Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 112. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Þriðjudagur 21. maí 1957
MORCVNTiLAÐlÐ
11
Haraldur Ólafsson skipsfjón á Lagarfossi:
Vestmannaeyjur hafa meiri þörf fyrir hain
sögu- og björgunarskip en flutninga- og
farþegaskip
STAKSTEIAIAR
ÉG SA i blöðunum að samþykkt
hefði verið á Alþingi að veita 2
milljónir kr. til farþega- og flutn
ingaskips til handa Vestmanna-
eyjum.
Eflaust hefur fjárveiting þessi
við einhver rök að styðjast, og
muhu þau aðallega vera þau, að
Eyjamenn álí,ta sig afskipta um
reglubundnar strandferðir, en
þó ekki sízt vegna mjólkurflutn-
inga frá Þorlákshöfn, sem valda
þeim miklum erfiðleikum í mis-
jöfnum veðrum á vetrum með
þeim farkosti, sem þeir hafa hú
yfir að ráða.
Ekki vil ég spilla málstað Vest-
mannaeyinga, því fer fjarri, og
eflaust þarfnast svo athafnamik
ið framleiðslupláss betri og reglu
bundnari ferða, sökum aðdrátta
til útgerðar og alls konar nauð-
synja, sem oft vilja hlaðast upp
í Reykjavík um lengri eða
skemmri tíma.
En hvers vegna þarf það að
vera, mér er spurn? Fyrir síðari
heimsstyrjöld var sá siður að
skip, sem sigldu til Evrópulanda,
höfðu ætíð viðkomu í Vestmanna
eyjum á heimleið til Reykjavík-
ur, og losuðu vörur er Eyjamenn
áttu von á. Get ég ekki séð hvað
liggur til grundvallar fyrir því að
þetta megi ekki vera áfram, og
mikið mætti spara með því, að
skila vörunni á ákvörðunarstað
strax, í staS þess að flytja hana
til Rvikur og skipa henni upp
þar og í önnur skip. Myndi þetta
strax lækka aukakostnað Eyja-
manna við vöruflutninga og um
leið bæta samgöngur þeirra á
sjó og þyrftu millilandaskipin
mjög lítið að tefjast við þetta
fyrirkomulag.
Skip Eimskipafélagsins eru
mjög tíðir gestir í Vestmanna-
eyjum og taka þar mikinn út-
flutningsvarning. Kemur það fyr-
ir að tvö skip eru þar samtímis,
og flytja þau þá með sér vörur
þær er Eimskipafélagið hefur
flutt heim með sínum skipum og
orðið hefur að setja upp í Reykja
vík. En þau hafa ekki reglu-
bundnar ferðir, og koma þar af
leiðandi ekki að notum til fólkS'
flutninga.
300—350 SMÁLESTA VÖRU-
FLUTNINGASKIP
Ekki get ég séð neitt mæla með
því, eins og sakir standa, að
keypt verði fyrir Vestmannaeyj-
ar 300—350 smálesta skip til
vöruflutninga með nokkru far-
þegarými. Það myndi verða á
stærð við hin tvö skip ríkisins
(„Breiðarnar"), sem eru rekin
með stórtapi á ári hverju. Yrði
það þungur baggi á rík-
iskassann til viðbótar því, sem fyr
ir er. Skip þetta myndi fara um
tvær ferðir í viku til Reykjavík-
ur með viðkomu í Þorlákshöfn,
taka þar mjólk og skila tómum
brúsum, safna saman fyrirliggj-
andi vörum í Reykjavík, sem lít-
ið flutningsgjald fæst fyrir, því
skipafélög þau er flytja vörur
Vestmannaeyinga til landsins,
vilja skila þeim þangað með sem
minnstum tilkostnaði og þá helzt
með eigin skipum.
Hvað kostar svona skip? Við
skulum athuga það. Eftir nútíma
verði mun það vart verða minna
en 8—10 milljónir í dýrmætum
gjaldeyri, skipshöfn 12—15
manns árið um kring.
