prins fór
fyrir skömmu á því í heimsókn
til margra landa í hinu víðlenda
ríki drottningar.
Það er engin hætta á, að drottn-
ing hafi orðið sjóveik á Norður-
sjó, því að þar hefir verið hið
bezta veður. Annars er drottn-
ing sjóhraust. Það hefir hún sýnt
áður.
Gert er ráð fyrir, að Elísa-
beth komi heim aftur til BreV
lands n. k. laugardag. Á meðan
þau eru í förinni gegnir ríkis-
ráð störfum drottningar, en í því
eiga sæti Elísabeth ekkjudrottn-
ing, móðir Elísabethar II., Mar-
grét prinsessa, systir hennar, her-
toginn af Gloucester, hertoginn
af Kent (í fyrsta skipti) og Alice
prinsessa, systir Georgs V. Breta-
konungs.
að margir aðilar hafa auglýst
ferðir á sömu staði samtímis, en
í okkar fámenna landi er „mark
aðurinn" hvort sem er til ferða
laga eða annars, takmarkaður.
BSÍ og Orlof, tvö stærstu fyrir-
tækin sem hópferðir reka hata
nú skipulagt þessar ferðir sam-
eiginlega. Má telja víst að nu
verði engri ferð aflýst og þvd
engin vonbrigði eða vandræði aí.
Hafa fyrritækin gefið út bækling
um allar þessar ferðir. Er þar
að finna handhægar upplýsingar
um allt er að þeim lýtur og nær
sú áætlun frá 23. maí tii 1. sept.
•  GÓBIR FARARSTJÓRAR
Ferðír þessara aðila eru vel
undirbúnar. Það er farið um sögu
staði og aðra merka staði. Meðí
ferðinni eru fróðir menn um ör-
nefni og annað og eru þeir jafn-
framt tungumálamenn svo er-
lendir gestir geti notið fararinnar
sem bezt. Má af einni ferð, þó
stutt sé, mikið læra bæði fyrir
landa sem erlenda menn.
*  FERÐIRNAR
Ferðirnar eru flokkaðar eftir
lengd þeirra og hvort ferðazt er
um byggðir eða öræfi. Alls verða
25 hálfdagsferðir um nágrennið,
þ. e. Krýsuvík, Þingvelli o. fl.
37 heilsdagsferðir aðallega til
Gullfoss og Geysis og í Þjórsár-
dal, hringferðir í Borgarfjörð o.
fl. Þá eru 9 sjö og tíu daga ferð-
Frh. á bis. 19.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20