Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 112. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. mal  1957
!A
i
i
ustan
Edens
eftir
John
Steinbeck
hann. „Ekki að reyna að segja
neitt". Hann fann undarlega, hlýj
an og gagntakandi straum fara
um sig allan, meðan hann var að
þvo viðkvæmt og skaddað hörund-
ið. „Þú getur verið hér", sagði
hann. „Þú getur verið hér eins
lengi og þú vilt. Ég skal annast
þig og vera þér umhyggjusamur".
Hann vatt handklæðið og bleytti
því næst hár stúlkunnar og losaði
það úr sárunum á enni hennar.
Hann hlustaði á sjálfan sig tala
meðan á þessu hjúkrunarstarfi
stóð, eins og hann væri að hlusta
á tal framandi manns. „Svona,
svona, er þetta mjög sárt? Vesa-
lings augun, litlu fallegu augun.
Ég skal leggja eitthvað yfir þau,
svo að ljósið skíni ekki í þau. —
Þetta batnar allt. Það er dálítið
Ijótt sár þarna á enninu. Ég er
D-
~n
Þýðing
Sverrir Haraldsson
D---------------------------------Q
hræddur um að örið hverfi aldrei
alveg. Geturðu sagt mér hvað þú
heitir? Nei, nei, þú skalt ekki
reyna það. Ekkert liggur nú áj
Alveg nægur tími. — Heyrirðu?
Heyrirðu ekki vagnskröltið? Lækn
irinn er að koma. Það tók ekki
langan tíma að sækja hann".
Adam gekk fram að eldhúsdyr-
unum. „Hingað inn, læknir. Hún
er hérna inni!" kallaði hann.
2.
Hún var mjög mikið sködduð og
ef röntgenmyndir hefðu þekkzt í
Mikið úrval af ódýrum
stuitkápum
— Verð frá kr. 250,00
u^e
Mauðungaruppboð
sem auglýst var í 101., 102. og 104. tbl. Lögbirtingablaðsins
1956 á eignarhluta Gísla Hallgrímssonar í Digranesvegi 66
(Digranesbletti 58 A), fer fram á eigninni sjálfri þriðju-
daginn 21. maí 1957, kL 15.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
þá daga, er sennilegt að læknirinn
hefði uppgötvað meiri og fleiri
meiðsli.
Vinstri handleggur hennar og
þrjú rif voru brotin og neðri kjálk
inn sprunginn. Höfuðkúpan var
sömuleiðis sprungin og allar tenn-
urnar vinstra megin brotnar. Höf-
uðleðrið var allt rifið og flett af
og á enninu var langur, gapandi
skurður, þar sem sjá mátti alveg
inn í bein.
Læknirinn spelkaði handlegg-
inn, bjó um rifbrotin og saumaði
saman stærstu skurðina. Svo hit-
aði hann mjóa glerpípu unz hann
gat beygt hana þannifc að hægt
var að stinga henni inn í gegnum
bilið, þar sem tönn vantaði. Þann
ig var svo hægt að gefa sjúklingn-
um alla nauðsynlega fæðu, án þess
að hreyfa þyrfti hinn sprungna
kjálka.
Hann gaf henni stóran skammt
af morfíni, afhenti Adam fullt
glas af opíumspillum, þvoði sér
um hendurnar og klæddi sig í
frakkann. Hann var naumast
genginn út úr herberginu, þegar
sjúklingurinn sofnaði djúpum og
að því er virtist værum svefni.
Frammi í eldhúsinu settist hann
við borðið og drakk hið brennheita
kaffi, sem Adam bar honum.
„Nú, nú", sagði hann og leit
rannsakandi augum á Adam.
„Hver ósköpin komu svo fyrir
aumingja stúlkuna?"
„Hvernig ættum við að vita
það?" sagði Charles önuglega.
„Við funduin hana hérna úti á
tröppunum. Ef yður langar til að
sja slóðina eftir hana, þá skuluð
þér bara fara hérna út á veginn".
„Veiztu hver hún erT"
„Nei, það hef ég enga hugmynd
um".
„Þú skreppur nú stundum upp
á loftið í gistihúsinu. — Er hún
ein af þeim, sem þar búa?"
„Ég hef ekki komið þangað ný-
lega, en ég man ekki til þess að ég
hafi nokkurn tíma séð hana þar".
Læknirinn sneri sér að Adam.
iH§SáÍ
Heildsölubirgöir: EGGERT KRIST3ANSSON & CO. H.F.
„En hefur þú nokkurn tíma séð
hana áður?"