Ég fullyrði að þetta skip verð-
ur ekki rekið nema með miklu
tapi. Eins og fjármálum okkar
lands er nú komið, ber að
stefna að þvi, að bæta ekki við
tapreksturinn, heldur reyna
að stemma stigu fyrir honum.
Athugum hinn mikla hallarekst-
ur, sem kominn er á Skipaútgerð
rlkisins. Höfum við ekki nóg
með að standa undir honum, þótt
ekki sé bætt við.
VANTAR .HAFNSÖGU-
OG BJÖRGUNARBÁT
Eg hef áður í blaðagrein minnzt
á þörf Vestmannaeyinga fyrir
hafnsögu- og björgunarbát. Mér
finnst þörfin fyrir fjárveitingu
liggja þar nær, því ekki má leng-
ur við svo búið standa, eins og
nú er í þeim málum. — Við
ættum að láta aðra hvora „Breið-
ina" annast Vestmannaeyjasigl-
ingar á mestu annatímum eins og
Laxfoss gerði áður á tímabili, og
veita heldur fé úr ríkissjóði til
áðurnefnds báts. Veit ég að Vest-
mannaeyingar munu vera á
minni skoðun í þessu máli.
Tilgangur minn með þessum
línum er eins og áður segir, að
benda á nauðsyn þess að Eyja-
menn fái traustan og góðan bát
fyrir hafnsögumenn, sem gæti
um leið verið til björgunar þeg-
ar á þyrfti að halda, því ekki má
landhelgisgæzlan missa neitt af
sínum skipum frá störfum til að
liggja í Vestmannaeyjum alla
daga ársins, en lóðs og björgun-
arskip þarf þar að vera allt árið.
Þetta skip myndi verða mikið til
aðstoðar fyrir millilandaskipin,
sem þurfa að fara inn í höfnina,
og vil ég segja ómissandi.
EINA LÍFHÖFNIN
Vestmannaeyjar er eina láf-
höfnin á 300 sjómílna strand-
lengju, frá Austurhorni að
Reykjanesi. Skip sem sækja
þangað í landvar og til annarrar
fyrirgreiðslu, skipta hundruðum,
og er það illt til afspurnar að
ekki skuli til sá farkostur, sem
getur farið út í flestum veðrum
Lagarfoss siglir út úr Vestmannaeyjahöfn í apiíl 19i>1. Talsverður
sjór var og braut á hafnargörðunum.
með lækni, eða í öðrum tilfellum
til aðstoðar.
Báturinn „Léttir" ,sem nú er
notaður og hefur verið síðustu
tvo áratugi er búinn með sitt
hiutverk, sem slíkur. Hann hef-
ur verið heppin fleyta, en er nú
í alla staði ónógur, nema í góð-
um veðrum að sumarlagi. Að-
stæður eru breyttar síðan hann
var keyptur. Nú er búið að
stækka og dýpka höfnina og skip
geta farið inn í næstum hvaða
veðri sem er. Til aðstoðar skip-
um í höfninni er hann algerlega
ónógur og sama hvort hann er
eða ekki. Það verður að horfast
í augu við staðreyndirnar. Mér
finnst eins og hafnsögumenn
Eyjamanna leggi sig alltaf í lífs-
háska með því að fara á þessu
bátkríli út úr höfninni til að
taka skip inn í þeim veðrum,
sem það er hægt nú.
HVERS KONAR REKSTUR?
Hvers vegna er ekki löngu bú-
ið að láta byggja annan og betri
bát fyrir þetta starf? Manni verð
ur ósjálfrátt að spyrja: Er ein-
hver „prívat" rekstur á þessum
bát? Eða er hann þannig rekinn
að það opinbera, hafnarstjórn
og aðra opinbera aðila finnist
að þá varði litlu, hvernig farkost
ur þessi er úr garði gerður?
Eyjamenn eru stoltir af hafn-
sögumönnum sínum og mega
vera það, er þeir sigla stórum
millilandaskipum inn í höfnina í
10—11 vindstigum og sjó er brýt-
ur yfir hafnarmúlana og bjarga
þar með tíma og miklu fé fyrir
skipafélögin. En það virðist síður
hvarfla að þeim á hvernig far-
kosti  þeir
skipin.
komast um  borð  í
SLYSAVARNIR OG BJÖRG-
UNARSTARFSEMI
Á næsta ári, eða nánar tiltekið
3. ágúst 1958, verður Björgunar-
félag Vestmannaeyja 40 ára, og
mun vera það fyrsta er stofnað
vpr hér á landi. Sigurður heitinn
frá Arnarholti mun hafa verið
einn sá fyrsti, sem lagði af mörk-
um til stofnunar þess ásamt
mörgum fleirum og lifði það að
sjá rætast vel úr. Þegar björg-
unarskipið s.s. „Þór" kom til
Vestmannaeyja 26. marz 1920 var
mikil gleðihátíð í Eyjum og ekki
laust við að margri sjómanns-
konu vöknaði um augu við til-
hugsun um, að nú væri mikið
öryggi fengið fyrir þá, sem sjó-
inn sóttu. S.s. „Þór" var mikil
hjálparhella meðan hans naut
við bátagæzlu í Eyjum.
En brátt tók ríkið við útgerð
hans og varð hann fyrsta strand
gæzluskip landsins og þar með
hornsteinn lagður að sjálfstæði
okkar í þeim málum, til að verja
okkar dýrmætu fiskimið með
okkar eigin íslenzku skipstjórn-
armönnum, skipherrunum Jó-
hanni P. Jónssyni og Friðriki
Ólafssyni, núverandi skólastjóra
Stýrimannaskólans, er báðir
voru útlærðir sjóliðsforingjar og
stóðu sig þar með ágætum og ís-
lenzku þjóðinni til sóma. Síðan
hafa Vestmannaeyingar ekkí átt
björgunarskip.
Væri nú ekki tími til kominn
að láta byggja traustan bát fyrir
Vestmannaeyinga, sem gæti
sinnt bæði hafnsögubátsstarfi og
verið björgunarbátur um leið?
Það má kalla það kaldhæðni
örlaganna og ekki vansalaust að
eftir 40 ára starf þessa fyrsta
björgunarfélags landsins, sem
líka lagði hornstein að strand-
gæzlu okkar eins og áður er sagt,
skuli Vestmannaeyingar ekki
eiga traustan bát, sem hægt er
að komast á út í skip í mismun
andi veðrum, án þess að menn-
irnir séu í lífshættu. Ætti hið
nýja björgunarskip og hafnsögu-
bátur að bera nafn Sigurðar
Slembis. Þá myndi minnisvarði
verða reistur þessum mönnum í
þakklætisskyni fyrir það, sem
þeir lögðu fram í einu mesta
nauðsynjamáli þjóðarinnar fyrr
og síðar.
Traust og heiður íslands
Þegar Hermann Jónasson
leiddi kommúnista til sætis í rík-
isstjórn íslands á s.l. sumri var
það mikið áfall fyrir traust og
heiður landsins. En síðan hefur
margt gerzt, sem enn hefur rýrt
traust lands og þjóðar. Upp úr
áramótum var einn af harðsoðn-
ustu Moskvukommúnistunum
hér á Iandi sendur sem fulltrúi
íslands á þing Sameíhuðu þjóð-
anna. Var það greinileg auglýs-
ing þess kverkataks, sem komm-
únistar hafa nú á rikisstjórn
landsins. Vakti koma kommún-
istans frá fslandi á þing Sam-
einuðu þjóðanna mikla athygli og
var sízt til þess fallin að bæta
aðstöðu landsins.