Adam hristi höfuðið, þegjandi.
Charles sagði hranalega: „Hvað
eiga allar þessar spurningar að
þýða? Hvað vakir eiginlega fyrir
yður?"
„Það skal ég segja þér, fyrst
þig langar að vita það. Þessi
stúlka varð ekki fyrir neinu öku-
tæki, enda þótt svo kunni í fljótu
bragði að virðast. Það hefur ein-
hver misþyrmi henni vísvitandi,
einhver, sem vildi hana feiga. Með
öðrum orðum, einhver gerði til-
raun til að drepa hana".
„Hvers vegna spyrjið þér ekki
hana  sjálfur?"  spurði  Charles.
„Hún verður nú ekki fær um
að tala fyrst um sinn. Þar að auki
er höfuðkúpan brotin og guð má
vita hvaða afleiðingar það kann
að hafa. Nei, spurningin er ein-
faldlega sú, hvort ég ætti ekki
strax að g^ra héraðslögreglunni
aðvart".
„Nei!" Það var svo mikill ákafi
í rödd Adams, að báðir mennirnir
litu á hann. „Við skulum láta hana
í friði. Hún þarfnast hvíldar".
„Og hver á svo að annast hana
hérna?"
„Ég", sagði Adam.
„Nei, heyrðu mig nú —", byrj-
aði Charles, en Adam greip fram
í fyrir honurn: „Skiptu þér ekk-
ert af þessu!"
„Þetta er mitt heimili, engu síð-
u' en þitt!"
„Viltu að ég fari héðan?"
„Ég átti ekki beinlínis við það".
„Jæja, en ef hún verður aá fara,
þá fer ég líka".
Læknirinn sagði: „Hvers vegna
e- þetta svo mikið kappsmál fyrir
þig?"
„Ég myndi ekki reka særðan
hund út úr húsi mínu, hvað þá
dauðsjúka manneskju".
„Þú myndir ekki heldur verða
svona æstur vegna hans. Nei, hér
hýr eitthvað annað undir. Þú ert
að leyna okkur einhverju. Hvar
varstu í nótt? Kannske þú sért sá
seki?"
„Nei, hann var heima í alla
nótt", sagði Charles. „Hann hrýt-
ur svo hátt, að það heyrist um allt
húsið".
Adam sagði: „Hvers vegna má
hún ekki vera hérna, þangað til
henni er batnað?"
Læknirinn reis á fætur og neri
hendurnar. „Adam", sagði hann.
„Faðir þinn var einn af mínum
elztu og beztu vinum. Eg þekki
þig og þitt ættfólk. Þú ert ekki
heimskur. Ég skil ekki hvers vegna
þú vilt ekki viðurkenna venjuleg-
ar staðreyndir. Þarf ég kannske
að tala við þig eins og smábarn?
Þessi stúlka varð fyrir árás og ég
álit að árásarmaðurinn, hver svo
sem hann er, hafi reynt að stytta
henni aldur. Ef ég geri héraðs-
iTósretanum ekk' aðvart, þá brýt ég
lög!"
„Jæja, tilkynnið þá héraðsfóget-
anum hvað sem yður sýnisi en gæt
ið þess bara, að hann geri henni
Jekkert ónæði fyrr en henni er batn-
að".
„Ég er ekki vanur því að láta
neinn ónáða sjúklinga mína", sagði
læknirinn hvasst. „En viltu endi-
lega að hún verði hér?"
„Já".
„Það er þér sjálfum fyrir
verstu. Jæja, ég lít hingað inn á
morgun.   Hún   sefur  sennilega
fyrst um sinn. Gefðu henni svo
vatn og volga súpu í gegnum gler
pípuna, þegar hún vaknar". Lækn
irinn kastaði kveðju á ungu menn-
ina og þrammaði út.
Charles leit á bróður sinn:
„Adam, hvað í ósköpunum mein-
arðu með þessu?"
„Sjáðu mig í friði!"
„Hvað gengur eiginlega að
þér?"
„Sjáðu mig í friði. — Heyrirðu
það?"
„Eins og þú vilt", sagði Char-
\-r. og skyrpti á gólfið. Svo hristí
hann höfuðið undrandi og gekk út,
Adam varð því feginn, að bróð-
L hans skyldi fara. Hann byrjaði
á eldhúsverkunum, þvoði matar-
íiátin og sópaði gólfið.
Er hann hafði lokið þessum
verkum sínum, gekk hann inn í
svefnherbergið og settist á stól
við rúmið.