En núverandi ríkisstjórn hef-
ur þó fundizt að betur þyrfti að
vinna. Þess vegna hefur hún
nú flutt frumvörp á Alþingi, sem
hafa þann tilgang einan, að auka
áhrif kommúnista í lánastofnun-
um þjóðarinnar. Nú leiðir Her-
mann Jónasson þá til banka-
stjórasæta bæði í þjóðbankanum
og öðrum bönkum.
Hafnsögubáturinn „Léttir" i Vestmannaeyjum.
INÍýfar  tillögur
um  afvopnun
Washington, 18. maí:
BANDARÍKIN eru nú að vinna
að nýjum tillögum um afvopn-
un, sem verða lagðar fyrir af-
vopnunarnefndina í London síð-
ar í þessum mánuði. Utanríkis-
ráðuneyti Bandaríkjanna skýrði
frá þessu eftir að Dulles utanrík-
isráðherra og Stassen fulltrúi
Bandaríkjanna í afvopnunar-
nefndinni áttu með sér fund.
Stassen er nýkominn til Banda-
ríkjanna frá London.
Formælandi utanríkisráðuneyt-
isins sagði, að rætt mundi verða
um margs konar tillögur um af-
vopnun .meðal þeirra tillögur
Rússa.
Bætir það aðstöðuna
erlendis?
Er það skoðun forsætisráff-
herra vinstri stjórnarinnar, að
þessi ráðstöfun bæti aðstöðu ís-
lands erlendis? Undanfarið hafa
sendimenn íslenzku stjórnarinn-
ar verið á ferli í ýmsum lönd-
um til þess að afla lánsfjár. Hef-
ur þeim orðið nokkuð ágengt.
Lán hafa fengizt til nokkurs
hluta af byggingarkostnaði Sogs-
virkjunarinnar og til daglegrar
eyðslu. En mikið lánsfé vantar
ennþá ef unnt á að vera að halda
í horfinu um ráðgerðar fram-
kvæmdir.
Mjög óliklegt er að innrás
kommúnista í íslenzka banka
auki traust lýðræðisþjóða á yfir-
stjórn og stefnu í íslenzkum
efnahagsmálum. í Moskvu vekur
hún auðvitað fögnuð, ekki síður
en ályktun Alþingis 28. marz
1956, sem Molotov kvað glöggan
vott um að Sovétríkin ættu
marga vini á fslandi. Sú trú hans
mun áreiðanlega styrkjast við
þær fréttir, að Alþingi sé nú í
það mund að fá kommúnistum
úrslitaáhrif á stjórn islenzkra
lánastofnana.
Allt miðast við nýjar
stöður.
Almenningur á lslandi lítur
þessa atburðarás mjög alvarleg-
um augum. Hann gerir sér ljóst,
að í yfirráðum kommúnista yfir
bönkunum felst stórkostleg
hætta fyrir traust og álit lands-
ins. öllum er það einnig ljóst,
að bankamálatillögur vinstri
stjórnarinnar miða fyrst og
fremst að því, að tryggja komm-
únistum nýjar stöður. Þeir hafa
líf stjórnarinnar í hendi sér og:
hóta stöðugt hörðu ef ekki verði
látið að óskum þeirra.
Hranallefft sráleysi
Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn telja sér trú um,
að með ráðstöfunum sínum i
bankamálunum séu þeir fyrst og
fremst að veikja Sjálfstæðis-
flokkinn og minnka áhrif hans i
landinu. En þetta er hinn mesti
misskilningur. Þessir flokkar eru
fyrst og fremst að rýra sitt eigið
Irsast og fylgi með hinu hrapal-
lega gáleysi sínu og dekri súra
við kommúnista. AHt lýðræðis-
sinnað og hugsandi fólk sér, hví-
líkt glapræði er verið að fremja
með því að fá kommúnistum rík
áhrif á stjórn bankanna. Er ó-
hætt að fullyrða að Alþýðuflokk-
inn og Framsóknarflokkinn eigi
einhvern tíma eftir að iðra þess
gáleysis sins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20