Stúlkan svaf þungum morfín-
svefni. Bólgan í andliti hennar
hafði hjaðnað, en augun voru blá
og þrútin. Adam sat alveg hreyf-
ingarlaus og horfði á hana. Brotni
handleggurinn lá niðuT með síð-
unni, en hægri handleggurinn lá
ofan á sænginni og finguinir voru
krepptir inn í lófann. Þetta var
lítil barnshönd, já, nánast ung-
barnshönd. — Adam snart úln-
lið hennar með fingrunum. Svo
rétti hann, mjög varfærnislega,
eins og hann óttaðist að einhver
kynni að standa hann að verki, úr
fingrunum og strauk létt yfir
mjúka gómana. Adam brosti af
gleði. Andardráttur hennar stöðv-
aðist og hann titraði af eftirvænt-
ingu — svo var eins ag hún
kyngdi einhverju og hinar jöfnu
hrotur héldu áfram.
Adam þokaði handlegg stúlkunn
ar og hönd inn undir sængina, reis
því næst á fætur og læddist út úr
herberginu.
Cathy lá marga daga í ðværu
svefnmóki, án þess að komast til
fullrar meðvitundar. Þó skynjaði
hún einhverja hreyfingu um-
hverfis sig. Og smátt og smátt
skýrðist hugsun hennar og sjón.
Tveir ungir menn komu og fóru,
annar við og við, hinn að stað-
¦aldri. Þriðji maðurinn sem fyrir
augu hennar bar, var að ðllum
líkndum læknir. Loks var það svo
fjórði maðurinn, sem stundum
kom að rúmi hennar, hár og grann
vaxinn, sem drð að sér athygli
hennar, meira en nokkur hinna.
Og sú athygli staf aði af ðtta. —
Kannske hafði hún, þrátt fyri*
morfíns-mókið heyrt og skilið eitt
og annað, sem talað var.
Mjög  hægt  rifjuðust  atburðir
jyoC'pr :n:n:t:tniH .^.fl.f.*..^-..^.fl.....1.frfr........-.^.^^.»..^^^^
5—^5»^«-'     MARKUS  EatirEdDodd
1) Þetta er undarlegt. Hvorki
pabbi né Andi eru sjáanlegir
neixi sstaðar.
2) — Eg kem aftur eftir augna-
blik, Markús. Pabbi virðist hafa
farið í gönguferð með Anda. Eg
ætla að leita að þeim.
3) Hérna eru sporin eftir þá.
Það getur þó ekki verið, að pabbi
ætli að fela hann.
4) Ef það er rétt, þá verð ég
að koma honum að óvörum.
I
3SUtvarpiö
Þriðjudagur 21. isiaí:
Fastir liðir eins og venjulega.
18,30 Hús í smíðum; X: Þórður
Jasonarson byggingameistari tal-
ar um mótasmíði. 19,00 Þingfrétt-
ir. 19,30 Þjoðlög frá ýmsum lönd-
um (plötur). 20,30 Erindi: Æska
í hættu ¦— hættuleg æska (Dr.
Matthías Jónasson). 20,55 Tónleik
ar (plötur). 21,20 Hæstaréttarmál
(Hákon Guðmundsson hæstaréttar
ritari). 21,35 Tónleikar (plötur).
22,10 „Þriðjudagsþátturinn". —
Jónas Jónasson og Haukur Mort-
hens hafa á hendi umsjón. ¦— 23,10
Dagskráriok.
Miðvikud;i;;ur 22.  maí:
Fastir. liðir eins og venjulega.
11.50—14,00 Við vinnuna: Tón-
leikar af plötum. 18,45 Fiskimál:
Páll Sigurðsson forstjóri talar um
samábyrgð Islands á fiskiskipum
og vélbátatryggingarnar. —¦ 19,00
Þingfréttir. 19,30 Óperulög (pl.).
20,30 Erindi: Egyptaland; III.
Kairó (Rannveig Tómasdóttir).
21,00 Einsöngur: Itaiski tenór-
söngvarinn Vincenzo Demetz syng
ur við undirleik hljómsveitar. —•
21,15 Upplestur: „Fyrst ég ann-
ars hjarta hræri", smásaga eftir
Þórleif Bjarnason (Höskuldur
Skagfjörð leikari). 21,35 Tónleik-
ar (jlötur). 22,10 Þýtt og endur-
sagí: „Á fremstu nöf" eftir Marie
Hackett; III. (Ævar Kvaran leik-
ari). 22,30 Létt Yóg (plötur). —
23,00 Dagskrárlok.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20